Morgunblaðið - 15.06.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.2016, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norður-Íshafið gæti orðiðað mestu íslaust áþessu ári eða því næsta,að mati Peters Wad- hams, prófessors og yfirmanns The Polar Ocean Physics Group við Cambridge-háskóla í Englandi. Það verður þá í fyrsta sinn í meira en 100.000 ár sem það gerist. Þetta kom nýlega fram í viðtali The In- dependent við Wadhams prófessor. Bráðabirgðaniðurstöður gervi- hnattagagna frá bandarískri stofn- un (The US National Snow & Ice Data Centre) benda til þess að haf- ísinn á norðurhjara hafi þakið 11,1 milljón ferkílómetra (km2) 1. júní sl. Ísinn hefur þakið að meðaltali nærri 12,7 milljónir km2 á sama árstíma undanfarin 30 ár. Wad- hams telur líkur á að hafísþekjan á norðurheimskautssvæðinu hverfi að mestu og geti orðið minni en ein milljón km2 í september í haust. Gerist það ekki í haust þá muni það gerast á næsta ári. Hann er þess fullviss að ísþekjan fari niður fyrir 3,4 milljónir km2 í haust sem er það minnsta sem hafísþekjan hefur mælst til þessa. Miðhluti Norður-Íshafsins verður þá íslaus og svæðið yfir norðurpólnum. Hafís sem eftir verður mun þá verða einkum við norðurströnd Kanada. Loftslagsfræðingurinn dr. Pet- er Gleick sagði við The Independ- ent að hann hefði ekki hugmynd um hvort spá Wadhams prófessors stæðist. Hann benti á að reyndist hún ekki rétt myndi það vekja gagnrýni þeirra sem efast um lofts- lagsbreytingar eða afneita þeim. Dr. Gleick sagði það rétt hjá Wad- hams prófessor að vara við hækk- andi hita á norðurheimskautssvæð- inu. Minnki ísinn eða hverfi af norðurskautssvæðinu muni það hafa mikil áhrif á veðurfar og vist- kerfi um allan heim. Jennifer Francis, prófessor við Rutgers-háskóla, hefur rannsakað áhrif norðurskautssvæðisins á veðr- ið á norðurhveli jarðar. Hún er ef- ins um framtíðarspá Wadhams pró- fessors og telur „mjög ólíklegt“ að hún rætist á þessu ári. Francis prófessor taldi að spá Wadhams gæti mögulega ræst á árunum frá 2030 til 2050. Hún lagði engu að síður áherslu á að það séu að skap- ast mjög óvenjulegar aðstæður á norðurheimskautssvæðinu. „Það er mjög lítill hafís og hann hefur verið með minnsta móti í janúar, febrúar, mars, apríl og nú í maí, svo þetta veldur áhyggjum,“ sagði Francis. Hún telur að mögu- lega verði slegið nýtt met í sept- ember varðandi bráðnun hafíssins. Ótrúlegt, ekki óhugsandi Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslagsbreytinga, hjá Veðurstofu Íslands telur ólíklegt að spá Peters Wadhams rætist. Hann kvaðst vera sammála dr. Peter Gleick og Jennifer Francis prófess- or sem Independent ræddi við. Halldór benti á að sumarið 2012 hefði enginn séð fyrir að lág- mark hafíssins yrði þá 3,2 milljónir ferkílómetra. Hann sagði að á þessu ári stefndi í lítinn hafís á norðurslóðum. Lágmark myndi nást yrði veður ekki þeim mun kaldara og stilltara. Halldór sagði að kæmi óveður nokkrum sinnum í sumar, en þá brotnar hafísinn upp, og yrði auk þess hlýtt sem ylli hraðari bráðnun ísjakanna, gætum við séð mjög lág- ar tölur um hafísþekju í haust. Halldóri finnst þó ótrúlegt að hún fari undir eina milljón ferkílómetra. „Ótrúlegt, en ekki óhugsandi,“ sagði Halldór. Mikilli hafísbráðnun spáð á norðurhjara Morgunblaðið/Golli Hafís Vísindamenn eru ekki á einu máli um hve hröð bráðnun hafíss á Norður-Íshafinu verður. Einn spáir að það verði íslaust í ár eða næsta ár. 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hryðju-verkaá-rásir eru orðnar tíðar í Tyrklandi og draga ekki lengur að sér þá athygli sem slíkir atburðir verðskulda. Allar líkur eru því miður á að þessum hryllingi sé fjarri því lokið í landinu, sem sjá má á yfirlýsingu frá þeim sem lýstu sig ábyrga vegna árásar í síðustu viku. Í yfirlýs- ingunni sagði að stríðið væri rétt að hefjast. Í árásinni sprengdu kúrd- ískir aðskilnaðarsinnar rútu sem tilheyrði lögreglunni í Ankara, höfuðborg Tyrk- lands, með þeim afleiðingum að ellefu létust og rúmlega þrjátíu til viðbótar særðust. Þetta er fimmta árásin í stór- borgunum Ankara og Istanbúl sem rekja má til Kúrda frá því í október á síðasta ári, en að auki hefur fjöldi slíkra árása í suðausturhluta landsins auk- ist margfalt. Síðan átök Tyrkja og Kúrda blossuðu upp á ný hafa meira en þúsund manns látist. Einungis er um eitt ár síðan staðan var önnur. Í þingkosn- ingum í júní í fyrra náði flokk- ur hófsamra Kúrda, HDP, inn nógu mörgum mönnum til þess að koma í veg fyrir að flokkur Recep Tayyip Erdog- an, Tyrklandsforseta, næði meirihluta á tyrkneska þinginu. Líkur eru á að ekki sé tilviljun að fljótlega eftir það hófu hersveitir Tyrkja að- gerðir í suðausturhluta lands- ins, vegna meintrar hryðju- verkastarfsemi Kúrda. Fljótlega var boð- að til annarra þingkosninga, og fyrr en varði hafði Erdogan náð meirihluta sínum á ný. Eftir stóðu átökin sem kynt hafði verið svo hressilega undir á ný, eftir tveggja ára vopnahlé. Nær útilokað virðist að takast muni að stilla til friðar að þessu sinni. Í yfirlýsingu hryðju- verkamannanna, sem stóðu fyrir sprengingunni í síðustu viku sagði, auk þess sem að of- an greinir, að ekki yrði samið svo lengi sem Erdogan yrði við völd. Fátt bendir til annars en að hann verði það lengi enn. Á föstudaginn var svo til- kynnt að stjórnvöld í Tyrk- landi hefðu nýtt sér nýfengna heimild í lögum til þess að sækja þingmenn til saka, og hefðu ákært 57 þeirra fyrir alls kyns sakir, þar á meðal stuðning við PKK, kúrdíska Verkamannaflokkinn, sem Tyrkland skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Sú að- gerð er mjög til þess fallin að hella olíu á skíðlogandi eldinn. Það bendir því fátt til ann- ars en að ofbeldið verði áfram ofan á í Tyrklandi. Í versta falli gætu átökin endað með allsherjar borgarastyrjöld, sem gæti jafnvel flækt stöð- una í Sýrlandi enn frekar. Þó að sú niðurstaða virðist kannski fjarlæg nú, þá er ekki ástæða til bjartsýni, hvorki fyrir Tyrki né Kúrda, á meðan hvorugur sýnir minnsta sátt- arvilja. Samskipti Tyrkja og Kúrda fara hratt versnandi og líkur eru á að ofbeldið haldi áfram} Logandi púðurtunna Hafi einhverefast um að Ísland verðskuld- aði að keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu get- ur viðkomandi lagt þær efasemdir til hliðar. Glæsileg frammistaða lands- liðsins í gærkvöldi staðfesti að það er engin tilviljun eða heppni sem skilaði Íslandi í fyrsta sinn á þetta stórmót. Ísland á einfaldlega landslið í knattspyrnu sem getur stað- ist hvaða öðru landsliði sem er snúning. Fyrirfram var ekki talið líklegt að Ísland kæmi með stig út úr leik við Portúgal með Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu. Íslendingar hafa verið vongóðir um ár- angur liðsins í riðlinum, en gerðu enga kröfu um stig í gær- kvöldi. Það er því óhætt að segja að landsliðið hafi staðið sig umfram væntingar og sýnt og sannað eina ferðina enn hvílíkt úrvals lið er á ferðinni. Íslenska liðið var öryggið uppmálað í leiknum þrátt fyr- ir erfiða andstæðinga og stjörnuleikmann sem oft hef- ur einn síns liðs tryggt liði sínu sigur. Hann komst hins vegar ekkert með íslenska landsliðið, sem gerði Íslend- inga alla stolta með frammi- stöðu sinni. Standi íslenska liðið sig jafn vel í leiknum gegn Ungverjalandi á laug- ardag og gegn Austurríki eft- ir viku, þarf Ísland ekkert að óttast. Íslenska landsliðið spilaði af miklu ör- yggi gegn erfiðum andstæðingi } Glæsileg byrjun Þ vílík sæla, þvílík snilld, þvílíkt og annað eins. Eitt stig komið í hús á EM. Í villtustu draumum hefði ég ekki geta ímyndað mér að við næð- um jafntefli við Portúgal. Það er galið. Hún er stundum fyndin þessi vinna, að vera blaðamaður að fjalla um mannlífið meðan á leik stendur. Það þýðir að maður getur eiginlega ekkert horft. Ég svona eiginlega missti af flestu sem gerðist en ég fann fyrir flestu sem gerðist. Við Ófeigur ljósmyndari tókum þjóðsönginn af svölunum á Center-hotel Plaza við Ingólfstorg. Mögnuð stund. Hlupum niður en lentum í Göran og Ingrid frá Svíþjóð í lyftunni. Þau voru sko ekkert að flýta sér. Þannig að við spjölluðum að- eins og þau höfðu engan áhuga á fótbolta. Ekki neinn. Voru bara að fara finna sér einhvern góð- an stað til að borða á. Þegar við löbbuðum út á götu var Gylfi í dauðafæri. Læt- in sem við mættum mátti vel finna. Mig langaði að sjá færið en það var ekki hægt. Mannfjöldinn var svo mikill. Ég sá tré og hlustaði á Gumma Ben. lýsa af sinni alkunnu snilld. Ég hef ekki enn séð færið en ég man eftir trénu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik,“ sagði miðaldra kona við mig í hálf- leik. Ég játti því bara. Hafði ekki hugmynd um það. Ég sendi ljósmyndarann minn út af örkinni að mynda mannlíf í síðari hálfleik. Það tókst eins og sjá má að síðu sex. Hann fór í skemmtilegan rúnt. Á meðan hélt ég áfram að tala við fólk og trufla það og ekki horfa á leikinn. En þessi stund þegar allir gerðu sér grein fyrir að Birkir væri aleinn á fjær. Ég sver það. Það mátti heyra saumnál detta. Allur fókus fór á þessa stund. Var þetta að fara að gerast. Svo bara búmm. Boltinn fór inn. Það varð allt brjál- að. Allt varð sturlað. Ég faðmaði meira að segja einhvern gaur. Þekki hann ekki neitt. En við áttum svo innilegt faðmlag. Það var gott að faðma þennan gaur. Toppmaður sem tók mér opnum örmum. Bókstaflega. Ég naga ekki á mér neglurnar og finnst það frekar viðbjóðslegur siður. En ég nagaði þær undir lokin á leiknum. Veit ekki af hverju. Mér fannst þessar síðustu sekúndur endalausar. Djöfull sem ég hélt að dómarinn myndi gefa Portúgal sigurinn þarna undir lokin. Tyrkneskt rán í Frakklandi værum við að lesa um á íþróttasíðunum. En nei. Strákarnir okkar héldu út. Þeir gátu þetta. Þvílík sæla. Þetta var eitthvað svo yndis- legt. Ég skil mig eiginlega ekki að hafa ekki keypt miða til Frakklands. Ég fór ekki á hausinn við hrunið þó að það hefði munað litlu og það var ömurlegur tími. En ég er eigin- lega alveg til í að fara á hausinn fyrir EM. Ekki fer maður á HM í Rússlandi 2018. Á maður ekki bara að hringja í bank- ann, hækka heimildina og skella sér. Ef einhvern tímann er staður og stund til að gera sig gjaldþrota og sjá ekkert eftir því er það núna. Ég kannski býð bara vini mínum með. Þessum sem faðmaði mig svo innilega. Verst að ég veit ekk- ert hver þetta er og man ekkert eftir honum. benedikt@mbl.is Pistill Benedikt Bóas Yndislegt faðmlag við ókunnugan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Hlýnun á Íslandi síðan sam- felldar mæl- ingar hófust snemma á 19. öld nemur rúm- lega 0,7°C á öld, að því er segir í grein Halldórs Björnssonar, Líklegar breyt- ingar á Íslandi, á vef Veðurstofu Íslands. Hlýnunin frá 1975 nemur um 0,35°C á áratug. Það er nokkru meira en hnattræn hlýn- un á sama tímabili. Líklegt þykir að hlýnun við Ísland verði rúm- lega 0,2°C á áratug. Um miðja öldina hafi hlýnað um 1°C en 1,4- 2,4 gráður við lok hennar. Afleiðingar hlýnunar má víða sjá. Jöklar hopa, framleiðni gróð- urs eykst og skógarmörk birkis færast ofar. Merkja má breytta útbreiðslu fisktegunda í hafinu og einnig ýmissa fuglategunda, ekki síst sjófugla. Víða merki í náttúrunni SPÁÐ ER HLÝNUN Halldór Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.