Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 11.04.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.04.2002, Blaðsíða 14
HESTAMANNAFÉLAGIÐ MÁNI TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR Kaffihúsatónleikar Vínartónlist Eldri nemendur Suzuki-deildar halda kaffihúsatónleika með Vínartónlist sunnudagiun 14. apríl. Tónleikaruir verða haldnir á sal Njarðvíkurskóla og hefjast kl.15.30. Kaffiveitingar á vægu verði. Allir velkomnir. Skólastjóri. ATVINNA Startsfólk óskast á kvöldin og um helgar. Lágmarksaldur 25 ár. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Víkurfrétta og er eingöngu hægt að sækja um þar, öllum umsóknum verður svarað. .Brautarnesti, Hringbraut 93, Keflavík. Heilbrigðisstojhun Suðumesja SUMARAFLEYSINGAR Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir móttökuriturum til sumarafleysinga í afgreiðslu HSS í Keflavík sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Agnes Garðarsdóttir í síma 422 0500. Læknaritari óskast frá 15. maí til sumarafleysinga í HSS í Keflavík. Nánari upplýsingar veitir Ásdís M. Sigurðardóttir í síma 422 0500. Laun samkvæmt samningi Starfsmannafélags Suðurnesja og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og lóðir hennar er reyklaus vinnustaður. Framkvæmdastjóri. MaríaAnna leiðir H-listann í Garði Lagður hcfur verið fram listi Sjálfstæðismanna og annarra frjáislyndra kjós- cnda í Gerðahreppi, Garði, vegna sveitarstjórnakosninga 25. maí n.k. Listinn hcfur haft bókstafínn H. Listann skipa; 1. Maria Anna Eiriksdóttir, sjúkraliði 2. Hrafnhildur S. Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri 3. Finnbogi Bjömsson, ffkvstj. 4. Ámi Ámason, stjómmálafr. nemi 5. Þorsteinn Eyjólfsson, rafvirki, 6. Laufey Erlendsdótttir, íþróttakennari 7. Magnús Torfason, vömbifr.stj. 8. Þorsteinn Jóhannsson, verkstjóri 9. Guðmundur Einarsson, afgr. maður 10. Ingvar Jón Gissurarson, bifvélavirki 11. Björgvin Þ. Björgvinsson, rafv. nemi 12. Karl Njálsson, forstjóri 13. Dagmar Ámadóttir, húsmóðir 14. Þorvaldur Halldórsson, útgerðarmaður Svo sem ffam kemur skipar Mar- ía Anna Eiríksdóttir efsta sæti listans. Hún hefur setið í hrepps- nefnd um 8 ára skeið, einnig set- ið í skólanefnd, nefhdum vegna byggingar leikskólans Gefhar- borgar auk §ölda annarra starfa sem henni hiafa verið falin á veg- um hreppsnefndar. Hreppsnefnd- arfulltrúi með mikla reynslu af sveitarstjómarstörfum. Hrafh- hildur Sigurðardóttir færist nú ffamar á listann og mun reynsla hennar nýtast vel en hún hefur m.a. setið í félagsmálanefnd. Finnbogi Bjömsson fyrrv. odd- viti og sveitarstjómarmaður um 28 ára skeið sest nú í 3ja sæti, það fjórða skipar ungur maður með mikla reynslu úr nefnda- starfi og hreppsnefhd, Ami Ámason. H listinn mun beita sér fýrir ffamgangi í menntamálum í Garðinum, ljúka við byggingar við Gerðaskóla og íbúða fyrir aldraða, endurskoða þarfir leik- skólans Gefnarborgar, huga að umhverfismálum, endumýja göt- ur og afleggjara og leggja slitlag. Ekki síst mun verða lögð mikil á- hersla á að ljúka lögn gangstétta og auka þannig öryggi íbúanna og bæta um leið útlit byggðar- lagsins. Mikil verkefhi í ffáveitu- málum bíða Garðmanna og lögð verður áhersla á að ná á ný sam- bandi við atvinnulífið og efla í- þrótta- og heilsuræktariðkun yngri og eldri íbúa. Garðmanna biða ótal verkefhi sem kosta munu mikið fé. Til þess að nýta fjármagn sem best hefur H listinn rætt við Ellert Ei- riksson fýrrverandi sveitarstjóra í Garði um að koma til starfa í Garðinum en Ellert var sveitar- stjóri í 8 ár. Ellert sýndi trausta ffam-kvæmda og fjármálastjóm i störfum sínum og fólk sem þurfti að leita til Gerðahrepps var þá visst um að fá faglega umfjöliun um sín mál. Aukin þekking hans sem bæjarstjóri í Reykjanesbæ mun nýtast vel í breyttu um- hverfi, svo sem í menntamálum og öðrum afskiptum við opin- bera aðila, bæði nágranna og aðra. H listinn mun því, fái hann til þess nægilegt fylgi, leita effir því að ráða Ellert sem mun verða heillaákvörðun fyrir byggðarlag- ið og íbúa þess. H listamenn hlakka til samstarfsins og ofan- greindir ffambjóðendur munu leggja sig alla ffam í þágu ifam- fara í Garðinum. Vetrastarf hestafélagsins Mána hefur gengið vel eins og undanfarin ár og á aðaifundi félagsins í febrúar var góð mæting. Kosið var í nýja stjórn og var Margeir Þorgeirsson kosinn formaður en aðrir kosnir í stjórn voru Sigurður Ragnarsson, Sigrún Valdimarsdóttir, Viðar Ellerts- son og Jón Viðar Viðarsson. Á fundinum var samþykkt tillaga um Ieyfi til stækkunar á hest- húsum um allt að 6 metra fram og helmings stækkunar hlöðu. Uppselt var á árshátíð félagsins og hafa miðar alrei selst upp á eins skömmum tíma. Hún tókst vel í alla staði. Æskulíðsstarf félagsins er í blóma og fékk Máni sérstaka viðurkenningu fyrir það á síðasta landssambandsþingi Hesta- manna sem haldið var á ísafirði í haust sem leið. Æskulýðsdagar voru haldnir í reiðhöll Mána og var þátttaka mjög góð - myndir! Eins og undanfarin ár komu hestamenn úr Grindavík riðandi á móti Mánafélögum um pásk- ana og var mæst á Fitjum og það- an lá leiðin á Mánagrund. Sam- eiginlegur reiðtúr var svo farinn á laugardeginum. Nokkur mót hafa verið haldin hjá félaginu og hér fyrir neðan eru úrslit í tveimur þeirra. Karlamót Mána í boði Húsanes 1. sæti Sigurður Ragnarsson á hestinum Fróða ffá Miðsitju 2. sæti Jón ViðarViðarsson á hestinum Védísi ffá Síðu 3. sæti Gunnar Auðunsson á hestinum Kóp ffá Kílhrauni 4. sæti Guðni Sigurðsson á hest- inum Skafli ffá Norðurhvammi 5. sæti Margeir Þorgeirsson á hestinum Hyl ffá Sandgerði V íkurfréttamótiö í pollaflokki sigraði Una M. Unnarsdóttir á hestinum Perlu, Marsibil Sveinsdóttir varð í 2. sæti á hestinum Pamelu og Hafliði Brynjarsson varð í 3. sæti. í bamaflokki sigraði Margrét Lilja Margeirsdóttir á Hyl, Vikt- oria Sigurðardóttir á Takti varð í 2. sæti og Ásmundur Snorrason á Glóð varð í 3. sæti. í unglingaflokki varð Camilla Sigurðardóttir á Skafli í 1. sæti, Auður Olafsdóttir á Sóllilju varð í 2. sæti og Hermann Unnarsson á Varða varð í 3. sæti. í ungmennaflokki varð Elva MargeirsdóttiráAmal í 1. sæti, Guðmundur Unnarsson á Braga í 2. sæti og Sóley Margeirsdóttir á Prúðu varð í 3. sæti. í kvennaflokki sigraði Gunnhild- ur Vilbergsdóttir á Rut, Marta Jónsdóttir á Fjarka varð í 2. sæti og Ásdís Adolfsdóttir á Drótt varð í 3. sæti. í opnum flokki sigraði Marta Jónssdóttir á Hljómi, Sigurður Kolbeinsson á Litla Stjama varð í 2. sæti og Jón ViðarViðarsson varð í 3. sæti á Védisi. 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.