Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Þegar Rooney kýldi Gylfa
2. Landsliðsmenn skammaðir …
3. Þakið gaf sig
4. Féll niður um þak og lést
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir vitj-
ar heimahaganna í dag og næstu
daga og heldur tónleika í kvöld kl. 21 í
félagsheimilinu Breiðumýri í Reykja-
dal en það eru „ár og dagur (og rúm-
lega það) síðan hálfvitar tóku upp
hljóðfærin sín í Norðurþingi svo gera
má ráð fyrir miklu heimavallarstuði“,
eins og hljómsveitin lýsir því. Daginn
eftir verður haldið til Eyjafjarðar og
spilað á Græna hattinum á föstu-
dags- og laugardagskvöld kl. 22.
„Sakir aðskiljanlegustu anna
hljómsveitarmeðlima er alls óvíst um
frekari spilamennsku norðan heiða
þetta sumarið, svo nú er um að gera
að grípa hina hálfvitalegu gæs,“
segja hálfvitarnir.
Ljótir hálfvitar vitja
heimahaganna
Unnur Sara Eldjárn heldur tónleika
í tónleikaröðinni Arctic Concerts í
kvöld kl. 20.30 í Norræna húsinu.
Unnur Sara er söngkona, gítarleik-
ari og lagahöfundur, stundaði nám
við Tónlistarskóla Fíh og hefur unnið
með fjölmörgum íslenskum tónlistar-
mönnum. Í fyrra kom út fyrsta hljóm-
plata hennar, sem hlaut góðar við-
tökur. Hljóðheimur Unnar Söru er
djassskotið popp og rokk og rödd
hennar björt. Textar Unnar Söru eru
persónulegir og fjalla um
nánasta umhverfi
hennar. Unnur leikur
á gítarinn og syngur
í kvöld og henni til
stuðnings verða
Halldór Eldjárn á
slagverk og Gréta
Rún Snorradóttir sem
leikur á selló.
Unnur Sara í röðinni
Arctic Concerts
Á föstudag Norðan 8-13 m/s og rigning, talsverð norðaust-
anlands. Þurrt að mestu á Suður- og Vesturlandi. Hiti 7 til 16 stig,
hlýjast syðst.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Samfelld rigning norðaustan- og aust-
anlands eftir hádegi. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina,
upp í 16 stig um landið vestanvert.
VEÐUR
Valur vann stærsta sigur
tímabilsins í Pepsi-deild
kvenna í knattspyrnu til
þessa þegar liðið tók sig til
og skellti Þór/KA, 6:1, á
Hlíðarenda. Elín Metta Jen-
sen skoraði þrennu í leikn-
um og Margrét Lára Viðars-
dóttir tvö mörk. Breiðablik
er hins vegar á toppi deild-
arinnar eftir öruggan 4:0-
sigur á ÍBV sem tapaði enn
á ný í Eyjum. Fylkir er enn í
leit að fyrsta sigrinum. 3
Valskonur með
stærsta sigurinn
Eftir að hafa fengið frí frá æfingum í
gær hefst alvaran að nýju í dag hjá
leikmönnum íslenska karlalandsliðs-
ins í knattspyrnu fyrir leikinn við
Frakkland í 8-liða úrslitum EM á
sunnudag. Enginn leikmanna liðsins
er meiddur þrátt fyrir mikið
álag síðustu daga. »1
Frídagur í gær en nú
hefst alvaran að nýju
Skagamenn unnu annan leik sinn í
röð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í
gær þegar þeir skelltu Stjörnunni,
4:2, þrátt fyrir að hafa lent 2:1 undir í
seinni hálfleik. Garðar Gunnlaugsson
skoraði þrennu fyrir ÍA sem komst
með sigrinum upp fyrir KR og í 9.
sæti deildarinnar, þremur stigum frá
fallsæti. Stjarnan er hins vegar sex
stigum frá toppnum. 2
Garðar með þrennu í
frábærri endurkomu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Guðrún Björt Yngvadóttir hefur
verið kjörin 2. varaforseti Lions-
hreyfingarinnar á heimsvísu á al-
þjóðaþingi hennar í Fukuoka í Jap-
an. Í samtali við Morgunblaðið
segist Guðrún himinlifandi með
kjörið, en hún er fyrsta konan sem
kosin er til forystu hreyfingarinnar í
nær hundrað ára sögu hennar.
Guðrún segir kjörið þýða að hún
verði 1. varaforseti að ári liðnu og
loks alþjóðaforseti hreyfingarinnar
ári seinna.
„Þá verð ég forseti í eitt ár en
þangað til er þetta teymi sem vinnur
saman, svo maður er strax farinn að
hafa áhrif og axla ábyrgð. Í beinu
framhaldi af embætti forseta liggur
leiðin í stjórn Alþjóðahjálparsjóðsins
svo þetta er skuldbinding til sex ára.
Þannig að maður er ekki að fara að
setja fæturna upp í loftið og slappa
af,“ segir Guðrún létt í bragði.
Tveir stórir þröskuldar
Aðspurð segist hún hafa fundið
fyrir miklum stuðningi á þinginu í
Fukuoka, en það sækja um fjörutíu
þúsund manns hvaðanæva að.
„Þessi mikli stuðningur kom mér
svo á óvart því það var búið að spá
því fyrir mér að fyrir lægju tveir
stórir þröskuldar,“ segir Guðrún.
„Annars vegar að ég væri kona,
því það hefur aldrei verið kona áður
og menn hafa alltaf séð fyrir sér ein-
hverja stóra og sterka karla í þessu
hlutverki. Hins vegar hefur aldrei
neinn forseti verið frá jafn litlu
landi. Og það vakti eig-
inlega fleiri spurningar en
hitt.“
Þegar kom að kosn-
ingum á þriðjudag
höfðu hinir fjórtán
frambjóðendurnir allir
dregið framboð sitt til
baka, þar sem Guðrún
hafði fengið fjölda stuðningsyfirlýs-
inga, þar á meðal frá alþjóðastjórn-
inni.
„Þegar upp var staðið var ég því
ein í kjöri, en enn var hægt að fella
mig á því að greiða mér ekki at-
kvæði, þar sem ég varð að fá meiri-
hluta atkvæða. Mitt markmið var því
áfram að reyna að afla frekari stuðn-
ings og það gekk eftir,“ segir Guð-
rún og bendir á að allir þeir rúmlega
fjögur þúsund sem kusu hafi greitt
henni sitt atkvæði.
„Mér fannst ekki nóg, þegar allir
voru búnir að stíga til hliðar, að
sleppa bara í gegn. Heldur vildi ég fá
góðan sigur og vita að ég hefði al-
mennan stuðning. Og hann var svo
sannarlega til staðar, sem ég kann
ótrúlega vel að meta.“
Fyrst kvenna forseti Lions
Í forystu Lions-
hreyfingarinnar á
alþjóðavísu
Ljósmynd/Lionshreyfingin
Í Japan Guðrún Björt Yngvadóttir var kjörin 2. varaforseti Lions á alþjóðaþinginu í Fukuoka í Japan.
Á vef Lions-hreyfingarinnar segir
að hún sé stærsta alþjóðlega þjón-
ustuhreyfing heims, en upphaf
hennar má rekja til Bandaríkj-
anna árið 1917.
Í dag hefur hreyfingin á
að skipa yfir 1,3 milljónum
félaga en hún er sögð
óháð stjórnmálaflokk-
um og trúfélögum.
Árið 1920 eða ein-
ungis 3 árum eftir að
hreyfingin var stofnuð varð Lions
alþjóðleg þegar fyrsti Lions-
klúbburinn var stofnaður í Kanada.
Á 6. og 7. áratugnum óx hreyfingin
mjög hratt og var klúbburinn hér á
landi stofnaður árið 1951.
Lions-hreyfingin býður upp á
fjölbreytt félagslíf, fræðslu,
skemmtanir, verkefni, fundi og
ferðalög með vinum og fjöl-
skyldum, að því er fram kemur á
vefnum www.lions.is.
Rúm milljón félaga í Lions
EKKI EINUNGIS Á ÍSLANDI