Morgunblaðið - 06.06.2016, Side 4

Morgunblaðið - 06.06.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 BARCELONA Bi rt me ðf yri rva ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 14.900 Flugsæti aðra leið m/sköttum & tösku Alla föstudaga í sumar Aðeins örfá sæti í boði á þessum kjörum! Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Framkvæmdir við endurbætur á hinu þekkta húsi Thors Jensen á Fríkirkjuvegi 11 eru langt á veg komnar. Verkið tekur mið af upprunalegri mynd þess og er áætlað að framkvæmdum ljúki síðla árs. Til að koma húsinu í upprunalegt horf hefur bæði gömlum og nýjum aðferðum verið beitt. Ásgeir Ágeirsson, arkitekt hjá stofunni Tark, hefur umsjón með endurbótunum. „Við reynum eins og unnt er að finna út hvernig útlitið var á sínum tíma. Þegar um er að ræða svo gamalt hús þá þarf að fara í rannsókn- arvinnu. Við skoðum lög málningarinnar og finn- um original-litina,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. Ein af aðferðunum, sem notast er við, kallast að oðra. Í henni felst að viðarútlit er málað á veggina. Aðferðinni var mikið beitt á árum áður þegar gæði timburs voru með misjöfnu móti. Einnig er um að ræða marmaramálun þar sem veggir eru málaðir þannig að þeir líkist marm- ara. Að auki verður mikið lagt í endurgerð glugganna. „Upprunalega glerið í anddyrishurðinni hefur brotnað gegnum tíðina. Við tökum glerið út, myndum það í hárri upplausn og búum til mörg eintök til að setja í alla glugga,“ segir Ásgeir. Hann bætir við að hálmurinn í húsinu verði að mestu fjarlægður til að minnka eldhættu og sjálfvirku slökkvikerfi verði komið fyrir. Fyllstu varúðar sé gætt í ljósi þess að húsið er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Þegar fram- kvæmdum lýkur verður stór hluti húsnæðisins opnaður almenningi. Þar verður aðstaða fyrir veislu- og ráðstefnuhöld og nokkurs konar safn um sögu hússins. Fríkirkjuvegur 11 var byggður á árunum 1907 til 1908 af Thor Jensen. Var húsið heimili hans og fjölskyldu hans í þrjá áratugi. Reykjavík- urborg eignaðist húsið árið 1963. Árið 2008 var það selt Björgólfi Thor Björgólfssyni, barna- barnabarni Thors Jensens, og stendur hann að endurbótunum. Hönnun Húsið að Fríkirkjuvegi 11 þykir með glæsilegri timburhúsum í Reykjavík. Einar Erlendsson teiknaði húsið Morgunblaðið/Ófeigur Innviðir Mikið er lagt upp úr því að veggir og rúður séu í upprunlegri mynd. Endurbætur langt komnar  Ýmsar aðferðir notaðar til að koma Fríkirkjuvegi 11 í upprunalegt horf Friðlýst Loftið í stofunni er friðað og má þess vegna lítið hreyfa við því. Landsmenn kvöddu íslensku fót- boltastjörnurnar í karlalandsliðinu á laugardag, en þeir halda út til Frakklands á þriðjudag, daginn eft- ir vináttulandsleikinn gegn Liecht- enstein á Laugardalsvelli í dag. Margir lögðu leið sína í Kringluna, þar sem þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Birkir Már Sævarsson, Hannes Þór Hall- dórsson, Ragnar Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason gáfu sér góðan tíma til að árita myndir, peysur, bolta og jafnvel markmannshanska auk annarra hluta sem tengjast ís- lenska landsliðinu. Meðlimir Tólf- unnar voru einnig á staðnum og kenndu þeir gestum Kringlunnar hvatningarsöngva landsliðsins. Gátu gestirnir skrifað strákunum okkar hvatningarkveðju á risasegl sem landsliðið fær afhent fyrir brottförina til Frakklands. Kvöddu landsliðsmenn sem gáfu sér góðan tíma til áritana fyrir Frakklandsför Áritun Gylfi Þór Sigurðsson áritar treyju fyrir ungan aðdáanda í Kringlunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að Alþingi hafi engar upplýsingar um rekstur Herjólfs sem siglir til Vestmanna- eyja. Þrátt fyrir það fái Eimskip 718 milljóna króna ríkisstyrk á ári til þess að sinna siglingunum. Ásmund- ur segist hafa leitað til Vegagerð- arinnar og Eimskips vegna málsins. Frá Vegagerðinni fékk hann þær upplýsingar að tölurnar lægju ekki fyrir og hjá Eimskip fékk hann þau svör að umræddar tölur væru við- skiptaleyndarmál. „Vegagerðin hafði í raun engar upplýsingar um rekstur ferjunnar frá því reksturinn var boðinn út árið 2011. Það sem hefur gerst síðan er að fólksflutningar hafa aukist úr 100 þúsund í 300 þúsund á ári og því fylgja miklar tekjur,“ segir Ás- mundur en ríkisstyrkurinn hefur hækkað í takt við verðlagsþróun. „Mér finnst undarlegt að bókhald af rekstri sem er niðurgreiddur af rík- inu sé ekki aðgengilegt fyrir þá sem taka ákvörðun um hve miklu fé sé veitt til rekstursins,“ segir Ásmund- ur og bætir því við að til saman- burðar sé styrkur til flugreksturs um 200 milljónir króna á ári á Ís- landi. 300 milljóna kr. hagnaður? Í tölum sem hann hefur sjálfur tekið saman og byggir á áætlunum um rekstur skipsins áætlar Ás- mundur að heildartekjur Herjólfs á síðasta ári hafi verið 683 milljónir og ríkisstyrkur 718 milljónir, samtals 1401 milljón króna. Hann áætlar meðalafslátt upp á 68 milljónir og þá standa eftir 1333 milljónir. Gjöld áætlar hann 1025 milljónir og mis- munurinn er 308 milljónir sem er hagnaður Eimskips af rekstrinum. „Ég og þeir sem aðstoðuðu mig við upplýsingaöflun fórum mjög var- lega í öllum okkar tölum [...] en ég sendi Eimskip þessar upplýsingar áður en ég birti þær og bauð Gunn- laugi Grettissyni (rekstrarstjóra Herjólfs) að bregðast við þeim en ég hef ekki fengið viðbrögð. Ég sendi einnig Vegagerðinni þessar tölur en það hafa ekki komið neinar ábend- ingar um það að í þessum tölum sé ekki rétt með farið. Ég tel að þessar tölur séu nærri lagi en jafnframt að þetta sé vanáætlað frekar en hitt og það sem eftir situr í rekstrinum sé jafnvel meira en þessar 300 millj- ónir,“ segir Ásmundur. Segir hann að ekki sé hlutverk ríkisins að skapa Herjólfi svo mikinn hagnað og því megi ætla það að Eimskip hafi svig- rúm til þess að lækka fargjöld Vest- mannaeyingum til heilla. Gunnlaugur Grettisson, rekstrar- stjóri Herjólfs, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Herjólfur Að sögn Ásmundar hefur ríkið ekki aðgang að bókhaldsgögnum Hafa engar upplýsingar um bókhald Herjólfs  Ríkisstyrkur til Herjólfs nam 718 milljónum króna 2015

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.