Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 11.04.2002, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 11.04.2002, Blaðsíða 12
Að njóta foreldrahlutverksins Fræðslunámskcið fyrir ný- bakaöa foreldra, þ.c. þá scm cru að eigast sitt fyrsta barn og eiga barn á aldrinum 0-12 mánaða cr al- gjör nýjung hcr á landi. Námskeiðið er hugsað sem við- bót við aðra þá fræðslu sem for- eldrum býðst frá starfsfólki heil- brigðiskerfísins. í skólakerfinu er ekki kennt um gildi foreldrahiut- verksins og þrátt fyrir framan- greinda fræðslu sem opinberir aðilar veita eru mörg dæmi þess að fólk með margvíslega mennt- un að baki sitji inni með margar spumingar og óleyst verkefni sem valda kvíða og óöryggi. Slíkt veldur streitu sem hefitr á- hrif á líðan bamsins og á bijósta- gjöf móður og eiga foreldrar einatt erfitt með að njóta sín í hinu nýja hlutverki. Markmið námskeiðsins er að veita foreldrum fræðslu og leið- sögn svo þeir geti notið foreldra- hlutverksins sem best, því aukin þekking skapar öryggi og styrkir sjálfstraustið. Fjallað verður m.a. um fjölskylduna og foreldrahlut- verkið, um vöxt og þroska bams- ins, næringu, svefh,o.fl. Auk þess er stuðlað að meiri ánægju og vellíðan foreldra ungra bama með umræðu um tengda þætti s.s. siðffæði og samskipti og á- hersla lögð á samstillingu, slökun og hugarró. Samstilltir foreldrar auka vellíð- an fjölskyldunnar og njóta betur foreldrahlutverksins. Leiðbeinendur á námskeiðinu em Kristin Guðmundsdóttir og Hertha W. Jónsdóttir sem eru báðar bamahjúkrunarffæðingar með mikla reynslu og þekkingu á umönnun bama. Námskeiðið stendur i 2 klst. í tvö skipti og hefst næsta námskeið þann 18. apríl í safnaðarheimili Kefla- vikurkirkju. Upplýsingar og skráning er hjá Herthu, netfang hertha@mi.is og hjá Kristínu netfang kristingud@isl.is alla daga. KIRKJUSTARFIÐ Kcflavíkurkirkja Sunnud. 14. apríl. Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 árd. 5 ára böm boðin velkomin til kirkju. Þcim verður gefin bókin Kata og Ólifara til kirkju. Prestur: Sigfús Baldvin Ingvsaon ásamt starfsfólki sunnu- dagaskólans. Undirleikari: Helgi Már Hannesson. Miðvikud. 17. apríl. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í kirkjunni kl. 12:10. Samvemstund í Kirkjulundi kl. 12:25 - súpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurshópar. Umsjón: Asta Sigurðardóttir Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá 19:30-22:30. Stjómandi: Hákon Leifsson. Sjá sumaráætlun í Veffiti Keflavíkur- kirkju: keflavikurkirkja.is Ytri-Njarðvíkurkirkja Fimmtud. 11. apríl. Fyrirbæna- samvera kl. 19. Fyrirbænarefhum er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsinsmillikl.10-12. í síma421 5013. Grindavíkurkirkja Sunnud. 14. apríl. Fermingar- messa kl. 13:30. Prestur Sr. Hjörtur Hjartarson, Organisti, Öm Falkner, Kór Grindavíkurkirkju leiðir safnaðarsöng. Útskálakirkja Laugard. 13.apríl. Safnaðar- heimilið Sæboig. Lokasamvera Kirkjuskólans kl. 13:30. Allir velkomnir. Sunnud. 14. aprfl. 2.sunnud. e. páska. Fermingarmessa kl. 10:30. Kór Útskálakirkju syngur. Oigan- isti Pálína Fanney Skúladóttir. Sóknarprestur Bjöm Sveinn Bjömsson. Hvalsneskirkja Laugard. 13. apríl. Safnaðar- heimilið í Sandgerði. Lokasamvera Kirkjuskólans kl. 11. Allir velkomnir. Sunnud. 14. aprfl. 2.sunnud. e. páska. Fermingarmessa kl. 13:30. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Pálína Fanney Skúla- dóttir. Sóknarprestur Bjöm Sveinn Bjömsson. Bvrgið, Ruckvillc Lofgjörðarsamkoma mánudags og miðvikudagskvöld kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan, Hafnargötu 84 Almennar samkomur sunnudaga kl. 16.30. Bamagæsla meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomnir. Hver ber ábyrgðina á eiturefna- haugum Varnarliðsins á Stafnesi? Hver ber ábyrgðina á eit- urcfnahaugum Varnar- liðsins á Stafncsi? Það vísa allir hvcr á annan þegar spurt cr. Ótrúlegt cn satt; Umhverfisráðuneytið ber enga ábyrgð, flestir forráða- mcnn bera fyrir sig hcilbrigð- iseftirlitinu. Heilbrigöiseftirlit- ið scgir haugana innan varn- arsvæðis, og geti þeir ekkert gert. Samt scgir heilbrigðis- fulltrúinn að hann sé að vinna að því að gefa urðunarstaön- um starfsleyfi. Skrýtin vinnu- brögð það. Svo segir framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvarinnar að færa eigi mörkin þannig að haugamir verði fyrir utan vam- arsvæðið og passar það við það sem stendur í matsáætlun Sorp- eyðingarstöðvarinnar. í grein Hjálmars Árnasonar þingmanns segir hann að Vam- arliðið vilji ekki fá á sig skaða- bótakröfu. Og dettur mér þá í hug að þeir ætli að skila þeim hluta vamarsvæðis sem haug- arnir eru á og losa sig þannig undan ábyrgð á óþverranum. Væntanlega til Sandgerðisbæj- ar! Það eru þá skemmtileg úr- lausnarefni fyrir bæjarstjórnir Sandgerðis á komandi árum og áratugum sem bíða, eða liitt þó heldur. Því allir vita að þessi eit- urefhi eyðileggja langt út frá sér um alla framtíð. Það er með ó- líkindum það kjarkleysi Heil- brigðiseftirlits Suðurnesja að hafa ekki manndóm í sér til að setja rniða á ólöglega eiturefna- hauga varnarliðsins sem á stendur fjarlægist ella fjarlægt á kostnað eigenda, eins og á drasl hjá einstaklingum og fyrirtækj- um. Og gæti rnaður farið að halda að Heilbrigðiseftirlitið væri að einhveiju leyti á launum hjá Varnarliðinu. Það er erfitt að trúa að forráðamenn á Suður- nesjum og þjóðarinnar skriði svona fyrirVamarliðinu. Það er krafa okkar hér í Stafhes- hverfi að Varnarliðið fari með öll sín eiturefni úr landi. Það á að vera skýlaus krafa allra Is- lendinga. Arnbjöm Eiríksson Nýlendu Stafneshverfi GÖNGUHÓPURINN FERLIR Gengið um Síðasta laugardag gekk FERLIR um Básenda frá Stafncsi í fylgd Guö- mundar L. Guðmundssonar frá Bala. Gengið var um gönilu stcinbrúna austan Básendahóls á lcið að gamla brunninum austan gömlu búðanna. Brunnurinn er enn vel grein- anlegur. Efstu hleöslur sjást, en að öðru leyti er hann fullur af sandi. I fomleifaskrá fyrir Básenda er bmnnurinn sagður horfínn í sandinn og ekki vitað hvar hann hefur verið. Raunin virðist hins vegar önnur. Þá var gamla hús- tóttin á Básendum skoðuð, en bærinn, ásamt öðmm húsum, s.s. búðinni, lýsisbræðslunni, fjósinu Básenda og Þórshöfn og hlöðunni, eyðilögðust Básendaflóðinu árið 1799. Neð- an hennar að norðanverðu er Básendavörin og má enn sjá for effir kjalför bátanna á klöppun- um. Austan tóttarinnar er gamla réttin og vestan hennar em keng- ir, sem bátar í víkinni vom festir við allt frá því á 16. öld. Ef vel er gáð má sjá eina 5 til 7 kengi með víkinni og á skeijum. Draughóll með dysinni upp á var skoðaður og siðan gengin gamla Hrossagatan yfir að Þórshöfn. Á leiðinni lýsti Guðmundur miðum og kennileitum, s.s. Svartakletti með ströndinni, en hann var not- aður sem mið í Keili, Mjóuvörðu efst á heiðinni, en hún var notuð sem sundvarða o.fl. Leitað var að áletmðu Hallgrimshellunni á holti norðan Þórshafnar og síðan litið á leturklöppina ofan hennar. Á henni má sjá ýmis ártöl og fangamörk. Þar nálægt er klapp- að á fleiri steina, bæði ártöl frá því á 19. öld og fangamörk. I bakaleiðinni var komið við í Gálgum, gömlum aftökustað, sem heimildir em til um. Gengið var í ágætu veðri þrátt fyrir slæma spá. Stafhessvæðið bíður upp á mikla útivistarmöguleika. Þar em minj- ar frá fyrri tíð sem og óspillt nátt- úran. Aðstaða er þama hin ákjós- anlegasta og gönguaðstæður fyrir alla aldurshópa. Kveðja, Ómar Sniári Ármannsson Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsncsvegi 33,230 Keflavík, s: 420 2400 UPPBOÐ Uppboð munu byija á skrifstofu emhættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík fimmtudaginn 18. apríl 2002 kl. 10:00 á eftirfarandi eignum: Brekkustígur 2, 0101, Sandgerði, þingl. eig. Brynhildur Kristjáns- dóttir, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður. Eyjaberg ST 60, skipaskrámr. 163, þingl. eig. Bæjarfell ehf, gerðar- beiðendur Hafnasjóður Vesturbyggðar, Lífeyrissjóður sjó- manna og Lifeyrissjóður Suðurlands. Fitjabraut 6a, 0202, Njarðvík, þingl. eig. Eggert Sigurbergsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær. Kirkjugerði 14, Vogum, þingl. eig. María Hermannsdóttir og Stefán Rowlinson, gerðarbeiðandi Vatnsleysustrandarhreppur. Lyngbraut 13, Garði, þingl. eig. Gunnar Hámundarson Haesler og Brynja Kristjánsdóttir, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík. Njarðvíkurbraut 51 - 55, Njarðvík, þingl. eig. Haukur Guðmundsson, gerðarbeiðendur Byggðastofhun, Frystikerfi ehf, Reykjanesbær, Sýslumaðurinn í Keflavík og Vátryggingafélag Islands hf. Víkurbraut 12, Grindavík, þingl. eig. Óskar Freyr Guðlaugsson, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Landsbanki íslands hf,- Grindavik. Víkurbraut 42, effi hæð, Grindavík, þingl. eig. Ólafúr Ragnar Elísson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Landsbanki Islands hf,Grindavík. Sýslumaðurinn í Keflavík, 9. apríl 2002. Jón Eysteinsson Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33,230 Keflas ík, s: 420 2400 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfúm, sem hér segir Brekkustígur 1, neðri hæð, Sandgerði, þingl. eig. Bjöm Dúason, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn í Keflavik, þriðjudaginn 16. april 2002 kl. 10:45. Eyjaholt 11, Garði, þingl. eig. Helga Sif Jónsdóttir, gerðarbeið- andi Fróði hf, þriðjudaginn 16. apríl 2002 kl. 11:30. Gónhóll 3, Njarðvík, þingl. eig. Guðmundur Björgvinsson, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, þriðjudaginn 16. apríl 2002 kl. 10:15. Hlíðargata 22, neðri hæð, Sandgerði, þingl. eig. Þb. Grétas Mar Jónss. bt. Asgeirs Magnús- sonar hrl, gerðarbeiðendur Landsbanki Islands hf, Sandgerði, Lifeyrissjóður sjómanna og Lögmannastofa Ásgeir Magnúss sf, þriðjudaginn 16. apríl 2002 kl. 11:00. Sýsluniaöurinn í Keflavík, 9. apríl 2002. Jón Eysteinsson 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.