Morgunblaðið - 06.06.2016, Síða 15

Morgunblaðið - 06.06.2016, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is BJÖRGUNARVÖRUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Gott úrval af björgunarvörum á lager BJÖRGUNARBÁTAR BJARGHRINGIR FLUGELDAR FLOTBÚNINGAR BJÖRGUNARVESTI Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is John Major, fv. forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi í gær málflutn- ing aðskilnaðarsinna um áhrif veru Bretlands í Evrópusambandinu en kosning um áframhaldandi aðild Breta að ESB verður haldin 23. júní nk. Í nýlegum skoðanakönnunum mælist jafn stuðningur við bæði aðild og aðskilnað við Evrópusambandið. Sagði Major íhaldsmenn sem barist hafa fyrir aðskilnaði hafa farið vísvit- andi með ósannindi í baráttu sinni en helstu baráttumenn beggja sjónar- miða eru innan Íhaldsflokksins, sem er klofinn í afstöðu sinni. Skýjaþokur af rangfærslum „Þeir eru að mata breskan al- menning með heilu skýjaþokunum af ónákvæmum og satt að segja ósönn- um upplýsingum,“ sagði Major í spjallþætti á BBC. Hann sagði að- skilnaðarsinna hafa tapað um- ræðunni um efnahagslegar afleiðing- ar og þeir legðu þess í stað áherslu á innflytjendamál, „þar sem málflutn- ingur þeirra er fyrir neðan allar hellur.“ Þá tók hann sérstaklega fyr- ir fullyrðingu Boris Johnson um 350 milljóna punda árleg gjöld Bretlands til ESB. Hin raunverulega tala eftir endurgreiðslur og styrki til bænda væri þriðjungur af þessari tölu. Tyrkir ekki á leið í ESB Meðal þess sem aðskilnaðarsinnar hafa varað við um áframhaldandi að- ild er milljónir Tyrkja sem sagðir eru vilja flytja til Bretlands fengi Tyrkland aðild að ESB. Þetta sagði Major niðurdrepandi og ömurlegt. „Tyrkland mun ekki fá aðild að ESB í mjög, mjög langan tíma, ef nokkurn tíma, og aðskilnaðarsinnar vita það.“ Loks sagði hann loforð aðskilnað- arsinna um fjárveitingar til opinbera heilbrigðiskerfisins (NHS) blekking- arleik. Kerfið væri álíka öruggt í höndunum á Johnson og félögum og hamstur í fylgd hungraðs snáks. Johnson stendur við sitt Boris Johnson sagðist í sama þætti standa við 350 milljón punda töluna, sem væri sanngjörn í ljósi þess að endurgreiðslurnar væru fé sem Bretar stjórnuðu ekki. Þá væri honum slétt sama hvort Tyrkir fengju aðild að ESB eða ekki svo lengi sem Bretland væri utan þess. Segir aðskilnaðarsinna blekkja  John Major harðorður í garð aðskilnaðarsinna í Brexit kosningabaráttunni  Sagðir fara vísvitandi með rangar upplýsingar til þess að afvegaleiða kjósendur  Fylkingarnar jafnar í skoðanakönnunum John Major Boris Johnson Síðustu daga hafa fundist lík 133 flóttamanna á strönd- um vestanverðrar Líbíu. Ekkert lát hefur verið á þeim fjölda sem lætur reyna á siglinguna þaðan og norður til Ítalíu. Flest líkin fundust við bæinn Zuwarah en nokk- ur rak á land við gasvinnslustöð stutt frá þar sem þessi mynd var tekin. AFP Líkum 133 flóttamanna skolar á land Svisslendingar kusu í gær í þjóðar- atkvæðagreiðslu um ýmis málefni eins og siður er þar í landi. Umtal- aðasta málefnið á kjörseðlinum þessu sinni var tillaga um óskilyrt borgaralaun upp á 2.500 franka (um 314 þ. kr.) á mánuði til handa hverj- um Svisslendingi og útlendingi sem búið hefði þar löglega í fimm ár auk 625 franka fyrir börn (um 78,5 þ. kr.). Hugmyndin hlaut þó ekki náð fyrir augum svissneskra kjósenda. Voru 76,9% voru henni andvíg. Stuðningsmenn tillögunnar sögðu henni ætlað að draga úr fátækt og ójöfnuði í heimi þar sem góð og vel launuð störf væri sífellt erfiðara að fá. Á móti sögðu andstæðingar henn- ar árlegan kostnað upp á 25 millj- arða franka óyfirstíganlegan. Skera þyrfti hraustlega niður útgjöld og hækka skatta gríðarlega til þess að standa undir borgaralaununum. Fjórar aðrar tillögur voru á kjör- seðlinum. Meðal þeirra var tillaga um að yfirmenn fyrirtækja í opin- berri eigu mættu ekki fá hærri laun en ráðherrar. Þeirri tillögu var hafn- að, voru 68% á móti. Einnig var til- lögu bílaframleiðenda um auknar fjárfestingar í vegakerfinu hafnað. Þá var samþykkt að flýta af- greiðslu umsókna um hæli í landinu og að leyfa erfðaprófanir á fóstrum ef foreldrarnir bera alvarlegan erfðasjúkdóm. bso@mbl.is Borgaralaunum hafnað í Sviss  76,9% á móti óskilyrtum tekjum AFP Genf Stórir borðar voru breiddir út í Sviss til stuðnings borgaralaunum. Í bænum Saqlawiya, norðvestur af Fallujah, fundu hersveitir Íraks- stjórnar fjöldagröf sem talin er innihalda lík um 400 manna sem teknir voru af lífi eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins tóku borgina. Umsátursástand er í Fallujah, en hersveitir hafa nú umkringt borg- ina nánast alveg. Talið er að um 2.500 liðsmenn Íslamska ríkisins verjist þar innan um 50.000 óbreytta borgara, sem þeir nota óspart sem mannlega skildi. Fáar leiðir eru út úr borginni og skjóta liðsmenn samtakanna á þá sem reyna að flýja. Þá hefur fólk drukknað við að reyna að flýja yfir ána Efrat. Sérsveitum Írakshers hefur lítið orðið ágengt í borginni og óttast er að þeim þrjóti kraftur. Þá þurfi að beita óformlegum hersveitum fjár- mögnuðum af Írönum. Írak Fjöldagröf við Fallujah AFP Írak Hersveitir sjíamúslima taka þátt í að umkringja borgina. Afar mjótt er á mununum milli Keiko Fujimori og Pedro Kudc- zynski í seinni umferð forsetakosn- inga í Perú. Kjörstaðir lokuðu í gær- kvöld og voru þau jöfn í útgöngu- spám. Fujimori er 41 árs dóttir fv. for- setans Alberto Fujimori sem situr nú í fangelsi fyrir spillingu og morð á andstæðingum sínum. Framboð hennar er afar popúlískt og hefur hún t.d. lofað ókeypis traktor- um í sveitum og einarðri andstöðu gegn hjónabönd- um samkyn- hneigðra. Kudczynski er 77 ára fv. banka- maður og fjármálaráðherra sem er mun vinsælli í borgum landsins. Perú Frambjóðendurnir jafnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.