Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 Ég ætla aðnjóta þess aðfara út að borða með konunni og börnum í kvöld og hlakka mikið til,“ segir Jakob Falur Garðarsson sem er fimmtugur í dag. „Svo verður blásið í samkomu næsta laugardag fyrir vini og vandamenn og þá verður væntanlega sungið og trallað að vestfirskum sið fram á rauða nótt. Ég er vestfirskur gleðipinni og söng- fugl og finnst alveg óskaplega gaman að syngja. Ég er í skemmtilegum kór sem heitir Söng- fjelagið sem gamli pönkarinn og vinur minn hann Hilmar Örn Agnarsson stýr- ir. Fyrir stuttu sett- um við upp heilmikla söngveislu til heiðurs Tyrkja-Guddu með frá- bæru listafólki eins og Megasi, Páli í Húsafelli, Ragnheiði Gröndal og fleirum. Svo er stutt í hljómsveitabröltið. Við nokkur sem unnum í sendiráðinu í Brussel stofnuðum hljómsveit sem gerði garðinn frægan og nú síðast tróð ég svo upp með hljómsveitinni Atvinnumönnum, sem er nýstofnað húsband Húss atvinnulífsins.“ Þar er Jakob framkvæmdastjóri Frumtaka sem eru hagsmunasamtök alþjóðlegra frumlyfjafyrirtækja sem eru með markaðsstarfsemi hér á Íslandi. „Starfið felst helst í að eiga samskipti við okkar mikilvægasta, og að vissu leyti eina viðskiptavin hér á landi sem er hið opinbera. Þetta er sérstakt umhverfi fyrir lyfjafyrirtækin því viðskiptavinurinn, ef svo má segja, setur ekki bara lögin og reglurnar heldur ákveður líka verðið. Annar stór hluti starfsins snýr að sameiginlegum siðareglum þegar kemur að samskiptum lækna og fyrirtækjanna.“ Eiginkona Jakobs er Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri og börn þeirra eru Dagur 18 ára og Júlía 16 ára. Vestfirskur söng- fugl og gleðipinni Jakob Falur Garðarsson er fimmtugur í dag Ís-selfie Jakob á afmælisdegi sínum fyrir tveimur árum í vinnuferð í Lyon í Frakklandi. B ubbi fæddist í Reykja- vík 6. júní 1956 og ólst þar upp á Barónsstígn- um fyrstu fimm árin og síðan í Gnoðarvogi. Auk þess var hann öll sumur í fjallakofa föður sína að Meðalfells- vatni í Kjós. Hann var í Vogaskóla og í Suderlandskolen í Árósum. Bubbi hóf ungur almenn verka- mannastörf hjá Vatnsveitu Reykja- víkur og var síðan farandverkamað- ur í fiskvinnslu í Bolungarvík, Vestmannaeyjum, á Austfjörðum og víðar. Bubbi lærði á gítar í Tónskóla Sigursveins og hjá Gunnari H. Jónssyni og lærði söng hjá Guð- rúnu Á. Símonardóttur óp- erusöngkonu. Bubbi kom fyrst fram opin- berlega hjá Jazzvakningu í Glæsibæ 1979, stofnaði hljómsveit- ina Utangarðsmenn 1980 og söng síðan með Egó 1981-84 auk þess sem hann söng með hljómsveitinni Das Kapital, Stríði og friði og var í samstarfi með Rúnari Júlíussyni um tíma. Hann hefur komið fram á aragrúa tónleika og annarra tónlist- arviðburða hér á landi og erlendis, hefur séð um dagsskrárgerð í út- varpi, komið fram í ótal sjónvarps- þáttum og fór tónleikaferð um öll Norðurlöndin. Bubbi hefur starfað með fjölda tónlistarmanna en þeir helstu hafa verið Jakob Smári Magnússon, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleik- ari og sænski upptökusnillingurinn Christian Falk. Bubba hefur selt fleiri hljóm- plötur hér innanlands en nokkur annar tónlistarmaður. Fyrsta plata hans, Ísbjarnarblús, kom út 1980. Þá komu út með honum og Utan- garðsmönnum plöturnar Ha ha ha (Rækjureggae) 1980; Geislavirkir; 1980; 45rpm, 1981; Í upphafi skyldi endirinn skoða, 1981; Utangarðs- menn, 1994, og Fuglinn er floginn, 2000. Með Bubba og Egó komu út plöturnar Breyttir tímar, 1982; Í mynd, 1982; Egó, 1984; Frá upphafi til enda, 2001, og Kannski varð bylting vorið 2009. Með Das Kapi- tal kom út platan Lili Marlene, 1984. Í samstarfi við Rúnar Júlíus- son komu út plöturnar GCD 1991; Svefnvana, 1993; Teika, 1995, og Mýrdalssandur, 2002. Sólóplötur Bubba eru Plágan, 1981; Fingraför, 1983; Línudans, 1983; Ný spor, 1984; Kona, 1985; Blús fyrir Rikka, 1986; Frelsi til sölu, 1986; Dögun, 1987; Moon in the gutter, 1988; 56, 1988; Serbian flower, 1988; Hver er næstur, 1989; Nóttin langa, 1989; Sögur af landi, 1990; Ég er, 1991;Von, 1992; Lífið er ljúft, 1993; 3 heimar, 1994; Í skugga Morthens, 1995; Allar áttir, 1996; Hvíta hliðin á svörtu, 1996; Trúir þú á engla, 1997; Arfur, 1998; Sögur 1980-1990, 1999; Bellman, 2000; Sögur 1990-2000, 2000; Nýbú- inn, 2001; Sól að morgni, 2002; 1000 kossa nótt, 2003; Nei nei nei – Tjáningarfrelsi, 2004; Tvíburinn, 2004; Ást, 2005; Í sex skrefa fjar- Bubbi Morthens tónlistarmaður – 60 ára Með eiginkonu og börnum Bubbi og Hrafnhildur með Herði, Grétu, Ísabellu Ósk, Aþenu Lind og Dögun Parísi. Einn dagur í einu Embla Katrín Oddsteinsdóttir, Sara Rún Hilmarsdóttir og Birta María Aðalsteinsdóttir héldu tombólu fyrir utan Krónuna í Hafnarfirði. Þær höfðu 9.470 krónur upp úr krafsinu og gáfu það til mannúðarmála Rauða krossins. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland STÖÐVAÐUTÍMANN HÚÐVIRÐIST UNGLEGRI HJÁ 85%(1) K V ENNA 5 EINKALEYFIÍ UMSÓKN(3) Immortelle, blómið sem aldrei fölnar er upprunnið á Korsíku og er dýrmætasta uppgötvun L’OCCITANE. Endurnýjandi eiginleikum blómsins er blandað saman við einstaka blöndu af sjö virkum innihaldsefnumaf náttúrulegumuppruna(2). Divine formúlan hjálpar til við að lagfæra ummerki öldrunar,gerir húðina sléttari og stinnari og endurnýjar æskuljómann. L’OCCITANE,sönn saga. (1 )Á næ gj a pr óf uð hj á 95 ko nu m í6 m án uð i. (2 )H or bl að ka ,m yr ta og hu na ng fr á K or sí ku ,f ag ur fíf ill , hý al úr on sý ra ,k vö ld vo rr ós ar ol ía og ca m el in a ol ía .( 3) Ei nk al ey fi íu m só kn ar fe rl ií Fr ak kl an di .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.