Morgunblaðið - 15.06.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016
„Þeim fannst þetta mjög merkilegt og voru mik-
ið að pæla í þessu meðan á leiknum stóð,“ segir
Ágústa Jóna Heiðdal, móðir Mikaels Mána sem
spilar með 7. flokki Grindavíkur í knattspyrnu.
Sonur hennar og besti vinur hans, Marinó
Freyr, fóru saman á Norðurálsmótið í knatt-
spyrnu sem haldið var á Akranesi síðastliðna
helgi. Mótið er byrjendamót og komu kraftmikl-
ir 6-8 ára strákar hvaðanæva af landinu til að
taka þátt.
Bæði nöfnin og númerin eru eins
Þegar Mikael og Marinó mættu liði Þórs á
mótinu rak þá í rogastans en andstæðingar
þeirra þar voru tvíburabræðurnir Mikael Örn og
Marinó Örn. Ekki var þó nóg með að andstæð-
ingarnir væru nafnar strákanna heldur báru
þeir sömu númer á búningunum en Mikael Máni
og Mikael Örn eru báðir númer 9 og Marinó
Freyr og Marinó Örn eru báðir númer 6. Vakti
þetta slíka furðu strákanna að fótboltinn
gleymdist næstum því.
„Við ætluðum nú ekkert að láta þá vita af þess-
ari tilviljun fyrr en eftir á en þeir áttuðu sig á
þessu og gleymdu næstum því leiknum,“ segir
Ágústa en vel fór á með nöfnunum og skildu þeir
í mesta bróðerni að leik loknum. Óvenjulegt er
að nafnar mætist í leik og beri sama númer, hvað
þá að þeir séu tveir. Nafnarnir hefðu því ekki
getað verið samrýndari. elvar@mbl.is
Félagar Marinó Örn, Marinó Freyr, Mikael Örn og Mikael Máni úr liði Grindavíkur og Þórs mættust á Norðurálsmótinu á Akranesi um síðastliðna helgi.
Nafnar mættust á Norðurálsmóti
Voru svo undrandi að leikurinn gleymdist Bera sömu nöfn og sömu númer
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður
Samtaka iðnaðarins, lýsir yfir von-
brigðum með þá ákvörðun Meistara-
félags hársnyrta
að segja sig úr
samtökunum.
Í viðtali Morg-
unblaðsins við
formann Meist-
arafélags hár-
snyrta, Jón Aðal-
stein Sveinsson,
sagði hann m.a.
að félagið ætti
ekki samleið með
samtökunum
vegna þess að áhugi þeirra hefði
fjarlægst handverk og færst nær
stóriðjunni. Einnig hafa heyrst
óánægjuraddir meðal bakara um
stefnu Samtaka iðnaðarins.
Góður þverskurður í stjórn
Guðrún segir það miður að hár-
snyrtar telji sig ekki eiga samleið
með samtökunum en hafnar þó al-
farið fullyrðingum Jóns Aðalsteins
um stóriðjuna. Í öðrum meistara-
félögum undir samtökunum ríki ekki
óánægja. Í tíu manna stjórn SI sé
góður þverskurður og þar sitji einn
fulltrúi stóriðjunnar og tveir fulltrú-
ar iðnmeistara. „Stóriðjan er aðeins
hluti af okkar félagsmönnum. Þetta
eru auðvitað stór fyrirtæki, ég neita
því ekki, en ég hafna því algjörlega
að þau fyrirtæki stýri samtökunum
með einhverjum hætti,“ segir hún,
en bætir þó við að með nýrri sviða-
skiptingu SI hafi þjónustugrein-
arnar verið settar með hugverkum.
Það megi spyrja sig hvort hárnyrtar
gætu hafa goldið þeirrar breytingar.
Hún segir að gagnrýnin hafi kom-
ið á óvart, en verði tekin til alvar-
legrar skoðunar. Áður hafi verið
rætt við hársnyrta, þó eftir að aðal-
fundur Meistarafélagsins ákvað úr-
sögnina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úrsögn Meistarafélag hársnyrta
finnur sig ekki undir hatti SI.
Stóriðjan
ræður
ekki för
Formaður SI hafn-
ar rökum hársnyrta
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Fasteignaskatturinn er frekar
ósanngjarn og óskilvirkur skattur,“
segir Ólafur Stephensen, fram-
kvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda. Stjórn félagsins skorar á
sveitarfélög landsins að endurskoða
álagningarprósentu fasteignagjalda
til að mæta miklum hækkunum á
fasteignamati atvinnuhúsnæðis und-
anfarin ár.
Í ályktun félagsins er vakin at-
hygli á væntanlegri 7,6% hækkun
fasteignamats atvinnuhúsnæðis á
landinu og enn meiri hækkun á höf-
uðborgarsvæðinu. Það þýði að
óbreyttu hundruða milljóna króna
aukna skatta á atvinnulífið.
„Skatturinn leggst á eigið fé
fyrirtækja, burtséð frá afkomu
þeirra. Dæmi um það eru fyrirtæki
sem eru með tiltölulega litla veltu
en tiltölulega dýra húseign. Matið
hefur hækkað um 40% á höfuðborg-
arsvæðinu [uppsöfnuð hækkun 5
ára] og skatturinn samsvarandi,
þótt lítil hækkun hafi orðið á veltu
fyrirtækisins. Þetta getur verið
íþyngjandi hjá fyrirtækjum sem eru
í eðlilegum og stöðugum rekstri en
eru ekki í fasteignaviðskiptum,“
segir Ólafur.
Ósanngjörn skattheimta
Félag atvinnurekenda segir að
fyrirtæki megi síst við slíkum álög-
um nú þegar mörg þeirra eigi fullt í
fangi með að standa undir launa-
hækkunum vegna nýgerðra kjara-
samninga án þess að velta þeim út í
verðlagið. Ólafur bendir á að stjórn-
völd beri nokkra ábyrgð á launaþró-
uninni. Sveitarfélögin og ríkið hafi
slegið tóninn í síðustu kjarasamn-
ingum. Því sé ekki óeðlilegt að þau
haldi aftur af álögum sem annars
yrði velt út í verðlagið. Í ályktun
FA er vakin athygli á því að Kópa-
vogur og Seltjarnarnes hafi mætt
miklum hækkunum fasteignamats
með lækkun á álagningarprósentu.
Önnur sveitarfélög hafi ekki gert
það og til dæmis hafi Reykjavík-
urborg fengið hundruð milljóna í
tekjuauka.
Halldór Halldórsson, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
mun beita sér fyrir því að dregið
verði úr hækkun fasteignaskatta.
„Þetta eru stórkostlegar hækkanir
fyrir atvinnurekanda sem fær þess-
ar miklu hækkanir á fasteignamati.
Þetta eru ekki tekjur sem borgin
hefur reiknað með. Hún á ekki að
vera að ná sér í tekjur með ósann-
gjarnri skattheimtu.“
Endurskoði fasteignaskattinn
Félag atvinnurekenda segir að fyrir-
tækin megi ekki við auknum álögum Álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði
- í milljónum kr.
Heimildir: Árbók sveitarfélaga og vefir sveitarfélaganna
Nokkur sveitarfélög 2013 2014 2015
Reykjavíkurborg 7.656 8.009 8.423
Kópavogsbær 1.417 1.456 1.465
Seltjarnarneskaupstaður 46 48 45
Garðabær 463 493 497
Hafnarfjarðarkaupstaður 1.218 1.287 1.379
Mosfellsbær 189 202 212
Reykjanesbær 463 493 573
Sveitarfélagið Árborg 288 301 318
Vestmannaeyjabær 86 90 112
Akureyrarkaupstaður 592 623 663
Landið allt 15.328 15.990 16.960
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum