Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2003, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 19.06.2003, Qupperneq 6
stuttar FRÉTTIR Jónsmessuganga á Þorbjörn Jónsmessuganga á fjall- ið Þorbjörn fer fram laugardagskvöldið 21. júní. Jónsmessugangan er hluti af sólstöðuhátíð Bláa Lónsins en undanfarin ár hefur gangan notið mikilla vinsælda. Lagt verður af stað frá sund- laug Grindavíkur kl. 21:00 og er áætlað að gangan taki rúm- ar tvær klukkustundir. Krist- ján Kristjánsson (KK) söngv- ari verður með í for og tekur lagið með hópnum þegar á toppinn er komið. Göngunni lýkur svo við Bláa lónið en heilsulindin verður opin til klukkan 01:00 í tilefhi sól- stöðuhátíðar og mun KK áfram halda uppi góðri stemningu fyrir gesti Bláa lónsins. Sætaferðir verða til Grinda- víkur frá BSÍ klukkan 20:15 og frá SBK kl. 20:30. Sæta- ferðir frá Bláa lóninu verða til Grindavíkur og Reykjavíkur kl. 01:00 og til Reykjanesbæj- arkl. 01:00. Jarpblesóttum vegfaranda komið afReykjanesbraut Tilkynnt var um Iausan hest á Reykjancsbraut í Hvassahrauni fyrir síðustu helgi. Lögreglumenn fóru á staðinn og náðu að koma jarpblesóttum hestí í girðingu. Þá var óskað eftír lögreglu og sjúkrabifreið á íþróttavöllinn í Njarðvík vegna 15 ára pilts sem hafði fótbrotnað þar í knatt- spyrnukappleik milli Njarð- víkur og Sandgerðis í 3 flok- ki. Hann var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja undir læknis hendur. trúðar {PÚLSIN Púlsinn ævintýrahús í Sandgerði breyttist í trúðaskóla einn laugar- dagsmorgunn þegar Bergur Þór Ingólfsson, leikari úr Borg- arleikhúsinu, kom í heimsókn tíl þess að kenna nokkrum af Iciklistarncmum Púlsins trúða- mennsku. Bergur Þór er einn þekktasti trúðaleikari á Islandi og leikur trúðinn Úlfar sem kemur fram með vinkonu sinni Barböru, sem leikin er af Hall- dóru Geirharðsdóttur, leikkonu. I vetur hafa leiklistarnemendur Púlsins ma. kynnst trúðaleik og því vakti það forvitni að fá leik- ara sem þekkti vel hlutverk trúðs- ins. Trúðaskólinn varð þannig undirbúningur fyrir 17.júní hátíð- arhöldin í Sandgerði en litríku trúðamir komu þar ffam. Púlsinn bauð öllum fyrri leiklistarnem- endum sínum upp á þetta nám- skeið en margir komust ekki vegna ferðalaga. Bergur Þór not- aði ýmsar æfingar til þess að kalla fram mismunandi trúða hjá krökkunum og vakti það mikla kátínu. Eins og nærri má geta var rnikið hlegið og sprellað þennan laugardagsmorgunn í Púlsinum. Fulltrúar Nes á Alþjóðaleika Special Olympics Special Olympics á ís- Iandi, sem er í umsjón íþróttasambands fatl- aðra sendir 48 keppendur á lcikana til keppni í 10 íþrótta- greinum þ.e. boccia, bogfimi, borðtennis, fimleikum, frjáls- um íþróttum, golfi, handbolta, keilu, knattspyrnu og lyfting- um. Island scndir í fyrsta skipt- ið þátttakendur til keppni í handknattleik og golfi. Þetta er íjölmennasti hópurinn sem IF hefur sent á alþjóðaleika Speci- al Olympics og er því verkefnið gríðarlega umfangsmikið og kostnaðarsamt. Leikarnir eru frá 21 til 29 júní en keppendur munu fara út 16 júní og dvelja í vinabæ íslands sem búinn var tíl fyrir leikana, Nevvry á N-Ir- landi. Þessir leikar eru á 4 ára fresti og hafa ávallt verið haldnir í Banda- ríkjunum og síðast árið 1999 í Norður Karolinu. Þar átti NES fjóra keppendur og einn þjálfara. Þessir Alþjóðaleikar verða stærsti Viðbygging við Fjölbmutaskóla Suðurnesja: Hjalti byggir Aföstudag í fyrri viku voru opnuð tilboð í við- byggingu við Fjöl- brautaskóla Suðumesja en alls bárust 5 tilboð í verkið. Hjaltí Guðmundsson ehf. átti lægsta tilboðið í verkið upp á rúmar 369 milljónir króna, en hæsta tilboðið hljóðaði upp á 567 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verksins hljóð- aði upp á 356 milljónir og er til- boð Hjalta Guðmundssonar ehf. því 13 milljónum króna lægra en kostnaðaráætlun. Myndin er af sigurtillögunni: Verktaki : Hjalti Guðmundsson ehf Arkitektar: Arkitektar Skógarhlíð ehf (ASK arkitektar) iþróttaviðburður ársins 2003. Þar er áætlað að verði: 7.000 kepp- endur, 21 íþróttagrein, 3.000 farastjórar/þjálfarar, 28.000 að- standendur, 166 þátttökuþjóðir, 30.000 sjálfboðaliðar, 1.500 fjöl- miðlafulltrúar og 500.000 áhorf- endur. Eftirtaldir einstaklingar frá NES sem keppa á þessum leikum frá Iþróttasambandi fatlaða eru: Sigurður Benediktsson og Amar Már Ingibjömsson keppa í knatt- spymu og knattleikjum. Sigríður Ásgeirsdóttir í fijálsum íþróttum Ásmundur Þórhallsson í lyfting- um. Ragnar Olafsson í golfí. Þjálfarar á leikana frá NES sem verða þar á vegum íþróttasam- bands fatlaða eru: Guðmundur Brói Sigurðsson í boccia og Anna Lea Bjömsdóttir í handknattleik. Nes á einnig þarna tvo starfs- menn á vegum Alþjóðaleikana og eru það Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson sem munu dæma í handknattleik. www.vf.is Föstudagur 20. júní Kl. 6, 8 og 10 2 fast and 2 furious Kl. 6 Kangaroo jack Kl. 8 og 10 Identity Laugardagur 21. júní - 22. júní KI.4, 6, 8 og 10 2 fast and 2 furious Kl. 4, 6 Kangaroo Jack Kl. 8 og 10 Identity Mánudagur 23. júní - 26. júní Kl. 8 og 10 2 fast and 2 furious Kl. 8 og 10 Identity ÁIFABAKKI tS 587 8900 AKUREYRI Ö 461 4666 KEFLAVÍK ö 42) 1170 6 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.