Víkurfréttir - 24.04.2002, Page 6
Bátasýning opnuð í
DUUS-húsum 11. maí
Stefnt er að því að opna
bátasýninguna í DUUS
húsunum þann 11. maí
nk. Miklar framkvæmdir hafa
staðið yfir í húsunum í allan
vetur og nú er að koma mynd á
glæsilega sýningarsaii. Sigrún
Asta Jónsdóttir forstöðumaður
Byggöasafns Suðurnesja sýndi
menningar- og safnaráði
Reykjanesbæjar aðstæður í
nýju húsakynnunum nýverið.
Byggðasafnið fékk nýverið
styrkveitingu að upphæð 1,9
milljónir kr. fiá Safnasjóði ríkis-
ins. Menningar- og safnaráð
fagnar þeirri styrkveitingu og
undir það var tekið af Skúla
Skúlasyni, forseta bæjarstjómar,
á fundi bæjarstjómar síðdegis i
gær.
Bátasýningin, sem byggð er upp
á bátasafni Gríms Karlssonar,
mun vera stórglæsileg og verðugt
að skoða hana þegar sýningin
opnar.
www.asberg.is
Ásberg
Fasteignasala
Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali
Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar 421 1420 og 421 4288
Fax421 5393 • Netfang: asberg@asberg.is
Ásabraut 9, Keflavík.
Mjög góð 3ja herb. 74m-
ibúð á efri hæð með 28m3
bílskúr og sérinngangi. Hiti í
bílaplani. Mikið endumýjuð.
Laus strax. 8.100.000.-
Heiðarholt 32, Keflavík.
2ja herb. 61mJ íbúð á 1 hæð í
fjölbýli. Eign í góðu ástandi
á vinsælum stað.
6.400.000,-
Lágmói 6, Njarðvík.
Glæsilegt 144m2 einbýli með
4 svefnh. og 60m2 bílskúr.
Eign í mjög góðu ástandi.
18.000.000.-
Njarðvíkurbraut 20, Njarðvík.
12 lm2 einbýli með 3 svefnh.
og 47m2 bílskúr. Búið að
endurnýja eignina að hluta.
Eign á góðum stað. Laus
strax. 11.300.000.-
Nónvarða 7, Kcflavík.
141m2 einbýli með 4 svefnh.
og 28m2 bílskúr. Eign sem
gefur mikla möguleika.
13.200.000,-
Garðbraut 64, Garði.
145m2 einbýli með 5 svefnh.
heitur pottur á baklóð.
Hagstæð lán. Skipti á minni
eign í Garði. 11.900.000.-
Melteigur 21, Keflavík.
Gott einbýlishús 96m2 með 2
svefnh. ájarðh. sjónvarph. í
risi og 2 lítil herbergi 29m2
bílskúr. Eign á vinsælum
stað. 13.500.000,-
Austurbraut 4, Keflavík.
140m2 neðri hæð með sérin-
ngangi og 4 svefnh. 40m2 bíl-
skúr. Eign 1 góðu ástandi.
11.500.000.-
Atli Már formaöur NFS
Urslit kosninga i hin ýmsu
ráð nemendaféiags Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja
liggja nú fyrir. Atli Már Gylfa-
son var kosinn formaður en
hann sigraði með yfirburðum,
fékk 71% atkvæða.
Að sögn Ellerts Hlöðverssonar
sitjandi formanns eru menn þar á
bæ enn að ráða ráðum sínum
hvað varðar hver verður varafor-
maður en enginn af þeim sem
bauð sig ffam fékk nógu mikið
fylgi yfir aðra frambjóðendur,
sem verður að vera 17% ef þrir
eða fleiri bjóða sig frarn.
Jón Marínó Sigurðsson, sem
skipar 5. sæti á framboðslista
ffamsóknarflokksins, var kosinn
formaður skemmtinefndar, Sif
Aradóttir var kosinn ritari og
Skúli Steinn Vilbergsson var kos-
inn íþróttameistari.
NÝSKÖPUN í FERÐAMÁLUM í SANDGERÐI
Sumarbústaðabyggð
rís á Þóroddstöðum
Nú stendur yfir fram-
kvæmd við sumarbú-
staðabyggð sem staðsett
er á Þóroddstöðum, rétt fyrir
utan Sandgerði. Ingimar Sum-
arliöason er eigandi Þórodd-
staða og hefur hann í sam-
vinnu við Sandgerðisbæ verið
að skipuleggja byggðina á
landi sínu og Iandi við hliðina
sem er í eigu Sandgerðisbæjar.
Ingimar mun sjálfur eiga og
leigja út 7 af 20 bústöðum sem
skipulagt er að verði á svæðinu
og er þegar búið að reisa þrjá
sumarbústaði. Þá hefur Sand-
gerðisbær verið að setja upp
þjónustumiðstöð á svæðinu, en í
það er notað húsnæði gömlu
vigtarinnar í Sandgerði.
Sandgerðisbær mun einnig reisa
sumarbústaði og leigja út lóðir til
byggingar bústaða á svæðinu.
Ingimar sagðist í samtali við Vik-
urfféttir vera bjartsýnn á að þessi
hugmynd gæti laðað að ferða-
menn til Þóroddsstaða og taldi
möguleikana á ferðaþjónustu
mikla á þessu svæði með tilliti til
uppbyggingar bæði í Sandgerði
og Garði. Skammt ffá Þórodds-
stöðum er staðsettur golfvöllur
Sandgerðinga. Ingimar stefhir á
að heitt vatn verði lagt að bústöð-
unum, en Hitaveita Suðumesja
telur kostnað á því ekki arðbæran
og hefúr því ekki gefið grænt ljós
á slíkar ffamkvæmdir, þó segist
Ingimar bjartsýnn á að það verði
gert.
Nú stendur yfir framkvæmd við sumarbústaðabyggð sem staðsett er á Þóroddstöðum, rétt lyrir
utan Sandgerði. Ingimar Sumarliðason er eigandi Þóroddstaða og hefur hann {samvinnu við
Sandgerðisbæ verið að skipuleggja byggðina á landi sínu og landi við hliðina sem er í eigu
Sandgerðisbæjar. Texti og myndir: Snorri Birgisson
6