Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.05.2002, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 16.05.2002, Blaðsíða 31
Fimmtudagurinn 16. maí 2002 SPORTIÐ i. umferð: Keflavikurvollur Mánudaginn 20. mai kl. 17:00 Keflavik ■ ram Sparisjóðurinn styður Kefiavík... ...innan vallarsem utan. Sparisióðurinn 1 Keflavik Grindvíkingum spáð íslandsmeistartitlinum Forráðamenn, þjálfarar og fyrir- liðar þeirra tiu liða sem spila í Símadeildinni i sumar hafa spáð Grindvíkingum íslandsmeist- aratitlinum i knattspymu. Keflvíkingum er spáð falli en spá þessi var birt á Grand-Hótel. Grindvíkingar hlutu 275 stig en ÍA kom næst með 242 stig. 1 Keflvikingar hlutu 78 stig í 9. . sæti og er þetta því önnur spáin þar sem Keflvíkingum er spáð falli í sumar en DV-Sport spáði þeim einnig falli fyrir nokkru. Gestur Gylfason spilar með Grindavík Mjög líklegt þykir að knatt- spymukappinn Gestur Gylfason muni skrifa undir samning við Grindavík á allra næstu dögum og spila með þeim i Simadeild- inni í sumar. Þetta yrði enn ein rósin í hnappagat Grindvíkinga en fyrir nokkru gekk Eysteinn Hauksson til liðs við liðið. Lyn heldur áfram á sigurbraut Lyn sigraði Valerenga 2-1 í norsku úrvalsdeildinni sl. laugar- dag. Jóhanni B. Guðmundssyni var skipt útaf i hálfleik en þá var staðan 1-1. Lyn voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og yfirspiluðu Valerenga en náðu þó ekki að koma boltanum í netið. Lyn skoraði svo sigurmarkið í blálokin og heldur því enn topp- sætinu í deildinni, eru með 18 stig, fjórum stigum á undan næsta liði. 18.300 manns mættu á þennan borgaraslag og var stemningin mögnuð en bæði liðin em i Osló. Tap hjá Njarðvík í deildarbikarnum Njarðvikingar töpuðu gegn Aft- ureldingu, 1-6, í undanúrslitum deildarbikarsins (neðri deilda) sl. fimmtudag. Leikurinn var jafn fyrstu 25. mínútumar en svo setti Afturelding í fimmta gírinn og sigraði örugglega. Perlan sterkasta stöðin Laugardaginn 11. maí var haldiö stöövamót í Perlunni. Allar líkams- ræktarstöðvarnar tóku þátt og var mikið fjör í ntannskapn- um. Perlan var eina stöðin sem var með kvenkeppendur, alls átta kvennmenn. Fyrsta sætið hlaut Freyja Sigurðardóttir og lyfti hún 72,5 kg. 1 öðm sæti var Ásgerður Bjarkadóttir og lyfti hún 50 kg og i þriðja sætið var Ármey Sigurð- ardóttir og var hún einnig með 50 kg- Mikil slagur var hjá karlmönnun- um og góð þátttaka. Fyrsta sætið hlaut Freyr Bragason og lyfti hann 157,5 kg. í öðru sæti var Sævar Borgarsson og lyfti hann 150 kg og þriðja sætið fékk Öm Steinar Marinósson og lyfti hann 135 kg. I karlaflokki fór fyrsta sætið til Massa en annað og þrið- ja til Perlunnar. Einng fékk Perl- an bikar fyrir að vera stekrkasta stöðin og farandsbikarinn fyrir fjölda þátttakenda. Mikil aukning þátttakenda var þetta árið og von- ast er til að á næsta ári verði fleira kvenfók sem taki þátt. Fótboltaþáttur á kapalinn Sjónvarpsþáttur urn knattspyrnuna í Keflavík mun verða sýndur í fyrsta skipti á kapalkerfinu í Reykjanesbæ nk. sunnudag kl. 20.00 og munu því allir sem hafa aðgang að kaplinum sjá þættina endurgjaldslaust. Um er að ræða 18 þætti og munu þeir verða sýndir daginn fyrir leiki Keflavíkur í Símadeildinni. I þættinum verða m.a. tekin viðtöl við leikmenn og þjál- fara, úrslit og ýmiskonar tölfræði verður skoðuð ásamt því að yngri- flokkunum verður gerð góð skil. Hugmyndin er einnig að sýna frá leikjum yngri- flokka og seinna meir jafn- vel frá brotum úr meis- taraflokksleikjum. Það eru „Símamennirnir", Jón Ólafsson, Sigurður Gunnarsson og Guðmundur Steinarsson sem munu sjá um þáttinn og er þetta frumraun þeirra á þessu sviði. VÍKURFRÉTTIR • 20. tölublað 2002 31

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.