Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016
✝ Jónína Vigfús-dóttir (Jóna)
fæddist í Reykjavík
2. janúar árið 1951.
Hún lést 19. júní
2016.
Hún var dóttir
hjónanna Guðrúnar
Samúelsdóttur
(Gurrýjar), f. 3.
september 1933, og
Vigfúsar Sólbergs
Vigfússonar (Sóla),
f. 9. maí 1925. Foreldrar hennar
skildu og giftist móðir hennar
Friðjóni Jónssyni, f. 12.2. 1931.
Systkini Jónu eru Lára Emelía
Vigfúsdóttir, f. 26.2. 1952, Svan-
ur Karl Friðjónsson, f. 5.3. 1966,
Signý Rut Friðjónsdóttir, f. 30.3.
1965, og Friðjón Rúnar
Friðjónsson, f. 16.12. 1968. Jóna
ólst upp á Hellissandi hjá móður
sinni og stjúpa. Hún kláraði
grunnskóla á Hell-
issandi, gagnfræða-
próf frá Hlíðar-
dalsskóla í Ölfusi
og húsmæðraskóla-
próf frá
Húsmæðraskól-
anum á Löngumýri.
Jóna giftist Páli
Valdimar Stef-
ánssyni 31. júlí
1951 og eiga þau
tvö börn: Guðrúnu
Fríðu Pálsdóttur, f. 17. ágúst
1972, og Stefán Ragnar Pálsson,
f. 19. mars 1978. Jóna vann við
hin ýmsu störf á lífleiðinni, þar á
meðal í fiski, við netavinnslu, í
verslun og á leikskóla. Seinast
vann Jóna á dvalarheimilinu
Jaðri í Snæfellsbæ.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 30. júní
2016, klukkan 13.
Í dag er ég að kveðja hana
systur mína hinstu kveðju. Við
vorum mjög samrýndar systur
enda bara eitt ár á milli okkar.
Jóna lét það ekki stoppa sig að ég
væri heyrnarlaus og til að geta átt
í góðum samskiptum við litlu
systur lærði hún táknmál. Tákn-
málið sem við töluðum saman sem
systur var frekar gamaldags
táknmál, enda hefur táknmál
heyrnarlausra breyst og þróast
með árunum. Jóna lærði alltaf ný
og ný tákn þegar við hittumst í
fríum, en ekki var hún jafn dugleg
að læra ný tákn sem notuð eru í
dag, hún vildi bara halda sig við
þau gömlu.
Við systurnar vorum átta og
níu ára þegar við fluttumst vestur
á Hellissand með mömmu og Fía
og þar leið okkur alltaf vel. Alltaf
lengdist bilið á milli okkar meðan
á skólagöngu stóð, en það stopp-
aði okkur ekki í að tala saman eða
Jónu í að læra ný tákn og var hún
ótrúlega seig að tileinka sér
gömlu táknin. Við brölluðum mik-
ið saman og margar skemmtileg-
ar sögur er hægt að segja um
okkur þegar við vorum ungar og
er það bara efni í heila bók. Ég
vildi helst vera að atast og helst í
þér, en þú vildir helst vera að lesa,
en við áttum okkar góðu og dýr-
mætu stundir sem ég mun alltaf
geyma í hjarta mínu.
Ég var svo heppin að geta farið
með Jónu og Palla í fullt af ferða-
lögum, bæði hér innanlands og
erlendis, og áttum við margar
góðar stundir saman í þeim og
vildum við skoða sömu hlutina í
borgunum. En við elskuðum að
fara saman í Kringluna eða bara á
kaffihús og fá okkur gott kaffi og
eitthvað gott með því.
Ég dvaldi margar stundir með
Jónu og fjölskyldu fyrir vestan,
bæði um jól og í sumarfríum, og
þá var mikið skrafað og mikið
kaffi drukkið, enda elskuðum við
báðar kaffi. Við töluðum um það í
eitt af síðustu skiptunum okkar
saman að við ætluðum að vera svo
duglegar að fara saman í Kringl-
una og fara á kaffihúsin, en fleiri
verða ferðarnar ekki með þér,
elsku systir góð. Tíminn sem við
vorum búnar að ákveða saman
eftir að þú fluttir til Keflavíkur
reyndist miklu styttri en við áætl-
uðum. Þú varst spennt yfir flutn-
ingnum og ég yfir mig ánægð að
þú skulir vera komin nær mér.
Þín verður sárt saknað, kæra
systir. Ég vil senda Palla, Guð-
rúnu og Stefáni mínar dýpstu
samúðarkveðjur og megi Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Lára Emelía Vigfúsdóttir.
Í dag er ég að kveðja systur
mína hana Jónu hinstu kveðju.
Hún hefur alla tíð verið mikill
áhrifavaldur í lífi mínu, og
snemma sótti ég í að fá að gista
hjá henni og Palla, því þar var svo
rólegt, allir að lesa og þurfti ég
ekki að vera að slást við bræður
mína. Hjá þeim voru líka svo
skemmtilegar plötur til að hlusta
á og við vinkonurnar kunnum að
meta, t.d. Meat Loaf og fleiri.
Jóna kenndi mér að meta góðar
bókmenntir og kynnti mig fyrir
Millý Mollý Mandý og síðan
Öddu. Þarna byrjaði lestraráhugi
minn og hún vissi alveg hvernig
bókmenntir ég vildi helst lesa.
Hún var dugleg að kenna mér góð
gildi og passaði upp á að ég færi í
sunnudagaskólann til Jóhönnu
sem barn og unglingur. Ef ein-
hver kom í skólann að fjalla um
kristileg gildi lagði hún til að ég
færi og einnig kynnti hún mig fyr-
ir Vindáshlíð. Hún hafði farið
þangað sjálf og lagði mikið upp úr
því að ég færi, sem ég og vinkon-
urnar gerðum.
Jóna hafði smitandi áhuga fyr-
ir gömlum tíma og hlutum og
einnig höfðum við systurnar sam-
eiginlegan áhuga á Sjómanna-
garði Hellissands. Á þrítugsaf-
mælinu mínu gaf hún mér
einstaka afmælisgjöf, en það voru
fyrstu hlutir mínir í upphlut. Árið
eftir fórum við systur ásamt fleiri
góðum konum á námskeið hjá
Heimilisiðnaðarfélaginu og saum-
uðum okkur búning sem við erum
ótrúlega stoltar af.
Það er margs að minnast við
fráfall Jónu og þegar kallið kom
var enginn undir það búinn að það
myndi gerast svo fljótt sem raun-
in varð. Hún var alveg ótrúlegur
karakter með sterkar skoðanir en
það var alltaf hægt að rökræða
við hana, þó að maður væri ekki
sammála henni. Aðaláhugamál
hennar fyrir utan það að lesa var
að fylgjast með íslenska landslið-
inu í fótbolta og einnig sínu liði í
enska boltanum, Arsenal, hún gat
alltaf rætt um fótbolta við alla.
Hún var félagsmaður Arsenal-
klúbbsins hér á landi og eitt árið
keypti hún happdrættismiða og
vann fyrsta vinning, sem var að
senda dreng til Englands í Arsen-
al-skólann. Dag einn kom hún
með þær fréttir heim að Hilmar
Freyr minn ætti að fara út í Ars-
enal-fótboltaskólann og njóta
vinningsins hennar, sem hann og
gerði.
Ein af uppáhaldsstundum okk-
ar var að borða skötu saman á
Þorláksmessu með Palla, Guð-
rúnu og Stefáni og þá höfum við
alltaf haft vissa rútínu og hefð við
þá máltíð. Þetta var stund sem ég
hlakkaði alltaf mikið til og við-
kvæðið eftir matinn var að „nú
mættu jólin koma, ég væri búin að
fá skötu“.
Jóna hafði mikinn áhuga á
prjónaskap og undanfarin jól hef
ég fengið frá henni gjöf sem hún
gerði sérstaklega fyrir mig, flík
prjónaða úr lopa, allt gjafir sem
hittu alltaf í mark. Oft kom hún
heim til okkar með gjafir sem
henni datt í hug að búa til fyrir
okkur og gleðja, alveg ótrúlegur
karakter. Hér er tæpt á litlu um
Jónu systur og hægt er að segja
svo miklu meira um hana. Hennar
verður sárt saknað en huggunin
er að hún fær góðan hvíldarstað
við hlið mömmu. Hvíl í friði.
Kveðja,
Signý Rut.
Jóna systurdóttir mín er fallin
frá, langt um aldur fram. Sár er
söknuðurinn að elsku Jónu minni.
Ekki óraði mig fyrir því að það
væri í síðasta skipti sem ég sæi
hana frænku mína þegar hún
fagnaði með okkur fjölskyldunni,
ættingjum og vinum á 80 ára af-
mælinu mínu þann 16. apríl síð-
astliðinn.
Jóna var alla tíð einstaklega
ljúf og yndisleg. Hún var látlaus
og hæglát en gat líka verið föst
fyrir og fylgin sér þegar svo bar
undir. Já, hún var seig hún Jóna
mín. Hún flutti ung með móður
sinni Gurrý, stjúpa sínum Frið-
jóni og yngri alsystur sinni Láru
Emilíu á Hellissand. Þar bjó Jóna
nánast alla sína tíð. Jóna giftist
Páli Stefánssyni og áttu þau börn-
in Guðrúnu Fríðu og Stefán
Ragnar. Það var svo í fyrra að
fjölskyldan flutti alfarin af Sandi
og suður til Keflavíkur.
Ég gleymi aldrei þeim tímum
þegar þau Jóna og Palli fóru að
draga sig saman. Hún kom glöð
og ánægð með hann til að kynna
fyrir Jónu ömmu sinni (mömmu
minni) á Bergþórugötu 20 og hún
sá strax að þarna var mikill eð-
almaður á ferð. Jóna amma setti
blessun sína á hann og eftir það
var aldrei annað þeirra nefnt svo
hitt fylgdi ekki með, Palli og Jóna
eða Jóna og Palli.
Elsku Jóna mín, nú er komið að
kveðjustund. Þakka þér fyrir allt
og allt.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Palli minn, Guðrún
Fríða, Stebbi, Lára, Kalli, Signý,
Bóbi og aðrir ættingjar og vinir.
Mikill er ykkar missir.
Ég og fjölskylda mín vottum
ykkur öllum okkar dýpstu samúð.
Valdís Samúelsdóttir.
Á kvenréttindadaginn 19. júní
kvaddi góð vinkona og samferða-
kona okkar á Hellissandi til
margra ára. Okkur langar að
minnast hennar í dag með hlýju
og þakklæti. Við höfum verið
saman í saumaklúbbi í yfir 40 ár
og er því margs að minnast.
Við rifjum upp að Jóna var
mjög bókhneigð og vel heima í
ættfræði og bókmenntum og
aldrei kom maður að tómum kof-
anum hjá henni. Hægt var að
fletta upp í Jónu eins og fræðibók,
oftar en ekki rakti hún heilu ætt-
irnar og notaði gjarnan skemmti-
leg orðatiltæki. Jóna var ákveðin
og stóð ávallt á sínu.Hún var hag-
mælt og fór létt með að setja sam-
an skemmtilega texta og var
hægt að leita til hennar fyrir ýmis
tækifæri eins og þorrablót á Hell-
issandi og fleira. Jóna var mikil
handavinnukona enda hús-
mæðraskólagengin og var alltaf
með eitthvað á prjónunum, hver á
ekki lopapeysu frá Jónu frænku.
Saumaklúbburinn fór ávallt í
skemmtiferðir á vorin og þá var
ýmislegt brallað. Seinni árin fór-
um við að halda þorrablót heima
hjá hver annarri og ferðast er-
lendis; þrátt fyrir að hún hafi ver-
ið flughrædd lét hún sig hafa það
að koma með. Jónu var annt um
fólk og vann hún ýmis störf, svo
sem á leikskóla og við umönnun
fatlaðra og aldraðra. Jóna hafði
dálæti á íslenska þjóðbúningnum
og saumaði sér upphlut á nám-
skeiði á Hellissandi. Hún hvatti
ávallt konur til að klæðast þjóð-
búningum og viljum við því heiðra
minningu hennar með því að
klæðast þjóðbúningum við útför
hennar. Takk fyrir samfylgdina,
kæra vinkona. Sendum fjölskyldu
og ættingjum innilegar samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd saumaklúbbsins,
Arnheiður.
Ekki áttaði ég mig á því að þær
tvær kvöldstundir sem ég átti
rúmri viku fyrir andlát Jónínu
Vigfúsdóttur, með henni og Palla,
yrðu þær síðustu með henni. Ég
gerði mér hins vegar grein fyrir
því að baráttan fram undan við ill-
vígan sjúkdóm yrði hörð og óvæg-
in, krabbameinið hefði því miður
Jónína Vigfúsdóttir
✝ Steinunn LáraÞórisdóttir
fæddist á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands á Selfossi
26. ágúst 1985. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 16. júní
2016. Foreldrar
Steinunnar eru Sig-
ríður Gróa Guð-
mundsdóttir, f.
29.3. 1951, og Þórir Stein-
dórsson, f. 10.6. 1955. Systkini
Steinunnar eru Steindór, f.
1978, og Lárus Arnar, f. 1981.
Hálfsystir Steinunnar er Bryn-
hildur, f. 1970.
Steinunn ólst upp á Eyrar-
bakka til fjögurra ára aldurs en
flutti svo í vesturbæ Kópavogs,
þar sem hún bjó alla sína grunn-
skólagöngu. Við tók nám við
Menntaskólann í Kópavogi og
þar eftir við Háskólann í Reykja-
vík þaðan sem hún
útskrifaðist sem
viðskiptafræðingur
árið 2013. Hún
starfaði sem sér-
fræðingur á lífeyr-
isdeild hjá Lífeyris-
sjóði starfsmanna
ríkisins (LSR).
Eftirlifandi
eiginmaður
Steinunnar er Þor-
leifur Gunnar
Gíslason, f. 1981. Foreldrar Þor-
leifs eru Gísli Sveinsson, f. 1959,
og Svala Þórðardóttir, f. 1956.
Steinunn Lára og Þorleifur
kynntust á Kaffibarnum árið
2002 og giftu sig árið 2015. Börn
þeirra eru tvö, Alexander Októ
Þorleifsson, f. 15.5. 2007, og
Karólína Bríet Þorleifsdóttir, f.
27.5. 2013.
Útför Steinunnar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 30. júní
2016, klukkan 13.
Elsku ástin mín. Þetta er svo
erfitt að sætta sig við. Þú í
blóma lífsins, með tvö yndisleg
börn, nýútskrifuð úr háskóla og
nýkomin með nýja og spenn-
andi vinnu og allt gekk svo vel
hjá okkur. Við vorum rétt farin
að geta skipulagt framtíð okkar
þegar lífið ákvað að skella til-
veru okkar á hvolf. Verkir í öxl
sem höfðu plagað þig í nokkra
mánuði reyndust vera sjaldgæft
beinkrabbamein. Ekkert gat
búið okkur undir þetta áfall.
En sorgin vék fljótt fyrir
bjartsýni og óbilandi baráttu-
hugarfari sem einkenndu þig
alla tíð. Þetta hugarfar var
smitandi og við rerum öll í
sömu átt. Þú sagðir að það
gagnaðist engum að þú veltir
þér upp úr sjálfsvorkunn og
depurð yfir þessu. Stefnan var
sett á bata, annað kom aldrei til
greina. Meðferðin gekk vel og
níu löngum og erfiðum mán-
uðum síðar fengum við þær
gleðifregnir að meinið væri far-
ið og þú krabbameinslaus. Hví-
líkur sigur! Við gátum aftur far-
ið út í lífið að huga að einhvers
konar framtíðarplönum. Lífið
var við það að falla í ljúfa löð á
ný þegar enn eitt áfallið dundi
yfir. Meinið hafði tekið sig upp
að nýju eftir aðeins fjóra mán-
uði. Okkur var gert ljóst að tím-
inn sem við ættum saman væri
dýrmætur. Líkaminn þinn var
ekki tilbúinn í aðra eins baráttu
þó að hugur þinn væri það. Þú
gerðir allt sem hægt var. Með
sama ljónshjartanu og hugar-
fari sigurvegarans sem hafði
tekist á við þessi veikindi und-
anfarið ár. Við fengum fimm
dýrmæta mánuði í viðbót. Ég
fékk að dekra við þig sem best
ég gat. Minn betri helming, lífs-
förunaut síðustu 14 ára og ofur-
móður barna minna. Ég sakna
þín meir en orð fá lýst. Ég mun
alltaf elska þig. Nú þarf ég að
læra á lífið án þín þar til ég
hitti þig á ný í fyrirheitna land-
inu. Þangað til mun ég leggja
mig fram við að halda öllum
góðu minningunum á lofti og
reyna að tileinka mér allt það
sem var svo gott í þínu fari. Þú
sást alltaf björtu hliðarnar á
öllu og dróst ávallt það besta
fram í mér og börnunum. Þú
varst svo stolt og góð móðir og
ég mun gera allt sem ég get til
að gera þig stolta.
Ég kveð þig með möntrunni
sem þú sagðir börnunum okkar
á hverju kvöldi: „Góða nótt,
sofðu rótt og dreymdu fallega
drauma ástin mín.“ Ég elska
þig út af lífinu.
Þorleifur Gunnar Gíslason.
Það hafði snjóað og við í 5.
bekk í Kársnesskóla eitthvað að
pempíast í útivistinni. Sjáum þá
nýja stelpu í bleikfjólubláum
snjógalla í snjókasti. Skemmti
sér með nýju skólafélögunum
sínum og gaf með ásýnd sinni
hversdagslegum skóladeginum
nýtt líf. Hún var nýkomin heim
eftir dvöl í Danmörku með
aukalokk í eyranu og sítt hárið
bundið aftur í lausa fléttu.
Horfðum á hana með aðdáun í
augum, þessa nýju skólasystur
okkar sem varð besta vinkona
okkar.
Við vorum öllum stundum
saman, í skólanum á daginn,
kórnum eftir skóla og í sjopp-
unni á kvöldin þegar við urðum
unglingar. Steinunn eignaðist
margar góðar vinkonur, bæði í
okkar árgangi og næsta á und-
an. Skemmtileg og gaman að
hlusta á hana segja frá, húm-
oristi og hnyttin í tilsvörum.
Stríðin og hafði smitandi hlátur.
En fyrst og fremst hlý og
hjartagóð. Næm á fólk og botn-
aði fyrir mann setningarnar því
hún vissi alltaf hvað kæmi næst.
Einlæg vinkona og hreinskilin
og gott að leita til hennar. Hafði
ríka réttlætiskennd og tók
óhrædd upp hanskann fyrir vin-
konur sínar ef henni fannst á
þeim brotið.
Steinunn vissi hvað hún vildi,
var einstaklega dugleg og vann
mikið samhliða skólanum á
menntaskólaárunum. Hún var
óstöðvandi eftir að hún fékk bíl-
prófið, tók okkur á rúntinn á bíl
móður sinnar og reykspólaði
upp Suðurvörina í þriðja. Við
uxum upp úr sjoppuhangsinu og
inn á Kaffibarinn og næturlífið í
miðbæ Reykjavíkur. Eitt ör-
lagaríkt kvöld hitti Steinunn
þar myndarlegan strák úr
Reykjavík sem hafði að sjálf-
sögðu tekið eftir henni eins og
allir hinir strákarnir. Þetta varð
ást við fyrstu sýn, þau eyddu
því sem lifði nætur á spjalli
saman úti á palli fyrir utan
Kaffibarinn og voru upp frá því
óaðskiljanleg. Steinunn og elsku
Þolli hennar stofnuðu síðar ynd-
islega fjölskyldu þar sem hlýja
og manngæska Steinunnar
skein í gegnum bæði börnin
þeirra, Alexander og Karólínu,
sem áttu í henni góðhjartaða og
ástríka mömmu. Samhliða móð-
urhlutverkinu gerði hún sér lít-
ið fyrir og náði sér í háskóla-
gráðu í viðskiptafræði frá HR.
Fékk við það flotta vinnu hjá
LSR og var rétt byrjuð að finna
sig í nýja starfinu þegar áfallið
kom. Steinunn greindist með
sjaldgæft beinkrabbamein og
við tóku erfiðir tímar.
Í þeirri baráttu dáðumst við
að henni, rétt eins og við höfð-
um gert þegar við sáum hana
fyrst í bleikfjólubláa snjógall-
anum sínum, dáðumst að styrk
hennar og jákvæðu hugarfari og
reyndum af fremsta megni að
tileinka okkur það á þessum
raunastundum. Ást hennar og
umhyggja fyrir vinkonum sín-
um var söm fram á síðustu
stund.
Við munum ævinlega sakna
þín en erum þakklátar fyrir
hverja stund sem við áttum
saman. Við viljum minnast þín
með því hugarfari sem þú
kenndir okkur og með því að
breyta sorg okkar í ástina sem
þú gafst okkur. Þú munt alltaf
eiga þinn stað í vinahópnum og
í hjörtum okkar allra sem þú
snertir svo djúpt.
Hvíldu í friði, elsku vinkona
okkar. Við elskum þig.
Elsku Þolli, Alexander, Kar-
ólína, Sigga Gróa, Lalli og fjöl-
skylda.
Englar Guðs veri með ykkur
og gefi ykkur styrk.
Helga, Íris, Linda, Lára,
Þóra Björk og Ásta.
Sumir atburðir verða til þess
að lífsýn manns gjörbreytist og
hugsar maður þá lífið upp á
nýtt. Ung manneskja í blóma
lífsins rétt rúmlega þrítug
kvaddi þetta líf, yndisleg eigin-
kona og móðir tveggja barna.
Hún var eins og sól sem geislar
af ást og vináttu og þeir sem
baðast í geislum hennar gleyma
henni ekki. Steinunn var svo
sannarlega eins og sólin. Þor-
leifur eiginmaður hennar, börn-
in Alexander og Karólína hafa
misst svo mikið en fallegu
minningarnar lifa.
Þegar ég sá hana fyrst aðeins
16 ára gamla, þá nýbúna að
kynnast Þorleifi varð hún hluti
af tilverunni. Mér fannst eins
og ég hefði alltaf þekkt hana og
kunni strax vel við hana. Hún
var svo einstaklega opin,
skemmtileg og hláturmild. Það
voru farnar margar ferðir aust-
ur í Skaftártungu í sumarhús
tengdaforeldra Steinunnar. Þar
áttum við ógleymanlegar stund-
ir og ekki má gleyma grillveisl-
unum á Sundlaugavegi. Þetta á
ég í minningunni sem ég geymi
vel.
Önnur falleg minning var fal-
legt samband Steinunnar og
Þorleifs, en þau báru mikla
virðingu hvort fyrir öðru og hún
var alltaf svo stolt af Þorleifi
sínum. Alexander sonur þeirra
átti hennar hjarta, þau voru lík
og miklir vinir og skildu svo vel
hvort annað. Hann bara níu ára
en samt svo þroskaður. Karól-
ína þriggja ára prinsessa sem
söng hástöfum með tilþrifum
fyrir mömmu sína og ekki verra
ef fleiri áheyrendur voru, það
var yndisleg sjón. Steinunn var
góð mamma og bera þau þess
merki. Alveg fram á síðasta dag
var Steinunn að hugsa um
þeirra framtíð, skrá þau á nám-
skeið og ýmislegt fleira. Hún
var ákveðin að vinna þessa orr-
ustu, en því miður fór það á
annan veg.
Elsku Þorleifur, Alexander
og Karólína, á þessari erfiðu
stundu votta ég ykkur öllum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð veri með ykkur.
Sjöfn og Árni.
Steinunn Lára
Þórisdóttir