Fréttablaðið - 25.01.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.01.2017, Blaðsíða 14
Stór viðskipti voru með bréf í Marel 13. janúar síðastliðinn þegar Lands- bankinn og hlutabréfasjóðir í stýringu Landsbréfa, ásamt öðrum hluthöfum í Marel, seldu samanlagt 1,1 prósents hlut í félaginu. Kaupandi bréfanna var erlendur aðili, samkvæmt heim- ildum Markaðarins, og heldur hann á hlutnum í gegnum safnreikning á vegum Landsbankans en það voru markaðsviðskipti bankans sem sáu um viðskiptin. Miðað við núverandi gengi bréfa í félaginu er hluturinn metinn á tæplega 2,2 milljarða króna. Gengi bréfa í Marel hefur hækkað nokkuð að undanförnu. Þannig hækkuðu bréfin í verði um tæplega 2,3 prósent í gær og nam gengið 269,5 krónum á hlut við lok viðskipta í Kauphöllinni. Frá áramótum nemur verðhækkunin hartnær átta pró- sentum. Hagnaður Marel á fyrstu níu mánuðum ársins var 53,2 milljónir evra og jókst um liðlega 14 prósent frá sama tímabili árið 2015. – hae Um 39 milljóna gróði af sölu á herrafatnaði Herragarðurinn rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind. fréttablaðið/anton Einkahlutafélagið Föt og skór, eig- andi Herragarðsins, var rekið með 39 milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman var jákvæð um 205 millj- ónir árið 2014 en það ár seldi félagið hlutabréf fyrir 95 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýjum árs- reikningi félagsins sem skilað var inn til ársreikningaskrár Ríkisskatt- stjóra rétt fyrir áramót. Samkvæmt honum námu eignir þess 746 millj- ónum í árslok 2015 en skuldirnar 701 milljón. Rekstrartekjur námu þá 1,2 milljörðum króna og lækk- uðu um 6,5 prósent milli ára. Föt og skór á og rekur verslanir Herra- garðsins í Kringlunni og Smáralind. Í reikningnum er einnig tekið fram að félagið reki aðrar verslanir en ein þeirra er Boss-búðin í Kringlunni. Það á einnig helmingshlut í fast- eignafélaginu Suður67 ehf. Föt og skór er í eigu Hákons Magnússonar, Rósu Sigurðardóttur og 1967 ehf. – hg 764 milljónir króna var verð- matið á eignum eiganda Herragarðsins í árslok 2015. markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Lagði fram tilboð í Hellisheiðarvirkjun MJDB ehf. sendi Reykjavík, Akranesi og Borgarbyggð tilboð í Hellisheiðar- virkjun. Félagið er í eigu íslensks framkvæmdastjóra America Renewables í Kali- forníu. Bókfært virði þriggja virkjana ON nemur um 107 milljörðum króna Stjórn or hafnaði tilboði sem barst í virkjunina 2. desember. Kom þá fram að engin ákvörðun hefði verið tekin um sölu virkjanasamstæðu or og að slíkt væri ekki á færi stjórnar heldur eigenda fyrirtækisins. Viðskiptaráð telur mikil tækifæri fólgin í því að draga úr opinberu eignarhaldi fasteigna hér á landi og leggur til að ríkið selji fermetra fyrir 45 milljarða króna. Telur ráðið hag- kvæmt að einkaaðilar fái að kaupa einn ef hverjum fjórum fermetrum í eigu ríkisins sem sé umsvifamesti rekstraraðili fasteigna á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á umsvifum ríkisins á íslenskum fasteignamarkaði sem verður kynnt í dag. Segir þar að ríkissjóður eigi alls 880 þúsund fer- metra af húsnæði í um eitt þúsund fasteignum. „Nýting þessara fasteigna er óhag- kvæm, en ríkisstofnanir nota tvöfalt fleiri fermetra á hvern starfsmann en alþjóðleg viðmið segja til um. […] Til að setja þessi umsvif ríkisins á fasteignamarkaði í samhengi má nefna að flatarmál Laugardalsvallar er sjö þúsund fermetrar og flatarmál Kringlunnar er fjörutíu þúsund fer- metrar. Fasteignir ríkissjóðs jafn- gilda því um 125 knattspyrnuvöll- um eða 22 Kringlum að stærð.“ – hg Vill að ríkið selji húsnæði fyrir 45 milljarða króna Einkahlutafélagið MJDB vill kaupa Hellisheiðarvirkjun af Reykjavíkur- borg, Akraneskaupstað og Borgar- byggð. Sveitarfélögin þrjú fengu fyrr í mánuðinum tilboð í eignarhluti sína en Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafnaði um miðjan desember tilboði sama félags í virkjunina í annað sinn. Útlit er fyrir að forsvarsmenn sveitar- félaganna fundi um málið á næstu vikum. MJDB er að stærstum hluta í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá America Renewables í Kaliforníu, en í samtali við Markaðinn vildi hann ekki tjá sig um tilboðin eða það hvort aðrir inn- lendir eða erlendir fjárfestar komi að þeim. Magnús á 70 prósenta hlut í MJDB en lögmannsstofan Lagahvoll er skráð fyrir 30 prósentum. Daði Bjarnason, stofnandi og einn eig- enda Lagahvols, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á Magnús. America Renewables var stofnað árið 2009 og er einkahlutafélag með höfuð- stöðvar í borginni Rolling Hills í Kaliforníu. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins hefur það komið að ýmsum verkefnum sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum. Hellisheiðarvirkjun er í eigu Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Reykja- víkurborg á 93,54 prósenta hlut í OR, Akraneskaupstaður 5,53 prósent og Borgarbyggð 0,93 prósent. Sam- kvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur hefur ekki farið fram verðmat á Hellisheiðarvirkjun. Bók- fært virði virkjana ON í árslok 2015 var um 950 milljónir Bandaríkjadala eða 107 milljarðar króna miðað við núverandi gengi. Bróðurpart þeirrar upphæðar má rekja til Hellisheiðar- virkjunar þar sem Nesjavallavirkjun hefur verið afskrifuð að verulegu leyti og Andakílsárvirkjun er komin til ára sinna. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitar- stjóri Borgarbyggðar, segist ætla að ræða tilboðið við meðeigendur sveitar félagsins í OR. Regína Ásvalds- dóttir, bæjarstjóri Akraneskaup- staðar, segir að tilboðið í 5,53 pró- senta eign bæjarins verði tekið fyrir í bæjarráði á morgun. S. Björn Blön- dal, formaður borgarráðs Reykja- víkurborgar, staðfestir að tilboðið hefur ekki enn komið inn á borð borgarráðs. „Ég get ekkert sagt að svo stöddu en þó að það er verðhugmynd í til- boðinu. Það er sami aðilinn sem er að bjóða bæði í Reykjavíkurborg, Akranes og Borgarbyggð,“ segir Reg- ína. haraldur@frettabladid.is Magnús b. Jóhannesson, framkvæmda- stjóri hjá America Renewables Erlendur fjárfestir keypti í Marel Gengi bréfa í Marel hafa hækkað um nærri átta prósent frá áramótum og nemur markaðsvirði félagsins í dag um 200 milljörðum króna. 2 5 . j a n Ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 2 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 A -9 0 D 0 1 C 0 A -8 F 9 4 1 C 0 A -8 E 5 8 1 C 0 A -8 D 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.