Fréttablaðið - 25.01.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.01.2017, Blaðsíða 34
Gölluðum rafhlöðum að kenna Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Skotsilfur Raftækjaframleiðandinn Samsung tilkynnti á mánudag að gallaðar rafhlöður hafi valdið því að það kviknaði í snjallsímum af gerðinni Galaxy Note 7. Síminn átti að keppa við nýjustu Iphone-símana frá Apple en innköllun á símunum kostaði Samsung 5,3 milljarða dollara. Fréttablaðið/EPa Hún mun hefja störf neðar í stiganum en jafnaldrar hennar með utanáliggj- andi kynfæri og þrátt fyrir jafn góða menntun og hæfni, og þó hún taki ekki meiri tíma frá störfum vegna barna en þeir, þá mun hún samt ekki vera jafngild á vinnumarkaði. Þrátt fyrir þetta heyrast enn gagn- rýnisraddir á sértækar aðgerðir til að ná fram jafnrétti; kynjakvóti í stjórnum sé fáránlegur, „við viljum bara velja hæfasta fólkið“. Er sem sagt ekki hægt að finna hæfar konur til að fylla 40% í stjórnum? Þetta er ekki illa meint. Það vill enginn ójafnrétti. Þetta er ómeðvitað og hugsunarleysi. Þetta er vani. Nýr ráðherra Sjálfstæðisflokksins hitti naglann á höfuðið þegar sumir sögðu hana hafa fengið stöðuna því hún væri kona: „Ef ég er að fá ráð- herrastól af því að ég er kona þá er miðaldra karlmaðurinn að fá stólinn af því að hann er miðaldra karlmað- ur.“ Vaninn ræður og karlarnir halda áfram að fá stólana. Þess vegna verð- um við að handstýra breytingunni þangað til að hún verður „normið“ og þetta gerist sjálfkrafa. Við verðum að nota hamar á glerþakið. Sem FKA-kona hef ég líka heyrt, „af hverju þarf sérstakar viðurkenn- ingar fyrir konur í atvinnulífinu?“ – við erum einmitt að veita þær í dag. Jú, til þess að vekja athygli á því að við erum fullkomlega jafn hæfar og karlar, til að hvetja konur áfram, verðlauna fyrir vel unnin störf og sýna heiminum hvað í konum býr. Þetta er enn einn liður í því að gera okkur meðvituð. Konur eru ekki súkkulaði. Við fáum ekki að vera með af með- aumkun. Við þurfum að fá að vera með til að geta sýnt hvað í okkur býr og skapa fyrirmyndir. Til að skapa nýtt „norm“. Og þegar allir eru farnir að gera sér grein fyrir því að svona á þetta að vera og hæfasta fólkið er valið, óháð kynfærunum, þá getum við tekið handstýringuna af. Þegar jafnrétti er orðið vani. Um helgina voru tvö ár síðan Seðla- banki Evrópu (ECB) undir stjórn Marios Draghi hratt af stað áætlun um svokallaða peningalega örvun (QE). Tilgangur áætlunarinnar var að koma evrusvæðinu upp úr þeirri verðhjöðnunargildru sem gjaldmið- ilssvæðið hafði sokkið ofan í. Tveimur árum síðar er sennilega of snemmt að segja að ECB hafi tekist að færa evrusvæðið varan- lega frá verðhjöðnunargjánni en ég tel engu að síður að það sé ástæða til að fagna árangrinum. Ég tek sérstaklega eftir tveimur mikilvægum hagvísum sem benda til þess að við höfum færst verulega frá verðhjöðnunargildrunni og að verðbólga til meðallangs tíma (2-3 ára) muni líklega verða aftur í kring- um 2% verðbólgumarkmið ECB. Það væri gríðarlega mikilvægt því það myndi líka binda enda á skulda- og hagvaxtarkreppuna á evrusvæð- inu. Í fyrsta sinn síðan 2014 hefur vöxtur peningamagns og sparifjár (M3) aukist verulega og í öðru lagi hefur nafnvirði vergrar landsfram- leiðslu – besti vísirinn hvað varðar vöxt heildareftirspurnar – aukist. ljós við enda ganganna Þannig hefur M3-vöxturinn verið að meðaltali 5-6% á meðan nafn- virði vergrar landsframleiðslu hefur vaxið um 3-4%. Hvort tveggja er nokkurn veginn í samræmi við 2% verðbólgu að gefinni leitni í veltu- hraða peninga og í vexti vergrar landsframleiðslu að raunvirði. Þessa stundina er verðbólga á evrusvæð- inu rétt yfir 1% en ef leitni síðustu tveggja ára hvað varðar M3 og vöxt á nafnvirði vergrar landsframleiðslu heldur áfram, þá má búast við að verðbólga á evrusvæðinu fari aftur upp í 2% á komandi árum. Og það er ekki bara á evrusvæð- inu sem verðbólgan er að taka við sér. Raunar hefur verðbólgan í Sví- þjóð og Tékklandi, löndum sem nota ekki evru, nýlega farið upp í 2% og í Bretlandi er líklegt að verð- bólgan fari í 2% á árinu 2017. Þótt við munum, eftir að evr- usvæðið hefur í mörg ár verið undir opinbera 2% verðbólgumarkmið- inu, sjá verðbólguna nálægt 2% þýðir það ekki að ECB ætti að flýta sér að binda enda á QE-áætlunina – það væri sannarlega ótímabært og sem betur fer viðurkennir seðla- bankastjóri Evrópu það, en þetta þýðir að það er ljós við enda gang- anna. Þrýstingur á Seðlabankann Þetta þýðir líka að við gætum séð sum Evrópulönd – eins og Svíþjóð, Tékkland og Bretland – byrja að hækka stýrivexti (mjög) hægt á árinu 2017. Og það skal ítrekað að það er engin þörf á stórtækri aðhaldsstefnu í peningamálum. En kannski verða í fyrsta sinn í mörg ár rök fyrir hægfara hækkun stýri- vaxta. Frá íslenskum sjónarhóli þýðir þetta að Ísland mun sennilega ekki lengur flytja inn verðbólguhjöðnun frá Evrópu á komandi árum og að vextir í Evrópu muni hækka örlítið. Að mínu áliti eru peningamarkaðs- skilyrði á Íslandi nú þegar of laus- beisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma. Evrópa losnar úr verðhjöðnunargildrunni Frá íslenskum sjónarhóli þýðir þetta að Ísland mun senni- lega ekki lengur flytja inn verðbólguhjöðnun frá Evrópu á komandi árum og að vextir í Evrópu muni hækka örlítið. Hin hliðin Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsnörd og FKA-félagskona Ísland stendur fremst í jafnrétti í heimi en jafnrétti er engan veginn náð. Með núverandi þróun verður 12 ára dóttir mín þremur árum frá eftirlaunum þegar hún fær jafn mikið greitt fyrir vinnu sína og strákarnir. Enginn bónus, hærri laun Eftir að Íslands- banki endaði í faðmi ríkisins var ákveðið af nýrri stjórn bankans að frá og með þessu ári yrðu ekki lengur greiddir bónusar til starfsmanna. Á árinu 2015 höfðu um hundrað starfsmenn bankans fengið bónus að fjárhæð samtals 736 milljónir. Ekki er hins vegar víst að sú ráð- stöfun muni hjálpa birnu Einars- dóttur, bankastjóra Íslandsbanka, mikið við að halda aftur af auknum launakostnaði. Þannig eru nokkur dæmi þess að bankinn hafi þurft að bregðast við þessari nýju stöðu með því að hækka nokkuð laun sumra lykil starfsmanna til að koma í veg fyrir að þeir færu yfir til keppinauta bankans. Enn og aftur seinkun Forsvarsmenn Silicor Ma- terials sömdu nýverið við Faxaflóahafnir um seinkun á gildis töku samn- inga um hafnar- aðstöðu og lóð á Grundartanga til septembermánaðar. Samningarnir áttu að taka gildi í apríl í fyrra en fjármögnun verkefnisins hefur dreg- ist. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að nokkrir af þeim íslensku einkafjárfestum sem tóku þátt í hlutafjársöfnun sólarkísilversins séu ósáttir við tafirnar. Í næsta mánuði verða liðin þrjú ár síðan Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og tals- maður Silicor Materials, greindi frá áformum fyrirtækisins og eitt og hálft ár síðan fjárfestarnir fóru inn í hluthafahópinn. Sögðu upp í bankanum Mikið er um mannabreyt- ingar á banka- markaði um þessar mundir. Þremenningarnir Jón Gunnar Sæ- mundsen og Jónas Guðmundsson, fyrrverandi starfs- menn Íslandsbanka, og Sigurður Hreiðar Jónsson, sem var síðast verðbréfamiðlari hjá Kviku banka, sögðu þannig allir upp störfum undir lok síðasta árs. Þeir hafa í kjöl- farið nýverið stofnað í sameiningu félagið Klettar Capital sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskipta- vina. Allir eiga þeir að baki áralanga reynslu sem verðbréfamiðlarar á fjármálamarkaði en Jón Gunnar er sonur Gríms Sæmundsens, for- stjóra og eins stærsta hluthafa Bláa lónsins. 2 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðurinn 2 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 A -9 F A 0 1 C 0 A -9 E 6 4 1 C 0 A -9 D 2 8 1 C 0 A -9 B E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.