Morgunblaðið - 04.06.2016, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Lögfræðingur
Landslög leita að lögfræðingi til að sinna
fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistara- eða embættispróf í lögfræði
- Reynsla af lögfræðistörfum
- Málflutningsréttindi æskileg
- Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og
sjálfstæði í starfi
- Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku
- Góð kunnátta í ensku
Á Landslögum starfa 20 lögmenn og fjöldi annarra
starfsmanna. Helstu verkefni Landslaga eru á
sviði samningagerðar og málflutnings fyrir
dómstólum auk ráðgjafar á ýmsum sviðum. Þá
hefur stofan sérhæft sig í uppgjöri slysa- og
skaðabótamála, fjármálarétti, hlutafélagarétti,
samkeppnisrétti, fasteignarétti, sveitarstjórna- og
stjórnsýslurétti og verktaka og - útboðsrétti.
Nú leita Landslög að liðsauka. Kostur er ef
umsækjendur hafa reynslu af verktaka- og út-
boðsrétti eða félaga- og fjármálarétti.
Umsóknir berist Landslögum, Borgartúni 26,
105 Reykjavík, eða á netfangið
landslog@landslog.is fyrir 20. júní nk.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um Landslög er að finna á
heimasíðu lögmannsstofunnar www.landslog.is
Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fjölskyldu-
sviðs sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að
ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leit-
að er að metnaðarfullum aðila til að stýra samein-
aðri fræðslu- og félagsþjónustu sveitarfélagsins.
Sviðsstjóri ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra og
sveitarstjórn í öllum störfum sínum og ákvörðunum.
Starfssvið sviðsstjóra fjölskyldusviðs
• Stjórnun og rekstur stofnana sem heyra undir
fjölskyldusvið
• Sviðsstjóri á setu í framkvæmdaráði sveitarfélag-
sins ásamt sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og
stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra framkvæmda- og
umhverfissviðs
• Gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með fjárreiðum
fjölskyldusviðs í samræmi við samþykkt sveitar-
stjórnar um gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með
fjárreiðum sveitarfélagsins
• Þjónusta við viðskiptavini og greining á
þjónustuþörf
• Innri og ytri samskipti fyrir hönd fjölskyldusviðs
sveitarfélagsins
• Ráðgjöf til forstöðumanna fjölskyldusviðs í starfs-
manna-, rekstrar- og þjónustumálum
• Ráðgjöf og eftirlit vegna sérfræðiþjónustu
• Samskipti við sveitarstjórn, stoðþjónustu og
hagsmunaaðila
• Önnur mál á sviði fjölskyldusviðs í samráði við
sveitarstjóra
• Sviðsstjóri fjölskyldusviðs starfar jafnframt með
fræðsluráði og félagsmálaráði sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af félagsþjónustu og/eða
fræðsluþjónustu sveitarfélaga æskileg
• Reynsla í stjórnun og starfsmannahaldi æskileg
• Góð almenn tölvukunnátta
• Geta til að tjá sig í ræðu og riti
• Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni
í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulags-
hæfni
Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi
í starfið.
Umsóknarfrestur um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs
Húnaþings vestra er til og með 10. júlí nk.
Umsóknir skulu vera skriflegar og skal senda þær til
skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5,
530 Hvammstanga eða á netfangið
skrifstofa@hunathing.is.
Öllum umsóknum verður svarað skriflega.
Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Húnaþings
vestra á heimasíðu sveitarfélagsins
www.hunathing.is. Nánari upplýsingar um starfið
veita Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti í síma
862-1340 og Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í
síma og 786-4579.
Húnaþing vestra
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Hvammstangi í Húnaþingi vestra er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins með um 550 íbúa en íbúar í Húnaþingi
vestra eru 1.180. Hvammstangi er í alfaraleið, aðeins 6 km frá þjóðvegi 1 og í u.þ.b. tveggja klst. akstursfjarlægð
frá Reykjavík og Akureyri. Í Húnaþingi vestra er til staðar öll almenn opinber þjónusta auk annarrar fjölbreyttrar
þjónustu. Möguleikar til útivistar, íþrótta, afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir og því er Húnaþing vestra góður
búsetukostur fyrir fjölskyldufólk.
Mannauðsstjóri
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og
ráðgjafarstofnun hafs og vatna, er ný stofnun
sem tekur til starfa 1. júlí næstkomandi.
Stofnunin tekur yfir hlutverk
Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálstofnunar.
Stofnunin er ein stærsta rannsóknastofnun
landsins og sér um rannsóknir og veitir ráðgjöf
um auðlindir í hafinu og í vötnum landsins.
Á stofnuninni starfa um 170 manns.
Stofnunin er í Reykjavík og er auk þess með
starfsstöðvar víða um land auk þess að reka 2
rannsóknarskip.
Nánari upplýsingar um starfsemi
stofnananna má finna á heimasíðu þeirra
www.hafro.is og www.veidimal.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2016. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Henni skal fylgja ítarleg
starfsferilskrá og kynningarbréf.
Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511 1225.
Menntunar- og hæfniskröfur
!
" #
$ %
#
&'
(
) ( ' '
&'
$
Helstu verkefni
$ '
*
%
&
#'
' #
+
%
#
*
!
!
'
,
(
- , %
Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða til starfa mannauðsstjóra. Um nýtt starf er að ræða. Leitað er að
kraftmiklum einstaklingi sem tekur þátt í að móta starfið. Staðan heyrir undir forstjóra.
Mannauðsstjóri tekur þátt í almennri stefnumótun stofnunarinnar og hefur umsjón með mannauðsmálum.
Mannauðsstjóri veitir stjórnendum stuðning, leggur til sérþekkingu og ferla sem styðja mannauðsstefnu
stofnunarinnar.
Intellecta Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi
fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100