Morgunblaðið - 06.06.2016, Page 13

Morgunblaðið - 06.06.2016, Page 13
breska heimsveldisins AFP Innblástur Lucie Meier og Serge Ruffieux, aðalhönn- uða Dior, var fatn- aður eins og yfirstétt- arkonur klæddust fyrir seinna stríð. Speglun Þessa mynd tók Iurie þegar stilla var góð og náði frábærri speglun fyrir vikið þar sem stúlka fór á hesti. lega valið hraðast vaxandi frum- kvöðlafyrirtæki á Íslandi af Nordic Startup Awards. Vefsíðan okkar er orðin stærsta ferðasíða fyrir Ísland, hún er einskonar markaðstorg þar sem ferðamenn geta fundið upplýs- ingar um nánast hvað sem er sem viðkemur ferðalögum á Íslandi, hvort sem það er að bóka gistingu, leigja bíl, fara á hestbak, tónleika eða hvað eina sem fólk hefur áhuga á. Við erum líka með marga bloggara sem birta greinar sínar um Ísland á síð- unni okkar.“ Framkallað á baðherberginu Iurie er að vonum alsæll með velgengnina og hann hefur haldið ljósmyndasýningar m.a í Hong Kong, í Frakklandi og á Ítalíu. Myndir eftir hann hafa birst í erlend- um blöðum, t.d Independant, Daily Mail og Telegraph. Hann er með ljósmyndagallerý á Hótel Hala í Suð- ursveit og á skrifstofu Guide to Ice- land við Laugaveg. Áður en hann kom til Íslands lauk hann háskólanámi í Rúmeníu í ferðamennsku. „Mér finnst frábært að vinna bæði við það sem ég lærði og það sem ég hef mestan áhuga á: ferða- mennsku og ljósmyndun,“ segir Iu- rie og bætir við að fyrir vikið líði hon- um eins og hann sé staddur í ævintýri. Hann segir að ástríða sín fyrir ljósmyndun hafi kviknaði á bernsku- árunum. „Frændi minn sem sá um að taka myndir í minni fjölskyldu, átti gamla rússneska filmuvél, og ég varði miklum tíma með honum í framköllunarherberginu sem var baðherbergið á heimili mínu. Ég var alveg heillaður og þegar ég var níu ára þá lánaði hann mér stundum myndavélina til að taka með í skól- ann og ég myndaði samnemendur mína, framkallaði myndirnar á bað- herberginu heima og gaf svo bekkj- arfélögum mínum þær.“ Miðnætursólin eftirsótt Fólkið sem gerir sér ferð til Íslands til að taka myndir í sér- stökum ljósmyndaferðum með Iurie, kemur alls staðar að úr heim- inum en meirihlutinn er frá Banda- ríkjunum. „Þetta eru bæði konar og karl- ar, leikmenn og lærðir á öllum aldri. Flestar ferðirnar eru yfir vetrartím- ann, því fólk er heillað af norðurljós- unum, hellum í jöklum og öðrum ís- lenskum náttúrufyrirbærum.“ Yfir vetrartímann fer hann oft- ast með ferðamenn eftir suðurströnd Íslands, en á sumrin og haustin er hægt að fara um allt landið, hálendið, Landmannalaugar og fleiri staði. Ferðirnar eru frá sex dögum upp í fjórtán daga og hann segist leggja áherslu á birtuna í slíkum ferðum, sólsetur og sólarupprás. „Miðnætursólin er eftirsótt, enda ótrúleg birta sem fylgir henni, sú gullbirta er töfrum líkust. Jökuls- árlón er það sem heillar alla mest og flestir verða ástfangnir af landinu og koma aftur. Minn uppáhaldsstaður er hið píramídalaga Kirkjufell á Snæfellsnesi, en Látrabjarg er líka í uppáhaldi hjá mér. Vestfirðir eru mér kærir, þar er friðsælt og stór- brotin náttúra,“ segir Iurie sem hefur eignast marga vini á Íslandi og nú er hann giftur maður og þau ungu hjónin vilja hvergi annars staðar vera en á Ís- landi. Stóð í biðröð eftir brauði Iurie fer líka með fólk í ljós- myndaferðir til annarra landa, Grænlands, Nýja-Sjálands, Ítalíu, Frakklands, Síle og Argentínu. „Eftir að hafa ferðast víða og komið til ótal ólíkra landa þá hef ég komist að því að það er best að vera á Íslandi. Hér er allt svo öruggt, allir eru glaðir og hamingjusamir. Líf mitt hefur tekið ótrúlegum og já- kvæðum breytingum á fáum árum. Ég gæti ekki verið ánægðari. Þar sem ég ólst upp í Moldavíu var lífið ekki auðvelt, enda fyrrverandi Sov- étríki og mikill vöruskortur í versl- unum. Ég þurfti á hverjum degi eftir skóla að standa í biðröð í tvo tíma til að kaupa brauð fyrir fjölskylduna. Foreldrar mínir lögðu mikla áherslu á að mennta okkur bræðurna, og þess vegna fór ég til Rúmeníu í skóla, bæði í framhaldsskóla og háskóla.“ Hann segir móður sína og bróð- ur hafa komið í heimsókn hingað og þegar hann keyri með þau um landið undrist þau að sjá alltaf eitthvað stórkostlegt á nokkurra mínútna fresti, fossa, jökla og fjöll. „Draumurinn er að eignast lítið hús úti á landi og vera með nokkra ís- lenska hesta. Ég er heillaður af ís- lenska hestinum, ég hef hvergi í heiminum hitt fyrir svo spaka og vinalega hesta sem hér á landi.“ Eldsumbrot Ein af mörgum mynda Iurie af eldsumbrotum á Íslandi. Litadýrð Iurie kann vel að meta endalausa möguleika á birtu og litum hér. Hvítserkur Iurie lætur sólina lýsa. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins! Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga SKÚTAN HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.