Morgunblaðið - 26.05.2016, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016
Hvernig er það, kannt
þú ekki örugglega að
biðja?
Það er einmitt það.
Ég kann það nefnilega
ekki og það sem meira
er að ég veit varla hvað
bænin er eða hvernig
hún virkar.
Hitt er annað mál að
ég gríp daglega til henn-
ar og segja má að ég lifi í
bæn. Ég get því vitnað um það af því
að ég hef upplifað það sjálfur að mér
finnst gott að hvíla í bæninni og með-
taka friðinn og lausnina sem hún veitir.
Ekki eins og innkaupalisti
Að biðja í Jesú nafni er ekki að við-
hafa orðagjálfur eða að setja sig í
ákveðnar stellingar. Og það er ekki að
klína nafni frelsarans aftan við ein-
hvern innkaupalista sem hugsaður er
upp í nútíð út frá þröngsýnum þörfum.
Bæn í Jesú nafni er að biðja um vilja
Guðs, hið góða fagra og fullkomna.
Hugur Guðs, kærleikur, friður og náð
er nefnilega meiri, dýpri og stórkost-
legri en hugarafl okkar nær utan um.
Hann sér lengra, dýpra og hærra en
okkar augu og hugur.
Bæn í Jesú nafni er ekki spurning
um orðalag heldur hjartalag. Hún er
lífsstíll, spurning um hugarfarsbreyt-
ingu.
Ekkert betra
Mér finnst ekkert betra en mega
treysta höfundi og fullkomnara lífsins
fyrir draumum mínum, væntingum og
þrám. Treysta honum fyrir áhyggjum
mínum og biðja hann að bera þær með
mér og jafnvel létta þeim af mér.
Það sem mestu máli skiptir er að
Jesús hefur sjálfur boðist til að biðja
fyrir okkur. Það er að segja þeim sem
þiggja vilja. Þar sem hann bíður okkar
á himnum ásamt kær-
leikans Guði sem líknar
og læknar, reisir við og
gerir alla hluti nýja.
Æfing í trú, von og
kærleika
Bænin er æfing í trú
og trausti, von og kær-
leika. Hún er kvíðastill-
andi og streitulosandi.
Hún skerpir einbeit-
inguna, veitir huganum
ró og hjartanu frið. Hún
auðveldar ævigönguna
og stillir okkur af svo markmið okkar
verða skýrari.
Með bæninni tökum við að sjá okkur
sjálf, umhverfi og samferðamenn í nýju
ljósi. Bænin styrkir fjölskyldubönd.
Samkennd vex. Umburðarlyndi og
virðing eykst og umhyggjan dýpkar.
Bænin er góð forvörn og besta áfalla-
hjálpin. Hún er sem græðandi smyrsl.
Henni fylgir uppörvun og hvatning til
góðra verka.
Í bæninni drögum við að okkur feg-
urð lífsins sem sprottin er af ást Guðs.
Býðst til að anda á okkur
Höfundur og fullkomnari lífsins vill
fá að anda á okkur. Móttökum anda
hans og leyfum honum að leika um
okkur, dag hvern. Biðjum að hvert
okkar fótmál, andardráttur og æð-
arslag verði ein samfelld lofgjörð til
lífsins. Sjálfum okkur til heilla og ham-
ingju, samferðafólki til blessunar og
þar með Guði til dýrðar.
Biðjum hann að tendra ljós í lífi okk-
ar, sitt eilífa ljós sem aldrei slokknar.
Ljós sem lýsir okkur veginn heim í
himininn þegar yfir lýkur.
Bæn
Almáttugi eilífi Guð!
Miskunna þú mér. Vertu mér synd-
ugum náðugur. Líknaðu mér og lækn-
aðu mig og leyfðu mér að lifa í kær-
leika, friði og sátt við þig, sjálfan mig
og alla menn. Gefðu að ég fái að vera
farvegur kærleika þíns og fyrir-
gefningar, friðar og fagnaðarerindis.
Fái að vera þér til dýrðar og fólki til
blessunar.
Blessaðu fólkið mitt allt, sem ég
nefni nú með nafni …
Vaktu yfir þeim, gefðu þeim frið í
hjarta, verndaðu þau og varðveittu.
Einnig legg ég öll þau mál sem upp í
hugann koma, áhyggjur mínar, vænt-
ingar, drauma og þrár í þínar hendur
samkvæmt þínu boði í trausti þess að
þú munir vel fyrir sjá.
Andaðu stöðugt á mig og yfirgefðu
mig aldrei. Styrktu mig með mætti
þínum og fylltu mig af anda þínum.
Fylltu huga minn af orðum þínum
svo hann verði skýr. Fylltu hjarta
mitt af kærleika þínum svo það verði
hreint og sál mína af lífi þínu svo ég
eignist frið. Djúpan og varanlegan
frið svo ég finni til öryggis og líði vel.
Alls þessa leyfi ég mér að biðja þig
kvölds og morgna, um miðjan dag og
jafnvel nætur, samkvæmt þínu boði.
Í frelsarans, Jesú nafni. Amen.
Kannt þú að biðja?
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Bæn í Jesú nafni er
ekki spurning um
orðalag heldur hjarta-
lag. Hún er æfing í trú
og trausti, von og kær-
leika.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og
rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Hinn 6. og 7. maí sl.
var Leikmannastefna
íslensku þjóðkirkj-
unnar haldin í Skál-
holti. Í tilefni þess að
þetta var þrítugasta
leikmannastefnan
flutti ég erindi um
sögu hennar og í lok
erindis míns sagði ég:
Leikmannastefna
þjóðkirkunnar haldin í
Skálholti 7. maí 2016
vekur athygli á því hvað einstaka
hópar, bæði trúarlegs eðlis og aðrir,
eru að valta yfir kristið kirkjulegt
starf. Hafa ber í huga að við erum
kristin þjóð og störfum samkvæmt
kristnum gildum, þess vegna er það
sorglegt að líta til þess að fámennir
hópar, svo sem Siðmennt, eru að
setja okkur nýjar lífsreglur, t.d.
eins og hefur átt sér stað í sumum
grunnskólum landsins. Þar sem
þeir hafa bannað að kristin fræði
séu kennd, svo og banna hið frá-
bæra starf Gídeon-félaga með út-
breiðslu Nýja testamentisins til
barna á grunnskólastigi. Svo og að
banna grunnskólabörnum að sækja
kirkju um jól og öðrum
hátíðum. Spurt er:
Hver veitir þeim slíkt
leyfi?
Það er hart og lít-
ilfjörlegt að beygja sig
í duftið þegar þessir
hópar eru annars veg-
ar, að setja okkur
skorður og ákveða
hvað má kenna og hvað
ekki.
Leikmannastefnan
skorar á alla, bæði
leika og lærða, að standa nú upp og
sporna við þessum ósóma, sem því
miður virðist fara vaxandi hjá okk-
ar annars ágætu þjóð og styðja fast
við að hin kristnu gildi, sem hafa
verið í heiðri höfð hingað til og ver-
ið höfð að leiðarljósi í öllu lífi og
störfum okkar og standa fast á því
að helgidagar kirkjunnar verði ekki
skertir.
Eftir Helga K.
Hjálmsson
Helgi K.
Hjálmsson » Það er hart og
lítilfjörlegt að
beygja sig í duftið.
Höfundur er fyrrverandi formaður
leikmannastefnu í 20 ár.
Leikmanna-
stefna íslensku
þjóðkirkjunnar
Einstök ending og frábær fylgni við landið.
Smáar stjörnur – betri dreifing og mun meiri ending.
Notkun nefhjóla tryggir mun hreinna og verðmætara fóður.
Pöttinger eru mest seldu heyvinnutæki
á landinu til margra ára.*
- og ekki að ástæðulausu.
Ertu klár í sumarið?
*samkvæmt samræmdum útflutningstölum evrópskra tækjaframleiðenda.
Þú færð ekki Pöttinger í kassa. Við setjum hana saman og afhendum, tilbúna í sumarverkin.
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/