Morgunblaðið - 06.06.2016, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.06.2016, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur reynst torvelt að finna svörin við öllum þeim spurningum sem á manni hvíla. Notið tækifærið og talið við aðra um sameiginlegar eignir og leiðir til úrbóta. 20. apríl - 20. maí  Naut Sannir félagar styðja við þroska þinn svo lengi sem þeir skilja hann. Ef þér líkar ekki hvernig tilteknar aðstæður eru að þróast skaltu bregðast hratt við. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu á verði gagnvart viðsjálu fólki og taktu ekki þátt í neinum skrípaleikjum að- eins til að þóknast því. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Valdatogstreita milli fjölskyldu- meðlima gæti gert vart við sig í dag. En þér er alveg óhætt að hafa meiri trú á samstarfs- mönnum þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur unnið vel að undanförnu og getur því um frjálst höfuð strokið. Kannski verða þeir á vegi þínum en einnig kemur til greina að þú tapir fé. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sum verkefni eru eins og langur vegur upp í móti. Ekki láta blekkingu aftra þér frá því að ná árangri. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér gæti fundist þyngd heimsins vera að kremja þig ef þú heldur að þú sért einn að bera hann uppi. Nýttu hana til hollra hluta, sem bæði gefa þér ánægju og auka á hreysti þína. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Yfirmenn eru ekki alltaf þeir hæ- fielikaríkustu eða réttlátustu. Láttu það eftir þér að njóta en vertu samt meðvitaður um að lánið getur verið fallvalt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Talaðu við álíka skapandi fólk um hugmyndir þínar – sérstaklega þær sem tengjast sviðum þar sem þú þekkir lítt til. Miskunnin blessar gefanda og þiggjanda. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gleymdu ekki að hlusta á sjónar- mið annarra í umræðum í dag. Innsæi þitt er óvenjumikið þessa dagana. Nýttu þennan aðdáunarverða hæfileika þinn í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn markast af kraftmiklum og skapandi törnum. Stattu svo við ákvörðun þína og hrintu henni umsvifalaust í fram- kvæmd. Treystu öðrum til þess að leysa þig af. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að þú ert ekki einn í heiminum og það á ekki síst við um vinnustað þinn. En gefðu þér góðan tíma því mikið ríður á að framsetning þín sé ljós. Ég mætti karlinum á Laugaveg-inum á röltinu. Hann sagðist hafa hitt Guðna Ágústsson, sem hefði verið uppveðraður yfir góð- um árangri íþróttakvenna okkar Anítu Hinriksdóttur og Hrafnhild- ar Lúthersdóttur: Guðni sagði áðan að ennþá féll eitt metið; og skýrum rökum rakti það: rjóminn og lambaketið. Eins og áður hefur komið fram í Vísnahorni var Helgi Einarsson við sauðburð í Vopnafirði og „varð ýmislegt til á garðabandinu, t.d. þetta“: Sólin hátt á himni skín hlær við Vopnfirðingum og Stóra–Strýta lömbin sín stjanar nú í kringum. Lífið leikur ekki svona við alla: Lífið suma leikur grátt, leiða og doða skapar, en sá sem hefur ekkert átt engu getur tapað. Að lokum ein Bessalimra. Menn bank’ upp’ á Bessastöðum og biðja um gisting’ í röðum. Þessi ljúflingafjöld, sem langar í völd, líkist helst síldarvöðum! Haustkosningar eða ekki haust- kosningar – Sigurlín Her- mannsdóttir skrifar í Leirinn: „Framsóknarmenn virðast ekki áfjáðir í kosningar. Steingrímur J. lýsti þeim á myndrænan hátt: Við kosningar þeir kikna og glúpna, þeir kunna að tapa stólunum. Framsókn eins og flokkur rjúpna sem fresta vildi jólunum.“ „Smá hugleiðing inn í daginn – góð staka er gulli betri“: skrifar Ingólfur Ómar Leirverjum: Auðgar gleði anda míns að eiga mátt í ljóði. Hlúðu að gulli hjarta þíns heillavinur góði. Bind við andann trú og traust tala máli fínu. Ef ég heyri hjartans raust hlýnar geði mínu. Jón Arnljótsson orti: Hann sagður er syndga með kindum og síst væri frábitinn hindum, hefur gert það með geitum, í grasmiklum sveitum, hafurinn Harðger frá Tindum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á garðabandinu, rjóminn og lambaketið Í klípu „ÞETTA ER BARA FORMSATRIÐI. EF ÞIÐ BORÐIÐ Á HLAUPUM GÆTI ÞETTA VERIÐ YKKAR SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÆJA, SETTU NÚ ÞUNGANN Á VINSTRI FÓTINN Í GEGNUMSVEIFLUNNI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita hvað syngur. ÉG ER ALLTAF AÐ LEITA NÝRRA LEIÐA TIL ÞESS AÐ BÆTA HEILANN MINN HMMM… HEFURÐU ÍHUGAÐ AÐRA UMFERÐ AF MÁLNINGU? MUNDU… „STÆRRA ER EKKI ALLTAF BETRA“ ÞÚ GETUR SAGT ÞAÐ AFTUR! Það var í eftirmiðdaginn sem Vík-verji lagði upp frá Sauðárkróki og hélt suður á bóginn. Í Ríkisútvarp- inu var forsetaframbjóðandi sem flutti mál sitt af skörungsskap og smaug eins og mús undan ketti, spyrlinum Arnari Páli Haukssyni. Veðrið var prýðilegt; á vinstri hönd voru Blönduhlíðarfjöllin og Mælifells- hnjúkur í hásuðri. Myndin var kunn- ugleg og raunar leiðin öll, en ferða- lagið er þó sígild skemmtun. Þarna voru sveitabæirnir; Haf- steinsstaðir, Reynisstaður, Páfa- staðir og Glaumbær svo nokkrir séu tilteknir. Og hér var farin lengri leið- in suður, það er um Vatnsskarðið en ekki Þverárfjall. x x x Á þessum slóðum er vani Víkverjaað stoppa í sjoppunni í Varma- hlíð. Maginn kallaði á mat og nið- urstaðan var lambakótelettur í raspi og öllu gromsinu. Þetta var veisla við veginn. Svo var líka ósköp notalegt að sitja við gluggann á þessum stað og fylgjast með þéttri umferðinni; trukkum í löngum lestum. Oft eru þessir bílar í fiskflutningum eða að koma með afurðir frá matvæla- fyrirtækjunum úti á landi – þar sem helstu gjaldeyrisuppsprettur þjóðar- innar eru. Og í Varmahlíð er skemmtileg blanda af fólki; bæði túr- istar, sveitafólk og oft Akureyringar á landshornaflakki. x x x Á vorferðalagi vakti athygli Vík-verja hve mikið er af álft í túnum. Bændur lýsa þessu sem skaðdýri og finnst ansi hart að mega ekki vinna á því. Eiga þeir því mikið undir því að reglur um veiði verði rýmkaðar. Álft- in er vargur rétt eins og rebbi sem skaust milli þúfna í Miðfirði. x x x Á Holtavörðuheiði var samkvæmtseginni sögu ekið inn í skúraskít og þokuslæðing við Grænumýr- artungu. Þegar komið var yfir Blá- hæð og niður í Biskupsbrekkurnar, sem Víkverji hefur vanist að svo séu kallaðar, var hin hvítgráa mugga horfin. Landið brosti við ferðalangi, sem nánast horfði á grasið gróa í hlý- indunum. Þannig er vorið á Íslandi. víkverji@mbl.is Víkverji Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við upp- skera ef við gefumst ekki upp. (Gal. 6:9)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.