Víkurfréttir - 24.04.2002, Blaðsíða 9
Skrifstofur á efri
hæð Túngötu 1
Nú standa yfir miklar
breytingar á efri hæð
Túngötu 1 en iðnaðar-
nienn hafa að undanfiirnu ver-
ið að koma upp skrifstofum á
efri hæð húsins.Að sögn Sverr-
is Sverrissonar athafnamanns,
og eins ciganda þá er gert ráð
fyrir 12 skrifstofum á hæöinni.
Hefur hann nú þegar samið um
leigu á 9 þeirra sem áætlað er að
verði afhentar um mánaðamótin.
I húsinu verður sameiginlegur
gangur milli skrifstofa ásamt
kaffístofú sem er fullbúin öllum
tækjum, en hún verður einnig
sameiginleg. Inngangur inn á
skrifstofúmar verður frá Tjamar-
götu en þar er verið að koma upp
stiga sem áætlað er að verði
kominn upp á þriðjudag. Sverrir
sagði í samtali við Víkurfréttir að
þarna yrði einnig staðsett
flettiskilti við hlið stigans sem
flettir auglýsingum og að fram-
kvæmdum við húsið yrði mjög
líklega lokið rétt eftir mánaða-
mót. Húsið er allt tæpir 600 fer-
metrar en neðri hæðin er í leigu
Kaupás hf. sem rekur Nóatúns
verslun þar.
Umhverfismál
tekin föstum
tökum í Vogum
Þann 25.apríl næstkom-
andi verður haldið upp á
dag umhverfisins um allt
land. Vogamenn ætla ekki að
vera efdrbátar annarra í þeini
efnum sem öörum og í samráði
viö íbúana verður haldið upp
á þennan dag.
Besta leiðin til að halda slíkan
dag er að gera eitthvað fyrir um-
hverfið, okkar umhverfi. Hug-
myndin er að hreinsa Qöruna,
ganga fjöruna frá skólanum út
að Stapa og hreinsa eins mikið af
rusli í burtu og við getum þannig
að fjaran verði snyrtileg og okkur
og umhverfi okkar til sóma. Svo
þegar búið verður að hreinsa
verður boðið upp á pulsur og
kók þannig að allir verði saddir
og sáttir við sig og umhverfí sitt.
Reiknað er með að þetta taki 2-
3 tíma, en nánari timasetning
mun liggja fyrir þegar nær dre-
gur. Vonast er eftir almennri
þátttöku almennings til að gera
sameiginlega umhverfið snyrti-
legt og fallegt svo það verði enn
snyrtilegra og meira aðlaðandi..
Auglýsingasími
Víkurfrétta er
421 4717
Á hátíðisdegi verkalýsins 1. maí býður
Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis öllum
félagsmönnum til kaffisamsætis í Samkomuhúsinu
í Sandgerði frá kl. 15-17.
Félagar fjölmennum og mætum öll í hátíðarskapi.
1. maí nefndin.
Dagskrá:
kl. 15.
Kaffisamsæti í Samkomuhúsinu.
Setning.
Félagsmaður heiðraður.
Einar Georg Einarsson flytur pistil og gamanmál.
Tónlistaratriði.
MERKJASALA
Merki afhent á Víkinni, Hafnargötu 80, Keflavík kl.4j0.00.
Andvirði merkjasölunnar rennur allttil sölubarna
DAGSKRÁ1. MAÍ í STAPA
Kl.13.45 Húsið opnar
Guðmundur Hermannsson leikur létta tónlist
Kl.14.00 Setningarávarp: Kristján Gunnarsson formaðurVSFK
Ræða dagsins: Halldór Björnsson varaforseti ASÍ
Grín og gamanmál: Helga Braga Jónsdóttir leikari
Heiðrun félaga - Umsjón Guðrún Ólafsdóttir varaformaður VSFK
Söngur: Karlakór Keflavíkur. Kynnir: Guðbrandur Einarsson
formaðurVS. Kaffiveitingar í boði félaganna.Guðmundur
Hermannsson leikur Ijúfa tónlist.
Kl.14.00 Börnum boðið á kvikmyndasýningar í Nýja Bíó
Félagar fjölmennið á 1. maí hátíðarhöldin. S.T.F.S.
Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is
9