Víkurfréttir - 19.06.2003, Blaðsíða 8
Eftir að þjóðfáninn hafði verið dreginn að húni í skrúð-
garðinum í Keflavík á þjóðhátíðardaginn, 17. júní,
söng Karlakór Keflavíkur við undirspil Lúðrasveitar
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þar með lauk skipulagðri
dagskrá í skrúðgarðinum og hátíðarhöld voru flutt í
Reykjaneshöllina.
Þegar í Reykjaneshöllina var komið flutti Gísli Jóhannsson
ávarp dagsins eftir setningu Gunnars Oddssonar og Lára Ingi-
mundardóttir kom fram í gervi íjallkonunnar. Þá tóku við
skemmtiatriði fram á kvöld en kvölddagskránni lauk með því að
hin vinsæla hljómsveit, I svörtum fötum, spilaði tyrir gesti.
Johann Kristjansson
dró fánann að húni í
Reykjanesbæ
Það kom í hlut Jóhanns
R. Kristjánssonar að
draga þjóðhátíðarfán-
ann í Reykjanesbæ að húni á
17. júní. Eftir að myndarleg
skrúðganga hafði komið fylktu
liði með þennan stærsta fána á
íslandi í skrúðgarðinn í Kefla-
vík kom það í hlut Jóhanns að
draga fánann að húni. Jóhann
býr við fötlun eftir alvarlegt
umferðarslys fyrir fáum árum
en fatlaðir einstaklingar áttu
stóran þátt í þjóðhátíðardegin-
um í Reykjanesbæ þetta árið.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi og Páll Ketilsson
silttar
FRÉTTIR
Heimir ályktar
umVarnarliðsmál
Heimir, félag ungra
Sjálfstæðismanna í
Reykjanesbæ hefur
samþykkt ályktun þar sem
skorað á er ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar um að beita sér af
fullum þunga fyrir pólitískri
lausn í komandi viðræðum
um veru Varnarliðsins hér á
landi. í ályktun Heimis segir:
„Sé ákvörðun um brottflutn-
ing Varnarliðsins tekin með
skömmum fyrirvara mun
slíkt valda upplausn í at-
vinnumálum á Suðurnesjum
sem erfitt er að bregðast við.
Brotttlutningur flughersins
gæti einnig grafið undan
stuðningi almennings á ís-
landi við utanríkisstefnu
Bandaríkjamanna.
Þá er ljóst að varnir landsins
skerðast verulega og pólitísk
samskipti ríkjanna geta borið
skaða af. Staða heimsmálanna
breytist ört og óljóst er hvert
mikilvægi Islands verður i
framtíðinni. Vera Vamarliðsins
með óbreyttum hætti er því
mikilvæg fyrir sameiginlega
hagsmuni ríkjanna tveggja.”
Aðilar tengdir ferðaþjónustu sátu kynningarfundinn. Frá vinstri: Kjartan Kristjánsson frá Saltfisksetrinu í Grindavík, Stefán
Barkarsson frá Reykjanesbæ, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, Björn Haraldsson úr Grindavík,
Reynir Sveinsson forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði, Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, Jón
Gunnarsson alþingismaður og stjórnarmaður í samtökunum, Helga Ingunnardóttir frá Ferðaþjónustu Suðurnesja, Ólafur Guð-
bergsson frá SBK og Stefán Guðmundsson frá Reisbílum. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson.
FJðlbreytt ferðasumar á Suðurnesjum
Ferðamálasamtök Suður-
nesja og aðilar tengdir
ferðaþjónustu á svæðinu
héldu blaðamannafund sl.
mánudag í Saltfisksetrinu í
Grindavík þar sem kynntar
voru nýjungar í ferðamálum á
Suðurnesjum. Kristján Pálsson
formaður Ferðamálasamtaka
Suðurnesja kynnti helstu nýj-
ungar og meðal annars fyrir-
hugað naust víkingaskipsins ís-
lendings sem Kristján sagði
skipta miklu máli fyrir ferða-
þjónustu á svæðinu. Kristján
nefndi einnig Saltfiskssetrið í
Grindavík sem opnaði í fyrra-
haust og brúna milli heimsálfa.
í máli Kristjáns kom fram að
fjölbreytileiki Suðurnesja hvað
varðar ferðaþjónustu sé mikill og
að stöðugt sé verið að ræða nýjar
leiðir í ferðaþjónustu. Ferðamála-
samtökin fengu nýverið styrk frá
Samgönguráðuneytinu til að aug-
lýsa ferðaþjónustu á svæðin, en
ráðuneytið styrkti ferðamálasam-
tök víða um land með slíkum
styrk.
Ýmsir aðilar tengdir ferðaþjón-
ustu sátu fundinn og meðal þeir-
ra var Stefán Guðmundsson frá
Gokart brautinni, en á morgun
verður tekin í notkun ný braut
fyrir fjarstýrða bíla og er brautin
sú fýrsta sinnar tegundar á land-
inu.
Reynir Sveinsson formaður bæj-
arráðs Sandgerðis og fulltrúi í
stjóm ferðamálasamtaka Suður-
nesja greindi frá nýjum mögu-
leikum í gistingu í Sandgerði, en
teknir hafa verið í notkun fjórir
sumarbústaðir í grennd við golf-
völlinn í Sandgerði.
Ferðamálasamtökin hafa í undir-
búningi sérstakt átak í menning-
artengdri ferðaþjónustu í sam-
vinnu við Kjalarnesprófastdæmi
og menningarfulltrúa Reykjanes-
bæjar. Átakið byggir á því að
nýta kirkjurnar á svæðinu og
söguna sem tengist þeim, en
þann 14. júlí verða kirkjur á
svæðinu til sýnis og verður hægt
að nálgast bæklinga um sögu
kirknanna.
í haust stendur til að halda sér-
stakan menningardag í kirkjum á
Suðumesjum, mismunandi dag-
skrá verður í boði í hverri kirkju
fyrir sig. Dagskráin sem boðið
verður upp á í kirkjunum mun
tengjast sögu hverrar sóknar fyrir
sig, en dagskráin er hugsuð þan-
nig að auðvelt verði að komast á
milli kirknanna og ná allri dag-
skránni.
Börnin á hestbak í Garði
Það var heldur betur þjóðleg stemmning í Garðinum á þjóðhátíðardaginn.
Þar fóru hátíðarhöld fram í og við íþróttahúsið. Börn fengu að fara á hest-
bak og einnig var boðið upp á skemmtilega járnbrautarlest fyrir yngstu
gestina. Happdrætti og grillaðar pylsur voru einnig á útisvæði en inni var dagskrá
á sviði. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti meðfylgjandi mynd af hestafólki sem
hafði gaman af lífinu í dag eins og sjá má.
8
VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!