Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2003, Side 13

Víkurfréttir - 26.06.2003, Side 13
Víkurfréttir litu í heimsókn til Guðnýjar Hönnu og bræðra hennar þar sem þau voru að leika sér á Greniteignum. Það var nóg að gera hjá þeim og ljóst að þau sitja ekki auðum höndum, enda hefur Guðný Hanna sýnt að hún drífur í hlutun- um. Af hverju fórstu til bæjarstjórans? Út af því að maður er alltaf að detta þama. Hringdirðu og pantaðirðu bara tíma? Já og afí minn kom með mér og bræður mínir. Ertu búin að detta oft þama? Soldið. Meiddirðu þig síðast? Já dáldið. Hvað sagði bæjarstjóri þegar þú komst til hans? Að það verði að laga hann. Og ætlaði hann að láta laga hann strax? Já. Hann bara hringdi strax í þá [vinnumennina]. Fannst þér það ekki flott? Jú. Ætlarðu að fylgjast með því að vinnumennimir lagi göngustíginn? Já, ef ég hef tíma. Víkurfréttir fengu það staðfest hjá Árna Sigfússyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar að göngustigurinn yrði lagfærður mjög fljótlega. Bæj- arstjóri sagði að heimsókn Guðnýjar hefði verið mjög ánægjuleg og það væri verulega gaman þegar ungir íbúar Reykjanesbæjar kæmu til að hitta sig. Ætlar að fylgjast með vinnumönnunum laga göngustíginn! Cuðný Hanna varð ekki sátt fyrr en bæjarstjóri hringdi í vinnumennina sem hann og gerði. Á myndinni má sjá bræður Guðnýjar, þá Hafþór og Culla sem veittu henni andlegan stuðning í viðtalinu við bæjarstjórann. Að ofan sést bréfið og teikninginn sem þau lögðu fram máli sínu til stuðnings. Keflavik 16 júní 2003 Ámi bæjarstjóri Við heitum Guðný, Gulli og Hafþór og eigum heima á Greniteig 23. Við eigum fúllt af vinum sem eiga heima á Birkiteig. Til þess að fara til þeirra löbbum við göngustíg sem liggur á millifiúsa númer 22 og 24 á Greniteig. í hvert sinn er við löbbum eða hjólum þar þá dettum við mn steina og holur og dettum stundum á glerbrot og svoleiðis og þurfum fullt af plástrum. yiltu vinsamlega biðja vinnumennina þina á laga göngustíginn iyrir okkur. Kær kveðja Guðný Hanna Sigurðardóttir 5 ára . ^ ----------------------- --------- Guðlaugur Guðberg Sigurðsson 5 ara ■■■ja-fþ/;/'' I (æ._______Scn Hafþór Ingi Guðberg Sigurðsson 11 ára VlKURFRÉTTIR I 26.TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURIIMN 26. JÚNf 2003 113

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.