Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 16.05.2002, Side 18

Víkurfréttir - 16.05.2002, Side 18
Fimmtudagurinn 16. maí 2002 Framboðslisti Sandgerðislistans kynntur Kosningaskrifstofa Sandgerðislistans á Strandgötu 11 var opn- uð á Sumardaginn fyrsta. Listinn býður fram undir bókstafn- um Þ. Við það tækifæri var framboðslisti framboðsins kynntur. í fyrsta sæti er Ólafur Þór Óiafsson íþrótta- og tómstundafull- trúi og stjórnmálafræðingur. I öðru sæti er Hallbjöm V. Rún- arsson lciðbeinandi og í þriðja sæti er Linda Björk Holm sjúkraliði. Kosningaskrifstofan er opin virka daga kl. 18:00- 22:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Kosningastjóri Sandgerðis- listans er Guðmundur Skúlason. Framboðslistinn er eftirfarandi: 1. Ólafur Þór Ólafsson 29 ára stjómmálafræðingur 2. Hallbjörn V Rúnarsson 20 ára leiðbeinandi 3. Linda Björk Holm 40 ára sjúkraliði 4. Sigriður Ágústa Jónsdóttir 40 ára forstöðumaður 5. Hannes Jón Jónsson 29 ára slökkviliðsmaður 6. Ari Gylfason 28 ára sjómaður 7. Ólöf Ólafsdóttir 24 ára hársnyrtisveinn 8. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir 22 ára tónlistamemi 9. Jórunn Björk Magnúsdóttir 21 árs leiðbeinandi 10. Sigrún Pétursdóttir 20 ára nemi 11. Bragi Guðjónsson 27 ára viðskiptafræðingur 12. Þorbjörg E. Friðriksdóttir 50 ára afgreiðslumaður 13. Grétar Mar Jónsson 47 ára skipstjóri 14. Haraldur Sveinsson 75 ára eldri borgari Sandgerðislistinn Eiður Örn leiðir T-listann í Vogum T-listinn, listi minnihluta í hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps, hcfur verið lagður fram. Eiður Örn Hrafnsson vél- virkjameistari mun leiða iistann en Hafsteinn Snæiand sem hcfur verið í cfsta sæti T-listans hefur ákveðið að hætta. T-listinn er með tvo nienn í minnihluta hrcppsncfndar en list- inn fyrir næstu sveitastjórnarkosningar er þannig skipaður. 1. Eiður Öm Hrafnsson vélvirkjameistari 2. Birgir Öm Ólafsson flugumsjónarmaður 3. Kjartan Hilmisson bílamálari 4. Gunnar J. Helgason vélamaður 5. Marteinn Ægisson starfsmaður bílaleigu Hertz 6. Margrét Björgvinsdóttir nemi 7. Magnús Jón Björgvinsson verkstjóri 8. Ríkharður Vignir Reynisson dreifmgarstjóri 9. Kristín Heiðarsdóttir leikskólakennari 10. Hafsteinn Snæland bílstjóri Höskuldur skipar efsta sæti B-listans í Sandgerði Framboðslisti Framsóknarfélags Sandgerðis við sveitarstjórn- arkosningarnar 25.maí 2002 hefur verið samþykktur. Höskuld- ur Hciðar Ásgeirsson, bæjarfuiltrúi skipar efsta sæti listans. Frambjóðcndur B-listans, lista Framsóknarfélags Sandgerðis í bæjarstjórnarkosningunum í Sandgerði 25. maí 2002 eru: 1. Höskuldur Heiðar Asgeirsson, bæjarfulltrúi 2. Ester Grétarsdóttir, rannsóknamaður 3. Ástvaldur Jóhannesson, sjómaður 4. Haraldur Hinriksson, bæjarstarfsmaður 5. Jónína G. Hlíðberg, leirlistakona 6. Helga Hrönn Ólafsdóttir, húsmóðir 7. Jóhannes Bjamason, stálvirkjasmiður 8. Kolbrún Marelsdóttir, þroskaþjálfi 9. Bjarki Dagsson, nemi 10. Jón Sigurðsson, bóndi og golfvallarstjóri 11. Elvar Grétarsson, beitningamaður og þjálfari 12. Anna Elín Bjömsdóttir, húsmóðir 13. Unnur Sveindís Óskarsdóttir, verslunarstjóri 14. Pétur Guðlaugsson, sjómaður Kosningaskrifstofa B-listans verður að Strandgötu 21. Síminn er 423-7860. Allir Sandgerðingar em hvattir til að líta við og ræða málin yfir kaffi og meðlæti. UMRÆÐAN • FRÉTTIR Samfylkingin heimsótti Selið Frambjóðendur Samfylkingar- innar hafa verið iðnir við það að láta sjá sig um víðan völl og heimsóttu þeir eldri borgara í Selinu í Njarðvík í vikunni og afhentu þeim bæklinga um flokkinn og ræddu aðeins um bæjarmálin við eldri borgaranna, sem höfðu þó nokkuð til málan- na að leggja. Nú styttist óðum í kosningar sem fara fram í næstu viku en á meðfylgjandi mynd ræðir Eysteinn Eyjólfsson við eldri borgara í Selinu sem kunnu vel að meta heimsókn jafnaðar- manna. S-listinn vinnur með fólkinu í síðasta tölublaði Víkurfrétta var ég nokkuð stórorð um fjámála- sukk og má segja að ég hafi lýst stríði á hendur yfirborðskennd- um aðferðum Sjálfstæðismanna til að slá ryki í augu bæjarbúa. Jafnvægi á milli málaflokka og hverfa í bænum Þegar farið er út í skilgreiningar á því hvað betur mætti fara í bænum okkar og í þjóðfélaginu í heild getur verið erfitt að taka einn þátt út úr. Ég tel að flest viljum við sjá jafn- vægi ríkja á milli málaflokka og að fólki sé gert jafht undir höfði. Málflutningur á borð við það að Samfylkingin sjái einungis þann möguleika að allir þættir eigna og reksturs séu í höndum bæjar- félagsins er nokkuð einfolduð hugmyndafræði. Þannig hafa andstæðingar okkar gjaman túlk- að okkar stefnu. Samfylkingin telur það mikilvægt að þær reglur sem bæjarfélagið setur sér, s.s. útboðsreglur og aðrar vinnuregl- ur séu virtar. Það hefur nokkuð skort á það að rnínu mati. Bæjar- félag er þjónustueining þar sem hlutverk þjónustuaðila er tvíþætt: Að veita jafnt góða þjónustu, sem og huga að fjárhagslegri hagkvæmni. Ef það er bæjarfé- laginu í hag að einstaklingar eigi eignaraðild eða sjái um rekstrar- hlutverk, þá er það af hinu góða. Það er hins vegar ekki gæfuspor að neyðast út í einkavæðingu á á- kveðnum sviðum einungis til að „fíffa“ til i bókhaldinu. íbúalýðræði og samstaða íbú- anna Samfylkingin leggur ríka áherslu á íbúalýðræði í stefnuskrá sinni og telur að hugmyndir um aukna þátttöku og ábyrgð bæjarbúa hvetji til góðra verka auk þess sem það efli samstöðu og styrki mannleg samskipti í bænum. Það er eftirtektarvert hve samstaða hefur orðið mikil í mörgum hverfum bæjarins s.s. í Innri- Njarðvíkurhverfi. En ef mér skjátlast ekki sóttu þeir það stíff að halda sérstaka hátíð „Sögu- daga” hér fyrir fáum árum en bæjaryfirvöld sinntu ekki þess- um áhuga bæjarbúa. Nú virðist það lita út fyrir að Sjálfstæðis- menn hafi fiindið þetta hverfi og ætla þeir sér nú stóra hluti, ef þeir fái til þess umboð. Mér er spum i hvaða bæ bjuggu þeir á síðustu 8 árum á meðan þeir stjórnuðu sveitarfélaginu. Samfylkingin hefur ítrekað lagt til að skipulagt yrði heildstætt hverfi í Innri- Njarðvík, þannig að þar geti risið hverfi með skóla og tilheyrandi þjónustu. Þetta hefur verið kol- fellt af meirihluta bæjarstjómar. Ágætu bæjarbúar! Ég hvet ykkur til að hugleiða það hvemig þið viljið sjá bænum ykkar stjómað. Ef þið setjið X við S þýðir það ekki að þið hvert og eitt ykkar takið völdin. Þetta verður spum- ing um það hvort þið verðið höfð með í ráðum, því að þið hafið svo sannarlega ýmislegt til mál- anna að leggja. Þið veljið ykkur fiulltrúa til að stjóma og getið þar af leiðandi gert kröfur til þeirra en það verður ávallt hlutverk bæjarfúlltrúanna að vinna í ykkar þágu. Sveindís Valdimarsdúttir, skipar 4. sæti á S-listanum í Reykjanesbæ. | Sveindís Valdimarsdóttir skrífar Fjölskylduskemmtun Fjörheima á laugardaginm Sleppum fordómum! Félagsmiðstöðin Fjörhcim- ar býður upp á skemmtun fyrir alla fjölskvlduna laugardaginn 18. maí. Þar sem ijölskyldan getur komið saman og skemmt sér og um leið minnst þess að enn eru til for- dómar á íslandi. Hugmyndin er sú að sleppa 1000 blöðrum í þeirri meiningu að við erum með þvi að sleppa fordómum. Boðið verður upp á margvís- lega dagskrá í tilefni af degin- um. Dagskráin er eftirfarandi: Dagskráin er sett klukkan 15:30 við félagsmiðstöðina Fjörheima (sama hús og Stapinn). 15:35 - 16:35 Pílukastfélag Reykjanesbæjar kynnir píluí- þróttina í diskósal Fjörheima (veitt verður pílusett í verðlaun fyrir hæstu stig úr 3 pílum). 15:35 - 16:35 Keppni í að halda bolta á lofti (verðlaun: bolti). Staðsetning grasið fyrir aftan Fjörheima. 15:35 - 16:35 Keppt í Limbó og spretthlaupi (óvænt verðlaun). Staðsetning grasið fyrir aftan Fjörheima. 15:35 - 16:35 Unglingalið Fjör- heima mætir úrvalsliði eldri borgara í billiard. Staðsetning billiardsalur Fjörheima. 15:35 - 16:35 Lögreglan í Kefla- vík skoðar hjól og gefúr skoðun fyrir þá sem vilja. Staðsetning fyrir framan Fjörheima. 16:35 - 16:45 Veitt verða verð- laun fyrir keppnir dagsins. 16:45 - 17:00 Stutt ávarp ffá fé- lagsmálastjóra Reykjanesbæjar Hjördísi Árnadóttur um gildi þess að sleppa fordómum. 17:00 fordóma blöðrum sleppt. 17:05 Dagskrá lýkur. Ungó pizzur verða með pizzur til sölu. Flugdrekasála verður á staðnum. Heitt kaffí á könnunni fyrir fúllorðna fólkið í boði Fjör- heima. Andlitsmálning fyrir litlu bömin. 18

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.