Víkurfréttir - 10.04.2003, Blaðsíða 16
ÚRSLITAKEPPNIN í KÖRFUKNATTLEIK
Verða Keflvíkingar íslandsmeistarar í kvöld?
-komnir í vænlega stöðu og eru 2-0 yfir í viðureigninni við Grindavík um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik
Keflvíkingar cru komnir í
vænlega stöðu í einvíginu
gegn Grindavík í úrslit-
um Intersport-deildarinnar í
körfuknattleik, leiða 2-0 og
þurfa því einungis einn sigur til
viðbótar til að tryggja sér ís-
landsmeistaratitilinn. Það get-
ur gerst i kvöld en liðin mætast
í þriðja sinn í Röstinni í
Grindavík kl. 19:15. Keflavík
sigraði Grindavík sl. mánudag,
113:102, en heimamenn leiddu
allan leikinn. Damon Johnson
og Edmund Saunders fóru
hamförum í liði Keflavíkur,
Damon skoraði 39 stig og Ed-
mund 35. f liði gestanna var
Darrell Lewis frábær en hann
setti niður 42 stig.
Leikurinn byrjaði mjög ijörlega
og skiptust liðin á körfum. Það
tók Keflavík þó ekki langan tíma
að ná yfirhöndinni og voru þeir
með 12 stiga forskot í hálfleik,
60:48. í síðari hálfleik byrjuðu
liðin af krafti en svo virtist sem
heimamenn væru bara of sterkir
fyrir Grindvíkinga og juku þeir
forskot sitt jaftit og þétt og náðu
mest 20 stiga forskoti. Gestimir
náðu eitthvað að klóra í bakkann
í lokin en það var bara of seint og
annar sigur Keflavíkur raunin.
Næsti leikur fer ffam í kvöld kl.
19:15 í Röstinni íGrindavík.
„Ætlum að vinna þetta 3-0“
Jón N. Hafsteinsson hefur verið
að leika vel fyrir Keflavík í úr-
slitakeppninni, ekta mslakarl sem
gefur alltaf 100% í leikinn. Hann
og Edmund fremstir í flokki en
Ed er að spila rosalega vel um
þessar mundir. Við verðurn að
halda þeim niðri í þriðja leiknum
en við megum ekki gleyma okk-
ur því að það er mikið um góðar
skyttur í liðinu og það þýðir ekki
bara að hugsa um þessa tvo því
þeir gera alltaf 20 - 30 stig í
leik“, sagði Helgi. Hann sagði að
ætli Grindavíkurliðið sér sigur i
leiknum í kvöld verði þeir að
bæta varnarleikinn. Helgi sagði
að það yrði erfitt að sigra þrjá
leiki í röð gegn Keflavík og þar
væri sagan ekki hliðholl þeim þar
sem engu liði hefur tekist að
koma til baka og sigra eftir að
hafa lent 2-0 undir. „Þetta verður
mjög erfitt en ef einhverjir geta
það þá erum það við“.
Eins og áður sagði verður þriðji
leikur liðanna í úrslitum háður í
Grindavík í kvöld kl. 19:15 og
em Suðumesjamenn hvattir til að
láta þennan frábæra íþróttavið-
burð ekki ffamhjá sér fara. Mæt-
um á völlinn!
hefur mátt þola það að verða
nokkuð fyrir barðinu á dómurum
deildarinnar og má í raun segja
að hann sé fyrsti maðurinn sem
leitað er að ef dæmdar em villur.
Hann sagði í samtali við VF-
sport að hann væri ánægður með
stöðu mála í einvíginu gegn
Grindvík. „Við erum komnir í
fína stöðu núna en við verðum
þó að vinna einn leik í viðbót.
Astæðan fyrir því að við höfum
náð yfirhöndinni í einvíginu er sú
að við emm með meiri vilja og
baráttu en þeir ásamt því að við
keyrum á fleiri leikmönnum".
Aðspurður hvort Keflvíkingar
væm með miklu sterkara lið vildi
hann ekki taka svo sterkt til orða
en sagðist þó telja Keflavíkurlið-
ið sterkara en það grindvíska
þetta árið.
Hann sagðist ekki hissa á því hve
vel Damon og Edmund væm að
spila fyrir Keflavík.
„Það er ekkert hægt að stoppa þá,
þeir munu alltaf skora sin stig.
Bara eins og Darrell Lewis hjá
þeim, hann er illviðráðanlegur og
kemur til með að skora sín 30 -
40 stig“.
Jón sagðist alveg eins búast við
því að þeir myndu vinna einvígið
3-0. „Við erum búnir að vera
spila vel í undanförnum 5-6
leikjum og virðumst vaxa með
hverjum leik. Eg sé því ekkert
því til fyrirstöðu að við vinnum
þetta 3-0 og það ætlum við okkur
að gera núna fyrst við eigum
möguleika á því“.
„Ef einhverjir geta snúið þessu
við erum það við“
Helgi Jónas Guðfinnsson, leik-
maður Grindavíkur hefur ekki
náð að sýna sitt rétta andlit gegn
Keflavík og var að vonum ósáttur
þegar Víkurfréttir ræddu við
hann. Hann var sammála þvi að
nú væri á brattann að sækja þar
sem Keflavík væri komið í góða
stöðu. „Já, búið að vera mjög
erfitt en það er ekki öll nótt út
enn. Keflavík er með griðarlega
sterkt lið og þar fara þeir Damon
HUEPALEIKAR
SKÚLI „TYS0N“ MÆTIR
SÆNSKA VELTIVIGTAR-
MEISTARANUM í STAPANUM
Hinu víðfræga skemmti-
húsi, Stapanum í
Reykjanesbæ, verður
breytt í bardagahús þann 26.
apríl næstkomandi þegar
þrír hörkunaglar frá Svíþjóð
mæta til landsins til að etja
kappi við landsins bestu
hnefaleikamenn. Þaðer
BAG (Hnefaleikafélag
Reykjaness) sem heldur
þessa keppni í samstarfi við
Powerade, Símann, Boxing.is
og Sýn.
Þetta eru engir grínistar sem
mæta í þetta skiptið, en fremst-
ur í flokki fer ríkjandi Svíþjóð-
armeistarinn í veltivigt, John-
Erik Kack sem mun mæta
Skúla „Tyson" Vilbergssyni,
boxaranum keflvíska sem
gerði garðinn frægan í Höllinni
í október sl. Til viðbótar koma
tveir sænskir boxarar sem báðir
eru á meðal topp tiu í hópi
sænskra áhugamannaboxara.
Auk þess verða fjórir upphitun-
arbardagar á milli íslenskra
boxara.
Aöalbardagar kvöldsins eru
cftirfarandi:
(Millivigt)
Skúli „Tyson“ Vilbergsson/
19 ára, 1-0, 174 cm.
Vs.
John-Erik Káck/ 29 ára, 50
bardagar, 178 cm.
(Léttvigt)
Þórður „Doddy" Sævarsson/
25 ára, 1-1,173 cm.
Vs.
Gebriel Ruthenskiöld/18 ára,
10 bardagar, 175 cm.
(Þungavigt)
Skúli Armannsson/
20ára, 0-1 191 cm.
Vs.
Oskar Thorin/ 21 árs,
0 bardagar, 186 cm.
FIMLEIKAR
Heiðrún Rós og Eva Berglind innan-
félagsmeistarar annað árið í röð
Innanfélagsmót fimleikadeildar
Keflavíkur var haldið laugardag-
inn 5. apríl sl. keppendur voru
140 og var mótinu skipt í þrjá
hluta. Um morguninn var keppni
í almennum fimleikum og varð
Heiðrún Rós Þórðardóttir innan-
félagsmeistari annað árið í röð.
Eftir hádegi var keppni í áhalda-
fimleikum og varð Eva Berglind
Magnúsdóttir innanfélagsmeist-
ari, einnig annað árið í röð,
glæsilegur árangur hjá stúlkun-
um. Að lokum kepptu yngstu
iðkendurnir þ.e. byrjendur og
stóðu þeir sig allir vel og fengu
allir verðlaunapeninga að loknu
móti.
Urslit á mótinu, þrjár efstu sam-
anlagt í hveijum flokki:
Almennir fimleikar:
A - 3
Heiðrún Rós Þórðard. - 34,00
Lilja Guðný Magnúsd. - 32,95
Ásdís Ólafsdóttir - 32,70
B-l + C-1
Kara Tryggvadóttir - 32,95
Telma Ýr Þórarinsd. - 32,95
Kristín Sigurðardóttir - 31,90
Áhaldafimleikar:
A 1
Eva B. Magnúsdóttir - 35,50
Selma K. Olafsdóttir - 33,85
Hilda Mar Guðbrandsd. - 33,50
A ponsur
Jessica Brownell - 35,15
Eva Rós Guðmundsd. - 33,10
Kolbrún Jóna Færseth - 31,15
B ponsur
Sigríður Sigurðardóttir - 34,90
Þorgerður Magnúsd. - 34,25
Ósk Matthildur Amard. - 33,60
C ponsur
Ásdís Björk Jónsdóttir - 27,15
Sigurrós Guðmundsd. - 26,75
Elva Margrét Sigurbj. - 25,80
16
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!