Fréttablaðið - 25.01.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.01.2017, Blaðsíða 6
Ísbúð / Ísgerð – Til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu einkahlutafélag sem rekur ísbúð með eigin framleiðslu, miðsvæðis í Reykjavík. Öll aðstaða er mjög góð og gert er ráð fyrir kaffisölu og tilheyrandi. Miklir möguleikar fyrir duglega aðila. Nánari upplýsingar í síma: 896 0240. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Eldhúsvaskar og -tæki Schutte Hoga eldhústæki 11.590 Oulin Stálvaskur 0304 2 hólf 62x47cm 0,8mm* 17.890 Oulin Stálvaskur F201 2 hólf 87x49 1,2mm* 39.990 Oulin Stálvaskur F301A 1 hólf 50x45cm 1,2mm* 18.890 Oulin Stálvaskur FTR101R 89x51cm 1,2mm* 25.890 Oulin Florens eldhústæki 11.890 Schutte Falcon eldhústæki 7.790 Oulin stálvaskur F302A 1 hólf 59x53cm 1,2mm* 19.790 SCHÜTTE * þykkt á stáli Í felulitum Sérþjálfaðir snjófótgönguliðar, bæði frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum, tóku þátt í heræfingu í Pjongchang í gær. Pjongchang er um 200 kílómetra austur af Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Æfingin var meðal annars haldin með það í huga að undirbúa aðgerðir gegn mögulegri innrás nágrannanna í norðri. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA sjávarútvegur Loðnuleit Hafrann- sóknastofnunar lauk í síðustu viku og unnið er úr gögnum. Sjómanna- verkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. Leiðangurinn stóð frá 11. til 19. janúar. Bæði skip stofnunarinnar, rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, tóku þátt auk grænlenska skipsins Polar Amaroq. Til stóð að tvö uppsjávarskip úr íslenska flotanum tækju þátt í leit- inni en ekkert varð úr því vegna sjó- mannaverkfallsins. Hafrannsókna- stofnun sótti um undanþágu vegna leitarinnar, en henni var hafnað af Sjómannasambandi Íslands á fyrstu dögum ársins. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill ekkert gefa upp um útlitið – það sé einfald- lega of snemmt. Ef litið er til mælinga á stærð loðnustofnsins í september og október í fyrra er útlitið svart. Þá ráðlagði Hafrannsóknastofnun að engar loðnuveiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2016/2017. Í ljósi mæl- inganna á dögunum mun stofnunin endurskoða ráðgjöfina. Hins vegar kom fram í fyrra að allt bendi til þess að veiðistofninn sé mjög lítill, og niðurstaðan í fyrra var sú að ekki hefði um árabil sést eins lítið í rann- sóknum Hafrannsóknastofnunar. Niðurstaðan var afdráttarlaus í haust. Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á ver- tíðinni 2017/2018, var vestast og sunnan til á svæðinu. Magn ung- loðnu var víðast hvar mjög lítið og ekkert fannst úti fyrir Norðurlandi. Einungis mældust rúmlega níu milljarðar fiska eða 88 þúsund tonn. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldinn að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. – shá Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni stjórnmál Alþingi kom saman í gær eftir jólafrí og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ljóst er að samvinna stjórnar og stjórnarandstöðu byrjar ekki vel en samstaða náðist ekki um skipun í nefndir þingsins. Á fyrstu fundum nýrra þing- nefnda verður því kosið um for- menn nefndanna en stjórnar- flokkarnir hafa meirihluta í öllum nefndum þingsins. Vildu stjórnar- andstöðuþingmenn meina að um væri að ræða misbeitingu valds rík- isstjórnarflokkanna. Á síðasta kjör- tímabili hafði stjórnarandstaðan tvo nefndarformenn. Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra boðaði stórsókn í innviða- uppbyggingu á þessu kjörtímabili í stefnuræðu forsætisráðherra. Leiðarstef ríkisstjórnarinnar var um aukna menntun og betri heilbrigðis- þjónustu. Einnig sagði Bjarni það forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar að vinna að loftslagsmálum og við- halda jafnvægi í efnahagsmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, gagnrýndi ræðu forsætisráð- herra að því leyti að ekkert var rætt um félagslegt réttlæti. „Við vitum að ríkustu tíu prósentin hér eiga þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagði Katrín. Einnig vék hún orðum að nýrri ríkisstjórn og sagði hún Við- reisn og Bjarta framtíð hafa selt nánast flest sín kosningaloforð. Kerfisbreytingarnar sem flokkarnir boðuðu væru litlar sem engar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þing- kona Pírata, og Logi Einarsson, for- maður Samfylkingar, minntu for- sætisráðherra á að hann hafi setið á skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra sagði heilbrigðismál í for- gangi, umbætur í landbúnaði og sjávarútvegi væru einnig forgangs- mál nýrrar ríkisstjórnar sem og stöðugt gengi og jafnrétti kynjanna. „Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar en engar kollsteypur,“ sagði Benedikt. Fyrrverandi forsætisráðherra, Sig- urður Ingi Jóhannsson, gagnrýndi ræðu Bjarna hvað harðast. Sagði hann stjórnina of veika „Hægt hefði verið að mynda annars konar stjórn sem hefði mun breiðari pólitískari skírskotun en sú hægri stjórn sem var mynduð undir forystu þeirra Engeyjarfrænda. Forsætisráðherra var mæta vel kunnugt um það. En sá á kvölina sem á völina og 25 prósent ánægja er niðurstaðan með það val.“ sveinn@frettabladid.is Boðar stórsókn við uppbyggingu innviða Alþingi kom saman í gær eftir jólafrí og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Forystu- menn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru sakaðir um að selja loforð sín ódýrt. Ráðherra mismælti sig í ræðunni og sagði ríkisstjórnina hafa aðgerðaáætlun vegna Panamasamkomulagsins, en átti við Parísarsamkomulagið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERnIR 2 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 m I Ð v I K u D a g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 2 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 A -A E 7 0 1 C 0 A -A D 3 4 1 C 0 A -A B F 8 1 C 0 A -A A B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.