Morgunblaðið - 06.07.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Guðrún Guðmundsdóttir verður
hundrað ára í dag. Hún er fædd
1916 á Súðavík í Álftafirði við Ísa-
fjarðardjúp, en foreldrar hennar
bjuggu á Tröð í Álftafirði. Hún er
yngst sjö systkina, en móðir henn-
ar lést við barnsburð.
Guðrún ólst því upp hjá móður-
bróður sínum og konu hans á
Kleifum í Skötufirði.
Þar gekk hún í sveitaskóla auk
þess sem hún vann á bænum frá
sjö ára aldri. „Ég var höfð með í
öllu eins og önnur börn. Ég gat
farið að beita línu sjö ára og tíu
ára var ég farin að fara með í út-
róðra og raka í slætti. Við börnin
fengum bara aðeins minni verk-
færi en þeir fullorðnu. Þetta var
enginn þrældómur heldur meira
eins og leikur fyrir okkur börn-
in,“ segir Guðrún.
Lagðist inn vegna lungnaveiki
Guðrún var alls ekki heilsu-
hraust á yngri árum og þjáðist
lengi af lungnaveiki. Hún náði þó
bata og fór síðar að vinna sem
ráðskona í Hvalfirði, þar sem hún
kynntist Sólmundi Hjaltalín Jóns-
syni sem vann í olíustöðinni þar.
Þau giftust og eignuðust börnin
Kristin Karl, Margréti Jóhönnu,
Guðjón og Magnús Hjaltalín.
Guðrún býr nú í þjónustuíbúð
fyrir aldraða sem hún flutti í þeg-
ar hún var tæplega níræð, en 34
ár þar á undan hafði hún búið á
Klapparstíg. Hún hugsar að
mestu leyti um sig sjálf en fær að-
stoð með það sem upp á vantar.
Hún fer reglulega í göngutúra í
kringum blokkina sína, eldar ofan
í sig, þvær þvott og les blöðin.
„Ég hef verið tvo daga á viku í
dagvist aldraðra á Vesturgötu.
Þær eru voða góðar við mig þar
og ætla að hafa tertur og flottheit
fyrir mig á föstudaginn. Ég hef
líka verið aðeins á Hrafnistu og
leið vel þar,“ segir Guðrún.
Guðrún spáir mikið í pólitíkina,
kýs í öllum kosningum og reynir
að fylgjast vel með umræðunni.
Hvað finnst henni um nýju stjórn-
málahreyfinguna Pírata?
„Það eru voða margir hrifnir af
þeim en það veit enginn fyrir
hvað þeir standa. Annars finnst
mér mega koma fleira ungt fólk
inn á Alþingi. Þeir gömlu bjóða
sig fram aftur og aftur og fólkið
kýs þá endalaust,“ segir Guðrún.
Þakkar langlífi sterkum stofni
En af hverju heldur Guðrún að
hún hafi lifað svona lengi? „Ég er
af sterkum stofni. Ein systir mín
var 97 ára þegar hún dó. Önnur
dó nóttina eftir að hún varð ní-
ræð. Annars þakka ég það helst
góðum mat. Heima var alltaf til
nóg af góðum fiski af öllum sort-
um. Móðir mín, sem ól mig upp,
var myndarkona og bjó til góðan
mat og fór vel með allt. Annars
veit maður aldrei af hverju það
stafar, þetta langlífi,“ segir hún.
Hvað ætlar Guðrún að gera í til-
efni dagsins? „Ég ætla bara ekki
að gera neitt. Dóttir mín skipu-
leggur þetta allt fyrir mig og er
búin að leigja sal fyrir veislu. Ég
treysti henni alveg fyrir þessu,“
segir Guðrún glaðbeitt.
Guðrún Guðmundsdóttir verður 100 ára í dag
Morgunblaðið/Þórður
Ern Guðrún Guðmundsdóttir verður hundrað ára í dag og hyggst fagna áfanganum með vinum og ættingjum.
„Ég er komin af
mjög sterkum stofni“
Guðrún er frá Tröð í Álftafirði,
yngst sjö systkina. Hún ólst upp
á Kleifum í Skötufirði. Nítján ára
fór hún að heiman og gerðist
seinna ráðskona í Hvalfirði.
Þar kynntist hún manni sín-
um, Sólmundi Hjaltalín Jóns-
syni, og áttu þau fjögur börn og
bjuggu þau lengst af á Akranesi
þar sem þau byggðu sér hús.
Guðrún hefur unnið ýmsa
vinnu. Vann sveitastörf frá sjö
ára aldri, var síðan í fiski, ráðs-
kona og rak mötuneyti á barna-
heimili.
Hún á fjögur börn og 31 af-
komanda alls og býr í eigin hús-
næði í Reykjavík.
Æviágrip
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hafnarfjarðarbær og Alþýðusam-
band Íslands hafa undirritað vilja-
yfirlýsingu um uppbyggingu 150
leiguíbúða í Hafnarfirði. Markmiðið
er að afhenda lóðir fyrir 32 íbúðir á
yfirstandandi ári, 28 íbúðir árið 2017,
45 íbúðir árið 2018 og 45 íbúðir árið
2019. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Hafnarfjarðarbæ. Þar segir einn-
ig að ASÍ vinni að stofnun og fjár-
mögnun húsnæðissjálfseignarstofn-
unar sem muni starfa á landsvísu.
ASÍ hefur þegar haft milligöngu um
byggingu um
1.000 leiguíbúða í
Reykjavík og að
sögn Gylfa Arn-
björnssonar, for-
seta ASÍ, hafa
einnig farið fram
viðræður við
sveitarfélög í öll-
um landsfjórð-
ungum varðandi
uppbyggingu á leiguíbúðum.
Aðstæður þar eru hins vegar aðr-
ar en á höfuðborgarsvæðinu og
stendur hár byggingarkostnaður
frekari uppbyggingu fyrir þrifum.
„Við höfum verið í samtölum við
sveitarfélög úti á landi en það kemur
í ljós að húsnæðisvandinn þar er
annars eðlis en á höfuðborgarsvæð-
inu. Þar snýr vandinn að skorti á
húsnæði en húsnæðisverð og leigu-
verð er mun lægra en á höfuðborgar-
svæðinu. Þess vegna kemur það í ljós
að leiguverð í þessu nýja kerfi er
mun hærra en leiguverðið er á þess-
um stöðum og fasteignaverðið er
mun lægra en byggingarkostnaður,“
segir Gylfi. Hann bendir á að af þess-
um sökum séu einstaklingar og lög-
aðilar tvístígandi að hefja fram-
kvæmdir. „Byggingarkostnaður er
svipaður um allt land. Lóðaverðið er
hærra á suðvesturhorninu en á móti
er efniskostnaður hærri á lands-
byggðinni vegna flutningskostnaðar.
Það veldur því að byggingarkostn-
aður er hærri en markaðsvirði. Þetta
eru aðstæður sem er eilítið flókið að
eiga við,“ segir Gylfi.
Hann segist hafa lagt það til að
haldið yrði málþing um málið fljót-
lega til þess að fara yfir þetta við-
fangsefni. „Við viljum gjarnan vera
landsfélag en leiguverð hjá okkur
yrði alltaf hærra en það yrði á ann-
ars staðar landsbyggðinni,“ segir
Gylfi.
150 leiguíbúðir í Hafnarfirði
Hár byggingarkostnaður stendur byggingu leiguíbúða úti á landi fyrir þrifum
Gylfi Arnbjörnsson
Innlagnir unglinga á Vog eru helm-
ingi færri í dag en árið 2002. Þetta
kemur fram í ritstjórnargrein Þór-
arins Tyrfingssonar, forstjóra á
sjúkrahúsinu Vogi, í nýjasta tölu-
blaði Læknablaðsins.
Þórarinn segir í greininni að á 9.
áratugnum hafi unglingum á Vogi
fjölgað jafnt og þétt. Á árunum
1995-2000 hafi innlögnum fjölgað
skyndilega úr 100 á ári í 300 og árið
2002 hafi fjöldinn verið 800 á
hverja hundrað þúsund íbúa á aldr-
inum 15-19 ára.
Þórarinn segir að árangur í með-
ferðum náist fyrst og fremst með
mikilli vinnu, þrautseigju, fjár-
magni og góðum húsakosti.
Unglingum á Vogi
fækkar um helming
frá árinu 2002
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Margir gerðu vel við sig í mat á
meðan íslenska karlalandsliðið
keppti á EM í knattspyrnu. Bæði
Sláturfélag Suðurlands (SS) og
Kjarnafæði fundu fyrir aukinni
sölu á grillmat.
„Það er ljóst að þegar þjóðin
sameinast af einhverju tilefni gerir
fólk vel við sig í mat. Við sjáum
það skila sér í aukinni sölu,“ sagði
Steinþór Skúlason, forstjóri SS.
Hann sagði að mikil sala væri á
grillmat fyrir atburði eins og leiki
íslenska landsliðsins á EM. Síðast-
liðinn sunnudag var mjög gott veð-
ur og leikur, svo að ætla má að
margir hafi komið saman og grill-
að.
Lambakótilettur og lærissneiðar
í SS kryddlegi eru enn sem fyrr
vinsælasta grillkjötið frá SS. Nú er
SS komið með nýja vöru, nauta-
kótilettur með trufflum og pipar.
Nautagrillkjötið hefur fengið góð-
ar viðtökur, að sögn Steinþórs.
Eins eru vörur úr folaldakjöti vin-
sælar.
Ólafur Már Þórisson, markaðs-
stjóri hjá Kjarnafæði, sagði að
aukin sala í kringum EM-leikina
hefði ekki leynt sér.
„Það verður meiri sala í ham-
borgurum, grillpylsum og öðru
sem er fljótlegt og þægilegt að
grilla. Líka í krydduðum kjöt-
sneiðum,“ sagði Ólafur. Hann
benti á að kappleikirnir hefðu
margir verið fljótlega eftir vinnu
svo að fólk hefði ekki alltaf gefið
sér mikinn tíma til að standa yfir
grillinu heldur keypt eitthvað fljót-
legt.
Salan á grillkjöti frá Kjarnafæði
hefur verið aðeins meiri í sumar á
höfuðborgarsvæðinu en síðasta
sumar. Salan er heldur meiri nú en
í fyrra á Norður- og Austurlandi,
sem líklega má rekja til betra veð-
urs nú en var í fyrrasumar.
Kjarnafæði býður nú m.a. upp á
lambagrillkjöt þar sem hvönn úr
Hrísey er notuð í kryddblönduna.
Ólafur sagði að hvönnin gæfi gott
bragð og vörunni hefði verið vel
tekið.
EM jók neysl-
una á grillmat
Aukin sala var hjá SS og Kjarnafæði
Morgunblaðið/Skapti
Grill Vinsælt er að grilla mat yfir
sumarið og sumir grilla allt árið.
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
50 áraAFMÆLISTILBOÐ
Nr. 12961
Á R A
gasgrill 4ra brennara
AFMÆLISTILBOÐ
99.900
VERÐ ÁÐUR 124.900
Grillbúðin
•4brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• PTS hitajöfnunarkerfi
• Kveiking í öllum tökkum
• Gashella í hliðarborði
• Tvöfalt einangrað lok
• Postulínsemaleruð efri grind
• Hitamælir
• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu
undir öllu grillinu
• Einnig til svart
•Afl 14,8 KW
www.grillbudin.is