Morgunblaðið - 04.06.2016, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.06.2016, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016 óskar eftir að ráða: Tæknifræðing, viðskiptafræðing, eða rekstrarfræðing sem fyrst. Upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.blikkras.is, eða hjá Oddi Helga í síma 462-7770, 893-7241. Starfið hentar báðum kynjum og hvetjum við konur, jafnt sem karla, að sækja um. Umsóknum sé skilað í tölvupósti á oddurhelgi@blikkras.is fyrir 15. júní 2016. Öllum umsóknum verður svarað. ÓSEYRI 16  603 AKUREYRI Sunnulækjarskóli Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar enskukennara og stuðningsfulltrúa til starfa frá komandi hausti. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklings- miðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í síma 480-5400 og á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjar- skóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss. Umsóknarfrestur er til 12. júní 2016. Skólastjóri Fjármálastjóri í Þjóðskjalasafni Laust er til umsóknar starf fjármálastjóra Þjóðskjalasafns Íslands. Ábyrgð og verksvið Starfið felst í fjármálastjórn, launavinnslu og starfsmannastjórn. Þá eru á hendi fjármálastjóra yfirumsjón með rekstri tölvu- og upplýsingakerfa, yfirumsjón með skjalavörslu stofnunarinnar og umsjón með verkbókhaldi. Jafnframt er umsjón með rekstri skrifstofu, afgreiðslu og símsvörun hluti verkefnanna. Viðkomandi tekur þátt í ýmsum öðrum verkum. Fjármálastjóri situr í framkvæmdastjórn safnsins. Menntunar- og hæfniskröfur • Gerð er krafa um háskólapróf í viðskipta- eða rekstrarfræðum. • Reynsla af fjármálastjórn, bókhaldi og áætlanagerð er nauðsynleg. • Reynsla af starfsmannahaldi og þekking á starfsmannamálum ríkisins er æskileg. • Krafist er þekkingar og reynslu af Oracle kerfi ríkisins. • Þá er krafist þekkingar í upplýsingatækni og skjalastjórn. • Mjög gott vald á íslensku er áskilið. • Góð kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg. • Leitað er að fjölhæfum og áhugasömum starfsmanni, með góða samskiptahæfni og frumkvæði í starfi. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 14. júní 2016. Sótt er um starfið rafrænt á; www.skjalasafn.is undir „laus störf“. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem greinir frá ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Afrit prófskírteina fylgi. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar veitir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður – eirikur@skjalasafn.is - 820 3330. Þjóðskjalasafn Íslands starfar skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Hlutverk safnsins er að varðveita og veita aðgang að opinberum skjölum, einkum íslenska ríkisins, og einkaskjalasöfnum með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Íslenskumælandi málmiðnaðarmenn óskast Teknís ehf. óskar eftir að ráða málmiðnaðar- menn til starfa. Viðkomandi þarf að geta talað og skilið íslensku með viðunandi hætti.Teknís starfar við nýsmíði og við- haldsverkefni innanlands og erlendis, unnið er með svart stál og ryðfrítt. Áhugasamir hafi samband við Jón Þór á netfangið jon@tekn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.