Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 11
SVIÐSLJÓS Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Talsvert hefur færst í vöxt að hrafnar geri sér hreiður í trjám hér á landi. Sérstaklega hefur borið á því við Reykjavík og á Suðurlandsundir- lendinu þar sem stór og myndarleg grenitré bjóða krumma upp á skjól- sæl hreiðurstæði. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, hefur reynt að kortleggja þessa þróun. Við það hefur hann m.a. treyst á liðsinni fuglaáhuga- manna, en erfitt getur verið að finna hreiðrin þar sem skógarhrafn- inn lætur lítið á sér kræla. Fyrstu stað- og tímasettu tilfellin á kortinu hjá honum eru norðaustan- til snemma á áttunda áratugnum. Fyrstu hrafnarnir sáust hreiðra um sig í birki en hreiður hafa einnig fundist í greni, lerki, ösp, furu og reyni. Langflest tilfellin eru þó af varpi í grenitrjám á Suðvesturlandi. Sjaldgæft en að aukast „Það er að aukast að hrafnar verpi í trjám þó að það sé tiltölulega sjald- gæft á landsvísu,“ segir Kristinn. „Þeir verpa yfirleitt í klettum en hafa einnig orpið í auknum mæli í alls kyns mannvirkjum. Trjávarpið hefur hins vegar aukist statt og stöðugt eftir því sem trén hafa vaxið. Þetta tvennt hef- ur haldist í hendur með að veita þeim aukin tækifæri til þess að verpa á öruggum stöðum í grennd við fólk. Það virðist ganga ágætlega hjá þeim þegar þeir fá sæmilegan frið.“ Kristinn tekur þó fram að ekki sé fylgst grannt með hrafninum á Ís- landi nema þá helst í grennd við Reykjavík og í Þingeyjarsýslum á svipuðu svæði og fálki hefur verið vaktaður, en fylgst hefur verið með hrafninum þar árlega síðan 1981. Stofninn líklega í samdrætti „Menn hafa þó ákveðna hugmynd um það sem hefur gerst í stofninum og hrafni hefur víða fækkað sem varpfugli, það er ljóst, og líklega hef- ur fækkað í stofninum í heild.“ Hrafninn hefur þó þrifist misvel eftir landshlutum síðustu áratugi. „Til dæmis hefur honum fækkað tölu- vert í Þingeyjarsýslunum, sem og á Reykjanesskaga og við Breiðafjörð, en hér í nágrenni Reykjavíkur hefur stofninn haldist í horfinu. Það er að hluta til einmitt vegna þess að varp- möguleikar eru að aukast í nágrenni við byggð,“ segir Kristinn. Mikil breyting á fæðuöflun Með breyttum atvinnuháttum seg- ir Kristinn fæðuöflun hrafnsins í nánd við menn hafa gerbreyst. Sér- staklega gangi menn miklu betur frá öllum lífrænum úrgangi en áður. „Fyrir fáum áratugum voru hér opnir öskuhaugar um allt land og þar voru risa hrafnahópar. Þá voru hildir t.d. mikil fæðuuppspretta á vorin þar sem ær báru úti við en nú ber allt fé inni auk þess sem sauðfjárbúskapur hefur dregist saman, t.d. á Reykja- nesskaga. Í höfuðborginni eru hins vegar alltaf að falla til pylsur og ann- að ruslmeti sem þeir geta hreinsað upp af götunum.“ Ungarnir að komast á legg Íslenski hrafninn verpir um eða fyrir miðjan apríl og liggur á eggj- unum í um tuttugu daga. Almennt verða svo ungarnir fleygir í júní, segir Kristinn. „Þá halda þeir sig í grennd við hreiðrin í nokkrar vikur þar til þeir eru reknir að heiman. Á bilinu júlí-ágúst eru svo ungarnir á eigin vegum.“ Skógarhrafnar í borginni  Færst hefur í vöxt að hrafnar geri sér hreiður í trjám, sérstaklega í grennd við borgina  Greni er vinsælasta hreiðurstæðið  Fylgir stækkandi trjástofni og útbreiddari trjárækt Morgunblaðið/Eggert Ungar Þessir pattaralegu hrafnsungar eru að alast upp í Árbænum í Reykjavík í hefðbundnara hreiðurstæði. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 www.gilbert.is OKKAR MISSIR ALDREI EINBEITINGUNA ÚRSMÍÐAMEISTARI Vertu upplýstur! blattafram.is SUMUM LEYNDARMÁLUM Á EKKI Að ÞAGA YFIR. GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK? HVAÐ MEÐ KYNFERÐISOFBELDI? Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Breytingar á tollalögum fyrir helgi renna stoðum undir lagaheimild Frí- hafnarinnar á Keflavíkurflugvelli til að selja áfengi. Í ágústmánuði síðast- liðnum var lögð fram kæra á hendur Fríhöfninni vegna brots á áfengis- lögum. Í kærunni, sem lögð var fram af HBO vín ehf., kom fram að engar lagaheimildir væru fyrir hendi til þess að selja áfengi í Fríhöfninni, þær hefðu verið felldar úr gildi í eldri lögum. Í lagafrumvarpi sem sam- þykkt var síðastliðinn fimmtudag felast breytingar sem snúa að 104. gr. tollalaga og kveða á um að ráð- herra ákveði með reglugerð hvaða vörur sé heimilt að selja í tollfrjálsri verslun. Jónas Fr. Jónsson héraðsdóms- lögmaður rekur mál HOB vína. Hann segir að skoða þurfi framhald- ið í ljósi breytinganna og að þær renni stoðum undir kæru umbjóð- anda síns. „Umbjóðandi minn taldi að smásala fríhafnarinnar stangaðist á við einkaleyfi ÁTVR enda ekki til staðar skýr lagaheimild. Af laga- breytingunni er augljóst að stjórn- völd og Alþingi töldu nauðsynlegt að bregðast við þessum röksemdum.“ Segir Alþingi renna stoðum undir kæru  Deilt um áfengissölu í Fríhöfninni Morgunblaðið/Sigurgeir S. Heimildir Alþingi hefur tekið af all- an vafa um lagaheimildir Fríhafn- arinnar til sölu á áfengi. Hrafnar eru langlífir fuglar en í náttúrunni geta þeir náð rösk- lega tvítugsaldri. Þó hafa ein- staklingar í haldi eða öðru vernduðu umhverfi náð fertugs- aldri. Undirtegundir Corvus co- rax, hrafnsins, eru átta talsins og finnst sú sem Íslendingar eru vanir bæði hér og í Fær- eyjum. Hvítir og svartir hrafnar voru nokkuð algengir í Færeyjum á fyrri öldum en virðast hafa horf- ið um miðja síðustu öld. Aðeins var um litbrigði að ræða og lifðu hinir tvílitu hrafnar meðal svarta stofnsins en þeir voru þó undir þrýstingi frá veiðimönn- um, sem fengu gott verð fyrir skotna tvílita hrafna. Tvílitt lit- brigði var til CORVUS CORAX Morgunblaðið/Eggert Laupur Þessir hrafnsungar í Kópavogi verða senn fleygir. Fyrstu vikurnar njóta þeir verndar foreldranna. Síðsumars spjara þeir sig sjálfir. Kristinn Haukur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.