Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016
✝ Guðrún Jón-asdóttir, Dúna,
fæddist í Vest-
mannaeyjum 17.
janúar 1930. Hún
lést á Landspít-
alanum 18. júní
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Jónas Sig-
urðsson í Skuld, f.
29.3. 1907, d. 4.1.
1980, og Guðrún
Kristín Ingvarsdóttir, f. 5.3.
1907, d. 26.3. 2005. Systkini
Guðrúnar eru: Ingunn, f. 1928,
d. 2013, Sjöfn, f. 1932, Sigur-
geir, f. 1934 og Sigurjón, f.
1940.
Guðrún giftist Steinari
Júlíussyni, f. 30.1. 1930, feld-
skera frá Mjölni í Vestmanna-
eyjum, þann 3. apríl 1954. For-
eldrar hans voru Júlíus
Þórarinsson, f. 5.7. 1906, d. 2.6.
1983, og Sigurragna M. Jóns-
dóttir, Ragna, f. 25.10. 1905, d.
20.12. 1995. Börn Guðrúnar og
Steinars eru: 1) Jónas Þór
Steinarsson, f. 2.10. 1946,
kvæntur Þóreyju Morthens, f.
Steinarsson, f. 2.7. 1964, var
kvæntur Mirja Kuusela, f. 12.5.
1964, d. 1.5. 2004, og eru dætur
þeirra: Tira Tuila Gunnarsdótt-
ir, f. 19.4. 1993 og Iris Gunn-
arsdóttir, f. 7.2. 1995.
Guðrún ólst upp í Vest-
mannaeyjum hjá foreldrum sín-
um sem bjuggu þar á nokkrum
stöðum. Síðast bjó hún hjá þeim
í Skuld þar sem Ingunn amma
hennar bjó einnig. Guðrún og
Steinar bjuggu á Hilmisgötu 1 í
Vestmannaeyjum uns þau fluttu
til Reykjavíkur 1963. Þar
bjuggu þau lengi í Safamýri og
nú síðasta aldarfjórðunginn í
Trönuhjalla í Kópavogi. Guðrún
stundaði íþróttir sem unglingur
í Eyjum og var vel á sig kominn
fram á seinni ár og voru þau
hjón leiðbeinendur í jóga í
Heilsuræktinni og Jógastöðinni
Heilsubót. Að loknu gagnfræða-
prófi í Eyjum starfaði hún yfir
tíu ár á Ritsímanum í Eyjum en
var síðan heimavinnandi á með-
an börnin voru ung. Síðan starf-
aði hún hjá Orðabók háskólans í
um 20 ár en einnig við
prófayfirsetu í Háskóla Íslands
fram undir áttrætt.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 30. júní
2016, klukkan 15.
25.10. 1947, og eru
synir þeirra: Guð-
jón Ragnar Jón-
asson, f. 25.5. 1974
og Jónas Páll Jón-
asson, f. 14.8. 1976.
Jónas Þór ólst upp
hjá móðurforeldr-
um sínum. 2)
Ragna Steinars-
dóttir, f. 22.5. 1957,
gift Þorsteini Þór-
hallssyni, f. 2.7.
1956, og eru börn þeirra: Þóra
Þorsteinsdóttir, f. 19.10. 1977,
Guttormur Þorsteinsson, f. 11.3.
1988 og Steinar Þorsteinsson, f.
2.9. 1993. 3) Júlíus Þórarinn
Steinarsson, f. 1.12. 1958,
kvæntur Sigrúnu Guðmunds-
dóttur, f. 15.1. 1959, og eru syn-
ir þeirra: Steinar Júlíusson, f.
6.1. 1980 og Oddur Júlíusson, f.
21.6. 1989. 4) Eyvindur Ingi
Steinarsson, f. 13.12. 1960, var
kvæntur Báru Grímsdóttur, f.
24.4. 1960 og eru synir þeirra:
Andri Eyvindsson, f. 2.4. 1986,
Eysteinn Eyvindsson, f. 7.9.
1993 og Júlíus Eyvindsson, f.
8.8. 1997. 5) Gunnar Kristinn
„Gjörðu svo vel, þetta eru
bara afgangar.“ Þetta sagði
tengdamóðir mín iðulega þegar
mér var boðið að setjast að borð-
um, þó að afgangarnir væru
kræsingar. Þetta var á fyrstu ár-
unum sem ég fór að venja komur
mínar í Safamýrina.
Hjónunum Steinari og Dúnu
fannst gaman að ferðast og fóru
þau oft til Ameríku til að hitta
skyldfólk og líka vinnuferðir til
að sérsauma mokkaflíkur á am-
eríska viðskiptavini. Í þessum
ferðum myndaðist góður vin-
skapur milli hjónanna og Landau
sem seldi flíkurnar. Þegar Land-
au kom til landsins var á óska-
listanum að fá lambahrygg og
púðursykurköku hjá Dúnu sem
honum þótti algjört lostæti.
Þegar þær mæðgur Dúna og
Ragna fóru í ferð til Portúgals
komu þær með ýmsar nýjungar
þaðan í matargerð og bræðurnir
minnast þess enn að paprikurétt-
ir voru í öll mál og öllum mögu-
legum útfærslum.
Fyrirmyndarhúsmóðir var
hún tengdamóðir mín og börnin
hennar minnast þess þegar þær
vinkonurnar Erla brutu saman
þvottinn með tilþrifum í Safa-
mýrinni. Þó að Dúna hafi verið
heimavinnandi alla tíð voru börn-
in látin taka þátt í öllum verkum
á heimilinu. Dúna var jafnrétt-
issinni og hlífði strákunum ekk-
ert við að taka þátt í heimilis-
störfum.
Bræðurnir minnast oft á
skemmtilegu afmælisveislurnar
sínar. Á þeim tíma voru mörg
börn í hverri íbúð í stigagang-
inum í Safamýrinni og öllum
boðið. Dúna bakaði þvílíkar
hnallþórur og allaf þurfti að
prufa nýjar kökusortir.
Dúna og æskuvinkona hennar
Stína hafa haldið vinskap alla tíð
og börnin hennar sögðu að Dúna
væri eins og móðursystir þeirra,
enda þau hjón aufúsugestir hjá
fjölskyldunni. Þær vinkonur
voru miklar hannyrðakonur og
prjónuðu eins peysur á barna-
börnin, það eru þær fallegustu
peysur sem ég hef séð og vöktu
alls staðar athygli.
Tengdamamma skellti sér í
jógatíma hjá Jógastöðinni
Heilsubót og fyrr en varði var
hún orðin leiðbeinandi. Seinna
tók Steinar tengdapabbi að sér
hádegistíma fyrir karlmenn.
Þetta var góður hópur sem stóð
vel saman og fór í ferðalög bæði
hérlendis og erlendis og tóku
börnin með og voru þetta ferðir
sem fjölskyldan minntist oft á.
Á föstudögum þegar foreldr-
arnir voru við jógaæfingar fengu
systkinin í Safamýrinni að
spreyta sig heima í matargerð og
þá voru gerðar ýmsar tilraunir.
Keppnisskap hafði Dúna mik-
ið enda hafði hún keppt á árum
áður í spretthlaupi. Tengda-
mamma átti til að taka spretti
með strákunum sínum á þeirra
yngri árum og framan af var það
Dúna sem kom fyrst í mark.
Þau hjón Dúna og Steinar
byggðu sér sumarhús í Eilífsdal
og höfðu gaman af skógrækt og
að gróðursetja, það voru líka ófá-
ar kartöflusortir sem gerðar
voru tilraunir með.
Þau voru samrýmd systkinin
frá Skuld og það var ekki logn-
molla þegar hópurinn hittist og
ekki síst systurnar sem töluðu
nánast daglega saman.
Það gat líka gustað í kringum
Dúnu en það var fljótt að lygna.
Dúnu var umhugað um allt og
alla og mátti ekkert aumt sjá.
Barnabörnin voru henni ofar-
lega í huga og fengu þau sann-
arlega að njóta þess, þau koma
nú til með að sakna ömmu sinn-
ar.
Vestmanneyjar voru henni
kærar og var það hátíðarstund
að mæta í Eyjakaffið og hitta þar
vini og kunningja.
Kvöldstundanna í Safamýrinni
hjá Dúnu og Steinari með Duke
Benny og Ellu ásamt góðu
kvöldkaffi með heimabökuðu og
góðu spjalli minnist ég með
hlýju.
Takk fyrir allt.
Meira: mbl.is/minningar
Sigrún (Simo) tengdadóttir.
Mín kæra tengdamóðir, Guð-
rún Jónasdóttir, sem alltaf var
kölluð Dúna, er látin 86 ára göm-
ul. Hún hafði glímt við krabba-
mein í nokkur ár en fór ekki á
sjúkrahús fyrr en viku fyrir and-
látið. Allt fram að því hafði hún
hagað sínu daglega lífi eins og
hún var vön, sinnti öllum heim-
ilisstörfum, heimsótti vini og
vandamenn og fylgdist með öllu í
kringum sig. Krafturinn í þessari
konu var með ólíkindum, hreyf-
ingarnar og göngulagið eins og í
unglambi og andinn óbeygður.
Þess vegna er sárt að sjá á eftir
henni og söknuður afkomenda
mikill.
Dúna var alla tíð atorkusöm ,
hélt fallegt heimili, sinnti stórri
fjölskyldu og vann úti. Í Eilífsdal
reistu þau hjón sumarhús og
voru óþreytandi í ræktunarstarfi
sem borið hefur mikinn ávöxt.
Var dásamlegt að fylgjast með
því hversu samhent þau Dúna og
Steinar voru í bústaðnum, eins
ólíkir persónuleikar og þau voru.
Ég fann strax fyrir því þegar
ég kom inn á heimilið fyrir meira
en 40 árum að húsmóðirin var
nokkuð gustmikil. Fjörið var
mikið og þegar systur hennar og
aðrir ættingjar frá Vestmanna-
eyjum voru á staðnum var mikið
hlegið og stemningin nýstárleg
fyrir ungan svein sem hafði verið
einbirni hálfa ævina. Eitthvað
hefur tengdamóður minni þótt
ég vera á skjön við þessa hressu
Vestmannaeyinga því að tíu ár-
um eftir okkar fyrstu kynni var
Dúna í heimsókn hjá okkur
Rögnu í Ameríku og fékk sér í
glas með okkur, sem hún annars
nánast aldrei gerði. Eitthvað var
ég að grínast og þá sagði Dúna
orð sem ég mun aldrei gleyma:
„Ekki vissi ég að þú hefðir húm-
or, Steini.“ Ákvað ég eftir þetta
að vera almennilegur við tengda-
móður mína og vera henni gleði-
gjafi. Vona ég að það hafi tekist
því að upphaf níunda áratugarins
var þeim hjónum erfitt, fyrirtæki
Steinars gekk illa og hann
neyddist til að sækja vinnu í
Noregi. Ekki síst vegna styrks
Dúnu komust þau yfir þessa erf-
iðleika.
Dúna var mjög ánægð í vinnu
sinni á Orðabók Háskólans og
Steinar fékk vinnu með fötluðum
á Bjarkarási sem greinilega átti
vel við hann. Önnur gæfa þeirra
hjóna var að festa sér íbúð hjá
Búseta í Trönuhjalla þar sem
þau bjuggu við öryggi og afskap-
lega góða nágranna. Eftir að
Dúna komst á eftirlaun naut hún
þess að rækta sambandið við
gamla vini og fjölskyldu og þau
hjónin eignuðust nýja vini í
gegnum starf Steinars með Bú-
mönnum. Er það með miklum
söknuði að ég kveð tengdamóður
mína, sem var einn af mestu
áhrifavöldum í lífi mínu.
Þorsteinn G. Þórhallsson.
Frá okkur er farin amma
Dúna. Mig langaði til að minnast
hennar í nokkrum orðum. Amma
Dúna var vinur minn. Okkar
samband styrktist þegar ég full-
orðnaðist og komst til vits og
ára. Alltaf var gott að koma í
heimsókn til hennar og afa Stein-
ars, fá kaffi og smá smákökur
með. Með aldrinum lærist manni
að slík vinátta snýst einungis um
áhuga og væntumþykju en ekki
veraldlega hluti. Þegar ég hugsa
til baka veit ég ekki alveg hversu
vel ég þekkti hana sjálfa, því hún
var ekki mikið að flíka eða trana
sér fram. Við ræddum um ætt-
ina, börnin og um það hvað ég
væri að gera. En hún var líka
veraldarvön og þau afi voru dug-
leg að ferðast. Ég veit ekki um
marga komna hátt í áttrætt sem
ákveða að skella sér í lestarferð
yfir Kanada þvert og endilangt.
Ég sé þau fyrir mér, afi með
þessa stóísku ró sína, en amma
að passa upp á að þau kæmust
nú eitthvað áfram. Þau ræktuðu
vel sambandið við nokkuð fjar-
skylda Vestur-Íslendinga á
Sléttunum miklu og voru dugleg
að heimsækja þau. Lífið var þó
ekki alltaf dans á rósum hjá
henni ömmu minni, sér í lagi
þegar afi bjó um hríð í Noregi.
Aðfangadagskvöld hjá ömmu
Dúnu, á hverjum þeim stað sem
hún bjó á, voru þó alltaf ljósið í
minningu minni um jólin. Amma
var alltaf ljúf og góð og ég man
aldrei eftir að hún skammaði
nokkurn mann, nema kannski
hann Gunnsa frænda sem var
alltaf á sömu rólegu bylgjulengd-
inni og hann afi Steinar. Enda
féll ömmu Dúnu aldrei verk úr
hendi. Alltaf fékk ég eitthvað
handprjónað frá henni í gjöf á
jólunum og litlu börnin mín síð-
ustu árin, iðulega var ég spurður
út í hver hafði nú prjónað svona
fínt. Amma mín ræddi aldrei um
veikindi sín við mig, nema þegar
ég kvaddi hana í síðasta sinn í
heimahúsi með þeim orðum að
hún kæmi ekki á ættarmótið síð-
ar í sumar. Hún vissi að hún ætti
stefnumót á annað ættarmót.
Amma, hvíldu í friði.
Þinn vinur,
Jónas Páll.
Elskuleg vinkona mín, hún
Dúna, er látin.
Kynni okkar Dúnu hófust um
átta ára aldur en þá flutti Dúna í
næsta hús við mig, í Hlaðbæ við
Austurveg í Vestmannaeyjum.
Við urðum fljótt góðar vinkonur
enda var Dúna einstök mann-
eskja og traust vinkona. Við
gengum saman í barnaskóla
Vestmannaeyja og það var sama
hvaða vonskuveður gerði, aldrei
vantaði okkur tvær í skólann. Við
innrituðum okkur í barnakórinn
og nutum þess báðar að syngja
þar saman.
Dúna var ekki bara góður
námsmaður með andlegt þrek
heldur tók hún líka fram úr öll-
um stelpum á hlaupum í leikfimi-
tímum. Við Dúna unnum síðar
saman á Landssímastöðinni og
urðum traustar vinkonur áfram.
Dúna var áræðin í hugsun, lífs-
glöð og skemmtileg kona.
Dúna fluttist síðar með manni
sínum, Steinari feldskera, til
Reykjavíkur í Safamýrina og
nokkrum árum síðar fluttist ég
sjálf til Reykjavíkur á Háaleit-
isbrautina, nálægt Dúnu, með
mína fjölskyldu. Með okkur
hjónunum tókst mikil vinátta og
aldrei bar á milli okkar. Samvera
við Dúnu og Steinar var alltaf
notaleg. Síðustu árin tengdumst
við enn dýrmætari og traustari
vinaböndum og hittumst reglu-
lega. Nú skilur Dúna eftir sig
tómarúm í lífi okkar og sökn-
uðurinn er mikill.
Ég votta Steinari, vini mínum,
og börnum þeirra innilega sam-
úð. Blessuð sé minning Dúnu.
Kristín (Stína).
Dúna var besta vinkona
mömmu. Þær höfðu alist upp í
Vestmannaeyjum og voru nánar
vinkonur í meira en 80 ár; vin-
konur eftir kreppuna, seinna
stríð og gosið. Dúna var bros-
mild, frá á fæti og einstaklega
minnug og athugul. Hún fylgdist
með öllu því sem við krakkarnir
höfðum fyrir stafni og var alltaf
einhvern veginn til staðar á
stórum atburðum í æsku okkar.
Dúna var aðeins á undan sam-
tímanum, eins og þegar hún hóf
að stunda leikfimi fyrir tíma
stóru líkamsræktarstöðvanna og
mamma skokkaði í Háaleitinu
með henni í leikfimitíma. Það
fannst okkur krökkunum fram-
andi. Dúna og Steinar voru afar
samrýnd og áttu stóran og glæsi-
legan barnahóp og það var því
mikið fjölmenni og gleði þegar
fjölskyldurnar tvær hittust.
Við viljum þakka Dúnu fyrir
samfylgdina og vináttu og biðj-
um góðan Guð að geyma hana.
Steinari og fjölskyldu vottum við
okkar dýpstu samúð.
Þorsteinn Ingi, Árni,
Gylfi, Margrét, Þór og Sif
Sigfúsar- og Kristínarbörn.
Guðrún Jónasdóttir
Elskulegur faðir okkar,
GUNNAR GEIR GUNNARSSON,
Klapparstíg 1,
áður til heimilis að Kárastíg 15,
Hofsósi,
lést á hjartadeild Landspítalans
mánudaginn 20. júní.
Kveðjuathöfn verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. júlí
klukkan 15. Jarðsett verður frá Hofsóskirkju laugardaginn 2. júlí
klukkan 14.
.
Gunnar Geir Gunnarsson,
Þröstur Viðar Gunnarsson,
Pálína Sif Gunnarsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HILDUR EINARSDÓTTIR,
Bolungarvík,
lést á hjúkrunarheimilinu í Bolungarvík
mánudaginn 27. júní.
Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 9. júlí
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast
bent á orgelsjóð Hólskirkju í Bolungarvík, rnr. 1176-18-911908,
kt. 630169-5269.
.
Einar Benediktsson, María Guðmundsdóttir,
Halldóra Benediktsdóttir, Sören Pedersen,
Bjarni Benediktsson, Bjarnveig Eiríksdóttir,
Ómar Benediktsson, Guðrún Þorvaldsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÞORVALDUR VEIGAR GUÐMUNDSSON
læknir,
er látinn.
Útförin fer fram miðvikudaginn 6. júlí frá
Kópavogskirkju, klukkan 15.
.
Birna Friðriksdóttir,
Helga Þorvaldsdóttir, Douglass Turner,
Sólveig Þorvaldsdóttir, Valgeir Ómar Jónsson,
Arndís Þorvaldsdóttir, Geir Fenger
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar
og bróðir,
KARL FRIÐJÓN ARNARSON
húsasmíðameistari,
Vesturbergi 41,
lést af slysförum mánudaginn 27. júní.
.
Snjólaug Guðrún Kjartansdóttir,
Örn Þór Karlsson,
Atli Björn Karlsson,
Úlfar Snær Arnarson.
Okkar ástkæri
EIÐUR JÓNSSON
frá Gauksstöðum á Skaga,
til heimilis að Heiðarbrún 2,
Stokkseyri,
er lést af slysförum 20. júní, verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 2. júlí klukkan 14.
Minningarathöfn verður í Hvammskirkju í dag, fimmtudaginn
30. júní, klukkan 18. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
Hulda Rúnarsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR STEINUNN JÓNASDÓTTIR
frá Brekkum,
lést 26. júní.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 5. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á kvennadeild Landspítalans.
.
Pálmi Sævar Þórðarson Hafdís Ásgeirsdóttir
Jónas A. Þórðarson Heiðrún P. Maack
Bergrún Lilja, Guðný Lilja, Pétur Geir,
Guðbjörg Stella og Júliana.