Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2003, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 26.06.2003, Qupperneq 16
Laure Courbois er 19 ára gömul belgísk stúlka sem hefur dvalið hér á íslandi á vegum AFS AI- þjóðleg fræðsla og samskipti eins og samtökin eru kölluð á íslensku. Laure býr á heimili Guðrúnar Hákonardóttur og Stefáns Jónssonar í Keflavík og hef- ur búið þar síöustu lO mánuði. Laure er ánægð með dvölina á íslandi. FÉKK10 í ÍSLENSKU Þrátt fyrir að hafa verið einungis 10 mán- uði á Islandi talar Laure ágæta íslensku. „Ég skil ekki alveg allt en mér hefur geng- ið ágætlega að læra íslenskunasegir Laure en hún fékk 10 í íslensku og stærð- fræði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. F.S. tekur vel á móti skiptinemum og Elísabet íslenskukennari og Elín námsráðgjafi eru þeim innan handa. SKRÓP KEMUR EKKITIL GREINA Laure segist hafa eignast góða vini hér á íslandi, en henni finnst íslenskir jafhaldrar sínir stundum dálítið kærulausir og þá sér- staklega hvað varðar námið. „Mér finnst skrýtið að sjá þegar krakkarnir eru að skrópa í tímum í skólanum. Þetta kæmi ekki til greina hjá krökkum í Belgíu.” Laure segir einnig að í Belgíu séu krakkar á hennar aldri ekki úti á kvöldin eins og hér. „Maður er bara heima hjá sér eftir að maður kemur heim úr skólanum, en hér á Islandi eru krakkamir úti langt íram eftir kvöldi. Það var dálítið skrýtið að kynnast þessu hér.” VÍKKAR SJÓNDEILDARHRINGINN Laure segist hvetja ungmenni til að fara erlendis á vegum AFS þvi það víkki sjón- deildarhringinn. „Ég er rosalega ánægð með dvölina og ég hefði alls ekki viljað missa af þessu tækifæri, “ segir Laure og hún á eftir að sakna Islands og fjölskyld- unnar. „Ég stefni að því að koma aftur eftir 2 ár þegar Hákon bróðir minn fermist. Þegar ég kem heim til Belgíu fer ég í sum- arfrí til Italíu og eftir það byijar skólinn hjá mér en ég ætla að fara að læra arkitektúr.” VONAÐIST EFTIR HVÍTUM JÓLUM Guðrún segir að Laure hafi haft þær vænt- ingar þegar hún kom til íslands að um jól- in yrði dúnmjúk hvít mjöll yfir öllu. „Sú ósk rættist ekki, en hún hefur kynnst öðr- um hlutum og er bara ánægð með dvöl- ina.” KOSTAR EKKERT AD TAKA SKIPTINEMA Rakel dóttir þeirra hjóna hefur verið á veg- um AFS í Minnesota í Bandaríkjunum í 11 mánuði og kemur hún heim í júlí. Guðrún segir að þeim hafi fundist það spennandi að taka ungling á vegum AFS inn á heim- ilið í stað dóttur þeirra. „Þegar maður sendir ungling út sem skiptinemi þá er ekkert skilyrði að taka á móti öðrum ung- ling. En foreldrar unglinga sem fara út sem skiptinemar vilja oft gefa öðrum ung- ling tækifæri því AFS gengur út á fólk bjóði erlendum unglingum inná heimilið,” segir Guðrún en Laure er orðin hluti af fjölskyldunni. „Við borguðum fyrir Rakel dvölina í Bandaríkjunum en við þurfum ekki að borga neitt til að fá Laure til okkar. Ég er nefnilega oft spurð að því hvað það kosti að fá ungling á vegum AFS inn á sitt heimili, en það kostar ekki neitt fyrir utan venjulegan kostnað af heimilismanni. Unglingurinn gengur bara inn i heimilið og verður hluti af fjölskyldunni, en auk þess gengur hann inn i skyldur annarra bama á heimilinu og ef þau gera ákveðinn verk á heimilinu og fá vasapeninga fyrir það, þá lætur maður skiptinemann sitja við sama borð.” ÖNNUR MENNING Þau hvetja fólk til að íhuga möguleikana á því að taka skiptinema og segja að það sé mjög þroskandi og víkki í sjóndeildar- hringinn. „Maður fer að horfa á sjálfan sig í nýju ljósi og auðvitað kynnist maður menningu og hugsunarhætti manneskju frá öðru landi. Við höfum líka mjög gaman af því að sýna Laure landið okkar. Það er líka svo gaman af þessum smáatriðum í um- hverfinu sem maður veitir litla athygli en er nýtt hjá þeim. Laure finnst t.d. svo gaman að búa á stað þar sem hún sér sjó- inn út um herbergisgluggan sinn.” Guðrún og Stefán eru sammála um að hafa skiptinema sé minna mál en þau hafi hald- ið. „Maður heldur sínu striki því maður er ekki að fá gest í 10 mánuði heldur nýjan fj ölskyldumeðlim.” GÓÐUR STUDNINGUR FRÁ AFS Þegar unglingur á vegum AFS kemur inn á heimili fólks þá fær fjölskyldan stuðning ffá samtökunum hér á íslandi. Bæði fær skiptineminn stuðnigaðila í skólanum , ungling sem sjálfur hefur verið skiptinemi. Svo er aðili hér í bænum og svo hefur maður alltaf greiðan aðgang að Rósu á skrifstofu AFS. Guðrún segir að það sé gott að vita af slíkum stuðningi. „Það geta náttúrulega alltaf komið upp einhver vandamál og þá er gott að geta leitað til stuðningsaðilans hjá AFS.” VILT ÞÚ TAKA VID SKIPTINEMA Guðrún og Stefán bjóða þeim fjölskyldum sem hafa áhuga á að taka að sér skiptine- ma og vilja spytja nánar um það að hringja i þau í síma 421-2956 eða 893-1450. 16 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.