Morgunblaðið - 26.05.2016, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og Danmerkur 2016
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
Bókaðu
núna!
Bókaðu
snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir
í sumar.
Keflvíkur og sat í stjórn þess, hefur
setið í stjórn KFK og ÍBK. Hún var
meðhjálpari í Keflavíkurkirkju og
ritari sóknarnefndar þar.
Laufey hefur gaman af að taka
lagið þegar það á við. Hún söng í kór
Keflavíkurkirkju og hefur sungið
með Sönghóp Suðurnesja í fjögur ár:
„Þetta er hópur af skemmtilegu fólki
sem syngur allt milli himins og jarðar
og hlær mikið, allt undir styrkri
stjórn Magnúsar Kjartanssonar,
frænda míns. Við komum saman einu
sinni í viku, á fimmtudögum, höldum
alltaf jólatónleika og syngjum einnig
á Ljósanótt.
Ég hef líka alltaf verið töluvert
mikið fyrir að hreyfa mig og stunda
Metabolic þrisvar í viku, en það er
frábært æfingakerfi sem Helgi Guð-
finnsson í Grindavík hefur þróað.
Loks má geta þess að Látrar í
Aðalvík toga töluvert í mig og mitt
fólk. Stórfjölskyldan hefur verið að
gera upp hús við Ysta-Bæ í Aðalvík
þar sem Friðrik langafi bjó, en við
höfum tekið virkan þátt í því og för-
um alltaf vestur af og til.“
Fjölskylda
Laufey giftist 9.10. 1976 Sigurbirni
Svavari Gústavssyni, f. 27.7. 1955,
þjónustufulltrúa hjá Sjóvá. For-
eldrar: hans voru Gústav Adolf Berg-
mann, f. 19.2. 1933, d. 11.2. 1997, lög-
regluvarðstjóri, og Þuríður Svava
Ásbjörnsdóttir, f. 30.3. 1933, d. 13.1.
1996, dagmóðir.
Börn Laufeyjar og Sigurbjörns
Svavars eru Kristján Begmann Sig-
urbjörnsson, f. 13.7. 1977, MBA-nemi
og markaðsstjóri Hertz bílaleigu, bú-
settur í Grafavogi en unnusta hans er
Eva Björk Guðmundsdóttir, sölu-
stjóri Meninga, og eru barnabörnin
Aníta Ósk B. Kristánsdóttir, Brynjar
Björn B. Kristjánsson, Klara Lísa B.
Kristjánsdóttir og Sara Björk Dan;
Gústav Bergmann Sigurbjörnsson, f.
21.3. 1983, d. 21.5. 1985; Gústav Adolf
Bergmann Sigurbjörnsson, f. 31.7.
1985, doktorsnemi í heimspeki, bú-
settur í Reykjavík en kona hans er
Kristín Magnúsdóttir, MA-nemi í
mannfræði, og eru barnabörnin Hug-
rún Lilja Gústavsdóttir og Iðunn Sól-
ey Gústavsdóttir; Freyr Bergmann
Sigurbjörnsson, f. 24.4. 1987, vakt-
stjóri Securitas í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar, búsettur í Ásbrú en unn-
usta hans er Ólöf Stefánsdóttir
leikskólastarfsmaður og eru barna-
börnin Hulda Karen B. Freysdóttir,
Inga Laufey Bergmann Freysdóttir,
og Jökull Frosti Bergmann Freys-
son; Arnar Bergmann Sigurbjörns-
son, f. 24.4. 1987, myndlistarmaður í
Þýskalandi en unnusta hans er Ronja
Grimmer, MA-nemi í heimspeki.
Systur Laufeyjar eru Þórdís Jóna
Kristjánsdóttir, f. 4.2. 1950, fyrrv.
bankastarfsmaður, búsett í Reykja-
nesbæ, og Ingibjörg Guðrún Krist-
jánsdóttir, f. 18.12. 1960, starfsmaður
við flugafgreiðslu Icelandair í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar, búsett í
Reykjanesbæ.
Foreldrar Laufeyjar voru Kristján
Hákon Þórðarson, f. 1.12. 1922, d.
14.12. 1975, múrari í Keflavík, og
Karitas Jóna Finnbogadóttir, f. 29.10.
1926, d. 20.5. 2012, húsfreyja í Kefla-
vík.
Úr frændgarði Laufeyjar Auðar Kristjánsdóttur
Laufey Auður
Kristjánsdóttir
Karitas Guðnadóttir
húsfreyja á Látrum
Jón Hjálmarsson
b. á Látrum í Aðalvík
Guðrún Jóna Jónsdóttir
húsfr. á Látrum og í Keflavík
Finnbogi Friðriksson
form. á Látrum í Aðalvík
og verkam. í Keflavík
Karitas Jóna Finnbogadóttir
húsfreyja í Keflavík
Katarínus Friðrik
Finnbogason
b. á Látrum og
verkam. í Keflavík
Kjartan Henry
Finnbogason
lögregluvarðstj. á
Keflavíkurflugvelli
Aðalheiður Baldey
Friðriksdóttir Jensen
húsfreyja í Keflavík
Finnbogi Gunnar Kjartansson
tónlistarmaður
Engilbert Jensen
tónlistarmaður
RagnhildurÓlafsdóttir
verslunarm. á
Ísafirði og í Keflavík
Kjartan T. Ólafsson
vélfræðingur
Árni Ragnar
Árnason
alþm.
Ólafur Helgi Kjartansson
lögreglustj. á Suðurnesjum
Ragnhildur Árnadóttir
fyrrv. bókasafnsritari
í Reykjanesbæ
Guðrún Árnadóttir
viðskiptafr. og
fasteignasali
Falur
Harðarson
körfubolta-
þjálfari
Magnús J. Kjartansson
tónlistarmaður
Kjartan Már Kjartansson
bæjarstj. í Reykjanesbæ
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Skriðnafelli
Elías Ólafsson
b. á Skriðnafelli í V-Barðastr.s.
Ólafía Ingibjörg Elíasdóttir
húsfreyja á Fit
Þórður Valdimar Marteinsson
b. á Fit í Vestur-Barðastr.sýslu
Kristján Hákon Þórðarson
múrari í Keflavík
Ólafía Ástríður Þórðardóttir
húsfreyja á Grænhóli
Marteinn Erlendsson
b. á Grænhóli í Barðastr.hr.
Þórunn María Þorbergsdóttir
húsfr. á Látrum og í Keflavík
Sigríður Jóna
Þorbergsdóttir
húsfr. á Látrum
í Aðalvík
Afmælisbarnið Alsæl í bátnum á
leiðinni út í Látra í Aðalvík.
90 ára
Ólöf Brandsdóttir
85 ára
Helga Einarsdóttir
Sigurjón Hilariusson
80 ára
Árni Björgvinsson
Jóhannes Harry Einarsson
75 ára
Dagný Pálsdóttir
Ingimundur Einarsson
Jón Auðunsson
Sigurjón Markússon
Þór Nielsen Eiríksson
70 ára
Ágústa O. Óskarsdóttir
Ásgeir Sigurðsson
Birna Loftsdóttir
Halldór V. Kristjánsson
Magnús Grímsson
Margrét A. Ríkharðsdóttir
Sigrún Kristjánsdóttir
60 ára
Anna Sigríður
Sigurðardóttir
Ágúst Thorstensen
Ásdís Þórarinsdóttir
Áslaug Þ. Guðmundsdóttir
Eyrún Ósk Þorvaldsdóttir
Guðbjörg Vésteinsdóttir
Guðni Þór Elisson
Hrefna Friðgeirsdóttir
Hreinn Björnsson
Jónína Númadóttir
Júlíus S. Guðmundsson
Laufey A. Kristjánsdóttir
Magnús S. Magnússon
Snæfríður Karlsdóttir
Svavar Þorvaldsson
Örnólfur Oddsson
50 ára
Ágúst Sigurður Óskarsson
Árni Ingvarsson
Ásdís Þórðardóttir
Elva Björk Ævarsdóttir
Guðrún Björk Kristinsdóttir
Jónína Björk Ingvarsdóttir
Kjartan H. B. Kristinsson
Kristrún María Heiðberg
Unnar Eyjólfur Jensson
40 ára
Ari Hjörvar Ólafsson
Axel Sigurður Axelsson
Berglind Gunnarsdóttir
Björn Ingi Ragnarsson
Elva Dögg Blumenstein
Grzegorz Czuper
Guðmundur Valgeirsson
Jón Tryggvason
Rebecca Erin Moran
Rita Jakstonyté
Sigurður Óskar Arnarsson
Svavar Örn Svavarsson
Valgerður Magnúsdóttir
30 ára
Baldvin G. Baldvinsson
Bergrún A. Hallsteinsdóttir
Elín Jóhannsdóttir
Erik Scott Olson
Erna Valdís Jónsdóttir
Finnbogi Haukur Birgisson
Fríða María Ólafsdóttir
Garðar Þór Stefánsson
Heimir Jón Heimisson
Herbert M. Geirsson
Hildur Hauksdóttir
Jón Kristinn Lárusson
Kristína Henzler
Lilja Árnadóttir
Lilja Rut Traustadóttir
Lukasz Olsen
Matthías Svavar Alfreðsson
Nadine Prochazka
Natalie Chaylt
Rafael Figuerola Perz
Til hamingju með daginn
30 ára Lilja býr í Kópa-
vogi, lauk MSc-prófi í
næringarfræði við HÍ og
er gæðastjóri og næring-
arfræðingur hjá Gæða-
bakstri – ömmubakstri.
Maki: Jón Kolbeinn Guð-
jónsson, f. 1984, verk-
fræðingur hjá Isavia.
Dóttir: Heiðdís Embla
Jónsdóttir, f. 2015.
Foreldrar: Trausti Valdi-
marsson, f. 1956, og
Gréta Friðrika Guttorms-
dóttir, f. 1955.
Lilja Rut
Traustadóttir
Ragnhildur fæddist í Reykja-vík 26.5. 1930. Foreldrarhennar voru Kristín Bjarna-
dóttir húsfreyja og Helgi Tómasson
yfirlæknir.
Helgi var sonur Tómasar Helga-
sonar héraðslæknis, og Sigfrid Ly-
diu Hagbartsdóttur Thejell hús-
freyju, en Kristín var dóttir Bjarna
Magnússonar, útvegsbónda í Engey,
og Ragnhildar Ólafsdóttur.
Tómas var sonur Helga Hálfdán-
arsonar lektors og Þórhildar, dóttur
Tómasar Fjölnismanns. Bróðir
Tómasar Helgasonar var Jón Helga-
son biskup.
Kristín var hálfsystir Guðrúnar
Pétursdóttur, sem var móðir Bjarna
Benediktssonar forsætisráðherra,
föður Björns, fyrrv. ráðherra, og
amma Halldórs Blöndal, fyrrv. ráð-
herra, og langamma Bjarna Bene-
diktssonar fjármálaráðherra.
Eiginmaður Ragnhildar var Þór
H. Vilhjálmsson dómari við Hæsta-
rétt, Mannréttindadómstól Evrópu
og EFTA-dómstólinn og áður pró-
fessor við HÍ en hann lést 2015. Þau
eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu,
Kristínu og Þórunni.
Ragnhildur lauk stúdentsprófi frá
MR 1949, embættisprófi í lögfræði
frá HÍ 1958 og öðlaðist hdl.-réttindi
1965. Hún var lögfræðingur Mæðra-
styrksnefndar 1959-60 og 1964-71.
Ragnhildur var ein kvenna kjörin
á Alþingi árið 1956, þá 26 ára, var al-
þingismaður Reykvíkinga í 24 ár,
1956-63, 1971-79 og 1983-91, var
önnur íslenska konan sem skipuð var
ráðherra er hún varð mennta-
málaráðherra 1983 og var heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
1985-87. Baráttumál hennar á þingi
tengdust gjarnan kven- og mann-
réttindum og fjölskyldu- og velferð-
armálum. Árið 1975 bar hún fram til-
lögu, sem varð að lögum, um rétt
kvenna í verkalýðsfélögum til fæð-
ingarorlofs. Sem menntamálaráð-
herra kom hún fram frægum út-
varpslögum og í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu vann hún
m.a. að nýjum reglum sem lengdu
fæðingarorlof um sex vikur og að
nýjum reglum um sjúkratryggingar.
Ragnhildur lést 29.1. 2016.
Merkir Íslendingar
Ragnhildur
Helgadóttir
30 ára Kristín ólst upp í
Slóvakíu, býr í Vík í Mýr-
dal, lauk BA-prófi í ensku
og bókmenntum frá Há-
skólanum í Prag og starf-
ar við móttöku Icelandair
Hótel í Vík.
Sonur: Alex Ragnar, f.
2015.
Foreldrar: Marta Hajnik,
f. 1957, umhverfisfræð-
ingur hjá slóvakíska rík-
inu, og Peter Hajnik, f.
1957, fyrrverandi starfs-
maður við ferðaþjónustu.
Kristína
Henzler
30 ára Hildur ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
MBA-prófi í Ástrálíu,
stundar eigin rekstur og
er í fæðingarorlofi.
Maki: Daníel Bergmann
Sigtryggsson, f. 1988,
verkfræðingur.
Dóttir: Una Bríet Daníels-
dóttir, f. 2015.
Foreldrar: Ásta Möller, f.
1957, fyrrv. alþm. og
starfar við HÍ, og Haukur
Hauksson, f. 1957, fram-
kvæmdastjóri.
Hildur
Hauksdóttir