Morgunblaðið - 06.06.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.06.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Styrmir Gunnarsson fjallar umlandsfund Samfylkingar og nýja forystu sem þar tók við. Hann bendir á að ekki verði séð að stefnubreyting sé í vændum, og heldur áfram: „Ekki verður heldur séð að landsfundur hafi lagt línur um einhvers konar uppgjör við fyrri tíð. Fylgi Samfylk- ingar er í botni og alls ekki lengur óhugsandi að flokk- urinn þurrkist út í kosningum í haust. Nýr flokkur er kominn til sög- unnar, Viðreisn, sem er að ná sér á strik og mun sækja á kjósenda- mið bæði Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks.    Við þessar aðstæður verður súspurning áleitin, hvers vegna Samfylking og VG gangi ekki í eina sæng. Þegar Samfylking var stofnuð var hópur fólks í Alþýðu- bandalaginu, sem hafði ekki áhuga á að eiga aðild að henni. Nú eru breyttir tímar. Það eina sem skilur þessa flokka að í dag er áherzlumunur varðandi Evrópusambandið.    Í Evrópu eru nú vaxandi umræð-ur um að lengra verði ekki haldið á braut sameiningar Evr- ópu. Einu áhrif þess, ef það yrði gert, yrðu þau að fleiri og fleiri mundu snúast gegn Evrópusam- bandinu.“ Oddný G. Harðardóttir þurfi ekki annað en viðurkenna þetta og það að flokkur hennar hljóti að horfast í augu við veru- leikann til skapa forsendur fyrir sameiningu.    Loks segir Styrmir: „Önnurágreiningsmál eru ekki á ferð á milli þessara tveggja flokka. Samkvæmt síðustu könnunum er sameiginlegt fylgi þeirra áþekkt fylgi Sjálfstæðisflokks. Hvers vegna sameinast þeir ekki?“ Styrmir Gunnarsson Hvers vegna ekki? STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 alskýjað Bolungarvík 12 alskýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 14 heiðskírt Helsinki 11 skúrir Lúxemborg 14 þoka Brussel 24 skúrir Dublin 20 léttskýjað Glasgow 19 heiðskírt London 22 heiðskírt París 18 þoka Amsterdam 25 rigning Hamborg 25 þrumuveður Berlín 26 skúrir Vín 24 þrumuveður Moskva 11 skýjað Algarve 23 heiðskírt Madríd 28 heiðskírt Barcelona 24 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 23 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 17 skúrir New York 19 rigning Chicago 20 skýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:10 23:44 ÍSAFJÖRÐUR 2:13 24:51 SIGLUFJÖRÐUR 1:52 24:38 DJÚPIVOGUR 2:27 23:26 Jón Skaftason, fyrr- verandi alþingismaður og sýslumaður í Reykjavík, lést 3. júní í Reykjavík. Jón fæddist á Akureyri ár- ið 1926 og ólst upp á Siglufirði. Hann nam lögfræði við Háskóla Íslands og varð hæstaréttarlögmaður árið 1961. Á árunum 1952-1962 sat hann í bæjarstjórn Kópavogs og gegndi síðan þingmennsku fyrir Framsókn- arflokkinn í 19 ár. Eftir þingsetu var Jón skipaður yfirbæjarfógeti Reykjavíkur til 1992 og varð síð- an fyrsti sýslumaður Reykvík- inga. Jón sinnti fjöl- mörgum trúnaðar- störfum. Hann var meðal annars for- maður síldar- útvegsnefndar, for- maður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og forseti Norður- landaráðs, formaður Íslandsdeildar Al- þjóðaþingmanna- sambandsins, for- maður bankaráðs Seðlabankans og formaður Dómara- félags Íslands. Eftirlifandi eig- inkona Jóns til 66 ára er Hólm- fríður Gestsdóttir. Þau eiga fjögur börn, 13 barnabörn og níu barnabarnabörn. Andlát Jón Skaftason Fjölmenni var í samkomusal Dvalarheimilis aldraðra á Sauðár- króki nú í síðustu viku þegar for- maður Lionsklúbbs Sauðárkróks, Ásgrímur Sigurbjörnsson, afhenti rafknúið reiðhjól með sæti fyrir tvo farþega, til eignar og afnota fyrir heimilisfólk. Það voru þær Anna Pálína Þórðardóttir, íbúi á Dvalarheim- ilinu, og Ásta Karen Jónsdóttir, sjúkraliði við stofnunina, sem ýttu söfnun fyrir þessu skemmtilega far- artæki úr vör. Lionsmenn á Sauð- árkróki, sem um árabil hafa afhent Dvalarheimilinu og Heilsustofnun- inni gjafir, stórar og smáar, gerðust aðilar og verndarar söfnunarinnar þegar þær stöllur höfðu við þá sam- band, og sagði Ásgrímur í ávarpi sínu að það væri mjög ánægjulegt og mikill heiður að fá að taka þátt í þessu góða og þarfa verkefni. Í þeirri vakningu sem nú er veru- leg fyrir hjólreiðum og útivist gefur þetta farartæki þeim fjölmörgu sem ekki eiga þess kost af eigin ramm- leik að njóta útivistar og smáferða- laga þegar vel viðrar og skreppa í bæinn með smávægilegri aðstoð. bgbb@simnet.is Gáfu öldruðum vélknúið reiðhjól  Ánægja með framtak Lionsklúbbsins Gjöf Hjólið sem Dvalarheimilið fékk að gjöf frá Lionsklúbbnum. Í gær fór fram Kex-reið, hjól- reiðakeppni Kex hostels. Er þetta í fjórða sinn sem keppnin er haldin, en hún fór fram í tveimur flokkum; A og B. Farið var um braut í Skuggahverfinu sem liggur niður Hverfisgötu, Klapparstíg, Skúlagötu og Bar- ónsstíg og er um 1,45 km að lengd. Götur voru lokaðar fyrir umferð. Í flokki A voru hjólaðir 20 hringir, eða 30 km, en í flokki B voru hjólaðir 14 hring- ir, eða 20 km. mbl.is/Freyja Gylfa Kex-reið Hér má sjá keppendur þegar þeir lögðu af stað frá Vitagarði. Fjöldi tók þátt í hjólreiða- keppni Kex hostels

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.