Morgunblaðið - 06.06.2016, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016
Málmiðnaður á Ís-
landi stendur að
mörgu leyti traustum
fótum enda næg
verkefnin. Málmiðn-
aðurinn er fjölbreytt-
ur og meðal þess sem
fengist er við er við-
hald skipa, viðhald og
endurnýjun verk-
smiðja og framleiðsla
ýmiskonar búnaðar
svo eitthvað sé nefnt.
Það eru hins vegar blikur á lofti
og hafa verið um alllangt skeið.
Mönnun greinarinnar er ekki með
þeim hætti að viðunandi sé og erf-
iðlega gengur að fá ungt fólk til að
mennta sig í faginu.
Hver er ástæðan? Nefnt er að
mæðurnar stjórni því hvaða leið
börnin velja sér sem framtíðar-
starf. Eflaust er nokkuð til í því.
En er það svo að börnin geri allt
sem foreldrarnir segja þeim að
gera? Mikil áhersla og áróður er
fyrir æðri menntun, allir skulu
verða stúdentar til að komast síð-
ar í háskóla. Getur verið að
áherslan á háskólanám sé komin
út fyrir það sem þjóðfélagið þarf á
að halda? Þurfum við hærra hlut-
fall fræðinga á vinnumarkað þegar
yfir 25% atvinnulausra er háskóla-
menntað fólk, á sama tíma og iðn-
fyrirtæki vantar faglærða iðnaðar-
menn sem „tala íslensku“?
Iðnfyrirtæki vantar ekki fólk sem
getur búið til teikningar, þau
vantar fólk sem getur lesið teikn-
ingar og framleitt það sem á
teikningunum er. Menntamálaráð-
herra blæs til sóknar, nú skal
háskólamenntun lyft
upp með því að
styrkja nemendur til
náms. Allt að þrjár
milljónir í styrk, ald-
eilis frábært framtak
sem þó hefði verið
gaman að sjá gerast
strax í upphafi kjör-
tímabils ráðherrans en
ekki á síðustu metr-
unum. Það væri ósk-
andi að ráðherrann
hefði sama metnað
fyrir iðnnámi en þar
hefur því miður hallað verulega
undan fæti á undanförnum árum
og er svo komið eftir því sem
fregnir herma, að sumir fram-
haldsskólar stefna í gjaldþrot
verði ekkert að gert.
Ekki verður séð að frumvarp
menntamálaráðherra geri ráð fyr-
ir styrkjum til iðnmenntunar en
ég skora á ráðherrann að lagfæra
frumvarpið með það í huga að iðn-
nám verði með í styrkjakerfinu
nýja og jafnframt að ráðherrann
finni aukið fjármagn til handa iðn-
skólum landsins til að hægt sé að
reka skólana með viðunandi hætti
og fjárfesta í nauðsynlegum
kennslutækjum. Hefjum iðn-
menntun til þeirrar virðingar sem
hún á skilið.
Menntastefna
á villigötum
Eftir Jón Þór
Sigurðsson
Jón Þór
Sigurðsson
» Það væri óskandi að
ráðherrann hefði
sama metnað fyrir iðn-
námi.
Höfundur er vélvirki.
Andri Snær segir í
viðtali við visir.is að
framboð Vigdísar
Finnbogadóttur hafi
verið hápólitískt – rek-
ið áfram af agressívum
kvenréttindakonum og
skilja mátti á Andra
Snæ að Vigdís hafi ver-
ið fulltrúi þeirra. Þetta
er ekki í samræmi við
frásögn Vigdísar
sjálfrar – en hún sagði
marga karlmenn hafa hvatt sig og
þótti sérstaklega vænt um marga
sjómenn sem settu sig í samband við
hana.
Aðspurð kvaðst Vigdís ekki vilja
vera kosin fyrir að vera kona: „held-
ur af því að ég er maður“. Vigdís er
vitur kona og veit að kynið skiptir
ekki máli, heldur hæfnin.
Davíð Oddsson kvaðst hafa oftar
en nokkur Íslendingur myndað rík-
isstjórn – hægt er að segja það stað-
reyndavillu því Ólafur Thors tók
þátt í að mynda fleiri stjórnir en
Davíð Oddsson. Svo var það líka vill-
andi orðalag hjá Davíð þegar hann
nefndi nafn Vigdísar Finnbogadótt-
ur í sambandi við Kárahnjúka – hún
var ekki forseti þá.
En þótt Andri Snær hafi sagt
rangt um framboð Vigdísar og Davíð
um þátttökumet sitt í stjórnarmynd-
unum og varðandi aðkomu Vigdísar
að Kárahnjúkum – löngu eftir að
hún hætti sem forseti – þá skiptir
það engu í heildar-
myndinni.
Það er fyrirgefanlegt
að fara rangt með stað-
reyndir sem tengjast
ekki því sem máli
skiptir. Andri Snær var
að ræða framboð sitt
og notaði Vigdísi sem
rökstuðning – þannig
að viðtalið snerist ekki
um Vigdísi Finnboga-
dóttur. Sama gildir um
Davíð – hann var ekki í
þættinum að fjalla um
sagnfræði heldur
kynna sínar áherslur. Stundum nota
menn dæmi til rökstuðnings og
mannsheilinn er þannig gerður að
hann getur ekki skilað öllu 100%.
Fjölmiðlar sáu ástæðu til að fjalla
um staðreyndavillu Davíðs – til að
klekkja á honum en enginn nefndi
villuna hjá Andra Snæ. Hvað skyldi
valda því?
Ætli ástæðan sé ekki dugnaður
andstæðinga Davíðs Oddssonar –
þeir eru ekki kjánar og vita að Davíð
er öflugasti núlifandi stjórnmálaleið-
togi þjóðarinnar og enginn hefur
komið fram sem stendur nálægt
honum í pólitískri færni og það ergir
að sjálfsögðu pólitíska andstæðinga
hans meira en nokkuð annað.
Illugi Jökulsson tilheyrir ekki
hópi stuðningsmanna Davíðs Odds-
sonar – en sem ritstjóri og höfundur
fræðibóka kemst hann ekki hjá að
setja staðreyndir á blað.
Árið 2003 – þegar Davíð Oddsson
hafði verið forsætisráðherra sam-
fellt í tólf ár og komin reynsla á hans
verk ritstýrði Illugi bók sem heitir:
Ísland í aldanna rás 20. öldin.
Í bókina er rituð frásögn af fyrsta
kjörtímabili Davíðs sem forsætisráð-
herra og þar segir m.a.:
„Davíð Oddsson hafði eftir svolítið
brokkgenga byrjun í embætti for-
sætisráðherra öðlast æ meira traust
þjóðarinnar. Jafnvel meðal andstæð-
inga Sjálfstæðisflokksins hneigðust
margir til að treysta Davíð til að
kollkeyra ekki samfélagið.“ Illugi
Jökulsson hefur varla liðið söguföls-
un í bók sem hann ritstýrði sjálfur –
þannig að erfitt er að hrekja þessa
frásögn.
Árið 1991 hafði þjóðin þolað eitt af
verstu samdráttarskeiðum tuttug-
ustu aldar og fyrsta kjörtímabil
Davíðs einkenndist af atvinnuleysi
og ýmsum efnahagsþrengingum.
Það er mikið afrek að skapa sátt á
erfiðum tímum – það geta ekki aðrir
en sterkir leiðtogar.
Staðreyndavillur Andra
Snæs og Davíðs Oddssonar
Eftir Jón Ragnar
Ríkharðsson » Fjölmiðlar sáu
ástæðu til að fjalla
um staðreyndavillu
Davíðs – til að klekkja á
honum – en enginn
nefndi villuna hjá Andra
Snæ.
Jón Ragnar
Ríkharðsson
Höfundur er sjómaður.
Hið íslenska Biblíu-
félag var stofnað 1815
og er því 200 ára. Ég
er félagi í þessu góða
félagi, og er stolt af
því. Um leið og ég
varð læs fékk ég
Biblíuna að gjöf. Ég
hafði verið í tíma-
kennslu hjá séra Árel-
íusi og gladdist mikið
yfir þessari blessuðu
bók, sem æ síðan hef-
ur verið mér leiðarvísir, styrkur og
hjálp á ævigöngunni.
Það var mín gæfa að hafa fengið
að heyra boðskap Biblíunnar. For-
eldrar mínir sögðu okkur systk-
inunum frá Jesú og því sem hann
sagði og gerði. Ein af dæmisögum
Jesú hafði þau áhrif á mig að það
gleymist aldrei. Það var dæmisaga
Jesú um góða hirðinn. Góður hirðir
gætti vel að sauðunum. Við Íslend-
ingar tengjum vel við þessa frá-
sögu, því það er ekki svo langt síð-
an að setið var yfir fénu hér á landi.
Þessi hirðir sem Jesús segir frá sat
yfir fénu og gætti vel.
Það sem hafði svo mikil áhrif á
mig var að lítið lamb villtist frá
móðurinni og hópnum og týndist.
Hirðirinn varð þess var, og af því
að þetta eina litla lamb var jafn
mikilvægt og allir hinir sauðirnir,
lagði hann af stað að leita. Hann
skildi hópinn eftir, og fór að leita að
þessu lambi sem skipti máli. Hann
kallaði í allar áttir, og loks heyrði
hann veikt jarm, og gekk á hljóðið,
en lambið hafði fallið niður á syllu
og var í sjálfheldu. Hirðirinn kraup
niður og notaði hirðisstaf sinn til að
krækja utan um litla lambið og
hífði það upp og bar það til móður
sinnar.
Þegar foreldrar mínir útskýrðu
fyrir mér að þannig vill Jesús fá að
vera hirðir í mínu lífi,
þá tók ég það mjög al-
varlega, og ég sem lítið
barn bað mína bæn til
góða hirðisins og bað
hann um að leyfa mér
að fylgja sér allt mitt
líf. Og það hefur verið
gott að fylgja góða
hirðinum, því lífið get-
ur verið hart og mis-
kunnarlaust. Og þá
þarf maður einhvern
sér sterkari til að halla
sér að í stormviðrum
lífsins. Ég hef valið Jesú sem er
góði hirðinn. Eitt af því sem er líka
svo fallegt við þessa frásögu er að
hirðirinn þekkti hverja kind og
lamb með nafni. Þannig er Jesús,
hann þekkir okkur hvert og eitt
með nafni. Hann dó á krossi og reis
upp frá dauðum og lifir í dag! Hann
er nú á himnum við hlið föðurins og
biður fyrir okkur. Og það er hann
sem mildar allar aðstæður okkar í
þessum heimi.
Ég veit um marga sem trúa boð-
skap Biblíunnar og hafa fengið
styrk og lausn inn í sitt líf með því
að tileinka sér orð Jesú og biðja.
Stundum er bæn hins hrjáða
manns eða konu bara sú að fá að
halla sér upp að hjarta Jesú. Það
þarf engin orð, því hann þekkir þá
sem treysta honum.
Biblían góð gjöf
Eftir Halldóru
Láru Ásgeirsdóttur
Halldóra Lára
Ásgeirsdóttir
» Það var mín gæfa að
hafa fengið að heyra
boðskap Biblíunnar.
Foreldrar mínir sögðu
okkur systkinunum frá
Jesú og því sem hann
sagði og gerði.
Höfundur er starfsmaður
útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar.
Maður hugsar sjaldn-
ast um það, þegar geng-
ið er frá Túngötunni eða
Suðurgötunni inn á
Kirkjustræti á leið í
Landsbankann eða ann-
að, að þar sé maður að
ganga í gegnum kirkju-
garð. Svo er nú samt, og
ekur yfir hann líka, ef
maður er í bíl. Í dag er
nánast ómögulegt að
ganga þarna meðfram
Fógetagarðinum nema úti á götunni
vegna þess uppgraftar, sem á sér
stað þar illu heilli, og fyllir mann
harmi, þegar vitað er, að þarna er
verið að hrófla við leiðum genginna
kynslóða Reykvíkinga, sem voru
jarðsettir þar á liðnum öldum. Þau
rök fyrir þessu raski og róti af hálfu
Völu Garðarsdóttur finnst mér held-
ur léleg og léttvæg fundin, og greini-
legt, að hún og vinnuveitendur henn-
ar bera enga virðingu fyrir þessum
stað, sem þeir eru að raska og róta í.
Að tala um misskilning af hálfu okk-
ar, sem horfum upp á þetta með
hryllingi er slíkt rugl, að engu tali
tekur, eða hvernig getur manneskjan
ætlað, að hægt sé að misskilja slíkar
aðgerðir sem þær að taka upp heilu
líkkisturnar úr leiðunum þarna og
stafla þeim upp í geymslum Þjóð-
minjasafnsins fyrir seinni tíma rann-
sóknir, svona þegar fornleifafræðing-
arnir mega vera að því, allt í nafni
hótelbyggingar, sem á að koma
þarna í staðinn? Það segir sig sjálft,
að það gengur engan veginn upp.
Hér virðist sami yfirgangurinn og
vitleysan vera í gangi hjá Icelandair
Group, eins og þegar þeir ætluðu að
fara að eyðileggja Skálholt með ein-
hverjum fornaldarbyggingum, sem
enginn sá neinn tilgang í nema þeir,
og allt peninganna vegna. Þessu fólki
virðist greinilega ekkert heilagt, ekki
einu sinni hinn forni kirkjugarður
Reykvíkinga, Víkurgarður, sem er
óafmáanlegur hluti kirkjusögu borg-
arinnar og verið er að eyðileggja. Það
er afar léleg afsökun fyrir þessum óg-
erningi nú, að það sé
áður búið að eyðileggja
hluta kirkjugarðsins,
þegar Landssímahúsið
var byggt og eins þeg-
ar Fógetagarðurinn
var skipulagður, því að
þá voru engar líkkistur
eða beinagrindur fjar-
lægðar og settar ein-
hvers staðar í kjallara-
geymslur, þar sem þær
eru látnar daga uppi,
heldur komið fyrir ann-
ars staðar í garðinum.
Að raska grafarró fólks
er líka alvarlegur hlutur, sem síst má
horfa framhjá eða líta til af léttúð.
Ég segi nú fyrir mig, að ekki vildi
ég eiga að gista eina nótt á því hóteli,
sem ætlað er að rísi þarna, þegar bú-
ið er að raska svo mjög grafarró tuga
gamalla Reykvíkinga, eins og nú hef-
ur verið gert, hvað þá lengur, enda
má alveg búast við reimleikum í hót-
elinu við svo búið, og Icelandair Gro-
up gæti því auglýst þetta nú þegar
sem Draugahótel Reykjavíkur þess
vegna. Það er líka eins gott að enginn
miðill komi þar inn, því að hann
myndi engan veginn botna í því, að
nokkrir túristar geti fyllt hótelið, þar
sem þar væri troðfullt þá þegar út úr
dyrum. Jónas Jónasson, útvarpsmað-
ur, sagði einhvern tíma frá því, þegar
hann minntist útvarpsára sinna í
Landsímahúsinu, að Hafsteinn
Björnsson miðill, sem var lyftuvörður
í húsinu, hefði aldrei getað hleypt
nema einum eða tveimur mönnum í
mesta lagi inn í lyftuna, þar sem hún
væri full af fólki, sem aðeins hann sá
að vísu, en var ekki sýnilegt venju-
legu fólki. Það væri við því að búast,
að þannig yrði þetta í hótelinu líka, ef
heldur áfram sem horfir. Þess vegna
sagði ég, að það væri eins gott, að
enginn miðill kæmi inn á hótelið, því
að þá sæi hann þar helmingi fleira
fólk, en sýnilegt væri venjulegu fólki.
Það er líka sorglegt til þess að
hugsa, að kirkjugarðar og þeir, sem
þar hvíla, fái ekki að liggja þar í friði
um aldur og ævi vegna ákefðar pen-
ingaafla við að nýta það land, sem
hefur verið tekið frá og helgað sem
hinsti hvílustaður kynslóðanna í
þessu landi, og virðingin sé ekki meiri
en það. Að Fossvogskirkjugarði und-
anskildum eru aðeins tvær kirkjur
hér á höfuðborgarvæðinu, sem eru
með kirkjugarða upp við húsgaflinn
hjá sér, Landakot og Garðakirkja.
Víkurkirkja stóð fyrir miðju svæð-
isins, sem tilheyrir Víkurgarði. Þó að
hún hafi verið færð og heiti nú Dóm-
kirkjan í Reykjavík þá er fjarlægðin
frá henni og að Víkurgarði ekki mikið
lengri en er frá Fossvogskapellu að
fyrstu leiðunum í garðinum fyrir neð-
an hana. Og þennan forna kirkju-
garðsreit Reykvíkinga má ekki van-
virða, svo sem nú er gert. Eða á
maður von á því, að eftir margar aldir
fari eins fyrir Hólavallagarði og
Fossvogskirkjugarði, ef einhverjum
fjárglæframanninum dytti í hug að
jafna þá við jörðu, fjarlægja jarð-
neskar leifar manns og annarra til
þess að nýta þar byggingaland, allt í
nafni þéttari byggðar og peninga-
valdsins?
„Money, money, money, makes
men funny,“ söng Abba-flokkurinn
hérna í gamla daga, og hafði þar rétt
fyrir sér. Peningar skekkja hugsun
heilbrigðs manns, og það er alls ekki
Guði þóknanlegt að vera í nafni auð-
legðar að raska grafarró gamalla
borgarbúa til þess eins að búa til enn
eitt hótelið og þrengja líka Kirkju-
strætið frá því sem er, enda þolir
þetta svæði engan veginn allt það
byggingamagn, sem ætlað er að rísi
þar, og er líka á skjön við götumynd-
ina að auki. Hafi þeir því mestu
skömm fyrir, sem standa að þessum
fordæmalausa gerningi í Víkurgarði.
Sorgleg vanvirðing Víkurgarðs
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur » Þessu fólki virðist
greinilega ekkert
heilagt, ekki einu sinni
hinn forni kirkjugarður
Reykvíkinga, Víkur-
garður
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
Höfundur er guðfræðingur
og fræðimaður.