Morgunblaðið - 06.06.2016, Page 21

Morgunblaðið - 06.06.2016, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opið í smíðar og útskurð kl. 8.30-16. Botsía með Þóreyju kl. 9.30-10.10. Stafaganga um nágrennið kl. 13-13.40. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16.30. Félagsvist með vinningum kl. 13. Bútasaumur Ljósbrotið kl. 13-16. Myndlist með Elsu kl. 16. Áskirkja Sumardagsferð Áskirkju verður farin þann sunnudaginn 12. júní að Vík í Mýrdal. Messað í Víkurkirkju, hádegisverður á Icelandair Hótel Vík. Farið um Vík og komið við á áhugaverðum stöðum. Verð 6500 kr. Nánari upplýsingar hjá kirkjuverði Áskirkju í síma 588-8870. Vinsamlegast kynnið þátttöku fyrir 10. júní. Boðinn Bingó kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Lesið og spjallað kl. 10.30. Gjábakki Handavinna kl. 9, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna kl. 13, félagsvist kl. 20. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14. Bænastund kl. 9.30–10. Hádegis- matur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi, spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, ganga kl.10, Æðstaráðs- fundur kl. 10.20, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síð- degiskaffi kl. 14.30, púttið er byrjað. Nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Ringó kl. 13.30 í Smáranum. Uppl. í síma 564- 1490 og á www.glod.is. Langahlíð 3 Kl. 11 leikfimi, kl. 13 opin handverksstofa, kl. 13.30 botsía, kl. 14.30 kaffiveitingar. Verið velkomin! Sléttuvegur 11-13 Kaffi á könnunni kl. 8.30-10.30, helgistund kl. 10.10, hádegisverður kl.11.30-12.30, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30, dagblöð, púsl og krossgátur til afþreyingar, munið bókahornið okkar. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Iðnaðarmenn Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald ✝ Björn Blöndalfæddist 14. maí 1946 í Keflavík. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Land- spítalans 22. maí 2016. Foreldrar hans voru Björn Auðunn Haraldsson Blön- dal, stud. med. í Reykjavík 1945, sonur Haraldar Blöndal Lár- ussonar, ljósmyndara og versl- unarmanns í Reykjavík, og Mar- grétar Auðunsdóttur Blöndal, húsfreyju, og Kristbjörg Gísla- dóttir, dóttir Gísla Davíðssonar, búfræðings og síðar sjómanns, og Margrétar Torfadóttur, hús- freyju. Björn á einn albróður sem heitir Gísli Blöndal. Sammæðra systkin eru: Margrét Hreggviðs- dóttir, Hermann Torfi Hregg- viðsson, Elín Kristín Hreggviðs- dóttir og Guðmundur Páll Hreggviðsson. Samfeðra systkin eru: Kristinn Björnsson, Snæ- björn Heimir Blöndal, Margrét Sigríður Björnsdóttir Blöndal, Kristjana Elínborg Blöndal og Kristín Erna Blöndal. Björn lauk íþróttakenn- araprófi frá Laugarvatni og síð- ar fór hann í lögregluskólann og eiginmaður: Birgir Össurarson, börn þeirra: Hrönn Birgisdóttir, f. 1989, Harpa Mukta Birg- isdóttir, f. 1998, Hrund Nilima Birgisdóttir, f. 2000, og Jóhann- es Fei Birgisson, f. 2006. Núver- andi eiginmaður Birnu er Gunn- ar Björgvinsson. Björn var kvæntur Ásdísi Önnu Johnsen, f. 1949, dóttir Gísla Friðriks Johnsen, ljós- myndara frá Vestmannaeyjum, og Friðbjargar Tryggvadóttur, hjúkrunarfræðings. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Margrét Blöndal, f. 1971. Fyrri sambýlis- maður: Jón Þór Maríusson, dæt- ur þeirra: Ásdís Björk Jóns- dóttir, f. 1995, og Birta Dís Jónsdóttir, f. 1997. Seinni sam- býlismaður: Helgi Þór Ein- arsson, börn þeirra: Agnes Eir Helgadóttir Blöndal og Vil- hjálmur Logi Helgason Blöndal, f. 2005. 2) Kristín Blöndal, f. 1972. Giftist Vigni Elíssyni. Þau skildu. Dóttir þeirra: Anna Lára Vignisdóttir, f. 2004. 3) Frið- björg Blöndal, f. 1973. Eig- inmaður hennar er Flosi Helga- son og börn þeirra: Flosi Flosason, f. 2000, Sigfríður Sól Flosadóttir, f. 2006, og María Flosadóttir, f. 2010. 4) Gísli Friðrik Blöndal, f. 1977. Eig- inkona hans er Anna Björk Theodórsdóttir og börn þeirra: Sylvía Björt Blöndal, f. 2001, og Sunna Björk Blöndal, f. 2006. Útför var í kyrrþey 31. maí 2016. vann sem lög- regluþjónn í Reykjavík um ára- bil. Hann vann sem íþróttafréttaritari en lengst af var hann hjá þjónustu- deild slökkviliðs Keflavíkurflug- vallar. Vann þar m.a. við snjómokst- ur. Eftir að hann fluttist á Suð- urnesin vann hann við frétta- mennsku og var m.a. fréttaritari fyrir Morgunblaðið. Hann vann einnig sem rútubílstjóri og var í rúturekstri í nokkur ár. Með fyrri barnsmóður sinni, Snjólaugu Jónmundsdóttir, f. 1949, eignaðist Björn Þorstein Snævarr Björnsson, f. 1969. Fyrri sambýliskona hans heitir Ester Anna Eiríksdóttir, sonur þeirra er Jón Björn Þor- steinsson, f. 1991. Seinni sam- býliskona: Eydís Bjarnadóttir. Þau slitu sambúð. Börn þeirra: Auður Birna Þorsteinsdóttir Blöndal, f. 1996, og Bjarni Snær Þorsteinsson, f. 2008. Þorsteinn er í sambúð með Vilborgu Hreinsdóttur. Með seinni barnsmóður sinni, Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur, f. 1949 eignaðist Björn Birnu Blöndal, f. 1969. Fyrrverandi Þegar ég minnist pabba sé ég hæfileikaríkan mann sem átti mörg áhugamál. Hann gat gert allt sem hann langaði til. Hann var mikill íþróttamaður. Ég minnist margra stunda á frjálsíþróttaæfingu á Laugar- dagsvelli. Hann var afreksmaður á því sviði. Hann byrjaði að æfa frjálsar um þrítugt. Þrátt fyrir aldurinn gaf hann yngri mönnum ekkert eftir og skildi þá eftir í rykinu þegar hann tók á sprett. Þannig var hann pabbi ef hann tók sér eitthvað fyrir hendur. Hann varð einskonar meistari í því sem hann hafði ástríðu fyrir. Hann vann lengi sem íþrótta- fréttaritari, blaðamaður og ljós- myndari og í gegnum það starf lærði hann allt um ljósmyndun og skilur eftir sig safn ljósmynda og myndavéla. Pabbi var mikill dýravinur. Á tímabili ræktaði hann gúbbí-fiska af mikilli alúð. Ég átti páfagauka sem unglingur en þegar pabbi tók þá að sér byrjaði fjörið. Hann gaf þeim einhvers konar vítamín og þeir byrjuðu að fjölga sér í gríð og erg. Áður en við vissum af vorum við komin með risastórt páfagaukabúr úti í bílskúr með tilheyrandi páfagaukasöng. Pabbi var einnig mikill hundavin- ur en ein af hans helstu ástríðum voru hestar. Hann var í hestun- um í mörg ár og keppti til verð- launa. Pabbi var mikill safnari og eð- altöffari. Hann elskaði bíla og mótorhjól. Eins og alltaf þegar hann fékk ástríðu fyrir einhverju þá gerði hann það af fullum huga. Hann lætur eftir sig safn kúreka- stígvéla og leðurklæða sem hann ætlaði að nota þegar hann færi rúnt á mótorhjólinu sem hann var nýbúinn að standsetja. Pabba fannst menntun vera lykillinn að lífinu og hvatti okkur eindregið til að ganga mennta- veginn. Ég man hve stoltur hann var þegar elsta dóttir mín út- skrifaðist sem stúdent núna um jólin. Hann spurði mig iðulega hvað væri að frétta af stærðfræð- ingnum þar sem honum þótti sniðugt þegar sonur minn gaf sjálfum sér 10 eftir eitt stærð- fræðiprófið. Hann hafði alveg tröllatrú á okkur börnunum sínum og treysti okkur fyrir hinum ótrú- legustu verkefnum. Ég steig stundum inn fyrir hann sem blaðaljósmyndari. Í því hlutverki lenti ég í ýmsum ævintýrum. Ég fékk tækifæri á að taka mynd af Einari Vilhjálmssyni, spjótkast- ara, og fékk Helga Björnsson, leikara og söngvara, í fangið þeg- ar ég var að taka myndir af hljómsveitinni Síðan skein sól. Hann fékk mig meira að segja til að vera leiðsögumann þegar hann var að keyra bandaríska hand- boltalandslið karla. Hann var gríðarlega sterkur og kom það vel ljós þegar hann reis nær upp frá dauðanum eftir mikil veikindi og langa gjör- gæslulegu árið 2009. Hann glímdi á efri árum við fjölþætta og flókna sjúkdóma en kvartaði aldrei. Ég get rétt ímyndað mér hve mikinn bagga hann þurfti að bera. Það flæktist þó aldrei fyrir honum að hitta fjölskyldu sína, sem hann unni svo mikið. Þær stundir gáfu honum mesta lífs- fyllingu. Í lokin þegar sjúkdómurinn tók yfir þá sýndi pabbi styrk sinn aftur og aftur. Hann tók veikind- um sínum af æðruleysi og lét dauðann ekki buga sig. Ég sakna þín, pabbi, og mun alltaf minnast þín með hlýju. Þín, Margrét. Elsku pabbi, það er ótrúlega sárt og erfitt að þurfa kveðja þig. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um þig og þú hafðir margar byrðar að bera sem urðu æ fleiri síðustu ár. Dimmidalur er ekki góður staður að vera á, það vita þeir sem þangað hafa komið, en sólin náði nú samt oft að lýsa upp dalinn og þú áttir ágætis spretti. Ég hef aldrei séð eins sterkan mann eins og þig – sama hvað þú varst veikur náðir þú alltaf á einhvern undraverðan hátt að rífa þig upp. Þú tókst þín- um veikindum af miklu æðruleysi og ég hugsa oft um æðruleysis- bænina þína, hvernig þú tókst á veikindum þínum og lífinu. Þessi stóri, sterki, myndarlegi pabbi sem þú varst, algjör töffari. Ég hafði oft mjög miklar áhyggjur af þér og vildi að þú hefðir búið bet- ur, var alltaf að leita lausna í hug- anum hvað ég gæti gert til að hjálpa þér. Þrátt fyrir þín veik- indi var lífsviljinn mikill. Því til sönnunar þá eru ekki margir sem reyna strjúka af líknardeildinni, þú barðist á hnefanum til síðasta dags þar til þú þurftir að játa þig sigraðan eftir mjög löng og erfið veikindi. Mér þótti afskaplega vænt um þig og reyndi eftir megni að aðstoða þig í þínum veikindum og við tókum margan slaginn saman, ég veit að þú varst mér þakklátur og varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér ef ég þurfti. Þér fannst mjög gaman að hitta fjölskylduna þína og ekki síst barnabörnin. Þú varst mér mjög góður faðir og hvattir mig og mín systkini til að mennta okkur og eiga gott líf. Þú reyndist mér og mínum börnum alltaf mjög vel og varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér með það sem þú gast, tölvuvandræði, lána mér bílinn þinn, en þú varst rosalega mikill bílakarl og þá var nú gott að eiga hauk í horni þegar kom að ráðleggingum um bílaviðgerðir eða bílakaup. Þú varst hafsjór af fróðleik og vissir ótrúlegustu hluti og hafðir lesið þér mikið til og fylgst mikið með fréttum utan úr heimi og ýmiskonar fræðslu- efni. Þú varst mjög duglegur og tókst þér ýmislegt fyrir hendur þar sem þú varst lærður íþrótta- kennari, lögreglumaður, blaða- maður, rútubílstjóri, stundaðir saumaskap og margt annað, en veikindi þín settu alltaf strik í reikninginn. Þú hafðir gífurlegan áhuga á íþróttum enda varst þú afreksmaður í íþróttum á þínum yngri árum, bæði í handbolta með KR og frjálsum íþróttum sem þú byrjaðir þó ekki að æfa fyrr en um þrítugt en náðir samt ótrúlega góðum árangri, settir Íslandsmet í 4x100 m boðhlaupi. Ég er viss um allur þessi líkams- styrkur og þjálfun frá þínum yngri árum hafi hjálpað þér mikið í veikindum þínum. Þessi mikli íþróttaáhugi smitaðist til okkar systkina og svo áfram til barna- barna þinna og hafðir þú mikinn áhuga og fylgdist grannt með hvernig þeim gekk í íþróttum og skólanum. Þú getur verið stoltur af hvað þeim hefur öllum gengið vel. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þín afskaplega sárt, hvíl í friði og megi Guð geyma þig. Þín dóttir, Friðbjörg. Fyrstu kynni mín af tengda- föður mínum voru fyrir rúmlega 25 árum síðan, þegar ég var ung stúlka í Víði í Garði að keppa í fót- bolta á móti Fjölni í Grafarvog- inum, en Bjössi var bílstjórinn á rútunni sem keyrði okkur í bæ- inn. Eftir leikinn lét hann eftir tíu suðandi stelpum að stoppa í sjoppunni svo þær gætu keypt sér hressingu, en þegar að við komum svo til Keflavíkur örugg- lega tveimur tímum á eftir áætl- un var veðrið orðið svo brjálað milli Garðs og Keflavíkur að Bjössi lagði ekki í það að keyra okkur á rútunni, heldur fór með okkur heim til sín og fjölskyldan var svo fengin í að skutla okkur á einkabílunum þegar að veðrið var aðeins gengið niður. Ég var kynnt fyrir tengdaföð- ur mínum 1999 og okkur leist strax vel hvoru á annað, á þessum tíma var Bjössi fréttaritari Morg- unblaðsins í Keflavík og dró unga parið oftar en ekki með sér til að- stoðar á körfuboltaleiki í Kefla- vík. Tengdafaðir minn barðist við veikindi og sjúkdóma allan þann tíma sem ég þekkti hann, þrátt fyrir það hafði hann alltaf frá ein- hverju áhugaverður að segja því hann var lítið að velta sér upp úr veikindum sínum, það var svo margt annað mikið áhugaverð- ara. Bjössi var mjög góður maður og gáfaður og það var gaman að tala við hann. Hann var ákaflega stoltur af börnunum sínum og barnabörnum og hafði sérstakan áhuga á sögum af barnabörnun- um og afrekum þeirra og stund- irnar með fjölskyldunni voru honum gulls ígildi. Tengdafaðir minn heimsótti okkur fjölskylduna tvisvar sinn- um til Danmerkur. Mér þykir ákaflega vænt um þessar heim- sóknir, því að stundirnar voru góðar og Bjössi marg endurtók hvað honum liði vel hjá okkur. Að lokum langar mig til að þakka fyrir það að hafa fengið að kynnast þér, kostum þínum og göllum. Það kenndi mér margt að fá að umgangast þig. Stelpurnar mínar kveðja afa sinn með sárum söknuði. Ég kveð þig með sorg í hjarta og söknuði, það gerir sonur þinn líka. Anna Björk. Björn Blöndal Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.