Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 23.05.2002, Side 35

Víkurfréttir - 23.05.2002, Side 35
Fimmtudagurinn 23. maí 2002 SPORTIÐ SPORT molar Haukur Ingi meiddur Haukur Ingi Guðnason, leik- maður Keflvíkinga varð fyrir því óláni að togna aftan í læri í fyrri hálfleik gegn Fram á Keflavíkurvelli í leik liðanna i Símadeildinni sl. mánudag. Mjög líklegt þykir að Haukur missi af næstu þremur leikjum Kefl- víkinga vegna meiðsla. Haukur lenti í samstuði við Bjama Þór Pétursson hjá Fram og virtist hafa dottið illa með þeim afleiðingum að hann tog- naði. Haukur Ingi fór því ekki með landsliðinu til Bödo á þriðjudag. Njarðvík og Víðir byrja vel í 2. deildinni Njarðvík sigraði Skallagrím 0-5 í Borganesi með mörkum frá Sævari Gunnarssyni(3) og Eyþóri Guðnasyni(2) og Víðir sigraði Leikni R. 3-1 í á Garðsvelli í 2. deild karla í knattspymu á mánudag. Það er því greinilegt að bæði liðin ætla að láta til sín taka í sumar og má búast við skemmtilegu fótbolta- sumri hjá þessum liðum. Lyn með sjö stiga forskot á toppnum Jóhann B. Guðmundsson og féla- gar i Lyn fara hamforum þessa dagana í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lyn sigraði Bodö/Glimt 3-1 sí. fimmtudag og eru því enn á toppnum með 21 stig, sjö stigum á undan næsta liði. Jóhann Birnir var í byrju- narliði Lyn en var tekin útaf á 75. mínútu þegar Lyn leiddi 3-0. Þess má geta að Lyn hefúr núna unnið fleiri leiki en þeir unnu á öllu tímabilinu í fyrra. Þeir hafa unnið sjö leiki en í fyrra unnu þeir sex. Þeir eru komnir með 21 stig en á síðasta tímabili enduðu þeir með 24 stig. Jóhann sagði í samtali við Víkurfréttir honum hefði gengið vel á tímabilinu og á meðan liðið sigraði væri hann sáttur, enda ekki annað hægt þegar áran- gurinn er slíkur. Grindavík heldur áfram að styrkjast Atli Knútsson, markmaður, er nýjasti leikmaðurinn sem mun væntanlega ganga til liðs við Grindvíkinga og spila með þeim í Símadeildinni í sumar. Atli er þar með þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við liðið en fyrir var ljóst að Eysteinn Hauksson myndi spila með þeim og nokkuð víst þykir að Gestur Gylfason skrifi undir samning á næstunni. Atli Knútsson hefúr m.a. staðið í marki Breiðabliks og hefúr hann einnig átt sæti í landsliði Islands. Hvort hann muni taka sæti Alberts Sævarssonar i Grindavíkurliðinu er óvíst en það er þó ljóst að mikil barátta verður um markmannsstöðuna þar á bæ. Njarðvíkingum spáð fimmta sæti í 2. deild Njarðvíkingum í knattspyrnu hefúr verið spáð fimmta sæti í í annari deildinni á komandi tíma- bili. Njarðvíkingar eru nýliðar í 2. deild og komu inn fyrir Dalvík sem fóru upp eftir sameiningu við Leiffur. Njarðvíkingngum var spáð fimmta sæti með 52 stig. Víðismönnum úr Garði er spáð sjöunda sæti með 36 stig. HK úr Kópavogi er spáð efsta sætinu í 2. deild með 77 stig. Kjartan hræddur við dómarana Eftir leik Keflvíkinga gegn Fram á mánudag sagði Kjartan Másson blaðamanni Víkurfrétta að hann væri hræddur við eitt í sambandi við fallspá liðsins. „Ég er hræd- dur um að þegar okkur er spáð svo neðarlega verði dómarar of meðvitaðir um það og dæmi því samkvæmt þvi í leikjum og telji okkur ekki nógu góða. Ég er ekki að reyna að afsaka neitt með þes- sum orðum en þetta hefúr gerst áður og í leiknum gegn Fram gerðist þetta því Framarar komust upp með hluti sem við komumst ekki upp með“, sagði Kjartan. Fjórar Suðurnesjastúlkur í unglingalandsliðinu Fjórar stúlkur af Suðurnesjum hafa verið valdar i unglingaland- sliðið í körfúknattleik sem mun leika fyrir íslands hönd á Promotion-Cup á Möltu í júlí. Þetta eru þær Andrea Dögg Færseth og María Ben Erlingsdóttir úr Keflavík og Elva Rut Sigmundsdóttir og Gígja Eyjólfsdóttir úr Grindavík. Liðið mun leika við Gíbraltar, Skotland, Möltu, Lúxemborg og Andorra á mótinu. Byrjendahópur úr Keflavík í 1. sæti á vormóti Byrjenda vormótið í trompfimleikum fór fram 12. maí sl. og var Keflavík meö tvö lið á mót- inu. Stúlkurnar stóðu sig mjög vel en B-1 hópurinn, undir stjórn llildar Maríu Magnúsdóttur, varð í 1. sæti með samanlagða einkunn 22.65. Einnig urðu þær í 1. sæti í gólfæfingum með einkunina 8.4. Þetta var síðasta mót vetrarins hjá fimleikadeildinni en vetrastarfinu mun Ijúka með vorsýningu 23. maí í íþróttahús- inu við Sunnubraut og eru allir hvattir til að koma. íslandsmót 2. deild sunnudaginn 26. maí kl. 14:00 Njarðvík - Tindastóll • Leikmannakynning •TVF-spá • Athugasemdir frá þjálfurum ÍVF TÍMARIT VÍKURFRÉTTA Kemur út á morgun! Fótboitav íTímariti Víkurfrétta á morgun! VÍKURFRÉTTIR • 21. tölublaö 2002 35

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.