Morgunblaðið - 06.06.2016, Side 9

Morgunblaðið - 06.06.2016, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is - V E R K S T Æ Ð I Ð - Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Bílar fyrirtækja eru atvinnutæki sem treysta þarf á og því mikilvægt að bilunum sé haldið í lágmarki og endursöluvirði í hámarki. • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen og Skoda. • Bein tölvutenging við upplýsingabanka framleiðenda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. • Bílson býður þjónustuskoðanir, smurþjónustu og allar almennar bifreiðaviðgerðir. SÉRSNIÐIN ÞJÓNUSTA AÐ BÍLAFLOTA FYRIRTÆKJA Atvinnubílar Fleytt hefur verið af stað undir- skriftasöfnun þar sem forseti Íslands er hvattur til þess að hafna því að skrifa undir nýsamþykkt útlend- ingalög. Ekki fengust upplýsingar um það hverjir standa að baki undir- skriftasöfnuninni en um miðjan dag í gær höfðu rúmlega 500 manns skrifað undir hana. Nýju lögin fela í sér heildarendur- skoðun á gildandi ákvæðum um út- lendinga sem eru frá árinu 2002. Breið samstaða var um frumvarp- ið á þinginu og var það samþykkt fyrir helgi. Með tilkomu laganna verða ýmsar breytingar sem stuðla að aukinni þjónustu við útlendinga, sérstaklega umsækjendur um alþjóðlega vernd, erlenda sérfræðinga, námsmenn og rannsakendur. Samkvæmt því verður leitast við að gera skilyrði dvalarleyfa skýrari og lögð áhersla á að það dvalarleyfi sem útlendingur sækir um sé í sam- ræmi við tilgang dvalar hans hér á landi. Undir- skriftasöfn- un af stað  Vilja hafna nýjum útlendingalögum Morgunblaðið/Kristinn Útlendingastofnun Sett hefur verið á fót undirskriftasöfnun. „Okkur finnst mjög margt gott í þessu frumvarpi en hins vegar finnst okkur það einnig of tak- markandi,“ segir Ragnhildur Sig- urðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu, vegna ný- samþykkts frumvarps Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um heimagist- ingu. Í frumvarpinu eru þrenns konar takmarkanir sem samtökin gera athugasemd við. Í fyrsta lagi er það takmörkun á hámarkstekjum sem afla má, 2 milljónir króna. Í öðru lagi má ekki leigja út lengur en í 90 daga á ári án þess að sækja um gistileyfi og í þriðja lagi eru takmarkanir á fjölda eigna sem viðkomandi má hafa í skamm- tímaleigu. „Þetta er langstrang- asta löggjöf um þessa heimagist- ingu í öllum heiminum og okkur finnst þetta gríðarlega miklar tak- markanir á athafnafrelsi ein- staklingsins,“ segir Ragnhildur. Eitt af meginhlutverkum frum- varpsins er að skilja á milli aukabúgreinar á borð við skamm- tímaleigu og atvinnustarfsemi. Ragnhildur segir að í huga sam- takanna ættu í raun að vera næg skil að fólk sé að leigja út lög- heimili sitt og þ.a.l. væri ekki um að ræða atvinnustarfsemi. „Að- allega er 90 daga hámarkið tak- markandi. Það er ekki rökstutt með nokkrum hætti. Á ákveðnum svæðum kann það að vera skilj- anlegt að vilja hafa þessar tak- markanir en annars staðar sjáum við engin rök fyrir þessu. Af hverju þurfum við að ganga skrefi lengra en aðrar þjóðir? “ segir Ragnhildur. Gagnrýna 90 daga hámark Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lög Samtök um skammtímaleigu telja lög um heimagistingu takmarkandi.  Margt gott í frumvarpinu  Þrenns konar takmarkanir Sigrún Magnús- dóttir, umhverfis- og auðlindaráð- herra veitti Þor- valdi Gunnlaugs- syni sjómanni í gær heiðursvið- urkenningu vegna góðrar um- gengni um hafið, fyrirmyndarstarf í úrgangsmálum og framsækna hugsun varðandi nýja orkugjafa til sjós. Þetta er í fyrsta skipti sem um- hverfis- og auðlindaráðherra veitir sjómanni viðurkenningu á Sjó- mannadaginn fyrir fyrirmyndarstarf að umhverfismálum. Þorvaldur Gunnlaugsson hefur stundað smábátaútgerð um langt skeið og verið duglegur að leita leiða að umhverfisvænum lausnum og haft hvetjandi áhrif á aðra til að koma með allan úrgang í höfn. Viðurkenning fyrir góða umgengni Viðurkenning Sig- rún og Þorvaldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.