Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
Þúfa Á hverjum degi gengur fjöldi fólks upp á listaverk Ólafar Nordal, Þúfu, sem stendur við HB Granda við gömlu höfnina í Reykjavík. Uppi við fiskihjallinn á toppnum sést vítt til allra átta.
Eggert
Prestar þjóðkirkj-
unnar hafa oft og iðu-
lega látið til sín taka í
þjóðfélagsmálum –
blandað sér inn í við-
kvæm deilumál og
jafnvel leitt umræðuna
og mótað. Sumir hafa
tekið skrefið til fulls,
boðið sig fram til þings
og sveitarstjórna til að
eiga kost á að móta
með beinum hætti þá
umgjörð – lög og reglur – sem borg-
urunum er ætlað að starfa innan.
Sagan geymir dæmi um vígða
menn sem létu til sín taka á sviði
stjórnmála og áttu farsælan feril á
Alþingi Íslendinga. Ég er svo gæfu-
samur að hafa kynnst ágætlega
tveimur þessara góðu manna. Þeir
áttu það sameiginlegt að berjast fyr-
ir réttlátu samfélagi frjálsra manna,
en aldrei nýttu þeir sér kirkjuna sem
stofnun til að vinna pólitískum hug-
sjónum sínum fylgi. Þvert á móti.
Þeir gerðu skýran greinarmun á
þátttöku sinni í þjóðfélagsmálum og
störfum sínum sem prestar í þágu
safnaðarins. Ég dreg í efa að þeim
hafi nokkru sinni komið til hugar að
gera kirkjuna, sem þeim var trúað
fyrir, að vettvangi til að berjast gegn
því að lögum og reglum sé framfylgt
eða hamla að þar til bærum stjórn-
völdum sé kleift að sinna lögbundn-
um skyldum.
Í fótspor Jesú
Ekkert er óeðlilegt við að prestar,
líkt og aðrar landsmenn, taki til máls
í ræðu og riti. Það getur verið æski-
legt að prestar láti í sér heyra, bendi
á það sem miður fer og
gefi ráð um hvernig
staðið skuli að verki.
Jafnvel er hægt að
ganga svo langt að
halda því fram að það
sé hlutverk þeirra að
gerast gagnrýnendur
og feta þannig í fótspor
Jesú frá Nasaret.
En það er eitt að
gagnrýna, lýsa mein-
semdum, draga fram
óréttlæti og benda á
það sem betur má fara,
og annað að vinna bein-
línis gegn því að lög nái fram að
ganga í lýðræðisríki. Ekki verður
annað séð en á síðustu vikum hafi ís-
lenska þjóðkirkjan – sem nýtur
verndar í stjórnarskrá – tekið
ákvörðun um að leggja stein í götu
embættismanna og grafa undan
virðingu almennings fyrir lögum og
reglum. Ef svo er komið verður illa
undan því vikist að endurskoða sam-
band ríkis og kirkju.
Í félagi með stjórnleysingjum
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup
yfir Íslandi, og Solveig Lára Guð-
mundsdóttir, vígslubiskup á Hólum,
tóku til máls um flóttamannavand-
ann á síðum Morgunblaðsins 11. júní
síðastliðinn. Þar greindu þær frá
fundi sem þær áttu með flóttafólki
auk fulltrúa frá No Borders – sam-
tökum stjórnleysingja sem berjast
gegn landamærum þjóðríkja. Fund-
urinn fór fram á Biskupsstofu.
Það er á engan hátt hægt að gagn-
rýna biskupa fyrir að eiga fundi með
flóttafólki og kynna sér frá fyrstu
hendi aðstæður fólks sem af ýmsum
ástæðum hefur neyðst til að yfirgefa
heimaland sitt. En það má aftur á
móti velta fyrir sér dómgreind for-
ystumanna þjóðkirkjunnar að bjóða
til fundarins fulltrúum stjórnleys-
ingja.
Tilgangur skrifa biskupanna virð-
ist tvíþættur. Annars vegar að gagn-
rýna stefnu stjórnvalda í málefnum
flóttamanna og hins vegar að und-
irbúa beina þátttöku þjóðkirkjunnar
í baráttu gegn því að lögum sé fylgt
eftir af réttmætum stjórnvöldum. Í
engu reyna þeir að finna lausn á
þeim mikla vanda sem glímt er við,
nema þá helst að opna landamærin
líkt og No Borders-samtökin krefj-
ast.
Lítil virðing
Agnes og Solveig Lára skrifa:
„Því er það okkar skoðun að Ís-
landi beri að skoða vel aðild sína að
Dyflinnarreglugerðinni og ef ekki
reynist unnt að segja sig frá henni,
þá beri yfirvöldum að minnsta kosti
að túlka hana rúmt.
Ísland hefur komist upp með að
nota Dyflinnarregluna aðallega til að
komast hjá því að veita flóttafólki
hæli.“
Það er miður að biskupar þjóð-
kirkjunnar skrifi með þessum hætti.
Athugasemd Björns Bjarnasonar,
fyrrverandi dóms- og kirkjumála-
ráðherra, í dagbókarfærslu sama
dag og umrædd grein birtist er rétt-
mæt:
„Að biskupar skuli tala á þennan
veg til embættismanna sem fara að
lögum og alþjóðasamningum er
ómaklegt. Ummælin eru í samræmi
við þá undarlegu afstöðu að lög og
reglur eigi ekki að gilda um þá sem
koma á ólögmætan hátt til landsins.
Þessi skoðun er á skjön við það sem
vænta má af yfirvöldum þjóðkirkj-
unnar nema markmiðið sé að grafa
undan virðingu fyrir lögunum. Það
er markmið samtaka á borð við No
Borders en þau eru oft skilgreind
sem samtök stjórnleysingja.“
Griðastaður eða pólitískur
vettvangur?
Biskuparnir gáfu upp boltann og
hann var gripinn á lofti. Nokkrum
dögum eftir að Agnes og Solveig
Lára boðuðu að nú skyldi kanna
hvort kirkjan gæti orðið griðastaður
fyrir flóttafólk, varð Laugarnes-
kirkja vettvangur átaka. Ákveðið
var að hindra lögregluna við að
framfylgja lögum.
Laugarneskirkja átti í orði að
verða griðastaður fyrir tvo ólöglega
flóttamenn en varð lítið annað en
leiksvið pólitískra átaka, þar sem
fjölmiðlar voru sérstaklega vel-
komnir. Allt til að gera stjórnvöld
tortryggileg, grafa undan trúverð-
ugleika lögreglunnar og byggja und-
ir skoðanir stjórnleysingja um af-
nám landamæra.
Í samtali við Fréttatímann sagðist
Agnes Sigurðardóttir biskup „slegin
yfir því hvað kirkjunni var sýnd
gríðarleg óvirðing með þessum að-
förum“. Þar vísaði hún til þess að
lögreglan hefði flutt flóttamennina
nauðuga úr kirkjunni en þeim var
vísað til Noregs á grundvelli Dyfl-
innarreglugerðarinnar. Þar var lög-
um, stjórnsýslureglum og alþjóð-
legum sáttmálum fylgt eftir.
Yfirmenn þjóðkirkjunnar hafa
tekið ákvörðun um að berjast gegn
því að lögum sé framfylgt og þess
vegna var Laugarneskirkja notuð
sem vettvangur pólitískra átaka í
samráði við Biskupsstofu, að því er
Agnes Sigurðardóttir staðfesti við
Fréttatímann.
Hvernig bregst ég við?
Skrif Agnesar Sigurðardóttur og
Solveigar Láru Guðmundsdóttur,
marka töluverð þáttaskil í starfi og
stefnu þjóðkirkjunnar líkt og at-
burðurinn í Laugarneskirkju undir-
strikar. Kirkjan er ekki aðeins vett-
vangur heldur virkur þátttakandi í
viðkvæmu pólitísku deilumáli. Spilað
er á tilfinningar, horft framhjá stað-
reyndum og í engu reynt að finna
lausnir. Þvert á móti er grafið undan
lögmætum stjórnvöldum lýðræðis-
ríkis.
Þjóðkirkjan skipar einstakan sess
í hugum mikils meirihluta Íslend-
inga og hún nýtur sérstakrar vernd-
ar stjórnarskrár. Áhrifavald þjóna
og kennimanna kirkjunnar er mikið.
Vilji yfirmanna hennar stendur til
þess að beita áhrifavaldinu gegn
stjórnvöldum og stuðla að fram-
gangi ákveðinna pólitískra hug-
mynda.
Spurningin sem ég stend því
frammi fyrir er því þessi:
Hvernig á ég, sem ólst upp í þjóð-
kirkjunni, að bregðast við þegar mér
er misboðið hvernig farið er með
áhrifavald kirkjunnar?
Eitthvað segir mér að fleiri þurfi
að svara þessari spurningu.
Eftir Óla Björn
Kárason »Hvernig á ég, sem
ólst upp í þjóðkirkj-
unni, að bregðast við
þegar mér er misboðið
hvernig farið er með
áhrifavald kirkjunnar?
Óli Björn
Kárason
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Þjóðkirkja í pólitík