Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Neðri deildþýskaþingsins samþykkti í liðinni viku að viðurkenna þá atburði í Tyrk- landi sem nefndir hafa verið þjóðarmorðið á Ar- menum árið 1915, en þáver- andi Tyrkjaveldi myrti þá 1,5 milljónir Armena og rak fjölda fólks frá heimilum sínum í dauðagöngu til Sýrlands. Það- an dreifðust Armenar vítt og breitt um heiminn. Tyrkir hafa ávallt neitað því að atburðirnir sem um ræðir hafi verið þjóðarmorð og segja þá bara hafa verið þátt í fyrri heimsstyrjöldinni og uppreisn Armena gegn Tyrkjum. Þegar nánar er kafað í málið virðist þó sem lítið sé hæft í þeim út- skýringum. Engu að síður hafa Tyrkir verið iðnir við að hóta þeim sem nota hugtakið þjóðarmorð um atburðina, og beitt miklum þrýstingi til þess að kveða niður minninguna um þessa voveiflegu atburði. Það eru því heilmikil tíðindi að tillaga sem þessi hafi verið borin fram og samþykkt af þýskum þingmönnum. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar af tveimur ástæðum. Ekki að- eins var Ottómanaveldið einn helsti bandamaður Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni, held- ur búa einnig um þrjár millj- ónir Tyrkja í Þýskalandi. Viðbrögð Tyrkja hafa ekki látið á sér standa, því að sendi- herra landsins í Berlín var kallað- ur heim í kjölfar samþykktarinnar, auk þess sem sendiráðsfulltrúi Þjóðverja í Ankara var kallaður þar á teppið. Sagði ríkisstjórn Tyrklands að samþykkt ályktunarinnar væri „söguleg mistök,“ og Er- dogan Tyrklandsforseti varaði við því að afleiðingarnar yrðu mjög alvarlegar fyrir sam- skipti ríkjanna tveggja. „Söguleg mistök“ er auðvit- að kyndugt orðalag í þessu samhengi, því að mistökin eru miklu fremur þau að heil öld þurfti að líða áður en hægt var að viðurkenna þá ömurlegu og ógeðfelldu atburði sem þarna áttu sér stað. Í þessu samhengi má nefna að fyrir Alþingi Íslendinga hefur nokkrum sinnum verið lögð fram tillaga áþekk þeirri sem neðri deild þýska þingsins samþykkti, en hún hefur jafn- an sofnað í nefnd. Full ástæða er til að þingið taki stöðu með þeim sem hafa sér enga mál- svara átt í sögunni. Það er kominn tími til þess að þjóðar- morðið á Armenum hljóti þá viðurkenningu sem ber. Með því er ekki vegið að Tyrkjum dagsins í dag. Syndir feðranna tilheyra ekki þeim. Fyrsta skrefið til sátta og uppgjörs við fortíðina verður þó ekki stigið nema benda á það sem miður fór. Það er kominn tími til þess að þjóðar- morðið á Armenum hljóti viðurkenningu } „Söguleg mistök“ Ófreskjan erstigin á land!“ Svo hljóð- uðu fyrirsagnir Parísarblaðanna þegar Napóleon keisari steig á land í Suður-Frakklandi, nýsloppinn úr prísund sinni á Elbu. Eftir því sem keisarinn færðist nær höfuðborginni mildaðist tónninn þar til þau birtu að lokum: „Hans há- tign, keisarinn, mun halda innreið sína á morgun.“ Allar götur síðan hefur þessi at- burðarás verið nefnd sem dæmi um pólitíska hentisemi. Þessi saga kemur í hugann nú þegar ýmsir forystumenn Repúblikana hafa skipt um skoðun á Donald Trump. Paul Ryan, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, hefur til dæmis lýst yfir stuðningi við hann, en ekki er langt um liðið frá því að Ryan sagðist ekki geta stutt Trump, þar sem stefnumál hans væru ekki í góðu sam- ræmi við þá stefnu sem Repúblíkanaflokkurinn hefði staðið fyrir, eða í samræmi við það fordæmi sem fyrri forsetar flokksins á borð við Lincoln og Reagan hefðu gefið. Og raunar hefur Ryan ekki legið á gagnrýni sinni á stefnumál Trumps hingað til. Hann sagði til að mynda að tillaga Trumps um að meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna gengi ekki bara gegn gildum íhalds- stefnunnar, heldur einnig gegn öllu því sem Bandaríkin stæðu fyrir. Líklega gat aldrei gengið til lengdar að æðsti embætt- ismaður repúblíkana á lands- vísu myndi ekki styðja for- setaframbjóðanda flokksins. Það að sú stuðningsyfirlýs- ing komi án þess að Trump hafi í raun beygt af með þau stefnumál sem Ryan gerði svo alvarlegar athugasemdir við kemur hins vegar veru- lega á óvart. Hans hátign er greinilega komin til Parísar. Paul Ryan sættir sig við Trump}Keisarinn er kominn til Parísar M ér er sagt að ég eigi óásjáleg- asta skrifborðið á vinnustaðn- um. Í það minnsta sjáist ekki að kona dvelji þar langdvölum við skriftir. Samstarfsfélagi, sem kom aftur til starfa eftir nokkurt hlé, gat sér til um – þar sem ég hafði aðeins brugðið mér frá og sætið var autt – að þennan bás ætti vörubílstjóri sem hefði söðlað um og gerst blaðamaður nýlega. Og komið öllu innvolsinu úr bílnum fyrir á borðinu. Á borðinu troðast tómar og hálftómar gos- flöskur hver um aðra eins og á mannamóti hjá Pepsi Max. Ein tóm bjórflaska (sem ég á ekki) og sígarettupakki (sem einhver skildi líka eftir). Pappírar á floti og mynda lagkökur eins og á svignandi veisluborði. Mynd af börnum, jú að vísu, en þau gætu allt eins verið barnabörn bílstjórans. Heima hjá mér er allt annað að sjá, þar sem ég spái talsvert í smáatriði eins og hversu margir sentímetrar eru á milli kertastjaka númer eitt og kertastjaka númer tvö. Ég vona að skrifborðið mitt verði aldrei lagt fram sem einhvers konar vitnisburður um líf mitt. Það end- urspeglar ekki raunveruleikann. Þeir eru margir vinnufélagar leikarans Johnny Depp sem þessa dagana benda á að hann sé ótrúlega fínn og ljúfur gaur í vinnunni. Þau virðast ekki vera nein vitnin um það hvað gerðist heima hjá Johnny Depp og Amber Heard en þetta með að rengja konur sem greina frá heimilisofbeldi áður en nokkur dómur hefur verið kveð- inn upp; við erum að sjá það gerast í ýkjustíl. Meira að segja fyrrverandi eiginkona leikar- ans segist vita að svona hafi Depp ekki getað gert. Samt skildu þau fyrir áratugum og ólík- legt er að fyrrverandi eiginkonan hafi fylgst með nýja hjónalífinu í felum á bak við sófann. Fólk sem er fínt og almennilegt í vinnunni, fólk sem er fínt og almennilegt í partíum, fólk sem er fínt og almennilegt á kaffihúsi með vin- um sínum – það fólk getur átt allt aðra hlið heima hjá sér. Það getur verið að lemja. Þetta segja allir sérfræðingar í heimilisofbeldi. En ekki er nóg með að fólk sé tilbúið að rengja hana strax. Það er líka annar ruglaður hópur á ferðinni. Hópurinn sem er jú til í að trúa henni, en „það eru tvær hliðar á öllum málum“ hópurinn. Hópurinn sem spyr „Af hverju?“ Af hverju er ennþá svona fáránlega stór hópur fólks sem vill vita einhverjar ástæður þess að fólk beiti of- beldi? Eins og það geti verið einhverjar aðrar ástæður fyr- ir ofbeldi en að viðkomandi þekkir ekki mörkin í sam- skiptum við aðra lifandi veru. „Allt í lagi, lamin og blá, en hvað gerði hún?“ er spurn- ingin sem vefmiðlar um allan heim eru að fyllast af. „Hvernig voru málavextir?“ „Hvað sagði hún sem varð til þess að hann lamdi?“ Enda er mikilvægt í ofbeldismálum að fá að melta að- eins hvað gerðist og leggja svo dóm á hvort það hafi mátt lemja eða ekki. Bara eins og í öllum siðuðum samfélögum. julia@mbl.is Pistill Dæmigerð viðbrögð við Depp Júlía Margrét Alexandersdóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Benedikt Bóas benedikt@mbl.is R eykvíkingar geta kom- ið hugmyndum um nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í borginni á framfæri við borgaryfirvöld á vefnum Betri Reykjavík (betrireykjavik.is) fram til 15. júní. Opnað var fyrir tillög- ur 25. maí og fyrir helgi höfðu yfir 300 hugmyndir borist. Þetta er í fimmta sinn sem efnt er til hugmyndasöfnunar af þessu tagi á vefnum og hafa nær 600 hugmyndir orðið að veruleika fyrir tilstilli verkefnisins. Að þessu sinni verður 50% meira fé ráðstaf- að til þessara verkefna, þ.e. 450 milljónum í stað 300 milljóna eins og verið hefur síðustu fjögur ár. Fjórðungi skipt jafnt Til að tryggja minnstu hverf- unum lágmarksfjárhæð til umráða er fjórðungi fjárheimildarinnar skipt jafnt milli hverfa. Það fjár- magn sem eftir stendur skiptist á milli hverfanna í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fyrstu 112,5 milljónunum er þannig skipt jafnt milli hverfanna tíu og koma því að lágmarki 11,25 milljónir króna í hlut hvers hverf- is. Því sem eftir stendur, 337,5 milljónum króna, er skipt á milli þeirra 122 þúsund íbúa sem eru í hverfum borgarinnar þannig að í hlut hvers og eins koma 2.766,37 krónur. Sú tala er svo margfölduð með íbúatölu hvers hverfis og fæst þá heildarfjárheimild hverfisins. Fjöldi íbúa og skipting milli hverfa miðast lok árs 2015. Þannig fær Breiðholt mest til sín, rúmar 70 milljónir, sem er tíu milljónum meira en Grafarvogur sem fær 60 milljónir í sinn hlut. Kjalarnes fær rúmar 13 milljónir í sinn hlut. Flestar frá Breiðholti Breiðhyltingar eru með lang- flestar hugmyndir fyrir sitt hverfi, eða 52. Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal, sem og Háaleiti og Bústaðir eru með 37 og Grafar- vogur 36. Fimm hugmyndir voru komnar frá íbúum Kjalarness. „Fjöldi verkefna sem hefur farið í gegn- um „Betri hverfi“ er í heildina hátt í 400, ef ég leyfi mér að taka þetta gróflega saman. Þetta eru um 10 hugmyndir í hverju hverfi, eða 100 verkefni á ári,“ segir Jón Halldór Jónasson hjá Reykjavík- urborg, en verkefnin eru fyrir ut- an verkefni sem hafa farið í gegn- um hina viðvarandi íbúagátt „Betri Reykjavík“. Endurbætt vefsíða Vefsíðan Betri Reykjavík hefur verið endurbætt þannig að nú geta íbúar sett inn ljósmyndir eða teikningar með hugmyndum sín- um til að skýra þær betur út og gera framsetningu þeirra líflegri. Hugmyndasmiðir geta einnig deilt framlagi sínu á samfélagsmiðlum til að vekja athygli annarra á hug- myndunum. Einnig er gert ráð fyrir að staðsetning sé sett inn á kort þegar hugmynd er sett inn og þannig mun myndast gott yf- irlit um hugmyndaríkustu svæðin. „Á þessari stundu er það Breið- holt sem leiðir með 52 hugmyndir. Innan þess hverfis er mikill metn- aður og segir Arnar Snæberg Jónsson, verkefnastjóri Þjónustu- miðstöðvar Breiðholts, að stefnt sé að því að ná inn yfir 100 hug- myndum,“ segir Jón Halldór. Þrátt fyrir að flestar hugmyndir séu nú komnar inn fyrir Breiðholt er fjöldi notenda mestur í Laugar- dal og þar eru einnig mestar um- ræður um hugmyndirnar. Yfir 300 tillögur um betri borg komnar Morgunblaðið/Styrmir Kári Áhugi Íbúar í Breiðholti eru með langflestar hugmyndir fyrir sitt hverfi á vefnum Betri Reykjavík. Þeir hafa sett fram 52 úrbótatillögur. Alls höfðu borist 305 hugmyndir inn á borð Betri Reykjavíkur fyrir helgi. „Eins og viðtökur hafa verið fyrstu vikuna sem opið hefur verið fyrir hug- myndir stefnir í að fleiri hugmyndir skili sér í ár en fyrri ár. Við höfum unnið í kynningarmálum að því að stækka þann hóp sem veit af þessum möguleika til að skila inn hugmyndum sínum. Virknin á vefnum hefur einnig aukist, þó vissulega sé of snemmt að segja til um endanlega tölu í hugmyndasöfnuninni,“ segir Jón Halldór. Fleiri hugmyndir í ár STEFNIR Í AÐ FLEIRI HUGMYNDIR SKILI SÉR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.