Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 ✝ RunólfurHannesson fæddist í Böðv- arsdal í Vopnafirði 28. maí 1930. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 5. maí 2016. For- eldrar hans voru hjónin Hannes Runólfsson bóndi, f. í Böðvarsdal 5. desember 1895, d. 21. október 1967, og Ingveldur Petra Jónsdóttir húsfreyja, f. að Arnarvatni í Vopnafirði 17. ágúst 1903, d. 23. ágúst 1990. Systkini Runólfs eru: Jónína, f. 1925, d. 2008, Héðinn, f. 1929, d. 1997, Sveinn, f. 1931, d. 2015, Kristmann, f. 1936, d. 1979, og Erna Álfheiður, f. 1940, sem er ein eftirlifandi. Runólfur kvæntist 12. apríl hans er Unnur Ósk Stef- ánsdóttir, f. 1990. b) Helga Björk, f. 5. ágúst 1993, c) Selma Lind, f. 1. febrúar 2002. 3) Inga Björk, f. 26. maí 1965, gift Emil Helga Ingólfssyni, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Þuríður Rún, f. 4. janúar 1986, sambýlismaður hennar er Þorbjörn Sig- urgeirsson, f. 1985. Dóttir þeirra er Kristín Helga, f. 28. september 2014. b) Elmar Freyr, f. 20. júlí 1993, unnusta hans er Elín Bjarnadóttir, f. 1995. Runólfur ólst upp hjá ömmu sinni og afa í Böðvarsdal, Run- ólfi Hannessyni og Kristbjörgu Pétursdóttur. Hann fór í Laugaskóla í Reykjadal og vann við smíðar á sumrin, m.a. við að reisa brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Runólfur vann hjá Hamilton á Keflavíkurflugvelli í tvö ár. Hann starfaði sem vörubifreiðastjóri og ökukenn- ari í Grindavík til margra ára. Áhugamál Runólfs voru útivist, veiði og skíði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. 1955 Helgu Krist- insdóttur frá Húsa- tóftum í Grindavík, f. 31. júlí 1934. Börn Runólfs og Helgu eru: 1) Guð- rún Selma, f. 7. nóvember 1954, gift Hafliða Þórð- arsyni, f. 1954. Dætur þeirra eru: a) Helga Rún, f. 16. maí 1982, sam- býlismaður hennar er Einar Guðsteinsson, f. 1979. Sonur þeirra er Guðsteinn, f. 21. apríl 2013. b) Þóra Björg, f. 4. febr- úar 1986, sambýlismaður henn- ar er Hermann Grétarsson f. 1985. 2) Kristinn Þór, f. 2. febr- úar 1962, kvæntur Vilborgu Sveinsdóttur, f. 1965. Börn þeirra eru: a) Emil Þór, f. 4. febrúar 1990, sambýliskona Það er skrítið að koma til ömmu núna og afi er ekki heima að taka á móti mér. Afi minn var fyrirmyndin mín, þessi góði og hjálpsami maður sem hafði alltaf tíma fyrir mig. Við áttum margar góðar stundir saman. Það var alltaf svo gott að leita til hans, allt var svo sjálf- sagt, ef maður þurfti á hjálp að halda. Afi fylgdist vel með öllum afa- og langafabörnunum sínum. Hann var mjög barngóður og sýndi okkur alltaf mikla um- hyggju. Við vorum svo heppin að stór- fjölskyldan ferðaðist mikið sam- an og skemmtilegustu ferðalögin mín voru að fara með afa út í Böðvarsdal á æskuslóðir hans. Þar er alveg einstaklega fallegt og gaman þótti okkur krökkun- um að fara niður í fjöru með hon- um að tína fallega steina. Það eru forréttindi fyrir börn að alast upp með greiðan aðgang að afa og ömmu og ég veit að ég hef verið einstaklega heppinn. Um leið og ég kveð þig, afi minn, lofa ég að passa vel upp á ömmu. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þín verður sárt saknað og minning þín mun lifa. Guð geymi þig. Þinn Elmar Freyr. Afi var alltaf svo góður við okkur. Alltaf tilbúinn að gera allt fyrir mann. Alltaf rólegur. Betri fyrirmynd er ekki hægt að ímynda sér. Hann var hraust- ur og heilbrigður, einstakt ljúf- menni og bráðgáfaður maður. Þær eru margar minningarnar sem við eigum um dýrmætar samverustundir. Oft settist hann hjá manni og sagði sögur frá fyrri tíð og þá gjarnan á gamansömum nótum. Skemmtilegustu tímarnir með honum voru langar göngu- ferðir upp og niður fjöll þar sem hann fór alltaf fremstur í flokki og að því er virtist óþreytandi þótt elstur væri í hópnum. Afi var mikið náttúrubarn og kenndi okkur að njóta náttúrunnar í kringum okkur í öllum sínum fjölbreytileika. Við héldum sér- staklega upp á allar ferðirnar sem við fórum með honum til Vopnafjarðar að ganga saman í nokkra daga á æskuslóðunum í Böðvarsdal. Afi kenndi okkur að rækta bæði hug og líkama og gekk sjálf- ur á fjallið Þorbjörn nánast dag- lega, gjarnan einhverjar ótroðn- ar leiðir til að fá smá áskorun. Hann sleppti aldrei tækifæri til að læra eitthvað nýtt og gerði flesta hluti sjálfur. Eitt lítið dæmi var þegar skíði fóru að koma með styrktarköntum úr stáli. Langaði hann í slík skíði og leysti það með því að kaupa sér efni og fá smíða- kennara sinn til að kenna sér að setja kantana á sjálfur. Svona var um svo margt annað og oft sá maður hann vera lesa sér til um allt milli himins og jarðar. Ekkert var honum mikilvæg- ara en fjölskyldan og sýndi hann okkur krökkunum það stöðugt með smáum verkum og stórum. Aldrei sagði hann nei við okkur, var alltaf tilbúinn að hjálpa og meira en það. Það eru svo mörg dæmi sem hægt væri að telja upp til að lýsa umhyggju hans fyrir okkur. Afi var merkilegur maður og mikilvægur í lífi okkar, góð fyr- irmynd í öllu, talaði ekki um hvernig maður ætti að haga sér heldur sýndi manni það. Hann var hógvær og gerði aðra í kring- um sig að betri mönnum með nærveru sinni. Við munum minn- ast hans með gleði og þakklæti. Afi var einstakur maður, við er- um heppin að hafa átt hann að. Selma Lind, Helga Björk og Emil Þór Kristinsbörn. Ég trúi því ekki enn að afi minn sé farinn, hann var mér allt- af svo góður, enda var ég mikil afastelpa. Afi var mikill fjöl- skyldumaður og alltaf boðinn og búinn ef eitthvert okkar þurfti á hjálp að halda. Hann var mjög laginn og það lék allt í höndunum á honum. Hann var mikið fyrir að hafa snyrtilegt í kringum sig og hugs- aði vel um garðinn sinn. Hann byggði tveggja hæða hús á Dal- braut 3 frá grunni og notaði tím- ann á kvöldin og um helgar við bygginguna. Hann pússaði það að utan og innan og lagði mið- stöðina sjálfur. Það var fátt sem hann gat ekki. Afi kenndi mér á bíl og var allt- af gaman í ökutímum hjá okkur en hann var mjög góður kennari. Þegar ég keyrði á milli í Fjöl- braut, þá lét hann klukkuna hringja korteri fyrr hjá sér ef það spáði snjókomu, til að skafa rúð- urnar á bílnum mínum. Það hefðu nú ekki margir gert. Afi var duglegur að hreyfa sig og lifði heilsusamlegu lífi. Hann labbaði á fjallið Þorbjörn nánast á hverjum degi frá því hann kom til Grindavíkur og ekki valdi hann alltaf auðveldustu leiðina upp á fjallið. Einhvern tímann var hann spurður að því af hverju hann skrifaði aldrei nafnið sitt í bókina sem er uppi á fjallinu, þá sagði hann að hann hefði nú komist upp á fjallið hingað til án þess að kvitta fyrir. Ég ferðaðist mikið með afa og ömmu, bæði innanlands og utan. Skemmtilegustu ferðalögin voru þegar stórfjölskyldan fór öll sam- an til Vopnafjarðar og út í Böðv- arsdal. Þar sagði afi okkur sögur af bernskuslóðunum, en hann þekkti þar hverja þúfu, enda var hann alveg sérstaklega minnug- ur. Á leiðinni austur vildum við krakkarnir alltaf stoppa við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum því þegar afi var ungur þá hafði hann verið í sumarvinnu við að byggja hana. Við kölluðum hana alltaf brúna hans afa. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, elsku afi minn, og það er erf- itt að geta ekki heyrt lengur í þér á hverju kvöldi. Ég verð dugleg að segja Krist- ínu Helgu sögur af þér. Hún fær að vita hvað hún átti góðan lang- afa sem fylgdist alltaf svo vel með henni. Takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín Þuríður Rún. Það er með miklum söknuði sem ég kveð hann afa minn. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem hann skilur eftir og þá ást og hlýju sem ég fann alltaf hjá honum. Þegar ég var lít- il fór ég oft í pössun til afa og ömmu í Grindavík og það var allt- af gaman að koma til þeirra. Afi og amma ferðuðust mikið í gegnum árin og fékk ég að fara í margar ferðir með þeim innan- lands. Oft var ferðinni heitið í Böðv- arsdal í Vopnafirði, þar sem afi ólst upp. Seinna komst á sú venja að stórfjölskyldan lagði leið sína í Böðvarsdal og gisti þar viku í senn á sumrin. Í ferðunum var alltaf gaman að hlusta á afa segja sögur frá því þegar hann ólst upp. Hann sagði svo skemmtilega frá og var minnugur. Ég fór líka með afa og ömmu í nokkur skipti til útlanda. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég fékk að fara með afa og ömmu til Græn- lands þegar ég var yngri en ferð- ina fékk ég í afmælisgjöf frá þeim. Afi var mikill göngugarpur og gekk nánast daglega upp á fjallið Þorbjörn fyrir ofan Grindavík og ef ég var á leiðinni í heimsókn þá leit ég ósjálfrátt til hægri ef ske kynni að afi væri að koma niður fjallið. Afi fylgdist vel með öllum barnabörnunum sínum og hvað þau höfðu fyrir stafni, bæði í námi og starfi. Hann spurði okk- ur hvernig gengi og var alltaf áhugasamur um iðju okkar. Afi hafði mikinn áhuga á tónlist og lærði bæði á orgel og harmon- ikku þegar hann var ungur. Hann vildi að öll barnabörnin sín lærðu á hljóðfæri sem þau og gerðu. Afi var heiðarlegur, glaðlynd- ur og traustur. Hann var einstak- lega vandvirkur og vandaði sig við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var líka hjálpsamur og alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef hann mögulega gat. Góður maður sem ég er stolt af að eiga sem afa. Megi Guð styrkja ömmu á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning afa. Helga Rún. Runólfur Hannesson HINSTA KVEÐJA Elsku langafi, takk fyrir allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum). Blessuð sé minning lang- afa. Þinn Guðsteinn Einarsson. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Hvíl í friði, elsku afi. Þóra Björg. Elsku langafi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Guð verði alltaf með þér. Þín litla afastelpa, Kristín Helga Þorbjörnsdóttir. Tengdamóðir mín Herdís er fallin frá, sannarlega södd lífdaga. Ég kynntist henni árið 1973, sá hana síðla sumars þegar ég kom á heimili hennar, Gilsá, með dótt- ur hennar, Erlu, sem fór heim að sinna föður og búi meðan Herdís fór á spítala. Þær ferðir voru margar hjá henni. Árið 1990, að hausti til, flytja þau hjón til Egilsstaða. Þetta hafði verið í undirbúningi í þó nokkurn tíma. Herdís vildi ekki flytja frá Gilsá, slík voru hennar bönd, en hún varð að fylgja manni sínum sem gat ekki búið þar lengur vegna heilsufars. Her- dís bjó á Egilsstöðum í 23 ár, sem er langur tími. Ég og fjölskylda mín vorum mikið í kringum þau hjón, enda sagði Herdís við mig: „Það hefði aldrei verið flutt til Egilsstaða ef ykkar hefði ekki notið við.“ Við ferðuðumst með Herdísi vítt og breitt um landið, eftir því hvað hún þoldi, tókum um nokk- urt skeið hluta af sumarfríum okkar til þess. Hún hafði lítið ferðast, það tíðkaðist ekki í sveit- um þar sem var nóg annað að gera. Herdís var mikill húmoristi, hermdi eftir fólki og tókst vel upp. Mörg voru jólin og hátíðar sem Herdís dvaldi hjá okkur í Mýnesi. Einnig kom hún til okkar þegar börn okkar fæddust, til að að- stoða. Oft var tekið í spil, stund- um vist eða manna. Kringum aldamótin fékk Her- dís sér skutlu sem var henni mik- ils virði, hún gat skroppið í heim- sóknir og líka í verslanir. Það var dóttir okkar og nafna hennar, Herdís Erlingsdóttir ✝ Herdís Erlings-dóttir fæddist 4. apríl 1926. Hún lést 18. maí 2016. Útför Herdísar fór fram 28. maí 2016. Laufey Herdís, sem hvatti hana til að framkvæma þetta. Herdís bar þetta undir hana, þær nöfnur voru miklar vinkonur. Síðustu ár Her- dísar í Árskógum voru mjög erfið hjá henni, frá 2006- 2013, hún var orðin mjög lasin oft á þessum tíma en kerfið er erfitt, ýmist opið eða lokað. Síðasti nið- urskurður gerði henni erfitt fyr- ir, sem endaði með því að hún þurfti að flytja á Eskifjörð. Henni leið ekkert illa þar en hún ætlaði að vera á Egilsstöðum, var búin að gera ráð fyrir því. Herdísi sárnaði þetta mikið og þetta var okkur Erlu og fjölskyldu mjög þungbært. Síðasta ferðalag með Herdísi var seint í júní á sl. sumri, við sóttum hana og fórum til Héraðs. Hún réði ferðinni, fyrst að fara og borða með félögum frá Hulduhlíð sem voru á ferð, síðan vildi hún sjá nýja hjúkrunarheimilið. Síðan var farið í Mýnes og hvílst, þetta var góð ferð. Það er gott að hafa kynnst konu eins og Herdísi, hún var mér mjög góð og traust. Ég vona að ég hafi skilað mínum verkum til hennar í staðinn fyrir sín. Oft ræddi Herdís pólitík, stundum var hún bara æst. Hún fylgdist með Alþingi í sjónvarpinu, það var gaman að detta inn og heyra þær lýsingar hjá henni. Herdís var vinnuþjarkur tveggja kynslóða, þrautseigja var hennar einkenni. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem.) Þinn tengdasonur, Guðjón Einarsson. ✝ GuðmundurSnorrason fæddist í Reykjavík 28. mars 1936. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja í Keflavík 29. maí 2016. Foreldrar hans voru Sólbjörg Guð- mundsdóttir, hús- móðir, f. á Stóra- Nýjabæ, Krísuvík, Gullbringusýslu, 4. maí 1913, d. 28. september 1966, og Snorri Hólm Vilhjálmsson, múr- arameistari, f. á Skeggjastöðum í Mosfellssveit, Kjós., 25. júní 1906, d. 25. ágúst 1979. Önnur börn þeirra eru: Kristín, f. 5. maí 1934, d. 1. júlí 1967, Hólm- fríður, f. 20. apríl 1938, d. 6. jan- úar 2004, Vilhjálmur Heiðar, f. 26. maí 1942, d. 29. júlí 2005, Anna Halldóra, f. 16. mars 1947, d. 31. desember 1984 og Sólveig, f. 16. júlí 1956, d. 24. ágúst 1996. Guðmundur var ókvæntur og barn- laus. Hann vann lengst af sem starfsmannastjóri hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá starfaði hann í þrjátíu ár innan Ungmennafélags Njarðvíkur, var meðal annars gjaldkeri fé- lagsins til margra ára og for- maður þess um tíma. Guð- mundur hafði mikinn áhuga á landsmálum, fylgdist vel með fréttum, ekki síst fréttum af íþróttum. Útför Guðmundar fer fram frá Njarðvíkurkirkju í Innri- Njarðvík í dag, 6. júní 2016, og hefst athöfnin kl. 11. Elsku Gummi frændi, eins og þú varst alltaf kallaður af minni fjölskyldu, nú ert kominn í Sum- arlandið, væntanlega búinn að hitta og hlæja með systkinum og foreldrum þínum en hláturmild- ara fólk en ykkur hef ég varla hitt á lífsleiðinni. Þú varst fréttafíkill eins og ég, hlustaðir á allar útvarpsfréttir, last öll blöð og horfðir á sjónvarpsfréttir beggja stöðva, enda varstu alltaf vel inni í öllum málum. Þá varst duglegur að segja mér til í fréttamennskunni, koma með ábendingar og hrósa mér þegar svo bar undir. Þú varst Njarðvíkingur af guðsnáð, starfaðir í um 30 ár innan Umf. Njarðvíkur, enda sæmdur gullmerki félagsins 2009. Ég fór stundum með þér á körfuboltaleiki í Ljónagryfjuna í Njarðvík þar sem þú lést heyra vel í þér og hvattir þitt lið áfram. Það er ekki hægt að minnast þín án þess að nefna hversu mik- ill ísmaður þú varst, alltaf komstu með ís inn í Voga þegar þú heimsóttir okkur til að gefa okkur strákunum og það var alltaf til nóg af ís þegar maður heimsótti þig. Þú varst líka alltaf veðurhræddur, vildir helst ekki koma til mín á Selfoss þó það væri hásumar, hélst að það væri snjór og hálka á Hellisheiðinni. Þér var annt um fólkið þitt, þú spurðir mig t.d. alltaf um strákana mína fjóra þegar ég hitti þig, hvernig þeim gengi, hvað þeir væru að gera og sér- stakan áhuga hafðir þú á íþrótt- um þeirra. Þú vildir hafa allt þitt á hreinu enda mikill nákvæmnis- maður. Á sjúkrahúsinu nýlega var nefnt við þig að taka bílinn þinn af skrá sem hefur verið óhreyfður inni í bílskúr síðustu mánuði, enn á nagladekkjunum. Nei, það kom ekki til greina, en þú baðst um að það yrði farið í bílskúrinn og skipt um dekk, það stæði jú skýrt í lögum að bílar ættu að vera komnir á sumar- dekk 15. apríl ár hvert. Það mátti heldur ekki segja upp Morgunblaðinu, það voru skýr skilaboð frá þér. Ég heimsótti þig nokkuð oft á sjúkrahúsið í Keflavík síðustu vikur, eitt skiptið kom ég og klippti þig, þú varst stoltur og ánægður með mig þrátt fyrir að ég hafi aldrei klippt nokkra manneskju áður. Að lokum lang- ar mig að þakka starfsfólkinu í Selinu í Njarðvík fyrir frábæra þjónustu og umönnun við Gumma frænda og sömu kveðju færi ég starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja í Keflavík. Við sjáumst síðar, Gummi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmundur Snorrason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.