Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2003, Side 10

Víkurfréttir - 19.06.2003, Side 10
eftir stækkun og eins glæsilegt nýtt klúbbhús en þetta ár var haldið Landsmót í golfi. Gylfi var framkvæmdastjóri það ár og rétt komst í mótið sökum anna. Hann byrjaði illa en náði sér á strik tvo síðustu hringina sem hann lék á pari og endaði í þriðja sæti. Þá sigraði Ulfar Jónsson í tyrsta sinn af sjö skiptum. Uppbyggingin í Leiru hefur alla tíð að undanskildum síðasta ára- tug einkennst af sjálfboðavinnu. Bræðumir Hörður og Hólmgeir Guðmundssynir eiga mestan heiðurinn af því sem fyrir augu ber í Leiru. Hörður var formaður GS í sextán ár og þeir bræður hafa oft verið vallarstjórar Hólmsvallar og ef þeir hafa ekki verið það hafa þeir samt komið að málum á vellinum eða í klúbbnum. Gylfi segir að starf þeirra hafi verið griðarlega mikið og ómetanlegt. „í dag er öldin önnur og sjálfboðavinna nánast óþekkt fyrirbrigði, því miður, því það þjappar mannskapnum sam- an í klúbbnum“. Á næsta ári fagnar klúbburinn fjörtíu ára af- mæli og segir Gylfi að tímamót- anna verði minnst á ýmsan hátt. Það hefur margt verið gert á síð- ustu árum en það hefur kostað mikla peninga og nú er svo kom- ið að klúbburinn er skuldum vaf- inn. „Við höfum verið í viðræðum við Reykjanesbæ um að koma að þeim málum og vonandi finnst farsæl lausn á þeim“. Formanna- skipti urðu i GS í vetur og segir Gylfi að það hafi ekki allir verið á eitt sáttir með stefnu klúbbsins og því hafi komið mótframboð gegn sitjandi formanni, en sjálfur segist hann hafa átt ágætt sam- starf við fráfarandi formann, Ein- ar Magnússon. Fjölbreytt starf í Leirunni Starfið hjá GS í sumar er fjöl- breytt. Bama- og unglinganám- skeið eru hafin undir leiðsögn Jamie Darling, golfkennara sem < Það er mikil gróska í okk- ar starfi en við getum auðveldlega bætt við okkur fleiri félögum og það er í raun nauðsyniegt að fjölga í kiúbbnum því svona mikil starfsemi kostar sitt“, segir Gylfi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Suð- urnesja í viðtali við Víkurfrétt- ir. Gylfi segir að vegna blíðunnar í vetur og vor hafi allt starf á Hólmsvelli byrjað mun fyrr auk þess sem golfVöllurinn hafi verið langt á undan.Ttil að mynda hafi verið opnað fyrir sumarflatir um mánuði fýrr en venjulega. Skrif- stofa framkvæmdastjórans yfir vetrartímann er í góðri aðstöðu klúbbsins í æfingahúsinu að Hafnargötu 2 í Keflavík. Hún var úbúin fyrir tveimur árum síðan með púttvelli, básum til að slá í og splunkunýjum golfhermi auk veglegrar setustofu. Þar er m.a. billiardborð sem félagar GS geta notað. Gylfi flutti skrifstofuna í golfskálann í Leiru í apríl og vegna veðurbliðunnar og hann segir að aðsókn á svæðið sé búið að vera mun meira í vor en áður. Það voru margir sem gengu í klúbbinn á vormánuðum og hafði veðrið sitt að segja í því. Fjölbreytt starf hjá Golfklúbbi Suðurnesja á Hólmsvelli í Leiru: Gylfi varð íslandsmeistari í golfi 1983 og getur státað af því að hafa orðið Islandsmeistari í öll- um aldursflokkum en hann bytj- aði í golfi fýrir sléttum 30 árum síðan. Árið 1978 þegar hann var aðeins 15 ára lenti hann í umspili um Islandsmeistaratitilinn en varð að lúta í lægra haldi gegn Hannesi Eyvindssyni. Engu að síður ffábært hjá pilti. En hvað segir hann um aðstöðuna nú í Leirunni miðað við þegar hann hóf golfleik sem strákur. „Þá var 9 holu völlur, lítið klúbb- hús og þá var ekki hægt að fara á æfingasvæðið með fötu af golf- boltum, slá þeim út á svæði og íþrótta og leikjaskóli KEFLAVÍKUR 2003 Fyrir stráka og stelpur fædd 1992 - 1997 seinna námskeið 2. júlí - 22. júlí. Innritað verður þriðjudaginn 24. júní og miðvikudaginn 25. júní í félagsheimili Keflavíkur að Hringbraut 108, kl. 10-16. Hægt er að velja um að vera kl. 9-12 eða kl. 13-16. Námskeiðsgjald er kr. 5.000,- og greiðist við innritun. Ekki hægt að greiða með korti. Systkinaafsláttur er kr. 1.000,- Vegna mikillar aðsóknar eru foreldrar beðnir um að skrá börn sín á auglýstum tíma ef þau ætla að tryggja börnunum vist. Dagskrá verður dreift við innritun. Nánari upplýsingar í síma 421 3044 og 897 5204. f.h. aðalstjómar Keflavíkur Einar Haraldsson formaður fara svo. Þá urðu menn að nota eigin bolta og ná í þá. Æfinga- svæðið þá var reyndar eitt það besta á landinu, gamli góði Jóel- inn sem nú er orðinn að æfinga- velli fýrir byrjendur. Þá var líka aðeins einn golfkennari á Islandi sem kom stöku sinnum í Leiruna. Við strákarnir fengum góða leiðsögn hjá okkar bestu kylfingum þá, m.a. hjá Þorbimi Kjærbo sem hefur alltaf verið góður kennari og hann var mjög þolinmóður og góður við okkur. Hann leyfði okkur oft að æfa með sér niður á Jóel og það fannst okkur frábært, með hund- ruð bolta að æfa með meistara eins og honum. Þorbjörn var okkar fýrsti Islandsmeistari árið 1968 og náði titlinum þrisvar sinnum á fjórum amm“. Öldin önnur I dag er öldin önnur. Á Hólmsvelli í Leim er nú 18 holu golfvöllur, einn sá besti á land- inu. Árið 1986 var hann opnaður 10 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.