Morgunblaðið - 06.06.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Hafnarsvæðið í Reykjavík iðaði af lífi á Hátíð
hafsins um helgina. Þetta er fjölskylduhátíð þar
sem lögð er áhersla á fróðleik um hafið og mat-
armenningu þess í bland við góða skemmtun.
Meðal viðburða var furðufiskasýning á vegum
Hafrannsóknastofnunar þar sem hátíðargestir
gátu barið ýmsar kynlegar fisktegundir augum.
Sýndar voru helstu tegundir nytjafiska við Ís-
land auk sjaldséðra úthafstegunda.
Fjöldi fólks tók þátt í líflegri dagskrá á Hátíð hafsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ófrýnilegir furðufiskar vöktu athygli hátíðargesta
Skúli Halldórsson
Kristín Edda Frímannsdóttir
Ekki var borin fram tillaga um að
flýta haustfundi miðstjórnar Fram-
sóknarflokks, á vorfundi hennar sem
haldinn var á laugardag. Í 9. kafla
laga Framsóknarflokksins segir að
haustfund miðstjórnar þurfi til að
boða til flokksþings. Ljóst þykir því
að flýta þurfi haustfundinum ef halda
á flokksþing fyrir þingkosningar sem
áformað er að halda í október.
„Það væri framkvæmdastjórnar
flokksins að gera tillögu um að flýta
haustfundi miðstjórnar,“ segir Vigdís
Hauksdóttir, þingmaður flokksins, í
samtali við Morgunblaðið.
Karl Garðarsson alþingismaður
segir litla sem enga umræðu hafa ver-
ið um þetta efni á vorfundinum á laug-
ardag. „En fundurinn hlýtur að þurfa
að vera í lok ágúst eða byrjun sept-
ember í síðasta lagi, myndi ég halda,“
segir Karl. Hann segir marga þeirrar
skoðunar að eðlilegt sé að halda
flokksþing fyrir kosningarnar. „Þar
er ekki aðeins formanns- og stjórn-
arkjör heldur er líka stefnan mótuð
og sett fyrir kosningar. Þess vegna
eru flestir þeirrar skoðunar að það sé
nauðsynlegt að halda flokksþing, svo
þau mál séu á hreinu.“
Haustkosningar verða
Sigurður Ingi Jóhannsson for-
sætisráðherra segir ekki gerlegt að
hætta við þingkosningar í haust, mið-
að við þær aðstæður sem nú eru uppi.
Þetta kom fram í útvarpsþættinum
Sprengisandi á Bylgjunni í gær.
Fram hefur komið að kosið verður í
haust ef tekst að afgreiða tiltekin mál
sem stjórnarflokkarnir hafa sett á
oddinn. Sigurður sagðist myndu
styðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson
til áframhaldandi formennsku flokks-
ins. Á miðstjórnarfundinum á laugar-
dag ræddi Sigmundur Davíð um við-
tal sitt við sænska ríkisútvarpið og
hvernig viðtalinu hefði verið hagað til
að koma höggi á flokkinn í gegnum
sig. Sagði hann verst að vita af því
álagi sem fjölskylda sín og tengdafjöl-
skylda hefðu orðið fyrir vegna máls-
ins.
Klára umsamin verkefni
Að því loknu fór hann yfir þær
skuldbindingar sem samið var um í
stjórnarsáttmála við Sjálfstæðis-
flokkinn og sagði það verkefni flokks-
ins að klára þau verkefni sem hafin
væru. Sagði hann flokkinn tilbúinn að
ganga til kosninga hvenær sem væri
en lagði áherslu á að klára fyrst þau
verkefni sem samið var um. Ræðu
formannsins var fagnað með dynjandi
lófataki fundargesta.
Þyrftu að flýta haustfundinum
Haustfund miðstjórnar Framsóknarflokksins þarf til að boða flokksþing Sterkur vilji flokksmanna
um flokksþing fyrir alþingiskosningar Sigurður Ingi styður Sigmund Davíð til formennsku áfram
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rúgbrauðsgerðin Miðstjórnin hélt fund sinn í gömlu Rúgbrauðsgerðinni.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Forseti Alþingis mun á næstunni
skipa þann mann sem rannsaka á er-
lenda þátttöku í kaupum á eignarhlut
í Búnaðarbankanum árið 2003. Þetta
segir Einar K. Guðfinnsson forseti
Alþingis, í samtali við Morgunblaðið,
en nánari tímaramma segir hann
ekki hafa verið ákveðinn.
Í þingsályktun um rannsóknina,
sem samþykkt var á fimmtudag, seg-
ir að rannsókninni skuli lokið svo
fljótt sem auðið er en eigi síðar en um
komandi áramót.
Í 2. gr. laga um rannsóknarnefndir
segir að heimilt sé að fela einum ein-
staklingi rannsókn máls, en hann
skuli þá vera lögfræðingur. Er það
hlutverk forseta Alþingis að skipa
hann, að höfðu samráði við stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd.
„Meginhugsunin er að nefndin af-
marki verkefnið en að framkvæmdin
sé á hendi forseta Alþingis,“ segir
Ögmundur Jónasson, formaður
nefndarinnar.
„Ég ætlast ekki til þess að forset-
inn sé með nafn á reiðum höndum en
býst við því að það gerist fljótlega.“
Nefndin athugi önnur gögn
Í þingsályktuninni segir einnig að
nefndin skuli, samhliða rannsókn-
inni, athuga gögn vegna sölunnar á
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins,
Landsbankanum og Búnaðarbank-
anum. Ögmundur segir nefndina
munu vinna að því í sumar og haust.
„Þegar því lýkur munum við
ákveða hvort við leggjum fram til-
lögu um rannsókn á öðrum þáttum í
þessu máli eða látum gott heita.“
Tillagan skoðuð gaumgæfilega
Þingsályktunartillaga Vigdísar
Hauksdóttur, þingmanns Framsókn-
arflokks, um rannsókn á einkavæð-
ingu bankanna árið 2011 er einnig
komin á borð nefndarinnar.
Aðspurður segir Ögmundur
nefndina munu setjast yfir hana og
að henni verði að öllum líkindum vís-
að til umsagnaraðila áður en efnisleg
umræða verði um hana í nefndinni.
„Við munum skoða hana gaumgæfi-
lega og faglega, eins og við höfum
gert við öll þau mál sem hafa komið á
okkar borð.“
Ekki ljóst hver rannsakar kaupin
Rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á Búnaðarbankanum á að vera lokið
fyrir áramót Rannsókn á einkavæðingu bankanna 2011 á borði þingnefndar
Ögmundur
Jónasson
Einar K.
Guðfinnsson
Spáð er áfram-
haldandi blíðviðri
út vikuna.
„Það eru róleg-
heit áfram. Má
kalla held ég
veðurblíðu,“
sagði veðurfræð-
ingur á vakt á
Veðurstofu Ís-
lands, spurður
um veðurhorfur í
vikunni. „Útlitið er gott næstu vik-
una, aðgerðalítið og stillt veður.
Framan af vikunni hangir þetta að
mestu þurrt en frekar skýjað. Ekki
mjög sólríkt en milt veður. Þegar
best lætur ætti hitinn að ná upp í 17-
18 stig.“
Spáð er 12-18 stiga hita í dag,
kaldara á annesjum fyrir norðan og
austan og hægri breytilegri átt. Í
kortunum fram á fimmtudag er litla
sem enga breytingu á því að finna en
á fimmtudag og föstudag er búist við
lítilsháttar riginingu, mest sunnan
og vestan og að mestu þurrt norð-
austantil. Þó er búist við að hitinn
haldist í tveggja stafa tölum víðast
hvar á landinu fram á helgi.
Sumar Vel viðrar
til blómatínslu.
Blíðviðri
og þurrt
að mestu
Hiti mest 17-18
stig og hægur vindur
Þjónusta á Kefla-
víkurflugvelli
var takmörkuð
við sjúkra- og
neyðarflug frá
klukkan tvö í
nótt til sjö í
morgun. Tveir
flugumferðar-
stjórar sem áttu
að vera á vakt í
nótt tilkynntu
veikindi og vegna yfirvinnubanns
þeirra fengust ekki flugumferðar-
stjórar til afleysinga.
Meðan á takmörkuninni stóð
voru áætlaðar komur 16 farþega-
flugvéla frá Norður-Ameríku og
átta til viðbótar áttu að fara á brott
til Evrópu.
Ríkissáttasemjari hefur ekki boð-
að til næsta fundar í viðræðum
flugumferðarstjóra og Isavia.
Síðasti fundur var 3. júní.
Aðeins sjúkra- og
neyðarflug í nótt
Lending Flugbraut
á Keflavíkurvelli.