Víkurfréttir - 19.06.2003, Page 11
byijendur og inn í þeirri upphæð
fýlgir golfkennsla, bæði verkleg
og bókleg. íþróttin hefur vaxið
mikið á undanfornum árum og
nú er talið að um 20 þúsund
manns stundi hana en skráðir fé-
lagsmenn í klúbba á öllu landinu
er um tólf þúsund.
„Þetta er frábær íþrótt fyrir alla
fjölskylduna, það er hægt að
byija ungur sem gamall og stun-
da hana alla ævi. Hér í Leiru eru
toppaðstæður og byrjendur geta
komið hér og leigt kylfur, leikið á
æfingavellinum, farið á æfinga-
svæðið og slegið og púttað. Svo
er hér veitingasala opin alla daga.
Það er varla hægt að biðja um
það betra og fegurðin og útsýnið
hér er punkturinn yfir i-ið. Það
sjá allir sem hingað koma“, sagði
Gylfi Kristinsson.
4210000
Auglýsingasíminn er LtLI v
ATVINNA
Óska eftir
grofumanni.
Upplýsingar í síma 862-0339.
A. Pálsson ehf,
Sandgerði.
Notuð dekk,
ól- og stólfelgur.
Notuð dekk undir flestar
gerðir fólksbíla og ieppa.
Einnig notaÖar áí- og
stálfelgur.
Nánari upplýsingar í síma 897 5270
VfKURFRÉTTIR I 25. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN19. JÚNf 2003 111
hefur kennt undanfarin ár hjá
klúbbnum við góðan orðstýr.
Með honum eru til aðstoðar
Guðmundur Rúnar Hallgríms-
son, golfleikari, Kjartan Kára-
son, íþróttakennari og Öm Ævar
Hjartarson, Islandsmeistari í
golfi 2001. Gylfí segir að lagt sé
áhersla á góða kennslu fyrir
krakkana en auk þess em fastir
æfingatímar fyrir alla aldurs-
hópa. Það er þar fyrir utan góð
aðsókn í golfkennslu hjá Jamie
og aðstaðan í Leiru er góð til
kennslu.
Gylfi var í starfsmannahópi á
vellinum með Páli Ketilssyni og
Herði Guðmundssyni, þáverandi
formanni og vallarstjóra en þá
vom þeir æskufélagar aðeins 13-
14 ára. I dag eru starfsmenn á
vellinum á annan tuginn og þeir
hafa nóg að gera enda sprettan
góð og ef það á að halda vellin-
um góðum þá er það mikið starf.
Eitt stærsta mót sumarsins er um
helgina en þá fer fram íslands-
mót í holukeppni en mótið er lið-
ur í Toyota-mótaröðinni í golfi.
Bestu kylfingar GS verða í eld-
línunni, m.a. þeir Öm Ævar og
Guðmundur Rúnar, Helgi Birkir
Þórisson og Helgi Dan Steinsson
en þeir Öm og Helgi hafa verið í
landsliði Islands undanfarin ár.
Þá em tveir ungir leikmenn þeir
Rúnar Óli Einarsson og Gunnar
Þór Asgeirsson í unglingalands-
liðshópi Islands þannig að fram-
tíðin er björt. I september verður
annað stórmót GSI en það er
sveitakeppnin. Þar stefha GS fé-
lagar á góðan árangur og Gylfi
segir að nú sé raunhæfur mögu-
leiki á sigri en Gylfi var í næst
síðustu sveit GS sem sigraði í
sveitakeppninni árið 1982 og síð-
an var hann fararstjóri sveitar GS
sem vann árið 1997 og keppti
síðan í Evrópumóti í Portúgal.
Þarf 6-700 félaga
Félagar í GS em um 400 talsins.
Til að rekstur klúbbs með svo
mikinn umsvif eigi að ganga vel
þyrftu félagar að vera 6-700 og
stefnan er að ná þeirri tölu á
næstu árum. Argjald í GS er 42
þús. kr. En aðeins 31 þús. fyrir
Keflavík og Grindavík í 16 liða úrslit
Úrviðureign Keflavíkur U-23
og Grindavíkur í Keflavík.
Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Um síðustu helgi fóru fram sjö Ieikir í 32 iiða úrslitum
VISA bikarkeppni karla. í Garðinum áttust við Víðir og
Þór Akureyri þar sem gestirnir sigruðu 1:2. Lið Kefla-
víkur gjörsigraði Tindastól á fóstudagskvöld og urðu lokatölur
leiksins 9:0 fyrir Keflavík, en Þórarinn Kristjánsson skoraði
þrennu í ieiknum. Lið Njarðvíkur tapaði naumiega fyrir úr-
vaisdeildarliði Þróttar á Njarðvíkurvelli, en úrslit leiksins réð-
ust í bráðabana eftir að staðan úr vítaspyrnukeppni var 3:3.
Endanleg úrslit leiksins eftir bráðabanann voru 4:5 og ein-
kenndist leikur liðanna af mikilli baráttu frá upphafi leiks til
enda framlengingar. Grindvíkingar sigruðu ungmennalið
Keflavíkur 3:0 á Keflavíkurvelli, en staðan í hálfleik var 1:0.
Dregið í VISA-bikarnum
Á mánudag var dregið í bikarkeppni karla og kvenna. Hjá konun-
um í 8-liða úrslit og körlunum í 16-liða úrslit. Suðumesjaliðin
drógust eflirfarandi:
ÍA: Keflavík
ÍBV: Grindavík
Leikimir fara fram 1. og 2. júlí.