Morgunblaðið - 06.06.2016, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016
Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is
LYKTAREYÐANDI NIÐURBROTSEFNI Í FERÐASALERNI
Inniheldur öfluga náttúrulega ensímblöndu sem vinnur á
úrgangi og pappír á 24 klst og skiptir þá engu hvaða gerð
pappírs er. Hentar mjög vel þar sem þarf að tæma ferða-
salernið á hverjum degi. BIO-PAK veitir hratt niðurbrot og
góða lyktareyðingu.
Inniheldur einstaka efnablöndu sem vinnur á úrgangi og
pappír á 3-4 dögum og hefur einstaklega mikla og góða
virkni í lyktareyðingu. Hentar vel þar sem ekki þarf að
tæma ferðasalernið á hverjum degi.
Inniheldur næringarefni fyrir bakteríur ásamt
ensímum til að fjarlæga ólykt. Brýtur hratt og vel niður
úrgang og klósettpappír. Smyr ventla og heldur skynja-
rafbúnað hreinum. Hentar fyrir húsbíla, rútur, báta, skip,
safntanka og rotþrær. BIO-ACTIVE er vistvænt efni.
BIO-PAK - Tropical og Fresh Scent
PORTA-PAK - Lavender og Fresh Scent
BIO-ACTIVE - Tropical og Fresh
PORTA-PAK Lavender Vörunúmer: PPRV10LAV
PORTA-PAK Fresh Scent Vörunúmer: PPRV10
BIO-PAK Tropical Vörunúmer: BIOTROPBG
BIO-PAK Fresh Scent Vörunúmer: BIOPPBG
BIO-ACTIVE 4,9L Vörunúmer: BAHT168
BIO-ACTIVE 1,8L Vörunúmer: BAHT40
Nýtt hátæknisetur systurfyrirtækj-
anna Alvogen og Alvotech var opn-
að formlega á föstudaginn 3. júní.
Fjöldi gesta var samankominn við
opnunarathöfnina og gafst þeim
kostur á að skoða húsið, innan sem
utan. Fyrsta skóflustungan var tek-
in í nóvember 2013 við Sæmund-
argötu, þar sem nú hefur risið
stærðarinnar húsnæði, um 13.278
fermetrar.
Starfsemi Alvotech lýtur að þró-
un og framleiðslu líftæknilyfja og
eru nú sex líftæknilyf í þróun, þar á
meðal stungulyf sem notuð eru við
meðferð á krabbameins- og gigt-
arsjúkdómum.
Fyrstu lyf á markað árið 2019
Umrædd lyf kallast hliðstæðulyf.
Það eru lyf sem koma á markað
þegar einkaleyfi frumlyfja líftækni-
lyfja renna út. Þau hafa þá verið
lengi á markaði og virkni þeirra og
sala er þekkt. Alvogen, sem er al-
þjóðlegt samheitafyrirtæki með
starfsemi í 35 löndum, mun sjá um
markaðssetningu lyfjanna ásamt
öðrum fyrirtækjum. Fyrstu lyf fyr-
irtækisins eru væntanleg á markað
árið 2019 og er áætlað að söluverð-
mæti frumlyfjanna nemi 15 millj-
örðum evra á ári.
Sérfræðistörf skapast
Heildarfjárfesting Alvotech á Ís-
landi mun nema um 75 milljörðum
króna á næstu árum. Stærsti hluti
fjárfestingarinnar fer í rannsóknir
og þróun en átta milljörðum var
ráðstafað til uppbyggingar hátækni-
setursins, sem skapaði 350 ársverk
yfir byggingartímann. Innan há-
tæknisetursins starfa nú um 160 há-
skólamenntaðir sérfræðingar.
tfh@mbl.is
Fjárfest fyrir 75 millj-
arða króna næstu ár
Hátæknisetur opnað í Vatnsmýrinni
Ljósmynd/Alvogen
Þekking Stærsti hluti fjárfestingar fyrirtækisins er vegna þróunar- og
rannsóknarkostnaðar. Allir starfsmenn fyrirtækisins eru háskólamenntaðir
Ragnheiður Rík-
harðsdóttir, þing-
flokksformaður
Sjálfstæðis-
flokksins, hefur
ákveðið að gefa
ekki kost á sér í
prófkjöri flokks-
ins fyrir komandi
alþingiskosning-
ar. Þessu greindi
Ragnheiður frá á
Facebook-síðu sinni í gærdag, en
hún skipaði 2. sæti listans í Suð-
vesturkjördæmi í síðustu kosn-
ingum árið 2013.
Prófkjör í ágúst eða september
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, mun gefa kost á sér í
prófkjöri í 2. sætið á framboðslist-
anum, að því er fram kemur í til-
kynningu sem hún sendi fjölmiðlum
í gærkvöldi.
Þar segir hún að prófkjör flokks-
ins í kjördæminu muni fara fram í
lok ágúst eða í byrjun september.
„Ég var kjörin á þing fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í kjördæminu árið
2013 og hef setið í utanríkismála-
nefnd Alþingis, umhverfis- og sam-
göngunefnd, Norðurlandaráði, þar
sem ég er varaformaður Íslands-
deildar, og velferðarnefnd á kjör-
tímabilinu,“ segir Elín. Þá þakkar
hún Ragnheiði „fyrir heiðarleika,
stefnufestu og dugnað í sínum
störfum. Hennar skarð verður
vandfyllt fyrir Sjálfstæðisflokkinn“.
sh@mbl.is
Ragnheið-
ur dregur
sig í hlé
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
Elín Hirst býður
sig fram í 2. sætið
Karlmaður á þrí-
tugsaldri var
handtekinn í mið-
borg Reykjavíkur
vegna líkams-
árásar snemma í
gærmorgun.
Komið hafði til
átaka á milli hans
og annars manns,
en sá hlaut áverka á höfði og andliti,
meðal annars eftir að maðurinn sem
var handtekinn sparkaði í höfuð
hans. Maðurinn var vistaður í fanga-
geymslu vegna árásarinnar. Hann
er grunaður um að hafa verið undir
áhrifum áfengis og fíkniefna. Efni
fundust á honum við handtökuna. Þá
var karlmaður á fertugsaldri hand-
tekinn í gærmorgunn eftir að til
hans sást rótandi í bifreið á bílastæði
í Kópavogi. Hann var í talsvert
annarlegu ástandi og auk þess eftir-
lýstur vegna ýmissa óuppgerðra
mála hjá lögreglu
Handtekinn
vegna
líkamsárásar