Morgunblaðið - 30.06.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 30.06.2016, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016FÓLK SPROTAR Sæplast Daniel Niddam hefur verið ráðinn í starf sölu- og markaðsstjóra í Evrópu hjá Sæplast Iceland. Daniel er við- skiptafræðingur að mennt og starfaði áður sem sölu- og markaðsstjóri hjá Skaganum-3x Technology í 4 ár og þar áður var hann viðskiptastjóri hjá Marel í 10 ár. Meginverkefni Daniels er að leiða markaðssókn fyrir- tækisins bæði innan lands og erlendis og að styrkja ímynd Sæplasts. Daniel Niddam er uppalinn í Frakklandi en hefur búið á Íslandi í 25 ár. Nýr sölu- og markaðsstjóri Samtök iðnaðarins Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins. Ingibjörg ber ábyrgð á að vinna að og framfylgja stefnu samtakanna í mennta- og mannauðs- málum þar sem markmiðið er að nægt framboð sé af hæfu starfsfólki fyrir hinn fjölbreytta iðnað í landinu. Ingibjörg Ösp stýrði Menningarhúsinu Hofi á Akureyri til ársloka 2014. Var framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar á árunum 2015-2016. Áður var hún framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar á árunum 2003-2005 og markaðsstjóri KEA frá 2005-2008. Ingibjörg Ösp er með MSc-gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskólanum á Akureyri og fjallaði hún um út- vistun í opinberri stjórnsýslu í meistaraverkefni sínu. Hún er með BSc- gráðu í viðskiptafræði frá rekstrardeild Háskólans á Akureyri. Nýr forstöðumaður mennta- og mannauðsmála VISTASKIPTI „Þátttakendur eru staddir inni í dularfullu herbergi. Hurðin er læst og þarf að leita að vísbendingum og leysa þrautir til að komast út.“ Þannig lýsir Jakob Hrafnsson leiknum hjá Reykjavik Escape (www.reykjavikescape.is). Jakob er framkvæmdastjóri og eigandi fyrir- tækisins, en hann rekur einnig veiði- stangaleiguna Rent-a-Rod við Reykjavíkurhöfn. Rannsóknastofa og fangaklefi Reykjavík Escape var opnað í febrúar á síðasta ári og er flóttaleik- urinn bæði hugsaður sem afþreying og sem góður vettvangur fyrir hóp- efli. „Við erum með fjórar útfærslur af leiknum. Fyrst ber að nefna „Pri- son Break“, þar sem fólk er sett í annan af tveimur fangaklefum sem við höfum smíðað hér í Borgar- túninu. Síðan er „Scientist“, þar sem leita þarf vísbendinga á rannsóknar- stofu vísindamanns. „Taken“ er drungalegasta herbergið, þar sem spilararnir hafa verið klófestir af mannræningja. Loks er nýjasta her- bergið, „Hangover“ sem sækir inn- blástur í samnefndar gamanmyndir. Þar er hópurinn fastur inni á hót- elherbergi og losnar ekki út öðruvísi en að komast að því hvað gerðist nóttina á undan.“ Leikir af þessu tagi hafa notið vaxandi vinsælda erlendis. „Þetta byrjaði fyrir 10 eða 15 árum með einföldum tölvuleikjum þar sem fólk þurfti að komast út úr herbergi og leita að vísbendingum með tölvu- músinni. Síðan gerist það fyrir þremur eða fjórum árum að ein- hverjum hugkvæmist það úti í heimi að færa þennan sama leik yfir í raun- heima,“ segir Jakob. „Í vor fórum við á alþjóðlega ráðstefnu fólks sem rekur Escape-leiki um allan heim og þar mættu um 500 manns.“ Myndavélar bannaðar Hvert herbergi er eins og vand- lega hönnuð sviðsmynd. Jakob segir þess gætt mjög vel að herbergin komi fólki á óvart og eru því allar myndavélar bannaðar í herbergj- unum og farsímar teknir af fólki. „Við byrjum á að setja þátttakendur inn í söguna á bak við herbergið og förum yfir leikreglurnar. Hver hóp- ur fær GSM-síma sem má nota til að hafa samband við starfsmann sem getur síðan gefið vísbendingar ef þörf er á. Ef hægt gengur að leysa þrautirnar má fá aðstoð eftir ákveð- inn tíma, svo að fólk situr ekki fast í sömu þrautinni allar 60 mínúturnar inni í herberginu, heldur nær að vinna marga smásigra í kappi við tímann.“ Þrautirnar eru ekki auðveldar og segir Jakob að í aðeins um 35% til- vika takist hópunum að komast út úr herbergjunum áður en tíminn renn- ur út. Hvert herbergi er gert fyrir 2-6 manna hópa en Hangover- herbergið getur tekið við allt að 12 manns. Lesendur ViðskiptaMoggans ættu að hafa sérstakan áhuga á hvernig Reykjavik Escape nýtist við hópefli. Segir Jakob að starfsmannastjórar séu mjög ánægðir með það sem upp- lifunin skilar. „Við höfum það um- fram marga aðra hópeflisafþreyingu að allir aldurshópar geta tekið þátt. Reykjavík Escape er góð skemmtun en kallar ekki á að fólk þurfi að hreyfa sig mikið, hoppa, klifra, eða fara í sérstakan hlífðar- eða útivist- arfatnað. Fólk getur komið hingað í sparifötunum og farið burt klukku- stund síðar til að snæða góðan kvöldverð á huggulegum veit- ingastað í miðborginni, fara á fund eða listviðburð.“ Reynir á samvinnuna Að sögn Jakobs reynir leikurinn á það hversu vel hópurinn vinnur sam- an við framandi aðstæður og undir töluverðu álagi. „Þegar reynt er að flýja herbergið getur ýmislegt kom- ið í ljós um samskiptin á milli leik- manna. Sumir taka að sér að vera leiðtogar og ferst það vel úr hendi á meðan aðrir taka rangar ákvarðanir og hægja á hópnum. Getur verið mjög forvitnilegt að sjá hvernig ein- staklingarnir vinna úr eigin mistök- um undir þessum kringumstæðum.“ Er leikurinn þó umfram allt mikil skemmtun. „Fólki finnst tíminn líða mjög hratt inni i herberginu, og jafnvel þótt ekki takist alltaf að kom- ast út á 60 mínútum ná flestir að leysa megnið af þrautunum og geta verið stoltir af árangrinum.“ Morgunblaðið/Eggert Að sögn Jakobs hefur Reykjavik Escape meðal annars notið vinsælda hjá pörum á fyrsta stefnumóti, enda geti samstarfið við að leysa þrautirnar verið vísbending um framhaldið. Komast þarf út á 60 mínútum. Þar sem viðskipta- vinirnir eru læstir inni Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Jakob hjá Reykjavik Escape segir starfs- mannastjóra mjög ánægða með hvernig þrautaleik- urinn nýtist sem hópefli. Fáum tekst að sleppa út úr herberginu áður en tíminn rennur út. Gestir þurfa að leita vísbendinga til að komast út. Þessi mynd var tekin í einu herberginu með sérstöku leyfi en sýnir þó enga þraut eða vísbendingu. kr.9.900 pr.mán.án vsk - snjallar lausnir Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri *án endurgjalds til 1. júlí 2018 ef keypt fyrir 30. júní 2016. Fullbúin viðskiptalausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift - NAV í áskrift. Lágmarkaðu kostnaðinn og kynntu þér málið á navaskrift.is. Aðgangur að Office 365 fylgir með.* + sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is Nýr Landspítali Gunnar Svavarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. úr hópi 12 um- sækjenda. Gunnar er vélaverkfræðingur frá Háskóla Ís- lands. Hann stofnaði og var framkvæmdastjóri Aðalskoð- unar hf. um árabil og sat á Alþingi um tveggja ára skeið. Þá starfaði Gunnar í sveitarstjórnarmálum á annan áratug. Undanfarin sjö ár hefur hann verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og sinnt stjórnar- og rekstrarstörfum m.a. við verkefnið um Nýjan Landspítala. Nýr framkvæmdastjóri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.