Fréttablaðið - 25.01.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.01.2017, Blaðsíða 26
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is meisTaRamánuðuR Kynningarblað 25. janúar 20178 Ragnheiður aradóttir, formaður Félags markþjálfa á Íslandi, segir lífið vegferð og árangur gefi af sér árangur. mynd/elsa maRÍa „Það hefur orðið heilmikil vakning í samfélaginu í því að hafa skýra stefnu – framtíðarsýn og að setja sér vörður á leiðinni sem við köllum markmið. Þeir sem eru orðnir leið­ ir á markmiðatali spyrja, þarf allt­ af að hafa markmið? Má ekki bara slappa aðeins af? En lífið er vegferð og sú vellíðan sem fólk finnur fyrir þegar það nær áfanga er svo góð og svo hvetjandi. Árangur gefur af sér árangur og þannig nærist fólk á heil­ briðgum forsendum,“ segir Ragn­ heiður Aradóttir, markþjálfi og for­ maður Félags markþjálfa á Íslandi. Markþjálfun er einkaþjálfun, samtalsform þar sem markþjálfi beitir öflugri spurningatækni á þann sem sækir þjálfunina, mark­ þega. Tilgangurinn er að hjálpa markþeganum að finna lausnir og svör við því sem hann leitar að og jafnvel svo að hann uppgötvi eitt­ hvað í leiðinni sem hann var ekki að leita að. Ragnheiður segir að mark­ þjálfun megi líkja við einkaþjálfara á líkamsræktarstöð, margir geta mætt og æft sitt prógramm sjálfir á meðan öðrum finnst gott að láta ýta á sig og fá aðhald. „Margir markþegar hafa sagt að bara það að segja hlutina upphátt við óháðan aðila hafi hjálpað þeim við að taka ákvörðun. Viðkomandi gerir það í raun og veru sjálfur upp á sitt eindæmi, en það er einhver þarna sem veitir pressuna og skapar aðstæðurnar og býr til jarðveginn svo viðkomandi getur tekið skrefið,“ útskýrir Ragnheiður. „Markþjálf­ un er alls ekki sálfræðiaðstoð eða meðferð. Markþegi mætir á fundi og fer alltaf út af þeim með plan fyrir sjálfan sig sem hann samþykkir og ekki er þröngvað upp á hann.“ Markþjálfunardagurinn fer fram á morgun, þann 26. janúar, á Hilton Reykjavík. Þar koma fram fyrir­ lesararnir dr. Karl Moore, dr. Sig­ rún Gunnarsdóttir, Ingvar Jónsson MBA, Ingunn Helga Bjarnadótt­ ir MsC. og dr. Ingibjörg Kaldalóns. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Hinn hljóði leiðtogi framtíðarinnar“. „Leiðtogar fortíðarinnar voru þeir sem kunnu að halda kraftmikl­ ar ræður, í raun að predika og gerðu það vel, leiðtogar framtíðar þurfa auðvitað að kunna að tjá sig en ekki síst að kunna að hlusta og fá aðra til að tala. Það er aðferð markþjálfun­ ar svo segja má að góður leiðtogi sé í raun markþjálfi, og þá um leið þessi hljóði leiðtogi,“ segir Ragnheiður. „Karl Moore er afkastamikill fræði­ maður og afskaplega vel tengd­ ur. Hann hefur skrifað níu bækur og fleiri hundruð tímaritsgreinar í fagtímarit um allan heim. Hann hitti hinn hljóða leiðtoga Warr en Buffet í síðustu viku, með nemend­ um sínum frá McGill, á innsetning­ ardegi Trumps og ætlaði að heyra hans skoðanir á hinum extroverta Trump. Við fáum kannski að heyra af þeim fundi á Markþjálfunar­ daginn,“ segir Ragnheiður. „Það eru forréttindi að vinna við markþjálfun, að vera hluti af teymi sem vinnur við að fólk nái sínum besta árangri hvort sem er í leik eða starfi. Ég hef mikinn metnað fyrir því að marksækjendur mínir hámarki árangur sinn á sínum for­ sendum því að við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum alltaf skapað okkur vinningsaðstæður“. Vellíðan fylgir því að uppgötva eigin hæfni Ragnheiður aradóttir markþjálfi segir hvern og einn vera hinn hljóðláta leiðtoga í eigin lífi. Þennan leiðtoga þurfum við að finna innra með okkur og virkja til að þróa okkur sjálf. Vellíðan fylgi því að ná áföngum í lífinu og uppgötva eigin hæfni og getu. Markþjálfunardagurinn fer fram á morgun á Hilton Reykjavík Nordica. hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Nýjar vörur frá Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is margir mark- þegar hafa sagt að bara það að segja hlutina upphátt við óháðan aðila hafi hjálpað þeim við að taka ákvörð- un. Viðkomandi gerir það í raun og veru sjálfur upp á sitt eindæmi, en það er einhver þarna sem veitir pressuna og skapar aðstæðurnar og býr til jarðveginn svo viðkomandi getur tekið skrefið. Ragnheiður Aradóttir 2 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 A -9 0 D 0 1 C 0 A -8 F 9 4 1 C 0 A -8 E 5 8 1 C 0 A -8 D 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.