Morgunblaðið - 06.06.2016, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016
Heimildarmyndin Jökull-inn logar er mynd fyrirþá hlutlausu. Fótbolta-nördar, eins og ég sjálf-
ur, verða ekkert endilega hrifnir.
Ég var hrifinn af sumu en annað
fannst mér ekki alveg eiga heima í
mynd um það afrek Íslands að kom-
ast á Evrópumótið í knattspyrnu.
Sölvi Tryggvason fékk einstakan
aðgang að landsliðinu á einstökum
tíma og tilkynnti í ræðu sinni fyrir
frumsýningu myndarinnar að hann
og samstarfsmaður hans, Sævar
Guðmundsson leikstjóri, hefðu haft
um 400 klukkutíma af efni. Svo hefði
þurft að skera niður og það duglega
til að koma myndinni í 90 mínútna
kvikmynd. Þess vegna kom það mér
svolítið spánskt fyrir sjónir hve mik-
ið var notað frá RÚV og Stöð 2
sport af leikjum liðsins. Þá er hin
víðfræga N1-auglýsing, þar sem
notað er gamalt efni frá landsliðinu
þegar þeir eru guttar, öll í mynd-
inni.
Leikina var maður búinn að sjá
og upplifa oft og mörgum sinnum,
ekki að það sé eitthvað slæmt að
upplifa góðar stundir og í heimild-
armynd er nauðsynlegt að sýna það.
En ekki svona mikið.
Það sem stóð uppúr var þessi ein-
staki aðgangur. Hótelsögurnar, leik-
irnir sem strákarnir okkar eru í
þegar liðið er ekki að æfa og per-
sónulegar sögur frá Jóni Daða, Eiði
Smára, Gylfa Sig. og Ragnari Sig-
urðssyni slógu í gegn. Eiður Smári
átti einnig hrekk myndarinnar þeg-
ar hann barði fast í rúturúðuna og
lét 25 grjóthörðum knattspyrnu-
mönnum bregða. Það var fyndið.
Snyrtitöskusaga Gylfa var frábær
og þegar Eiður kom í mynd og
sagði: „Heyrðu, þetta lið er að vinna
alla leiki, ég verð að fara að drulla
mér í lið.“ Þá hló ég og salurinn
með. Svona mætti áfram telja en
ekki mikið lengur sem er miður.
Það vantaði meira af slíkum atrið-
um. Þess í stað var eytt dýrmætum
tíma í að sýna náttúru landsins, að
Eldey og Surtsey hefðu einu sinni
gosið og að Heimir Hallgrímsson
hefði alist upp í Vestmannaeyjum.
Þá var eldgosunum í Eyjafjallajökli
og Holuhrauni blandað saman á víxl.
Slíkt er auðvitað bannað. En allt er
þetta gert til að selja myndina er-
lendis. Eðlilega vilja framleiðendur
fá eitthvað til baka af fjárfestingu
sinni en ég er á því að það hefði ver-
ið nóg að sýna landsliðið og sögur
landsliðsmanna til að selja myndina.
Myndin hefst á einhverju lengsta
byrjunaratriði sem ég hef séð í kvik-
mynd. Upprifjun á því hvað lands-
liðið var stutt frá því að komast á
HM! Sú saga var alltof löng og á lít-
ið heima í mynd um hvernig á að
komast á EM. En það var geggjað
þegar Aron Einar landsliðsfyrirliði
sagði: „Það voru allir daufir inni í
klefa eftir útileikinn við Króatíu. En
þá stóð ég upp og sagði: Fuck it. Við
förum þá á EM.“ Eins og ég sé
þetta, þá byrjaði myndin þarna. En
þá voru einhverjar 12 mínútur liðn-
ar frá því að myndin byrjaði og
flautað var til leiks.
Fyrri hálfleikur myndarinnar
náði sér lítið á flug. Þá var svolítið
verið að sýna hvað náttúra landsins
væri falleg og flott. Það er alltaf
gaman að sjá náttúruna en í heim-
ildarmynd um fótbolta var ég ekki
alveg í stuði fyrir það.
Þá fór í taugarnar á mér að það
var verið að notast við platlýsingar
frá leikjunum. Lifandi lýsing er allt-
af betri. Alltaf. Sölvi fékk þá
Gumma Ben og Einar Örn til að
leika lýsinguna og þó að þeir félagar
séu okkar allra bestu lýsarar þá eru
þeir ekki góðir leikarar.
Þá var Bogi Ágústsson til að
dramalesa fréttir um Eyjafjalla-
jökul og Holuhraun sem heillaði mig
lítið.
Það voru fjölmörg atriði mjög
skemmtileg og ég fékk gæsahúð oft
og mörgum sinnum. Hollensku leik-
irnir voru einstaklega vel gerðir en
að sama skapi var of mikið verið að
notast við myndir frá RÚV og Stöð
2 sport.
Fjölmargir sem hafa engan áhuga
á fótbolta dásömuðu myndina í lokin
og ég get að vissu leyti tekið undir
það. En mig langaði í fleiri sögur
bak við tjöldin, meiri Sölva, meiri
fréttir, minna af úrslitum og nátt-
úru.
Náttúran og fótbolti í eina sæng
AFP
Innsýn „Sem heimildarmynd um það afrek Íslands að komast á Evrópukeppnina er þetta mögnuð innsýn í líf landsliðsmanna. Hvernig hótellífið er á milli
leikja og hvernig þessi blessaði fótboltabransi er,“ segir m.a. um Jökullinn logar. Hér sést landsliðið að loknum sigurleik gegn Hollandi 3. sept. í fyrra.
Háskólabíó, Borgarbíó og
Smárabíó
Jökullinn logar bbbnn
Leikstjóri: Sævar Guðmundsson. Hand-
ritshöfundar: Sölvi Tryggvason og Sæv-
ar Guðmundsson. Heimildarmynd. Ís-
land, 2016. 95 mín.
BENEDIKT BÓAS
KVIKMYNDIR
Tríó píanóleikarans Sunnu Gunn-
laugsdóttur leikur á djasskvöldi Kex
hostels annað kvöld kl. 20.30 en auk
Sunnu skipa það Þorgrímur Jónsson
á kontrabassa og Scott McLemore á
trommur. Tríóið mun flytja djass-
standarda og frumsamda tónlist og
verða þetta síðustu tónleikar tríós-
ins á Íslandi áður en það heldur til
Ítalíu til tónleikahalds. Aðgangur er
ókeypis. Kex hostel er að Skúlagötu
28. Tríóið gaf út sína þriðju plötu í
fyrra, Cielito lindo, sem hlaut prýði-
legar viðtökur og m.a. 4 stjörnur af
fimm mögulegum frá djassrýni
Morgunblaðsins.
Tríó Sunnu
leikur á Kex
Tríóið Sunna, Þorgrímur og Scott.
Norska sópransöngkonan Sissel
Kyrkjebø heldur aukatónleika í Eld-
borg 11. desember kl. 18. Uppselt
varð á fyrri tónleika söngkonunnar
skömmu eftir að forsala hófst 2. júní
og var því ákveðið að blása til auka-
tónleika sem haldnir verða kl. 18 í
Eldborgarsal Hörpu. Miðasala á
aukatónleikana hefst á fimmtudag-
inn, 9. júní, kl. 10 á Harpa.is, Tix.is og
í síma 5285050.
Póstlistaforsala Senu Live fer
fram degi fyrr og hefst kl. 10. Þeir
sem skráðir eru á viðburðapóstlista
Senu Live fá þá sendan tölvupóst
sem gerir þeim kleift að tryggja sér
miða samstundis. Allir miðar á auka-
tónleikana verða í boði í póstlista-
forsölunni.
Tónleikarnir verða jólatónleikar
og tónlistarmenn á heimsmælikvarða
leika með söngkonunni. Þeirra á
meðal eru Wayne Hernandez sem
unnið hefur með Tinu Turner og
Madonnu m.a., Sam White sem hefur
starfað með Duran Duran og Annie
Lennox og Phebe Edwards sem hef-
ur leikið með Rod Stewart, Adele og
Donnu Summer. Flutt verða sálar-
skotin dægurlög og klassísk jólalög.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Jólatónleikar Kyrkjebø hefur í þrígang sungið á tónleikum hér á landi.
Kyrkjebø heldur aukatónleika
GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Kíkið á verðin eftir
tollalækkun
Æfingapeysa, hálfrennd
6.990 kr.
íþróttafatnaður
stærðir 36-46
THE NICE GUYS 10:30 FORSÝNING
WARCRAFT 5:30, 8, 10:20
TMNT 2 5:30
TMNT 2 3D 8
MONEY MONSTER 10:10
ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 5:30
BAD NEIGHBORS 2 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 22:30
FORSÝNING