Víkurfréttir - 24.04.2002, Qupperneq 10
BRÉF TIL BLAÐSINS / HBB@VF.IS
■
Versnandi atvinnuástand
á Suöurnesjum
Atvinnuástand á Suður-
nesjum hefur heldur
versnað fyrstu mánuði
ársins hefur
heldur versnað
ef miðað er við
tvö síöustu ár
þ.e. 2000 og
2001. Ástandiö
núna er líkt og
árið 1999 hvað
fjölda atvinnulausra snertir
en ólíkt hvað kynjahlutfall
snertir þar sem karlmönnum
á atvinnuleysisskrá hefur
fjölgað umtalsvert. í lok mars
eru 93 karlar atvinnulausir á
Suðurnesjum á móti 146 kon-
um. Flestir eru ófaglærðir.
Hvað varðar atvinnuleysi karla
þá má um kenna samdrætti í
byggingageiranum og í verk-
takastarfsemi. Einnig hefur bor-
ið á uppsögn sjómanna þar sem
verið er að leggja mörgum
smærri bátanna vegna kvóta-
leysis og erfíðrar fjárhagsstöðu.
Samdráttur hefur einnig átt sér
stað í verslunargeiranum,
smærri verslunum fækkar á
kostnað hinna stóru.
Eins og venjulega á þessum árs-
tíma er verið að ráða fólk til
sumarafleysinga og gengur það
nokkuð greitt fyrir sig. Ástandið
fram undan er nokkuð bjart en
aftur á móti eru blikur á lofti
varðandi næsta haust og vetur.
Ef fram heldur sem horfir í
sjávarútveginum þá kemur til
með að fækka starfsfólki i físk-
vinnslunni. Flugleiðir hafa gef-
ið út yfirlýsingu um samdrátt í
flugi á Bandaríkin nánar tiltekið
New York en ferðir þangað
verða lagðar niður á haustdög-
um í ár fram til næsta vors árið
2003.
Það er bót í máli enn sem kom-
ið er að litið er um langtíma at-
vinnulaust fólk á skrá. Meðal
viðverutími á skránni hefiir ver-
ið í kringum 3 mánuðir og telst
það nokkuð gott.
Þau úrræði sem hafa verið í
gangi hjá Vinnumiðlun fyrir at-
vinnulausa hafa bæði verið
miðuð við hópa og einstaklinga.
Fyrir hópa hafa tölvunámskeið
og „ að sækja um vinnu“ verið
helst í boði en vinnuvélanám-
skeið og meirapróf verið ein-
staklingsmiðaðri og þá í sam-
vinnu við stéttarfélag viðkom-
andi atvinnuleitanda.
Þrátt fyrir bjartsýni erum við
sannfærð um það að hlúa þurfí
betur að þeirri atvinnustarfsemi
sem fyrir er á svæðinu og vera
opin fyrir nýjum tækifæmm.
F.h. Svm. Suðurnesja,
Ketill G. Jóscfsson
Bergný Jóna Sævarsdóttir, grunnskólakennari:__
Aö vinna meö traustu fólki!
Kæru Sandgerðingar! Að
mjög vel athuguöu niáli
tók ég ákvörðun um að
þyggja boð um
aö skipa 5. sæti
K-listans í Sand-
gerði.
Ástæða þess að ég
tók þessa ákvörð-
un er sú að með
því fæ ég tækifæri
til að vinna með traustu og
reyndu fólki sem hefur sýnt í
verki getu sína til að stjóma bæn-
um okkar af miklum dugnaði og
ábyrgð.
Ég tel mjög nauðsynlegt fyrir
okkur Sandgerðinga að Jóhanna
Norðfjörð nái kjöri til bæjar-
stjómar en hún hefur unnið mjög
vel fyrir okkur bæjarbúa á þessu
kjörtímabili.
Með því aö Jóhanna nái kjöri,
verð ég fyrsti varamaður i bæjar-
stjóm og tek þá fullan þátt í allri
umfjöllun og ákvarðanatöku um
þau mál sem eru efst á baugi
hverju sinni. Einnig tel ég að
þetta gefi mér tækifæri til að
vinna með góðum árangri að
málefnum yngra fólks hér í bæn-
um og öðmm þeim málum sem
mér em hugleikin.
Ég er ný i þessum hópi og er nú
að takast á við ný verkefni og er
fullviss um að ég er mjög vel fær
um það. Ég hef mikið starfað
með fólki, t.d. setið sem vara-
maður í stjóm Verkalýðsfélags-
ins, íþrótta- og tómstundaráði og
starfa nú á þriðja ári í stjórn
Knattspyrnudeildar Ksf. Reynis.
Ég get sagt það með hreinni sam-
visku að ég læt mig málefni
Sandgerðisbæjar miklu skipta og
ég vil taka virkan þátt í þvi að
gera bæinn að enn blómlegra
bæjarfélagi og þar held ég að við
séum á réttri leið.
Ég lít á mig sem fulltrúa unga
fólksins og í Sandgerði býr metn-
aðarfullt ungt fólk og ég veit að
bæjarfélagið þarf að taka sig á í
því að halda þessu fólki hér. Við
þurfiim að geta boðið ungu fólki
upp á þann valkost að geta byijað
búsetu sína hér. Eins og staðan er
í dag er ekki pláss fyrir alla þá
sem vilja búa hér. Fólk sem t.d.
er í námi annars staðar sér það
ekki alltaf sem kost að koma
hingað aflur, en hér vantar hús-
næði þrátt fyrir að mikið hafi
verið byggt.
Skólastarfið er einnig blómstr-
andi og sífellt fleiri sækja i
frekara nám. Ég er mjög ánægð
með þann metnað sem er að
byggjast upp í skólastarfinu, t.d.
hvað varðar góðan útbúnað og
ráðningar á hæfu og lærðu starfs-
fólki. Nú er einnig mikil upp-
bygging á leikskólanum Sólborg
og það er sannfæring mín að
sami metnaður sé að byggjast
upp þar.
Ég hef lengi tekið þátt í starfi
unglinga, bæði sem neytandi og
sem starfsmaður Skýjaborgar. Ég
hef verið starfsmaður Skýjaborg-
ar frá 18 ára aldri og þar hefur
mikið og öflugt starf farið fram,
sem er í sífelldri þróun til hins
betra. Ég verð að lýsa mjög mik-
illi ánægju með það starf sem þar
ferffam.
í framtíðinni munu börn verða
lengur börn og með breyttum
sjálffæðisaldri er það undirstrik-
að. Þá er komið að því að huga
að aldrinum 16-18 ára.
Ég held að ég geti fullyrt að fólk
sé orðið leitt á Miðhúsarvanda-
málinu og við losnum ekki við
það nema eitthvað annað komi í
staðinn, s.s. félagsmiðstöð eða
athvarf fyrir umræddan hóp.
Ég vil að Sandgerði sé bær sem
laðar að sér fólk og að allir geti
búið hér sáttir. Við erum i nálægð
við flugvöllinn og höfúðborgar-
svæðið, við erum með mjög
góða skóla og blómstrandi mann-
líf. Þetta eigum við að nýta okk-
ur. Reynum að halda fólkinu hér,
laða að nýtt og untffam allt að ná
Sandgerðingum til baka sem
hafa farið eitthvert annað. Ég veit
að þetta er hægt og ég vil gera
mitt í því að þetta verði gert.
Kæru Sandgerðingar!
Eins og ég hef áður sagt hugsaði
ég mig vel um áður en ég tók á-
kvörðun um að vera með á ffam-
boðslista. Ég er fullviss um að ég
tók rétta ákvörðun. Hér er ég
með fólki með ákveðnar skoðan-
ir, þekkingu á mismunandi svið-
unt og umffam allt þá kem ég til
með að vinna með fólki sem hef-
ur hvað besta þekkingu á málefh-
um Sandgerðisbæjar. Hvar ann-
ars staðar stæði ég í betri sporum
með minn metnað og það að
leiðarljósi að ég ætla mér að hafa
áhrif á það sem gert verður í
Sandgerði, bæjarfélaginu mínu?
Ég tel mig vera á rétta staðnum
til að byija og byija vel.
Með von um góðan stuðning!
Bergný Jóna Sævarsdóttir
í 5. sæti K - listans í Sandgerði.
Keflavíkurverktakar inn-
rétta nýjan Windbreaker
Windbreaker á Keflavík-
urflugvelli opnaði að
nýju sl. föstudag.
Keflavíkurverktakar hafa síð-
ustu vikur og mánuði breytt
gömluni mcssa á Vellinum í
glæsilegan samkomustað fyrir
einhleypa Varnariiðsmenn.
Windbreaker er þekktur á Kefla-
víkurflugvelli. Samkomu- og
skemmtistaðirnir eru færðir til
reglulega og nú hefur Windbrea-
ker opnað í gömlum messa þar
sem síðast var vinsæll pizzastað-
ur á Keflavíkurflugvelli.
Það kom ffam við opnunina að
Keflavíkurverktakar hafa unnið
ffábært verk og voru vinnubrögð
fyrirtækisins lofuð. Staðurinn er
allur hinn glæsilegasti en þar er
Netkaffihús, tölvuleikjasalur,
piluspjöld, snóker, risastórt sjón-
varp með tónlistarmyndböndum
og kvikmyndasalur sem tekur 16
manns i sæti. Aðstandendur stað-
arins eiga von á miklum vinsæld-
um en staðurinn er bæði vín- og
tóbakslaus.
Guðbrandur Einarsson skrifar:
Fjölskylduflokkarnir?
Fyrir nokkru var lögð fram ársskýrsla Fjölskyldu- og félags-
þjónustu Reykjancsbæjar fyrir áriö 2001. Er þar að fínna
ýmsar gagnlegar upplýsingar um þróun þcssa málatlokks á
liðnu ári. Það má t.d lesa í þessari árskýrslu að þörfín fyrir ýmsa
félagslega aðstoð hefur aukist verulega. Fyrir því
liggja vafalaust margar ástæður en flestar þó vegna
ástæðna sem við viljum vera laus við, svo sem vegna
veikinda og atvinnuleysis.
Maður hefði því haldið að fjölskylduflokkamir í meiri-
hluta bæjarstjómar brygðust við og leggðu til mála-
flokksins þær upphæðir sem þarf.
Nei ó nei, það er nú ekki svo.
Ef við bemm saman útgjöld vegna ársins 2001 viö það sem áætlað er í
málaflokkinn á árinu 2002 kemur eftirfarandi í ljós:
2001
Heildarútgjöld: 182.549.000,-
Fölskylduogfélagsþjónusta 44.639.000-
Fjárhagsaðstoð 24.130.000,-
2002
160.708.000,-
39.810.000,-
20.000.000,-
Hver er ástæðan fyrir þessu? Er fólk kannski að flytja burtu? Er at-
vinnuleysi að minnka ? Em færri veikir ? Á að segja upp fólki í félags-
þjónustunni eða er áætlun fjölskylduflokkanna bara marklaust plagg
samið i tilefhi kosninga til að sýna sæmilega rekstramiðurstöðu. Ég
óttast að svo sé ekki.
Kosningaslagorð sjálfstæðismanna, nú í þessari kosningabaráttu er um
að þeir færi orð í efndir. Ég vil hins vegar skora á Reykjanesbæjarbúa
að koma i veg fyrir áætlanir þeirra ef þetta verða efndimar.
Guöbrandur Einarsson
varabæjarfulltrúi
10