Morgunblaðið - 06.06.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.06.2016, Qupperneq 12
Tískuritstjórar hvaðanæva úr heiminum, um 600 talsins, allir sérlegir boðsgestir á tískusýningu Dior í Blenheim-höllinni í Oxfordskíri máttu vart mæla af hrifningu þegar þeir börðu dýrðina augum. Enda er Blenheim eitt frægasta og glæsilegasta höfðingja- setur breska heimsveldisins, heimili Marlborough- hertoga um aldir og fæðingarstaður frænda þeirra, Winstons Churchills. Ráðamönnum hjá Dior þótti fara ljómandi vel á að sýna Cruise vor- og sumarlín- una 2017 í þessari fögru höll. Raunar ekki í fyrsta skipti því þar voru Dior-tískusýningar haldnar árin 1954 og 1958 þegar Yves Saint Laurent sló í gegn með sinni fyrstu tískulínu. Þá mun Margrét prins- essa hafa sagt á lýtalausri frönsku „fallegasta tísku- lína sem ég hef nokkurn tíma séð“. Cruise-sumarlínan 2017 frá Dior þótti líka býsna frambærileg ef marka má umfjöllun í erlendum tískutímaritum undanfarið. Frönsk tískusýning í einu frægasta og glæsilegasta höfðingjasetri b AFP Konungur hátísk- unnar Yves Saint Laurent (1936 - 2008). Glæst Eðalvagnarnir biðu í röðum eftir gestum tísku- sýningarinnar við aðal- inngang Blenheim-hallar. Dior í glæstum sal Reuters 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 Árin segja sitt1979-2016 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g kom fyrst til Ís- lands árið 2006 sem skiptinemi og eftir það fór ég í tvö ár í Há- skóla Íslands til að læra íslensku fyrir útlendinga. Ég hef verið hérna síðan. Ég vissi lítið um landið áður en ég kom en ég fékk áhuga á Íslandi í gegnum ljósmyndir sem vinkona mín var alltaf að senda mér þegar hún bjó hér í eitt ár,“ seg- ir Iurie Belegurschi frá Moldavíu sem býr á Íslandi og starfar sem leið- sögumaður fyrir ferðamenn sem koma til landsins og taka landslags- myndir. „Þetta fór allt af stað þegar mamma sendi mér myndavél hingað til Íslands í afmælisgjöf. Í hvert sinn sem ég átti frí þá fór ég út úr bænum til að taka landslagsmyndir. Ég stofnaði facebooksíðu þar sem ég setti inn myndirnar frá Íslandi og ég fékk fljótt fyrirspurnir frá fylgj- endum mínum í öðrum löndum um hvort ég gæti farið með þá í ljós- myndaferðir um landið. Ég sló til og fór í nokkrar slíkar ferðir og þá fór boltinn að rúlla.“ Stofnaði eigið fyrirtæki Í framhaldinu fjölgaði fylgj- endum Iurie á facebooksíðunni og nú eru þeir orðnir ein milljón og tvö- hundruð þúsund. Hann starfaði um tíma hjá Iceland-photo-tours, en fyr- ir nokkrum árum stofnaði hann ásamt félögum sínum eigið fyrirtæki, Guide to Iceland. „Vefsíðan okkar hefur orðið mjög vinsæl hjá ferðamönnum sem hingað koma og var fyrirtækið ný- Ég er ástfanginn af Íslandi Hann hefði ekki órað fyrir því þegar hann kom fyrst hingað til lands sem skipti- nemi, að hann ætti eftir að búa hér og starfa við að leiðsegja erlendum ferða- mönnum í ljósmyndaferðum. Iurie ólst upp í Moldavíu en draumurinn er að eignast lítið hús úti á landi og vera með nokkra íslenska hesta. Hestavinur Iurie er sérlega hrifinn af hlýleika íslenska hestsins. Magnað Ein af myndum Iurie frá ferð hans með ferðamenn í íshella. Útlendingar eru ekki þeir einu sem ferðast um okkar yndislega Ísland, við sem búum hér förum gjarnan á flakk yfir sumarið og njótum ís- lenskrar náttúru. Þá er ágætt að geta fundið á einum stað allt um það hvað hægt er að gera í hverjum landshluta, en á vefsíðunni islandihnotskurn.is er auðvelt að verða sér út um slíkar upplýsingar. Hvað er betra en til dæmis að baða í sig í heitum nátt- úrulaugm úti í guðsgrænni nátt- úrunni? Á síðunni er gott yfirlit yfir allar slíkar laugar sem leynast jú víða, m.a Gjörvidalslaug, Grettislaug og Gvendarlaug, Hákarlavog, Djúpavogskörin og fleiri spennandi staði. Hiklaust er hægt að mæla með því að Frónbúar dembi sér nú í heitu böðin og glápi upp í himininn og njóti þess að baða sig undir berum himni. Íslenska sumarið kallar á okkur og um að gera að njóta hverrar stundar. Vefsíðan www.islandihnotskurn.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Unaður Þessa dásamlegu heitu náttúrulaug er að finna norður á Ströndum. Böðum okkur úti í sumar Aldrei er það nógsamlega ítrekað hversu líkamleg snerting er okkur mannfólkinu lífsnauðsynleg. Enginn kemst af án þess að njóta nærveru við aðrar manneskjur, og hefur það verið rannsakað í þaula á líkamlegan hátt hversu miklu máli þetta skiptir fyrir líðan okkar. Við framleiðum hormón sem lætur okkur líða vel og dregur úr streitu í hvert sinn sem við snertum aðra lifandi mannveru eða erum snert. Látum þetta verða okkur til áminningar um að spara ekki knúsin, kossana, klappið og strok- urnar. Verum góð hvert við annað, alltaf, alls staðar. Það skiptir máli. Endilega … … sparið ekki knús og kossa Morgunblaðið/Eggert Faðmlag Það er bæði hollt og gott. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.