Víkurfréttir - 26.06.2003, Side 6
stuttar
FRÉTTIR
Leit hafin að
Ljósanætur-
laginu 2003
Fyrir Ljósanótt í fyrra
var í fyrsta sinn efnt
til sönglagakeppni í
tilefni Ljósanætur þar sem
Ljósalagið 2002 var valið. í
ár er aftur efnt til slíkrar
keppni og er leitað eftir
frumsömdu lagi með ís-
lenskum texta sem verður
Ljósalag 2003. Lagið eða
textinn má ekki hafa birst
eða verið flutt opinberlega
áður og hámarkslengd lags-
ins er 4 mínútur.
Síðasti skiladagur er 8. júlí
2003. Aðalverðlaunin eru kr.
400.000, 2. verðlaun kr.
150.000 og 3. verðlaun kr.
100.000. Tíu lög verða valin
úr hópi innsendra verka af
sérstakri fagdómnefnd. Lögin
verða útsett af Jóni Olafssyni,
tónlistarstjóra keppninnar og
gefin út á geisladiska í byrjun
september n.k.. Föstudaginn
5. september verða öll lögin
flutt í Stapanum við hátíðlega
athöfn og þar verður vinn-
ingslagið valið.
Verkinu skal skilað á skrif-
stofu menningarfulltrúa,
Tjamargötu 12 i Reykjanes-
bæ fyrir 8. júlí n.k. Laginu
skal skilað undir dulnefiti á
geisladiski eða hljómsnældu
og textanum á blaði, en rétt
nafn skal fylgja með i lokuðu
umslagi.
‘ÍiWJjjJJjJjjÍ
Fjölmennifylgdist með sólsetrí á Garðskaga
ÞARFTU AÐ
AUGLÝSA?
Auglýsingasíminn
4210000
MUNDI
229 kannabisplöntur hjá
lögreglunni í Keflavík?
Vantar ekki alltaf
gróður í Leifsstöð?
Fjölmargir lögðu leið sína að Garðskagavita á laugardagskvöld til að fylgjast með sólsetri á lengsta degi ársins, sumarsólstöðum. Sólin settist á bakvið Snæfellsnes-
fjallgarðinn þegar klukkan var komin fjórar mínútur yfir miðnætti. Málverk meistarana jafnast ekki á við það sem veðurguðirnir geta gert þegar þeir eru í góðu
skapi. Fólk stóð agndofa og horfði á sólroðann og eingöngu mátti heyra gargið í kríunni á Garðskaga og létt sjávarhljóð. Gamli vitinn á Garðskaga leikur aðalhlut-
verkið í meðfylgjandi Ijósmynd en vitinn var byggður árið 1897. Hann hefur verið vinsælt myndefni Ijósmyndara í gegnum tíðina, enda getur hann oft spilað stórt hlut-
verk í samspili við Snæfellsjökul og sólroða á himni. Texti og mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Fækkun fíkniefna-
brota í Keflavík
íkniefnabrotum hjá
embætti Lögreglunnar í
Keflavík fækkaði um 10
á síðasta ári miðað við árið þar
á undan og eru tæplega 3% af
íTkniefnabrotum á landinu
öllu. Þetta kemur fram í sam-
antekt Rikislögreglustjóra yfir
fíkniefnabrot síðasta árs. Arið
2002 voru fíkniefnabrot í
Keflavík 29 talsins en árið 2001
voru þau 39. í fyrra lagði Lög-
reglan í Keflavík hald á tæp-
lega 37 grömm af hassi og
rúmlega 96 grömm af kanna-
bisfræjum. Hald var lagt á 229
kannabisplöntur og rúmlega
23 grömm af marijúana. Lagt
var hald á tæplega 36 grömm
af amfetamíni og 14 e-töflur. Ef
litið er á landið í heild sinni
fjölgaði fíkniefnabrotum úr
911 árið 2001 í 994 árið 2002
og nemur aukningin um 9,1%.
Bílafilmur
Erum einnig með öryggisfilmur í hús
sandblásnar, glærar og litaðar.
Látum skera út nöfn í forstofuglugga
Gerum föst verðtilboö.
Vio minnum á
vefsíðuna okkar
þar sem hægt er
aö panta bílaleigubíl
-0*(354) 421 3737
892 9700
Fax: 421 3732
Fitjabakki 1e Reykjanesbær
sacars@sacarrental.is
*i\*x
Hvernig væri að láta okkur skelia
filmum í bílinn þinn fyrir
...það er fallegra
...það er betra
6
VlKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!