Morgunblaðið - 26.05.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2016 Það fór vitaskuld ekki svo í gærað dagskrárliðurinn störf þingsins á Alþingi kláraðist án þess að stjórnarandstaðan teldi ástæðu til að ræða hvort ekki yrði örugg- lega kosið í haust. Ásta Guðrún Helga- dóttir pírati spurði þessarar spurn- ingar í örvæntingu: „Sjáum við fram á að halda út heilan vetur í viðbót?“    Þjökuð af þingsetu eftir að hafaverið skipt inn á fyrir heilu ári stígur hún mædd í pontu og barm- ar sér yfir að þurfa að ljúka störf- um þessa kjörtímabils eftir eitt ár eins og stjórnarskráin mælir fyrir um.    Ekkert kallar á þingkosningarfyrr en næsta vor annað en yfirgangur og hávaði í stjórn- arandstöðunni innan þings og ut- an.    Þvert á móti er það ekki aðeinsstjórnarskráin sem gerir ráð fyrir því að þingmenn sinni starfi sínu eitt ár í viðbót, heldur kalla ýmis verkefni á að þeir hysji upp um sig buxurnar, hætti að tala um kosningar í haust og fari að sinna því sem almenningur kaus þá til og treysti þeim fyrir.    Á bak við 38 manna stjórn-armeirihlutann á Alþingi er ef til vill ekki háværasta fólk lands- ins, en það á engu að síður sinn rétt.    Þingmenn eiga ekki að láta þaðviðgangast að réttur kjósenda sé skertur við það eitt að nokkur þúsund manns safnist saman í eitt skipti á Austurvelli og að stjórn- arandstöðuþingmenn verði sér ítrekað til skammar í ræðustóli Al- þingis. Ásta Guðrún Helgadóttir Á hávaðafólkið að hafa aukin völd? STAKSTEINAR Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is MÁLAÐ GLER Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa og margt fleira innandyra. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI Veður víða um heim 25.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 alskýjað Bolungarvík 8 alskýjað Akureyri 14 skýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 19 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Stokkhólmur 9 rigning Helsinki 23 heiðskírt Lúxemborg 11 heiðskírt Brussel 16 léttskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 14 léttskýjað London 12 súld París 17 skýjað Amsterdam 14 skýjað Hamborg 14 skýjað Berlín 15 skýjað Vín 20 léttskýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 20 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 24 heiðskírt Róm 21 heiðskírt Aþena 24 heiðskírt Winnipeg 21 alskýjað Montreal 22 skúrir New York 26 léttskýjað Chicago 25 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:37 23:14 ÍSAFJÖRÐUR 3:05 23:56 SIGLUFJÖRÐUR 2:46 23:40 DJÚPIVOGUR 2:58 22:52 Hafnarfjarð- arbær hefur ákveðið að veita hættunni á man- sali sérstaka at- hygli. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær. Í tillögunni kemur fram að farið verður yfir alla ferla hjá bæn- um með það að markmiði að vernda þá sem eru í viðkvæmri stöðu gagn- vart mansali. Allir innkaupaferlar og útboðsskilmálar verða yfirfarnir með tilliti til þessa. Þá mun Hafn- arfjarðarbær tryggja að starfsfólk og eftirlitsaðilar á vegum bæjarins fái fræðslu um hvernig bera megi kennsl á mansal. Sú fræðsla er þeg- ar hafin, en Alda Hrönn Jóhanns- dóttir, aðallögfræðingur Lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, var með fræðslu fyrir stóran hóp af starfsfólki á dögunum. Þá voru hún og Snorri Birgisson rannsóknarlög- reglumaður með kynningu fyrir bæjarstjórn á fundinum. Átak gegn mansali í Hafnarfirði  Veita hættunni á mansali athygli Alda Hrönn Jóhannsdóttir Guðni Th. Jóhannesson er enn með mikið forskot á keppinauta sína í for- setaframboði, samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem birtar voru í gær. Guðni nýtur stuðnings 57% þátttakenda og 22% styðja Davíð Oddsson, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir stuðningsmenn Davíðs dagana 19. til 25. maí. Tæp 11% hyggjast kjósa Andra Snæ Magnason og 5,4% styðja Höllu Tómasdóttur. Aðrir frambjóðendur eru með innan við 2% fylgi. Guðni mældist með 65,6% fylgi, samkvæmt könnun sem MMR gerði dagana 12. til 20. maí. Er það heldur meira en í síðustu könnun MMR. Fylgi Davíðs Oddssonar mældist 18,1%, sem er nokkru meira en í síð- ustu mælingu, sem raunar var að hluta til gerð áður en hann tilkynnti framboð. Fylgi Andra Snæs Magna- sonar mældist 11% og fylgi Höllu Tómasdóttur 2,2%. Aðrir frambjóð- endur mældust samanlagt með 3% fylgi. Kosningabaráttan á skrið Á kjörseðlinum 25. júní verða níu nöfn, samkvæmt tilkynningu frá inn- anríkisráðuneytinu. Framboð þess tíunda var ekki metið gilt þar sem hann náði ekki nægilegum fjölda meðmælenda. Forsetaframbjóðendurnir verða á opnum fundi um stjórnarskrá Ís- lands í Háskólanum í Reykjavík klukkan 12-13 í dag. Í kvöld verða sjónvarpskappræður í beinni út- sendingu á Stöð 2. Þeim frambjóð- endum sem fá 2,5% eða meira fylgi í skoðanakönnun 365 sem birt verður í dag verður boðin þátttaka. Guðni með 57% og Davíð með 22%  Fyrstu sjónvarpskappræðurnar í kvöld  Níu frambjóðendur í boði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.