Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2003, Page 14

Víkurfréttir - 26.06.2003, Page 14
Bombard gúmmíbátur með nýjum botni, á kerru, ásamt 45 hestafla Mercury utanborðsmótor með rafstarti. Með bátnum fylgir stýrisbúnaður og GPS tæki. Bátur í góðu standi og mótor nýlega yfirfarinn. Verð 650.000.- Nánari upplýsingar gefa Ingólfur í síma 861 2050 eða Einar í síma 893 4040. Hvalsnessóknar verður haldinn í Safnaðarheimilinu mánudaginn 30. júní nk. kl. 20. Sóknarnefnd. Rekstur veitingahússins Vör í Grindavík er laus frá og með I. ágúst 2003. Um er að ræða allan veitingarekstur í húsínu, sem er í fullum rekstri í dag og er vel tækjum búið. Veitingasalur fyrir 120-150 manns. Upplýsingar á skrifstofu Sjómanna vélstjórafélagsins í Grindavík eða í síma 426 8400. stuttar FRÉTTIR Auglýsingasíminn 4210000 Þrír voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi iög- reglunnar í Keflavík á sunnudag. Skemmdarverk voru framin í Grindavík að- fararnótt sunnudagsins er rúður voru brotnar í bíl. Þá stöðvaði lögregla ökumann sem reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum. Hlaupahjól tekin ítollinum Tollgæslan á Keflavíkur- flugvelli hefur á tæplega síð- asta hálfum mánuði tekið um 30 hlaupahjói með hjálparmótor af farþegum sem eru að koma til lands- ins. Hlaupahjól með mótor eru skráningarskyld og falla undir reglur um létt bifhjól. Þess vegna verða þau að hafa allan öryggisbúnað eins og bifhjól, t.d. hemla, stefnuljós og ljós, sömuleiðis verða þau að vera tryggð. Ökumenn 15 ára og eldri skulu hafa próf á létt bif- hjól. Hlaupahjólin sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefúr gert upptæk verða ekki tollaf- greidd nema gerðar verði á þeim breytingar sem upp fylla skilyrði léttra bifhjóla. í fyrra varð óhapp sem leiddi til þess að dómsmálaráðherra ákvað að hlaupahjól með mótor teljist vera létt bifhjól og falli undir reglugerðir um búnað ökutækja. Eldurí hamsatólg Kalla þurfti til slökkvilið þegar eldur kom upp í heimahúsi í Keflavík um fimmleytið á sunnudag. Eldur kom upp í hamsatólg en húsráðendur voru að elda saltflsk og ætluðu að hafa sjóðheita hamsatólg með soðningunni. Reykræsta þurfti íbúðina sem stendur við Hringbraut en engan sakaði. Minnihátt- ar skemmdir eru af völdum reyks og sóts. Að sögn Sigmundar Eyþórs- sonar slökkviliðsstjóa brugð- ust húsráðendur rétt við og köstuðu eldvamarteppi yfir logandi tólgina. Skemmdarverk íGrindavík Frá slökkvistarfi nokkrum sekúndum eftir að eldurinn kom upp. VF-mynd: Hilmar Bragi Eldur undir vélarhlíf bifreiðar Eldur kom upp undir vélarhlíf Toyota bifreiðar á bifreiða- stæði við Biðskýlið í Njarðvík í hádeginu á mánudag. Menn hlupu til og fengu lánuð slökkvitæki í nálægum fyrirtækj- um og tók skamma stund að slökkva eldinn. Samkvæmt upplýs- ingum frá Sigmundi Eyþórssyni slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja er eldurinn af völdum rafmagns en rafgeymir var rangt tengdur í bifreiðinni. Tjónið á bílnum er talsvert. Vel heppnað kvennahlaup í Sandgerði Kvennhlaupið fórfram í Sandgerði eins og um allt land. Konurnar hituðu upp undir stjórn Margrétar Richardsdóttur og hlupu síðan 3,5 km. leið um götur bæjarins. Við komuna í mark fengu allar verðlaunapening og hressingu. Að lokum var öllum þátttakendum kvennahlaupsins í Sandgerði boðið í sund. Belgískur gestakokkur á Soho æstu tvær vikumar mun belgískur gesta- kokkur að nafni Pieter LonneviIIe starfa á veitinga- staðnum Soho í Keflavík. Piet- er sem er aðeins 24 ára gamall hefur hefur verið á íslandi frá því í febrúar, en hann starfaði sem gestakokkur á Hereford og Humarhúsinu. Pieter starf- aði í rúm 3 ár á virtum veit- ingastað í Hollandi sem hefur hlotið Michelin viðurkenningu, en það eru virtustu meðmæli með veitingastöðum í Evrópu. Pieter segir að hann honum finnist það spennandi að starfa á Islandi og segir að íslenskar sjávarafurðir séu þær bestu í heiminum. Örn Garðarsson veitingamaður á Soho sagði í samtali við Víkurfréttir að Pi- eter myndi starfa sem gesta- kokkur næstu tvær vikurnar og að hann myndi brydda upp á nýjungum, s.s. að nota bjór í matargerð. 14 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.